Morgunblaðið - 29.09.1970, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPT. 1970
sjúkrahúsinu. Hve lengi töluð-
uð þér við hann?
— Ekki lengi. Kannski eins
og sjö mínútur. Að minnsta kosti
ekki tíu. En þá sagði systirin,
sem var á vakt, að ég yrði að
fara.
— Var þá hjúkrunarkona á
vakt?
— Já. Hún hleypti mér inn, lét
mig svo einan hjá Rick, en kom
aftur eftir fimm mínútur. Ég
held henni hafi verið illa við all
ar heimsóknir til hans.
— Og hvemig var Rick?
Hvemig leit hann út?
— Hann var sýnilega tölu-
vert veikur, enda þótt hann
segði, að sér vseri að skána. Og
systirin viðurkenndi það. Hann
27.
hurn breytti ofurlítið sínum eig
in málrómi.
— Ég þarf endilega að ná I
hr. Rick. Hvenær kom hann
þarna?
— Ég efast um, að ég geti
sagt yður það. Við svörum ekki
spurningum nema um líðan
sjúklinganna.
— Och, systir. Hjálpið þér
mér. Ég er sjálfur frá Glasgow.
Það er bara smá-verzlunarer-
indi.
— Ég ætti nú ekki að vera að
þvi, en hann var hér frá 23.
til 30. síðasta mánaðar.
— Þakka yður kærlega systir
sjáumst í Glasgow. Raeburn
lagði símann.
— Harry Rick kom í sjúkra-
húsið daginn áður en EdithDes
mond var myrt, sagði Mark við
Pete. En ég ætla að hringja í
Desmond, rétt til þess að vera al
veg viss. Eftir andartak var
hann farinn að tala við Des-
mond, sem var í skrifstofu sinni.
— Ég vildi vita um þessa
heimsókn yðar til Harry Rick í
var mjög fölur og tekinn og
augun innfallin. Röddin var
veik — ekki hvíslandi, en veik.
Hann hafði verið með háan
hita og leit út eins og við var
að búast eftir atvikum. Svo virð
ist sem einhver vafi væri komin
í röddina hjá Desmond, eins og
gegn vilja hans sjálfs.
— Sagðist hann hafa verið
með háan hita?
— Nei, mér varð bara litið á
hitaspjaldið hjá honum.
— Ég skil. Þakka yður fyrir.
Raebum lagði simann á og sagði
Pete, hvað þeim Desmond hafði
farið í milli. Pete lá út af og
hugsaði. Hann sagði:
— Ég býst nú við, að einhver
meðöl séu til, sem geta valdið
háum hita og gert menn mátt-
leysislega og þess háttar?
— Sjálfsagt, en þú verður að
muna, að Rick er með sérstak-
an sjúkdóm. Ég veit ekki hvað
hann heitir — ekki enn. Og
hann hefði orðið að gera sér
upp einkenni þess sjúkdóms en
ekki bara einhvers. Og hann
Allar tegundir I útvarpstaeki, vasaljós og leik-
föng alltaf fyrirliggjandi.
Aðeins t heildsölu til verzlana.
Fljót afgreiSsla.
HNITBERG HF.
Öldugötu 15, Rvík. — Simi 2 28 12.
Stúlka getur fengið atvinnu í apóteki í Reykjavík hálfan eða
allan daginn. „Aðstoðarstúlkupróf" æskilegast. Umsókn með
upplýsingum um aldur, nám og starfsreynslu leggist inn hjá
Morgunblaðinu, merkt: „Apótek 4438".
.. l
Eiiui sinni
og svo
r og aftur...
SMJÖRLlKISGERÐ AKUREYRAR HF.
UMBOÐSMENN:
JOHN LINDSAY. Sfmi 26400. KARL OG BIRGIR. Sími 40620
Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl.
Nú stendur yfir tímabundið „kuldaskeið“ I persónusamböndum,
svo að þú skalt vinna þín störf af meiri natni á meðan.
Nautið. 20. april — 20. mai.
Leiðin er óljós í dag. Taktu ákvörðun og farðu eftir henni.
Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní.
Láttu leiðann ekki tefja þig; þú átt allt of mikið ógert.
Krabbinn, 21. júni — 22. júlí.
Allir hafa einhverja sögu að segja, þú ert ekki einn um það.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst.
Eldra fólk veldur þér vandræðum, en þetta lagast allt með tíman-
um.
Meyjan, 23. ágúst — 22. september.
Það er litið jafnvægi á hlutunum þessa stundina, en þú getur
ekkert gert annað en að bíða.
Vogin, 23. september — 22. október.
Láttu fjármál vina þinna eiga sig, þú getur ekki hamlað gegn tapi
Þeirra.
Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember.
Tímlnn læknar öll mein. Smáatriði eru ennþá mikilvæg.
Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember.
Þú ert æstur I að hoppa og hlaupa, en ættir að haida þig niðri á
jörðinni og íhuga öll þín mál.
Steingeitin, 22. desember — 19. janúar.
Útgjöldin aukast næstum örugglega.
Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar.
Gefðu hcimilinu meira af tíma þinum og láttu allar áætlanir lönd
og leið. Sýndu þolinmæði.
Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz.
Sinntu erfiðustu verkefnunum fyrst. Með kvöldinu kemur breyting.
hefði þurft að blekkja sinn eig- 1
in sérfræðing.
— Hann hefði orðið að vera
svo veikur, að geta ekki einu
sinni hreyft sig.
— Einmitt.
— Jæja þá. . . Pete hugsaði
sig enn um. Við skulum þá
reyna að rifa niður þessa kenn-
ingu. Rick er einn þessara harð
jaxla — manna sem klífa Ever-
esttindinn handleggsbrotnir og
þess háttar. Segjum að
hann hafi gert sig veikan og
samt brotizt til Wimbledon. Pete
virtist ekkert hrifinn af þess- '
ari kenningu sinni.
— Já, það er hugsanlegt —
aðeins hugsanlegt — að hann
hafi farið til Wimbledon. En
hefði hann getað framið svona
ofsalega árás. . . ja, þú sást nú
líkið ?
— Nei, það hefði hann ekki
getað, sagði Pete.
— Að minnsta kosti var hjúkr
unarkona á höttunum hjá hon-
um, tveimur dögum seinna. Og
þegar hann var fyrst tekinn
inn, hafa þeir hlotið að vaka yf-
ir honum hverja mínútu.
— Gott og vel. Þá höfum við
rifið þessa kenningu niður, svo
að hún er útilokuð.
— Hver?
— Að Riek hafi myrt frú Des-
mond.
— Bíddu við, sagði Raeburn.
— Það er útilokað, að hann
hafi myrt hana með eigin hendi.
En hann hefði getað fengið ein-
hvern annan til þess.
— Hvemig það ?
— Jú, hann er ríkur maður.
Upplögð bráð fyrir fjárkúgara.
Hver sem þetta hefði gert, hefði
haft heila milljón út úr honum.
Og það er óhugsanlegt.
— Ekki svo óhugsanlegt. Ef
Rick hefur þurft að myrða frú
Desmond, væri það alltaf athug
andi. En ég veit enn ekki um
tilganginn hjá honum. En
kannski kemst ég að því seinna
í dag. Raeburn þagnaði og leit á
vin sinn. Pete var lagstur út af
aftur. Hann var vesældarlegur,
og frá þvi á morgun færi hann
að vinna sextán tíma á dag.
Hann hlaut að vera veikur fyr-
ir. Nú var tækifærið.
— Hvaða sannanir hafði
Werner gegn Theotocopoulis,
Pete? Loder lagði sig betur út
af og lokaði augunum. — Vertu
ekki að því arna, Pete, þú verð
ur að segja mér það. Segðu mér
það núna, og þá skal ég láta
þig í friði.
— Ef ég segði þér það.........
Pete reis upp við dogg, með
áhyggjusvip á andlitinu. — þá
gæti ég átt von á brottrekstri úr
lögreglunni — og gæti meira að
segja fengið tveggja ára fang-
elsi, samkvæmt lögunum umem
bættisleyndarmál. Raeburn and
aði djúpt.
— Þú átt bókstaflega ekkert
á hættu, sagði hann, — af þvi
að enginn fær að vita þó þú
segir mér það. Hlustaðu nú á,
Pete, við erum ekki í neinni
íþróttakeppni og höfum þvi eng
ar reglur að fara eftir. Þetta er
morðrannsókn. Þú veizt, hvað
það þýðir. Góðurinn minn,
vertu ekki að þessu pukri.
Hvaða sannanir hefur Werner
gegn Theotocopoulis?
— Gott og vel, Mark. Pete
lét undan þessari aðgangshörku.
Þú færð að vita það seinna og
getur þá eins vel fengið það
strax. Röddin var mjög þreytu-
leg. — Þú veizt, að Theotoc-
opoulis er eldhússendill þegar
hann er í vinnu.
— Já.
— Nýlega hafði hann atvinnu
hjá einhverjum landa sínum.
Hálfur munndúkur frá þessum
veitingastað fannst í sautján
feta fjarlægð frá liki frú Des-
mond. Theotocopoulis var vanur
að nota rifrildi af munndúkum
fyrir vasaklút eða til þess að
þerra af sér svitann. Og það
var þvottahúsmerki á þessum.
Og hann ber ekki á móti þvi,
að hann eigi þessa tusku. Hún
hafði verið notuð fyrir ginkefli
á Edith Desmond. Það var munn
vatn í henni og blóð af flokki
Edith.
— Hvernig gat hann gert
grein fyrir þessu?
— Werner sýndi hon.um tusk-
una og spurði, hvort hann
þekkti hana. Ég var þarna og
horfði á hann. Það var sýnilegt,
að hann kannaðist við hana en
vildi bara ekki viðurkenna það.
Þú verður að athuga, að maður
inn er ekki sérlega greindur. Ég
mundi segja, að hann væri
svona rétt við fábjánamörkin.
Og kannski vel það. Werner
sagði honum, að við hefðum
fundið sams konar tuskur í her
berginu hans. Þá viðurkenndi
hann, að hann ætti hana. Wern
er sagði honum, að tuskan hefði
fundizt skammt frá líki Edith
Desmonds.
— Hvað sagði hann þá?
— Hann tautaði bara eitt-
hvað, en virtist steini lostinn.
— Hvar hélt hann sig hafa
týnt tuskunni?
— Það hafði hann enga hug-
mynd um. Hann sagðist hafa hirt
nokkra gamla munndúka og rif
ið þá í raamur til að hafa um
hálsinn þegar hann væri að
vinnu. Hann hafði notað eða
týnt talsveft mörgum, en kvaðst
enga hugmynd hafa um, hvern
ig hann hefði týnt þessari.
— Og svo?
— Werner hélt áfram að nauða
á honum. Þú þekkir Werner.
— Jú, ætli ekki það. Og mað
urinn játaði!
— Já. Féll alveg saman. Grét.
Blaðraði eitthvað samhengis-
laust. Talaði vitleysu. Baðst
vægðar. Við gerðum hlé, gáf-
um honum te og lofuðum honum
að hvíla sig. Hann sofnaði bein-
línis. Þegar hann vaknaði aftur
var hann alveg rólegur. Virtist
sætta sig við þetta. Þú veizt
hvernig þetta er. Raeburn kink
aði kolli. Hann hafði sjálfur séð
morðingja falla saman, eftir
langa yfirheyrslu.
— Og svo las hann fyrir
játningu af fullkomnu viti.
— Ég skil.
— Finnst þér þetta koma heim
og saman? Raebum leit á úrið
sitt.
— Nei, það kemur einmitt
alls ekki heim og saman. En við
höfum ekki fengið allar upplýs
ingar enn. Ég verð að fara
núna og ná mér í einhverjar
fleiri. Hann reis á fætur.
— Ég kveð Daisy í leið-
inni, sagði hann. Svo staðnæmd
ist hann við dyrnar og sneri sér
Stórt fyrirtæki í miðborginni vill ráða
skrifstofustúlku
nú þegar. Þarf að vera góð í vélritun og helzt vön enskum
og dönskum bréfaskriftum, Góð íslenzkukunnátta skilyrði.
Tilboð merkt: „Rösk — 456" sendist afgr, Mbl. fyrir 2. okt.
Við eigum
9 gerðir af Paximat skuggamyndasýningavélum. Þaer hafa
allar 2 ára ábyrgð.
Verð frá krónum 4.100.—
Á
§>P0RTVAL
!
Hlemtorgi.