Morgunblaðið - 29.09.1970, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPT. 1970
Skuldabréfaviðskipti
Tökum allar tegundir verðbréfa í umboðssölu.
Hjá okkur er miðstöð verðbréfaviðskiptanna.
FYRIRGREIÐSLUSKR1FSTOFAIM
Fasteigna- og verðbréfasala
Austurstrasti 14, simi 16223.
Þorleifur Guðmundsson heima
12469.
Börn eða aðrir
óskast til að bera út Morgunblaðið í Garða
hreppi (FITJAR, ÁSGARÐUR OG FL.)
Upplýsingar í síma 42747.
Hús óskast
ð Volvo vörubifreið, stærri gerðina.
Uppl. í síma 24093.
Sumar
í borg
KOMIN er út hjá Ríkisútgáfu
námsbóka ný lestrarbók handa
8—9 ára börnum. Bókin nefnist
Sumar í borg og er eftir skóla-
stjórana Ásgeir Guðmundsson
og Pál Guðmundsson. 1 bókinni
segir frá þvi, hvernig borgar-
börnin Siggi og Stina verja sum
arleyfi sínu.
Með lestrarbók þeseari verðuí
gefin út vinnubók. f henni verða
ýmis verkefni og æfingar, sem
ætluð eru til þjálfunar i lestri
og átthagafræði. —- Sumar i
borg er 94 bls., litprentuð og
með teikningum eftir Baltasar.
— Bókin er gefin út sem fjórða
og síðasta heftið í lesbókasam-
stæðunni Nýr flokkur, en sam-
stæðan verður væntanlega öli
endurprentuð á næstunni í nýj-
um búningi.
Bókin er sett í Rikisprent-
smiðjunni Gutenberg og prentuð
í Kassagerð Reykjavíkur.
Sendibílastöð Kópavogs hf.
Sími 42222
Talstöðvarbilar um allan bæ önnumst alla flutninga
hvert á land sem er.
Sendisveinn
óskast strax, hálfan eða allan daginn.
G. Þorsteinsson & Johnson hf.
Grjótagötu 7 — Sími 24250.
HAGKVÆMT ER
HEIMANÁM
Bréfaskóli SÍS og ASt býður yður kennslu í 40 náms-
greinum. Eftirfarandi greinagerð ber fjölbreytninni
vitni:
I. ATVIIMNULlFIÐ.
1. Landbúnaður
Búvélar. 6 bréf Kennari Gunnar Gunnarss., búfræði-
kand. Námsgjald kr. 720,00.
2. Sjávarútvegur.
Siglingafræði. 4 bréf. Kennari Jónas Sigurðsson.
skólastj. Námsgjald kr. 930,00.
Mótorfræði I. 6 bréf um bensínvélar. Kennari Andrés
Guðjónsson tæknifræðingur. Námsgjald kr. 930,00.
Mótorfræði II. 6 bréf um dísilvélar. Sami kennari.
Námsgj. kr. 930,00
3. Viðskipti og verzlun.
Bókfærsla I. og II. 7 bréf í fyrra fl. og 6 í síðara fl.
Kennari er Þorleifur Þórðarson forstjóri F.R. Færslu-
bækur og eyðublöð fylgja. Námsgjald kr. 930,00 í
hvorum flokki.
Auglýsingateikning. 4 bréf ásamt nauðsynl. áhöldum.
Kenna'ri Hörður Haraldsson, viðskiptáfræð. Náms-
gjald kr 500,00.
Ahnenn búðarstörf. Kennslubók ásamt 5 spurninga-
bréfum. Kennari Höskuldur Goði Karlsson, framkv.
stj. Námsgjald 575,00.
Kjörbúðin. 4 bréf. Kennari Húnbogi Þorsteinsson.
Námsgjald kr. 500,00.
Betri verzlunarstjórn I. og II. 8 bréf i hvorum fl.. Kenn-
ari Húnbogi Þorsteinsson. Námsgjald kr. 860,00 í hvor-
um flokki.
Skipulag og starfshættir samvinnufélaga. 5 bréf. Kenn-
ari Eirikur Pálsson, lögfræðingur. Námsgjald kr. 350,00.
II. ERLEND MAL
Danska I. 5 bréf og Litla dðnskubókin. Kennari Ágúst
Sigurðsson, cand mag. Námsgjald kr. 720,00
Danska II. 8 bréf og Kennslubók í dönsku I. Sami
kennari. Námsgjald kr. 860,00.
Danska III. 7 bréf og Kennslubók í dönsku III., les-
bók, orðabók og stflahefti. Sami kennari. Námsgjald
kr. 1000,00.
Enska I. og II. 7 bréf í hvorum flokki og lesbækur,
orðabók og málfræði. Kennari Eysteinn Sigurðsson
cand. mag. Námsgjald kr. 930,00 i hvorum flokki.
Ensk verzlunarbréf. 8 bréf. Kennari Snorri Þorsteins-
son yfirkennari. Nokkur enskukunnátta nauðsynleg.
Námsgjald kr. 1.000,00.
Þýzka. 5 bréf. Kennari Ingvar G. Brynjólfsson yfirkenn-
ari. Námsgjald kr. 930,00.
Franska. 10 bréf. Kennari Magnús G. Jónsson dósent.
Námsgjald kr. 1.000,00.
Spænska. 10 bréf, og sagnahefti. Sami kennari og
í fr. Námsgjald kr. 1.000,00.
Esperanto. 8 bréf, lesbók og framburðarhefti. Kenn-
ari Ólafur S. Magnússon. Orðabækur fyrirliggjandi.
Námsgjald kr. 575,00. Framburðarkennsla er gegnum
rikisútvarpið yfir vetrarmánuðina í öllum erlendu mál-
unum.
III. ALMENN FRÆÐI.
Eðlisfræði. 6 bréf og kennslubók J.Á.B. Kennari Sig-
urður Ingimundarson efnafræðingur. Námsgjald kr.
720,00.
fslenzk málfræði. 6 bréf og kepnslubók H.H. Kennari
Heimir Pálsson cand. mag.Námsgjald kr. 930,00.
Islenzk bragfræði. 3 bréf og kennslubók. Kennari Svein
björn Sigurjónsson mag. art. Námsgjald kr. 500,00.
fslenzk réttritun. 6 bréf. Sami kennari og í bragfr.
Námsgjald kr. 930,00.
Rekningur. 10 bréf. Má skipta í tvö námskeið. Kenn-
ari Þorleifur Þórðarson forstjóri F.R. Námsgjald kr.
1.000,00.
Algebra. 5 bréf. Kennari Þóroddur Oddsson, yfirkenn-
ari. Námsgjald kr. 780,00.
Starfsfræðsla. Bókin „Starfsval" með eyðublöðum.
Ölafur Gunnarsson sálfræðingur svarar spurn. og leið-
beinir um stöðuval. Gjald kr. 400,00.
IV. FÉLAGSFRÆÐI.
Sálar- og uppeldisfræði. 4 bréf. Kennari Valborg Sig-
urðardóttir skólastjóri. Námsgjald kr. 575,00.
Saga samvinnuhreyfingarinnar. 8 bréf og þrjár fræðslu-
bækur. Kennari Guðmundur Sveinsson skólastjóri.
Námsgjald kr. 600,00.
Afengismál I. 3 bréf um áfengismál frá fræðilegu sjón-
armiði. Kennari Baldur Johnsen læknir Námsgjald kr.
350,00.
Fundarstjóm og fundarreglur. 3 bréf. Kennari Eiríkur
Pálssón lögfræðingur. Námsgjald kr. 575,00.
Bókhald verkalýðsfélaga. 4 bréf ásamt færslubókum
og eyðublöðum. Kennari Guðmundur Ágústsson skrif-
stofustj. Námsgjald kr. 500,00.
Staða kvenna í heimili og þjóðfélagi. 4 bréf. Kennari
Sigríður Thorlacius ritstjóri. Námsgjald 575,00.
Lærið á réttan hátt. 4 bréf um námstækni. Kennari
Hrafn Magnússon. Námsgjald kr. 575,00.
Hagræðing og vinnurannsóknir. 4 bréf að minnsta
kosti. Hagræðingardeild ASÍ leiðbeiriir. Námsgjald kr.
575,00.
V TÓMSTUNDASTÖRF.
Skák I. og II. 5 bréf í hinu fyrra og 4 í þvi siðara. Kenn-
ari Sveinn Kristinsson skákmeistari. Námsgjald kr.
575,00 í hvorum flokki.
Gitarskólinn. 8 bréf og lög á nótum. Kennari Ólafur
Gaukur hljómlistarmaður. Námsgjald kr. 650,00.
Takið eftir: Bréfaskóli SÍS og ASl veitir öllum tæki-
færi til að afla sér i fristundum fróðlekis, sem allir
hafa gagn af. Með bréfaskólanámi getið þér aukið
á möguleika yðar til að komast áfram í lífinu og
m.a. búið yður undir nám við aðra skóla. Þér getið
gerzt nemandi hvenær sem er og ráðið námshraða að
mestu leyti sjálf. Skólinn starfar allt árið.
Bréfaskóli SÍS og ASl býður yður velkomin.
Undirritaður óskar að gerast nem. í eftirt.
námsgr.:
□ Vinsaml. sendið gegn póstkröfu
□ Greiða hjálögð kr.........
(Nafn)
(Heimilisfang)
Klippið auglýsinguna úr blaðinu og geymið.
Bréfaskóli SlS og ASl, Sambandshúsinu,
Sölvhólsgötu, Rvlk.