Morgunblaðið - 13.10.1970, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.10.1970, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1970 17 Merkisár í sögu hins endurreista Alþingis Forseti íslands, herra Kristján Eldjárn, setur Alþingi, 91. lög- gjafarþing, sl. laugardag. HÉR fer á eftir ræða forseta íslands, herra Kristjáns Eldjárns, er hann flutti við setningu Al- þingis sl. laugardag: Árið 1845 kom endurreist Al- þingi saman hér í Reykjavík, og voru þá liðnir nokkrir áratugir, siðan niður féll hið forna Al- þingi þjóðarinnar á Þingvölium við Öxará. Má því segja, að nú sé merkisár í sögu hins endur- reista Atþingis. Meðal stofnana þj'óðarinnar er Alþingi gömui stofnun, þótt eigi sé lengra seilzt en til ársins 1845. Alta tíma sið- an hafa margir af beztu sonum þjóðarinnar átt sæti á bekkjum Alþingis. Minning þeirra lifir innan vébanda þessarar stofnun ar. í dag mun verða minnzt ó- venjulega margra manna, sem setu hafa átt á Alþingi lengri eða skemmri tíma og látizt hafa sið- an síðasta þing kom saman fyrir einu ári. Þjóðin vilil vissulega votta þeim virðingu sina. I þeim hópi, sem nú er minnzt, er for- sætisráðherra landsins, sem féíHl frá með sviplegum hætti, eins og öllum er í fersku minni. Sá sorg- aratburður snart alla íslendinga djúpt og vakti samúðaröldu víða um lönd. Með dr. Bjarna Bene- diktssyni hvarf af sjónarsviðinu og af vettvangi íslenzkra þjóð- mála maður, sem um langt skeið hafði verið miikill áhrifamaður, hér á Alþingi, í rikisstjórn og í öllu opinberu lífi, maður sem naut trausts og virðingar bæði hér heima og með erlendum mönnum, sem samskipti eiga við þjóð vora. Við setningu Alþing- is nú vil ég með einlægri virð- ingu minnast hins látna forsætis ráðherra, er félil í valinn í miðri önn síns ábyrgðarmikla starfs. Ég veit að þing og þjóð munu vilja taka undir þau orð mín. Aðeins einu sinni hefur það áður gerzt, að íslenzkur forsæt isráðherra hafi fal'lið frá í starfi sinu. Það var þegar Jón Magnús son forsætisráðherra andaðist árið 1926. Einnig það gerðist með skyndilegum hætti. Slík snögg umskipti færa vanda að hönd- um. Fyrirvaralaust verður nýr maður að taka sér á herðár ó- væntar byrðar. Hvemig þeim málum hefur nú verið skipað mun ég ekki ræða, þar sem þess er að vænta, að forsætisráðherra muni hér á eftir gera grein fyrir því. Ég óska nýskipuðum forsætisráð herra og nýjum dóms- og kirkju málaráðherra blessunar í störf- um sínum, svo og ríkisstjórninni allri, með þeim breytingum, sem nú eru á orðnar. íslenzka þjóðin fylgist jafnan með þvi af athygli, þegar Al- þingi kemur saman á ári hverju. Hún veit, að þess biða á hverj- um tíma úrlausnarefni, sem að- kallandi eru og mikið veltur á, að giftusamlega leysist. Hún von ar, að úrræðin og lausnin komi frá þeim fúlitrúum, sem hún hef ur kjörið til að fara með mál sín á Alþingi. Og hvert annað skyldi hún lita en til Alþingis og ríkisstjórnar um heilladrjúga lausn landsmálanna ? Ábyrgð A1 þingis er því mikil, bæði ein- stakra þingmanna og þingsins í heild. Þeim öflum, sem að verki eru í þjóðfélaginu, félagslegum hreyfingum þess, þörfum og kröf m og úrlausnarefnuim hvers kon ar og á öllum sviðum, má likja við fjölþætt og flókið kerfi stórra og smárra vatna, sem koma langt og víða að, en hniga þó öll að lokum að einum mikl- um farvegi. Alþingi er slíkur farvegur, farvegur landsmál- anna. í þeim farvegi hljóta að verða straumköst, en traustur farvegur á að hemja þau öfil, sem innan hans byltast, og skila öl'lu að ósi farsællega án þess að bresta. Sú er ætíð ósk og von þjóðarinnar í hvert sinn sem Al- þingi kemur saman. Menn veita því athygli, að býsna oft er kvartað undan því á vorum dögum, að það sé að vísu ekki sparað að gera kröfur á hendur Alþingi um úrræði og ákvarðanir í málefnum lands manna, en sú virðing, sem vifi það sé l'ögð, sé.ekki að sama skapi. Æ!tla má þó að þetta, sem svo einkennilega oft ber á góma sé meira en lítið orðum aukið. Það er víst ekki nýjung, að Al- þingi og alþingismenn fái orð í eyra. Á hinn bóginn er það svo einkenni vorra tíma, að nú er ekki tekið eins djúpt ofan og eitt sinn var. Slíkt er ástæðu- laust að harma, því að það er ekki af illum rótum runnið. Meðan Alþingi sjálft Skiilur og skynjar veg sinn ekki síður en vanda, mun landsfólkið einnig gera það. 1 þessu sambandi er oft minnzt á starflsskilyrði Alþingis og þau talin Mtt fallin til að auka veg þess. Ég hygg þó að þetta gamla góða hús, sé vegleg umgerð um veglega stofnun, sögurík bygg- ing, sem enn muni eiga langa sögu í sínu gamla formi og með sínu gamla hlutverki. En hitt er jafnframt öldungis ljóst, að það býður ekki lengur upp á þau vinnuskilyrði, sem eðlilegt er að Alþingi hafi í nútíma þjóðfélagi voru. Það þarf aukið olnboga- rými, ekki fyrst og fremst til að auka veg sinn og virðingu, því að Sllíkt gerist ekki nema að litlu leyti fyrir ytri aðstæður eða hefðartákn, heldur einfaldlega til þess að auðvelda þingmönn- um að vinna sin daglegu störf. Alþingi er að vísu ekki eitt um það, meðal íslenzkra stofnana og embætta, að þarfnast betri að- búnaðar, því fer mjög fjarri. Þar þarf víða um að bæta. En engurn ætti að þykja það ósann- legt, að þessi elzta og virðuleg- asta stofnun landsins gengi fyrir öðrum um bætta aðstöðu til starfia sinna. Fyrir þessu þingi liggja mikil viðfangsefni, sem takast þarf á við, vandamál, sem úr þarf að greiða. Og fleiri geta komið til, þegar á líður. Það er gömul venja og mannlegur breyskleiki fið mikla þau vandamál mest, sem fyrir liggja hverju sinni. Nú eru viðfangsefni að vísu misjafnlega erfið úrlausnar og áraskipti að öllu. En þau verkefni, sem nú eru framundan, hafa þó einkum sérstöðu að því leyti, að þau eru vandamál líðandi stundar og knýja á. Þau eru væntanleg hvorki meiri né minni en marg- sinnis áður, en vissulega eru þau hvorki saga né ófyrirsjáanleg framtíð, heldur hluti þess lífs, sem vér lifum á þessari stund. Þau gera til vor kröfur einmitt nú, og það er þeirra sérkenni. Þjóðin lítur réttilega til AI- þingis og ríkisstjórnar um for- ustu og úrræði í málefnum sín- um. Hún hefur kvatt þessa að- ilja til ábyrgðarmikilla ákvarð- ana og varðstöðu um hag sinn bæði inn á við og út á við. Á Alþingi sitja menn með mikla reynslu í stjórnmálastörfum, og um góðan vi'lja þarf ekki að ef- ast, þótt oft sé deilt um leiðir að þvi marki, sem er sameigin- legt öllum, heill og heiður ís- lenzku þjóðarinnar. Á þessu 125 ára samkomuafimæli hins endur- reista Alþingis óska ég Alþingi alls velfarnaðar í störfum sínum og bið ég alþingismenn að rísa úr sætum og minnast ættjarðar- innar. Slátrun í Borgarnesi. I slenzkt sláturhús f ær að selja til Bandaríkjanna Engar friðar- viðræður — — fyrr en vopnahlésbrotum verður hætt, segir Golda Meir JERÚSALEM 11. október, AP. Golda Meir, forsætisráðherra ísraels, sagði á fundi með frétta- mönnum á sunnudag, að ísra- elar væru fúsir til að fram- lengja voþnahléð, þegar það rennur út, en þeir myndu ekki koma til neinna friðarviðræðna við Araba, fyrr en þeir og Rúss- ar hættu vopnahlésbrotum sín- um, og bættu fyrir þau með því að fjarlægja SAM-3 eldflauga- stöðvarnar, sem reistar hafa ver- ið á vopnahléssvæðinu. Þessi orð fors'ætisráðlherirains eru skoðuð sem mioikkurs koniair svar við yfirlýisiinigu Riads, utan- rálkteráðlherra Egyptaílainds, en hamm sagði fyrir helgina að Egyptar myndu ekki faílast á að firamlengja vopnalhléð, ef ísra- elar tæ’kju ekki þátt í frið-ar- viðræðum. Menin eru ekki á eitf sáttir um hvort yfiirlýsing Riads hatfi í raiuninmá einhverja þýð- ingu, sumir telja að hamn hafi sagt þetta aðeims til að reyrna að styrkja aðistöðu síma í milkilli vaflidáibaráttu irunain egypzku stjómari-nnar, seim hófst við lát Nasseirs. Talsmienn egypzku stjóm'arinmar segja hims vegar að engin va'ldalbarátta eigi sér stað, og að eklkert ósamkomulag sé innan stjómarinmar. Fjöldi umferðaróhappa SLÁTURHÚSI Kaupfélags Borg firðinga í Borgarnesi hefiur ný- lega verið veitt leyf i til að senda afurðir á Bandarikjamarkað. Páll A. Pálsson, yfirdýra-læknir, hefur yfirumsjón með sláiturhús- um á Islandi, fyrir hönd land- búnaðarráðuneytisins og veifiti hann leyfið. Nýliega skoðaði Dr. T. J. Matt- hews sláturhúsið í Borgamesi, en harm er deildar dýralæknir I bandaríska landbúnaðarráðu- neytinu, neytenda- og söluþjón- ustudeild. Dr. Matthews hefir tjáð sig samþyfkikan þessari við- urkenningu Páls A. Pállssonar á sláturhúsinu. Sláturhús Kaupfélags Borg- firðinga í Borgarnesi hefir því hlotið viðurkenningu banda- riskra stjórnvalda og heldur hún gildi meðan sláturhúsið fulilnæg- ir bandariskum kröfum að mati yfirdýrateeknis. Dýralæiknar frá bandaríska landbúnaðarráðuneytinu skoða árlega erlend sláturhús, sem bandariska landbúnaðarráðuneyt ið viðurkennir. Sama máli gegn- ir um sláturhúsið í Borgarnesi. Dr. Matthews heimsófiti einnig sláturhús Sláturfélags Suður- lands á Selfossi, sem nú er nærri fullgert. Veittí hann þeim, sem að þessari byggingu hafa stað- ið, sérfræði'liegar ráðleggingar og tillögur í sambandi við þær kröf ur, sem gerðar eru í Bandaríkj- unum um tækjakost og annan útbúnað sláturhúsa. 1 bandarískum lögum um kjöt Skoðun er þess krafizt, að er- lend sláturhús, sem selja kjöt og kjötvörur til Bandaríkjanna fullnægi sömu reglium um bygg- ingu, heilbrigðisskoðun, eftirlit o.s.frv. og þau sláturhús banda- risk, sem bandariska landbún- aðarráðuneytið hefir veitt við- urkenningu til að selja fram- leiðsluvörur sínar milli rikja inn an Bandaríkjanna. Landbúnaðar- ráðherra Bandariikjanna gefur Bandaríkjaþingi árlega skýrslu, þar sem m.a. er greinit frá því, að öll viðurkennd sláturhús og kjötvinns'lustöðvar erlendis hafi verið skoðuð og séu í samræmi við kröfiur áðurnefndra laga. ALLMÖRG umferðaróhöpp urðu um lielgina og slösuðust nokkrir en enginn þó alvarlega. Fyrsta óhappið varð laust fyrir miðnætti á laugardagskvöld. Var þá bíll á leið norður Kringlumýrarbraut og rétt norðan Háaleitisbrautar hljóp unglingspiltur fyrir bílinn, kastaðist upp á vélarhlífina og braut framrúðuna. Hann slapp með nokkrar skrámur og lýsti ábyrgð sinni á slysinu, þar eð hann hefði hlaupið fyrir bilinn. Um fcl. 01 aðfiarainótt suniniu- daigs vairð síðain umfierðarslys á Eiðlsigranjdia rétt viið Nesveg. Þar í .götunmii er Ihtruélhiár bnuninur og ók miáður á M3osikwitdh-bíl á brunm- inin. Meiddist maðurinn eitthvað en þó ekki alvarlaga. Árdeigis á suininudaig kliuikikan uim 11 varð árekstur á 'Reykja- nesbrauit við gamlia Laufiásveg- inm. Líti'll fólkisibíli, sern var á nor'ciiurlieið oig ólk fyrir aftan sendifierðiabíl, ætlaði að beygja irun á Laufiásvegimin. Sá ötoumað- urinn ekki leigiuibíl, sem kom á móti og skullu bílarnir sarman. Litli bíllinn snerist við árekstuir- inm í hálfhrinig og hatfnaði uitarn. vegar. Koinia, sem var fariþagi í honum, skarst í andiiti, en ekki alvarlega. Um kl. 21 á suimmudagskvöld varð hiarður árefcstur á gatna- mótum Hriinigbrautar ag Hofis- vallagötu. Bifreiðastjóri utan af landi, sem óifcummur var umfierð- Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.