Morgunblaðið - 29.09.1970, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.09.1970, Blaðsíða 17
MORGU'N’BLABIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SBPT.' 1970 17 Þj óöleikhúsiö: Eftirlitsmaðurinn Leikstjórn: Brynja Benediktsdóttir Leikmynd: Birgir Engilberts Búningateikningar: Messíana Tómasdóttir ÞAÐ MÁ vera að það standi á mörgu blaði, ritað af visum mömnum, að EftJirliitsmiað'urinn sé mikið snilldarverk og beri að virða það mikils. Fyrár mér, sem lifi á seinni hluta 20. aldar, er púðrið í þessu verki orðið rakt. Skopsagan hefur verið söigð of oft, hún er komin með langt skegg. Samt er ekki loku fyrir það skotið að þurrka megi púðr ið og láta það blossa, en til þess þarf að leika verkið af einstakri snilld, af lifandi og safaríku skopi en um leið agað og stíl- fært. Á sýningunni í Þjóðleikhús- inu ber mest á tveimur seinustu einkennunum: sviðsetningiin er öguð og stílfærð svo unun er á að horfa — sé manni vel til íslenzkrar leifclistar og sætti sig við það stig sem hún er á af því hún hljóti að vera á uppleið. Frá því sjónarmiði er þetta mjög ánægju'leg sýning, svo ánægjuleg að ég leyfi mér að telja hana til viðburðar. Allt verk leikstj órans er, hvað stíl við- kemur, stöðum, göngum, hreyf- ingum og látbragði, mjög vel unnið. Sýningin hefur hrynjandi og dansrænt líf, sem segir sitt um kosti, hæfileika og einurð leik stjórans — það seinasta er mest um vert. Svo ánægjulegt sem þetta nú var, ber hinu ekki að neita, að leikhópurinn veldur ekki vel verkinu. Þrátt fyrir stílinn og heildarsamræmið verður stund- um furðu holt undir og stundum koma göft. Þau Þóra Friðriksdóttir, Rúrik Haraldsson, Gunnar Eyjólfsson, Baldvin Hahdórsson og Árni Tryggvason Skila hlutverkum sínum mjög vel, fylla út í form- ið, sem þeim hefur verið gefið. Skop Vals Gísiasomar er nokkuð flugþungt, en hefur sig þó upp frá því að liggja alveg niðri í upphafi í að vera komið vel af stað áður en lýkur. Fyrsta atriði Gísla Alfreð'ssonar í hlutverki Bobehinskys heppniaðiist mjög vel, en eftir það er hiann eða leikstjórinn eða bæði í yamdræð um og lítið verður úr. Hlutverk C. I. Húbners er þögult, það gef ur þess vegnn ekki síður ástæðu til týpusköpunar, en ef því er er ekki fyigt eins og raun ber vitni, af hvaða ástæðum sem það er, hefði verið hreinlegra að strika persónuna út. Erlingur Gíslason hefur mikla kosti sem leikari, vald á tækni, blæbrigð- um, sem gera hann mjög hæfan og þar að auki verður ekki sagt að hann bafi týpuraa — Hlesta- kov — á móti sér. Það er líka margt gott í því sem hann gerir en eitthvað er það í bragðdauf- ara lagi. í hápunkti hlutverfcs- ins, heitna hjá bæjarfógetanum eftir hádegisverðinn, er tröppu- gangur (Stemmniragarinnar of reifcull, ekki nógu kraftmikill og skýr. Jón Júlíusson gerði það sem á hans færi var. Guðrún Guð laugsdóttir fór þokkalega með sitt hlutverk, Bessi Bjarnason skilaði sínu hlutverki vel, var heill á sínum stað. lieikmynd Birgis Engilberts er í sjálfu sér ágæt en hún kemur þessu verki ekkert við og fyrir bragðið vinnur hún á móti verk inu. Það eru mílur vega á milli foriskriftar höfundar og þessarar leikmyndar, á þeirri leið eru líka ýmisir viðkomuistaðir, sem hefðu hér betur hæft en þetta. Leik- myndinni, eins og Gogól hugsaði hana, var ætlað að gefa upplýs- ingar um fólkið í húsdrau, um smekkleysi þess og prjáltilhneig iragar. Leikmyndin bar vott um Rúrik Haraldsson og Erlingur Gíslason í hlutverkum sínum — persónulega smekkvísi mynd- gerðarmannsins, en um hana var ekki spurt heldur um getu hans til að láta hæfni sína þjóna verk inu. Búningarnir voru flestir bet ur heppnaðir og skemmtilega lit ríkir. Ég vil leyfa mér að óska fyrir- tækinu til hamingju með þessa frumraun Brynju . Benediktsdótt ur sem leikstjóra á sviði Þjóð- leikhússins. Hún á eftir að vaxa og leikaramir með henni ef hún fær hin réttu verfcefni, t.d. Fey- deau? Þorvarður Ilelgason. Bíarðærisnefnd um öskufallssvædin: Leggur ekki til að ung- fé sé slátrað öskufall, eftir að fyrstu gos- hrinu lauk, má einnig búast við að ungt fé verði hart úti. Þóra Friðriksdóttir og Guðrún Guðlaugsdóttir í hlutverkum sín um Þrjú íslenzk verk á „Norrænum músikdögum” Norræna tónlistarhátíðin „Nord iska musikdagar" hefst í Helsinki í Finnlandi 11. október n. k. og þar verða m. a. flutt þrjú verk eftir íslenzka höfunda, Þorkel Sig urbjömsson, Leif Þórarinsson og Atla Heimi Sveinsson. Tónlistar- hátiðin stendur í fimm daga og verður þar fluttur mikill fjöldi norrænna verka, kammerverka, kórverka og hljómsveitarverka. Norrænu múslílkidagaimir enu að jaifnaiði ta’ldmiir 'amnaið hvert ár í höfuðborgum Norðurlaindanna, en hér voru þeir haldnir 1967. Á hláitíðinam nú verða taldmir aihls 6 hiljómleifcair, se<m sýna' eiga þver- slkurð af nútímiaitónlist á Niorður- lönduon. Verlkið KLIF, eftir Atla Heimi Sveinsigon verður fyrsta verkiið, seim fiu'tt verður á fyrsitu tónleik uiraum suinmudagLnin 11. Október. Er þetta tríó fyrir flautu, Iklarira- ett og sello og hefu'r veriið flúbt hér á laradi á veguim Muisica Nova. iÞriðjudagmra 13. október verða hljómisweitartónll>eikair, þar sem m. a. verður flutt hiljóm- sveitarverkið YMUR eftiir Þorkel SigurbjömssiOin', en það verk var flutt af Sintfóniulhljómgveit ís- lainids á iSíðasta stairlfiséri. Og mið- vifcudaiginn 14. olktóber verða kamimiertónlleikar, þair sam fcvairt- ett Tónlistarskólanis í Reykjavik mun flytja strofckvartett etftir Leitf Þórairiinsson, en það verk var frumtf'hxtt á tónleikum Tón- listarfélaigsinis í vor. Dómraeifirad í 'hverju landi velur að hverjiu sirani nolkkuir verik, seim ihún telur til greiina koma, en aíðain velur raiorræn dóminefind úr þeim verfkum og akipuileggur tón- leikaina. HARÐÆRISNEFND hefur leit- að upplýsinga hjá yfirdýralækni nm það, hvort ráðlegt sé fyrir bændur á öskufallssvæðimuni að slátra ungfénaði sínum frá í vor eða ekki. Nefndinni hefur borizt svar frá lækninum, þar sem tal- ið er mjög erfitt aé gefa óyggj- andi svör við spurningimni, og með tilvísun til álits yfirdýra- læknis, sem hér fer á eftir tel- ur Harðærisnefnd ástæðulaust að leggja til við bændur að þeir slátri ungfénu venju fremur. Fréttatilkynning Harðærisnefnd- ar fer hér á eftir: „Á fundum, er Harðærisnefnd hélt með bændum á öskufalls- svæðunum og forráðamönnum þeirra á sl. vori, bentu búfjár- sjúkdómasérfræðingar á þá hættu að ungur fénaður, sem biti öskumengaða haga, gæti beð ið af þvi varanlegt tjón. Þó kæmi það ef til vill ekki fram fyrr en síðar á ævi þessara skepna og þá einkum sem tann- skemmdir (gaddur) og ef til vill skemmdir í liðum. Með tilliti til hinnar miklu flúormengunar í gróðri fyrst eftir Heklugosið, var á það bent að ef til vill yrði ekki óhætt að setja á vetur lömb, veturgamalt fé og folöld. Hinn 7. þ.m. ritaði Harðæris- nefnd yfirdýralækni bréf og leit aði álits hans, hvort óhætt mundi verða að setja á í haust lömb og veturgamalt fé á öskufalls- svæðunum. Nefndinni hefur borizt svar yfirdýralæknis, þar sem meðal annars kemur fram eftirfarandi: „Þessari spurningu verður seint svarað almennt af eftir- greindum ástæðum. Það magn, sem hver einstök skepna þolir, er mjög mismikið þó að fóðrun og aðbúð sé hin sama. Meðferð fjár ins á öskusvæðunum hefur vænt anlega á liðnu vori verið á jafn marga mismunandi vegu og bæ- ir innan svæðanna eru margir. Þá var mengun á beitilöndum innan svæðisins mjög mismikil, og mengun stóð mislengi. Hefur það og áhrif á heilbrigði fjár- ins er frá líður. Af þeim efnagreiningum á grasi og heyi, sem fyrir liggja, má telja líklegt, að þar sem hægt var að hlífa lömbum og gemlingum við ösku fyrstu vik- urnar eftir gosið, muni varan- legar skemmdir ekki koma fram, því tími sá sem það fé lifði á mjög flúormenguðu grasi vartil tölulega stuttur, og því var forð- að frá mesta flúormagninu. Þar sem fé hins vegar var látið sjálf- rátt að mestu og þurfti frá byrj un goss að lifa á mjög filúor- menguðu grasi, má búast við að tannskemmdir geti komið fram síðar. Sama máli gegnir um tryppi og snemmköstuð folöld. 1 nágrenni Heklu, þar sem þrá faldlega varð vart við örfínt Heysýnishorn, sem mæld hafa verið, gefa til kynna að ástæðu- laust er að ætla að hey hafi nein veruleg áhrif á hreysti búfjár í vetur. Þær fáu flúormælingar á bein- um, sem nú liggja fyrir, benda ékki til að hætta verði á varan- legum skemmdum á tönnum í ungu fé. Eins og eðli þessará flúoreitr- ana er háttað er mjög erfitt og ég vil telja ógerlegt að gefa ákveðið og óyggjandi almennt svar við spurningu Harðæris- nefndar.“ Einnig hefur yfirdýralæknir flutt útvarpserindi um þetta efni til leiðbeininga fyrir bændur. Með tilvísun til þessa álits yf- irdýralæknis sér Harðærisnefnd ekki ástæðu til þess að leggja til að bændur á öskufallssvæðunum slátri ungfénaði sínum fremur venju. Nefndin vill þó benda bændum á að taka í þessu efni til'lit til ráðlegginga yfirdýra- læknis." Hippar rakaðir og klipptir Teheran, íran, 27. »ept. AP. íranska lögreglan gerði skyndi leit í búðum hippa í baenuim Shemiran slkaimmt norðara við Teíherara á suranudag. Voru 145 hippair haradtelkraiir fyriir haáh-reykimgar og fluttir til næstu lögreglustöðva. Þar voru þessiir hárprúðu ungling ar klipptir og rafcaðiir, og bíða þeir nú réttarramirasókniar. Ný lög haifia tókið gildi í íran. er miða að því að draga úr raeyzlu eiturlyfja, en sam- ' kvæmt þeim á hver sá, seim hefur í fórum sínum meitra en tíu grömm af heróíni eða tvö fcíló af ópíuim yfir höfði sér dauðadóm. Saimkvæmt sömu lögum má dæma manra í tíu ára faragelsi fyrir hver tíu grömm atf hashi, sem hjá hon- um fininast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.