Morgunblaðið - 13.10.1970, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.10.1970, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1970 c — Fjárlaga- frumvarpið Framhald af bls. 1 ar skólamannvirkja er aukið um 70 milljónir. Framlag til Bygg- ingarsjóðs verkamanna eykst um 48 milljónir. Tekið er upp í fjár- lög á ný framlag til Fiskveiða- sjóðs, sem nemur 35 mil'ljónum. Framlag til Lánasjóðs íslenzkra námsmanna hækkar um 33 millj- ónir. Framlög vegna togaralána nema 30 milljónum og nettó- hækkun á öðrum liðum nemur 363 milljónum króna. Til marks um þá útgjaldaaukn ingu sem hlýzt af hækkuðum launum er það, að laun á fjár- lögum ársins 1971 hækka um 42,4% frá fyrra ári. Hér fer á eftir frekari greinargerð um nokkra stærstu útgjaldaliði. FræðslumáL 1 þessum mála- flokki nema launahækkanir og verðlagsuppbætur á laun sam- tals 199.6 m.kr., eða þvi nær helmingi heildarhækkunarinnar. Að öðru leyti er um eftirtaldar breytingar að ræða í meginatrið- um: Kostnaður við skyldunáms- stigið, barna- og gagnfræða- skóla, hækkun um 74,9 m.kr., er skiptist þannig, að kennslu- magns- og almenn rekstrarkostn aðaraukning nemur 46.3 m.kr., hækkun byggingaframlags 23.1 m.kr. og viðhalds 5.5 m.kr. Fjár veiting til Háskóla íslands eykst um 47.8 m.kr., þar af bygginga- framlag 30.0 m.kr. og 17.8 m.kr. einkum vegna fjölgunar kenn- araliðs í samræmi við nýsettar reglugerðir um einstakar deild- ir Háskólans. Framlag til Lána- sjóðs íslenzkra námsmanna hækkar um 32.6 m.kr. vegna aukningar á námsaðstoð, sbr. nánari greinargerð i næsta hluta hér á éftir. Kostnaður við menntaskólana eykst um 31.7 m.kr., þar af rekstur 16.3 m.kr. sökum sívaxandi nemendafjölda, og byggingaframlög 15.4 m.kr. Kostnaður við Ríkisútgáfu náms bóka hækkar um 15.0 m.kr., ann ars vegar vegna nýrra verkefna i nánum tengslum við skólarann sóknir og hins vegar vegna mik- illar hækkunar á prentkostnaði. Tveir þriðju hluta þessarar hækk unar eru bomir uppi af náms- bókagjaldi, sem telst til ráðstaf- aðra tekjustofna og hækkar um 10.0 m.kr. Fjárveiting til iðn- skóla hækkar um 9.9 m.kr., þar af rekstur 5.1 m.kr. og bygging- ar 4.8 m.kr. Framlög til Heym- leysingjaskólans hækka um 6.5 m.kr., að mestu vegna húsbygg- ingar, og til fræðslumálaskrif- stofunnar um 5.0 m.kr., einkum vegna aðstoðar við að jafna námsaðstöðu, kennaranámskeiða og framkvæmdar sundskyldu í skólum. Þá hækkar fjárveiting til Vélskólans um 5.0 m.kr. og til Tækniskólans um 4.8 m.kr. vegna mikillar kennslumagns- aukningar, og loks hækkar fram lag til byggingasjóðs rannsókna í þágu atvinnuveganna um 3.5 m.kr., en hér er um ráðstafað- an tekjustofn að ræða, — einka leyfisgjald Happdrættis Háskóla fslands. Búnaðarmál. Af heildarhækk- uninni, sem verður á þessum málefnaflokki, 131.6 m.kr., nema verðlagsuppbætur á jaun 13.1 m,kr. Þá hækka uppbætur á út- fluttar landbúnaðarafurðir um 90.0 m.kr., jarðræktarframlög um 17.3 m.kr., framlag til Land- náms ríkisins um 7.5 m.kr., til búfjárræktar 2.6 m.kr., og nettó hækkun á öðrum liðum nemur l. 1 m.kr. Útvegsmál. Verðlagsuppbætur á þessum lið nema 13.8 m.kr. Framlag til Fiskveiðasjóðs, sem nú er tekið upp að nýju, er 35.0 m. kr., og kostnaður við rekstur Hafrannsóknastofnunar eykst um 2.7 m.kr. Á móti lækka fram lög til aflatryggingarsjóðs um 8.4 m.kr. vegna áhafnadeildar, til byggingarsjóðs hafrannsókna- skips um 6.8 m.kr. og á öðrum liðum verður 0.4 m.kr. nettólækk un. Dómgaezla, lögreglumál o.fl. Af þeirri 78.6 m.kr. hækkun, sem verður á þessum láð, nema verð- lagshækkanir 57.4 m.kr. Kostn- aður við embætti bæjarf ógeta og sýslumanna hækkar um samtals 4.1 m.kr. Framlag til bifreiða- eftirlits hækkar um 6.3 m.kr., einkum vegna nýbyggingar, og hækka skoðunargjöld á móti. Fjárveiting til almannavarna hækkar um 3.8 m.kr., til land- helgisgæzliu um 2.0 m.kr. vegna tækjakaupa og til útgáfu nýs lagasafns um 2.2 m.kr. Loks nemur nettóhækkun á öðrum lið um 2.8 m.kr. Húsnæðismál. Hækkun fram- lags til húsnæðismála stafar því nær eingöngu af hækkun þeirra föstu tekjustofna, er renna til Byggingasjóðs rikisins, eða 120.2 m.kr., og af hækkuðu framlagi til Byggingasjóðs verkamanna skv. nýjum lögum um húsnæðis- mál, 47.9 m.kr. Tryggingamál. Útgjaldaaukn- ing vegna almannatrygginga, þ. m.t. atvinnuleysistryggingar, nemur 406.7 m.kr. Sú tala inni- heldur hlut hinna tryggðu og atvinnurekenda, 48.2 m.kr., þann ig að útgjaldaaukndngin í þrengri merkingu nemur 358.5 m.kr. Skiptist hún þannig, að 135.4 m.kr. eru vegna lífeyris- trygginga, 199.6 m.kr. vegna sjúkratrygginga og 23.5 m.kr. vegná atvinnuleysistrygginga, sbr. nánari skýringar siðar. Heilbrigðismál. Af heildar- hækkundnni, 90.3 m.kr., nema verðlagsuppbætur á laun 13,1 m. kr. Nettóframlag tii rikisspítal- anna hækkar um 60.1 m.kr., þar af byggingar 30.8 m.kr. og rekst- ur 29.3 m.kr. Þeirri meginreglu hefur verið fylgt að samþykkja einungis fjölgun starfsfólks, þeg ar um opnun nýrra sjúkradeilda er að ræða. Útgjaldaaukningin er í raun mun meiri en þessar tölur gefa til kynna, þar sem reksturinn er að verulegu leyti fjármagnaður með daggjöldum. Kostnaður við framfærslu fávita hækkar um 12.5 m.kr. og aðrir liðir um samtals 2.4 m.kr. Loks nemur hækkun ráðstafaðra tekjustofna samtals 2.2 m.kr., þ. e. hluti flöskugjalds til Hjarta- verndar 1.0 m.kr., samúðarskeyti Landssimans til minningarsjóðs Landspítalans 0.8 m.kr., sérlyfja gjald tiil sérlyfjaeftirlits 0.2 m. kr. og hluti gjalds af seldum vindlingum til Krabbameinsfé- lags íslands 0.2 m.kr. Fjármálaráðimeytið. Verðlags-' uppbætur i þessum málefna- flokki nema 1.5 m.kr., en að öðru leyti verða eftirtaldar breyt ingar: Inn er tekin sérstök fjár- veiting tiil að standa undir áætl- uðum verðlagsuppbótum á laun í des. n.k. og á árinu 1971, 150.0 m.kr., nýr liður vegna togara- lána að fjárhæð 30.0 m.kr. Vext ir af lánum ríkissjóðs hækka um 26.5 m.kr., framlag til ríkis- ábyrgðasjóðs hækkar um 15.0 m.kr., fjárveiting til starfsemi framkvæmdadeildar Innkaupa- stofnunar rikisins skv. lögum um skipan opinberra fram- kvæmda nemur 4.7 m.kr., þar af tiiifærsla af öðrum stofnunum 2.5 m.kr., og loks nemur nettó- hækkun á öðrum liðum 0.6 m. kr. Á hinn bóginn lækka fram- lög til greiðslu á dagblöðum um 2.9 m.kr., til fasteignamats um 2.3 m.kr. og til endurnýjunar ríkisbifreiða um 1.0 m.kr., sbr. nánari skýringar í næsta hluta greinargerðarinnar. Vegamál. Hækkun til vega- mála skv. yfirlitinu hér að fram an er 14.1 m.kr., en þar sem ráð- stafaðir tekjustofnar hækka um 20.3 m.kr. felur það í sér 6.2 m.kr. lækkun á framlagi ríkis- sjóðs. Hér er þó ekki um raun- verulega lækkun að ræða, held- ur er framlag til kísilvegar, sem var 7.0 m.kr. árið 1970, fært yf- ir á lánahreyfingar, og sérstak- ir styrkir til bættrar þjónustu við ferðamenn að vetrarlagi o.fl. hækka um 0.8 m.kr. Önnur samgöngumál. Af heild arhækkuninni á þessum lið, 54.9 m.kr., nema verðlagsuppbætur 23.4 m.kr. Að öðru leyti hækka fjárveitingar til flugmála um 15.2 m.kr., einkum vegna auk inna framkvæmda og lánaend- urgreiðslna, til veðurstofu vegraa byggingar um 5.8 m.kr., til end- urgreiðslu landshafnalána um 4.5 m.kr. og til ferðamálasjóðs um 4.0 m.kr. Nettóhækkun á öðr um liðum er 2.0 m.kr. Iðnaðarmál. Heildarhækkunin, 17.9 m.kr., skýrist þannig: Verð- lagsuppbætur 3.8 m.kr., framlag til Iðnlánasjóðs 5.0 m.kr., mót- framlag vegna væntanlegrar tækniaðstoðar frá S.Þ. nýr lið- ur, 6.0 m.kr., og heildarhækkun annarra liða 3.1 m. kr. Orkumál. Verðlagsuppbætur í þessum málefnaflokki nema 6.5 m.kr. Fjárveiting til endur- greiðslu lána hjá Orkusjóði hækk ar um 9,5 m.kr., til rafvæðingar í sveitum um 4.9 m.kr. og til Orkustofnunar, fyrir utan verð- lagsuppbætur, um 1.4 m.kr. Tekjuhlið. Efnahagsstofnunin hefur gert áætlun um tekjur ríkissjóðs ár- ið 1971, sem byggð er á þjóð- hagsspá stofnunarinnar fyrir það ár. 1 höfuðdráttum er i þjóðhags spánni gert ráð fyrir 5% vexti þjóðarframleiðslu og þjóðar- tekna árið 1971 og 5—6% aukn- ingu vöruútflutnings, þar af rösk lega 4% aukningu sjávarvöru- flutnings. Vegna þeirrar aukn- ingar rauntekna einstaldinga, sem varð við kjarasamningana í vor, er vöxtur einkaneyzlu og verðmætaráðstöfunar almennt áætlaður nokkru meiri en þetta eða 7—8%, og miðast aukning einkaneyzluútgjalda í tekjuáætl uninni almennt við það. Að því er verðlagsþróunina varðar, er á þessu stigi ekki gert ráð fyr- ir sérstökum ráðstöfunum til að hefta það, að áhrif kjarasamn- inganna i vor muni endurspegl- ast í verðlaginu. Heildartekjur á rekstrarreikn- ingi eru áætlaðar 10.593.0 m.kr., en 8.397.0 m.kr. í fjárlögum 1970 og nemur hækkunin þvi 2.196.0 m.kr. eða 26.2%. Af heildartekj- unum eru ráðstafaðir tekjustofn ar á rekstrarreikningi og lána- hreyfingum 1.998.0 m.kr. á móti l. 749.6 m.kr. i fjárlögum 1970 og er hækkun þeirra þannig 250.2 m.kr. eða 14.3%. Sam- kvæmt þessu hækka eiginlegar tekjur ríkissjóðs, þ.e. án ráð- stafaðra tekjustofna, um 1 945.8 m. kr. eða 29.3%. Persónuskattar. Gert er ráð fyrir að persónuskattar hækki um 58.2 m.kr. frá fjárlögum 1970. Er þar annars vegar um að ræða almannatrygpingagjöld, sem hækka um 48.2 m.kr., eink- um vegna iðgjaldahækkana, sem orðið hafa, og hins vegar náms- bókagjald, sem hækkar um 10.0 m.kr. vegna aukinnar starfsemi Rikisútgáfu námsbóka og hækk un prentkostnaðar. Eignarskattar. Áætluð hækk- un eignarskatta er 17.8 m.kr., þar af eignarskattur einstaklinga 6.7 m.kr. og eignarskattur félaga 8.0 m.kr. Er hér að sjálfeögðu miðað við óbreytt fasteignamat. Þá hækkar erfðafjárskattur um 3.0 m.kr. á grundvelli reynsliu síðasta árs. Tekjuskattar. Hæhkun tekju- skatta er áætluð 289.4 m.kr. Geir Hallgrímsson 12. þingmaður Rvíkinga GEIR Hallgrímsson borgarstjóri hefur nú tekið sæti á Alþingi, en hann var fyrsti varaþingmað- ur Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vik, og tekur sæti Bjarna heitins Benediktssonar. Verður hann 12. þingmaður Reykjavík- ur. Þá tók einnig sæti á Alþingi Óskar E. Levý, bóndi, í forföll- um Pálma Jónssonar 4. þing- manns Norðurlandskjördæmis vestra. Geir Hallgrímsson Tekjuskattur einstaklinga hækk ar um 222.5 m.kr., og er sú áætl- un grundvölluð á 21.3%, meðal- hækkun kauptaxta frá ársmeð- altali 1969 til ársmeðaltals 1970. Þá er og miðað við hærra at- vinnustig á síðara árinu vegna bætts atvinnuástands og fólks- fjölgunar, þannig að atvinnu- tekjur og nettótekjur til skatts eru taldar munu hækka um 27%. 1 áætluninni er og gert ráð fyrir, að skattvísitalan hækki til jafns við meðaltekjur. Tekju- skattur félaga er áætlaður 64.0 m.kr. hærri en í fjárlögum 1970, en það er 74.5% hækkun og á rætur að rekja til bætts efna- hagsástands almennt. Loks hækka byggingasjóðsgjöld af tekjuskatti um 2.9 m.kr. Gjiild af innfliitningi. Þessi gjöld eru áætluð 586.8 m.kr. hærri en í fjárlögum 1970. Gert er ráð fyrir, að almennur vöru- innflutningur aukist um 10% á árinu, miðað við 7—8% al- menna verðmætaráðstöfun skv. þjóðhagsspánni. í upphaflegu fjárlagafrumvarpi ársins 1970 var gert ráð fyrir, að meðaltoll- hhitfall yrði 27%, en þá var ekki tekið tillit til tollalækkunar þeirrar, er átti sér stað við að- ild Islands að EFTA. Reynsla yfirstandandi árs bendár til þess, að meðaltollhlutfallið muni reyn ast 21.6%, en í áætlun ársins 1971 er gert ráð fyrir nokkurri hækkun þess, eða í 22.2%. Af heildarhækkuninni í þessurn tekjuflokki nema aðflutnings- gjöld i rikissjóð 572.3 m.kr., inn- flutningsgjald af bensíni hækk- ar um 14.6 m.kr., en á öðrum lið um kemur fram 0.1 m.kr. net'tó- lækkun. Skattar af framleiðslu. Þessi flokkur skatta hækkar um 40.6 m.kr., þar af álgjald, þ.e. hluti atvinnujöfnunarsjóðs af fram- leiðslugjaldi álverksmiðjunnar í Straumsvík, 21.8 m.kr., innl. toll vörugjald 14.5 m.kr. flöskugjald 4.0 m.kr. og sælgætisgjald 0.3 m.kr. Gjöld af seldum vörnm og þjónustu. Meginhluti hækkunar- innar í þessum flokki, 1048.6 m.kr., kemur fram í hækkuðum söluskatti, en hann er áætlaður 851.3 m.kr. hærri en í fjárlögum 1970. Auk þeirrar veltuaukning- ar, sem felst í þjóðhagsspánni fyrir árið 1971, munar verulega um þá hækkun söliuskattsins úr 7,5% i 11%, sem gerð var hinn l. marz sl. Rekstrarhagnaður ÁTVR eykst um 114.4 m.kr. Er þá miðað við reynslu fyrra helm in-gs þessa árs og liklega þróun til áramóta. Árið 1971 er gert ráð fyrir tæplega 8% aukningu að óbreyttu verði á áfengi og tóbaki. Launaskattur hækkar skv. áætluninni um 79.1 m.kr., og nettóhækkun annarra liða i þessum tekjuflokki nemur 3.8 m. kr. Aðrir óheinir skattar hækka um samtals 124.6 m.kr., og mun ar þar mest um stimpilgjöld 52.7 m.kr., bifreiðaskatt, sem rennur í vegasjóð, 17.2 m.kr., hluta af umboðsþöknun og gengismun gjaldeyrisbankanna 16.9 m.kr., þinglýsingar 13.4 m.kr. og skoð- unargjald bifreiða 6.1 m.kr. Aðr- ir skattar i þessum flokki hækka um samtals 18.3 m.kr. Arðgreiðslur frá fyrirtækjum og sjóðuni í B-Iiluta. Arðgreiðslur frá frihöfninni á Keflavikurflug velli hækka um 5.5 m.kr., en greiðslur frá flugmálastjórn þar hækka um 0.6 m.kr., og hafa þá verið lagðar til hliðar 6.0 m.kr. til væntanlegs kostnaðar við rannsóknir og undirbúnings- vinnu við nýja flugstöðvarbygg- ingu. Að öðru leyti er um óveru- legar breytingar að ræða í þess- um tekjuflokki. Ýmsar tekjur. Á þessum lið kemur fram samtals 23.3 m.kr. hækkun, þar af 9.5 m.kr. greiðslia Tryggingastofnunar ríkisins fyr ir þjónustu bæjarfógeta og sýslu manna vegna almannatrygginga. Áður hefur þessi greiðsla verið dregin frá framlagi ríkissjóðs til trygginganna í fjárlögum, en eðlilegra er, að hún komi sér- staklega fram í tekjuhlið, og hækkar framlagið þá að sama skapi. Tekjur af sameignum rik isins hækka um 5.0 m.kr., ýms- ar óvissar tekjur um 4.3 m.kr. og aðrir liðir um samtals 4.5 m.kr. Háskóla- happ- drættið MÁNUDAGINN 12. október var dregið í 10. flokki Happdrættis Háskóla íslands. Dregnir voru 4.800 vinningiar að fjárhæð krón- ur sextán milljónir og fjögur hundruð þúsund. Hæsti vinningurinn, fjórir 500.000 króna vinningar komu á nr. 5783. Voru tveir miðarnir seldir í Aðalumboðinu, Tjarnar- götu 4 og tveir miðar í umboði Helga Sívertsen, Vesturveri. 100,000 krónur komu á fjóra heilmiða, nr. 11892. Var einn miðinn seldur í umboðinu á Ak- ureyri, annar í umboði Frímanns Frímannssonar, Hafnarhúsinu, þriðji í umboðinu Hagafelli, Keflavík og fjórði í Aðalumboð- inu, Tjarnargötu 4. 10 þús. kr. 604, 2061, 2462, 2558, 5782, 5784, 6893, 7003, 8010, 8305, 8925, 10703, 10878, 11250, 13112, 13140, 14559, 15223, 16029, 18069, 18452, 18871, 19212, 19223, 19372, 19695, 20872, 21675, 21791, 22740, 26897, 27435, 28405, 29068, 29816, 30471, 30638, 32152, 32154, 32307, 33328, 33416, 34469, 38260, 38433, 38796, 38912, 39634, 43100, 43264, 43678, 43732, 44867, 47251, 47690, 48994, 49885, 52145, 52588, 52963, 53939, 54311, 54484, 54594, 55087 , 55841, 56087, 56275, 56469, 56554, 58038, 58171. (Birt án ábyrgðar).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.