Morgunblaðið - 03.12.1970, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 03.12.1970, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIM'MTUDAGUR 3. DESEMBER 1970 17 Á alþjóða matvælasýningunni í París: Aðlaðandi matvæli, umbúðir sem eyðast o g nýjar geymsluaðferðir S I A L, Salon Intemational d rAlimentation, er nýafstaðin í París í fjórða sinn og: var nú miklu umfanjfsmeiri en nokkru sinni. Er svo komið að þetta er ein stærsta alþjóðlegfa vörusýn- ing á matvælum í heiminum. Sýning þessi er ætluð kaupend- um matvæla um víða veröld og þar á að vera hægt að sjá á ein um stað mikið af þeini matvæl- um, sem á boðstólum er, kynn ast nýjum vörum og gera saman burð á gæðum og hagkvæmum innkaupum. Af því leiðir auðvit að, að jafnframt koma þarna saman framleiðendur matvæla, bæði einstök fyrirtæki og þjóð- ir, sem þá sýna á sínu eigin sýn ingarsvæði þau matvæli sem þau vilja helzt bjóða umheimin um. Pegar skoðuð eru á 50 þús- und fermetra sýningarsvæði mat væii af ölium tegundum, sýnd í eins lokkandi formi og frekast er unnt, þá verður ósérfróður gestur utan af íslandi heldur áttavilltur og á erfitt með að hvers konar pökkunarvélum og pökkunarefni, bæði stóru og smáu. Hver þessara sýninga var í stórum sérskála á alls 200 þús. fm. gólffleti og flestar á fleiri en einni hæð. En allar eru þær á sama svæðinu, sem SIAL sýning arhöllin og voru opnar dagana 9.—15. nóvember. Sýningarnar voru nú á nýjum sýningarstað, í Porte de Ver sailles, stórum sýningargarði i suðurenda Parísarborgar, þar sem eru bílastæði og öll þjón- usta fyrir slíka sýningu. Mat- vælasýningin SIAL var ein á 50 þúsund fermetra gólffleti á tveimur hæðum í sýningarsal miðsvæðis. í>arna voru saman kornnir með varning sinn 1100 sýnendur frá 48 lönduin, en 35 þjóðir höfðu sérstakar þjóðardeildir. Þar á meðal ís- lendingar, sem voru með lítinn en hreinlegan sýningarbás, sem sagt er frá í annarri grein. Þegar komið er á slika mat- vælasýningu er ljóst að hver sá, sem hefur á boðstólum mát- á manni. En árið í ár mun vera eitthvert bezta vínár í Frakk- landi um langt skeið. Frakkar eru sem kunnugt er miklir sme'kkmenn á mat og hver fjölskylda leggur meira upp úr góðum réttum en flest- um öðrum gæðum lífsins. Þeir spara heldur ekkert i tíma og fyrirhöfn, til að bera á borð gómsæta rétti. í augum hins al- menna Frakka eru því þægileg- ir skyndiréttir, eins og pakka- súpur og duftmatur, alveg ónot hæfir hlutir. Hann vill fá hrá- efnið nýtt og ferskt og því hafa Frakkar vanizt á og vanið framleiðendur á að hafa t.d. á boðstólum eingöngu nýslátrað kjöt. Fryst kjöt hafa þeir lítt viljað sjá, enda var árið 1969 aðeins borðað 1,3 kg á mann af frystum matvælum í Frakklandi á móti 9.5 kg í Svíþjóð og 35 kg í Ameríku, 5,4 kg i Dan- mörku og 2,5 kg í Þýzkalandi. Þetta er þó að breytast nokk- uð, m.a. vegna skorts á öðrum geymsluaðferðum til að verja matvæli. Eru Frakkar nú að byrja að útbúa sig fyrir fryst matvæli með nýjum flutninga- tækjum, frystigeymslum í borg- unum og frystiborðum í verzl- unum. Ég sá því spáð í blaðinu Figaro að eftir 5 ár mundi slíkt verða fyrir hendi. Fyrir okkur Islendinga gæti þetta skipt máli, og opnað inn- flutning. En eins og er, lítur hinn almenni kaupandi lítt við slíku ,,gömlu kjöti“. Á SIAL- sýningunni gerði FICUR, eða Nýi búðarbíllinn, sem nú kemur að dyrum kaupenda úti á landi. Ganili kjötvagninn, sem samtök hraðfrystiframleiðenda myndarlegt kynningarátaik, og víða mátti sjá í sýningarbásum frysta ávexti, grænmeti, fisk- afurðir, osta og tiibúna rétti. • NÝ GEYMSLUAÐFERÐ — ÞURRFRYSTING Önnur skemmtileg geymsluað- ferð, sem spáð er mikilli fram- ekið var milli kaupenda. tíð var þarna kynnt, þ.e. svo- kölluð „lyophilisering“ eða þurr frysting. Þá er varan smákæld og þar með dreginn úr Framhald á næstu síðu Sial-matvælasýningin var nú í stórum sýningarskála í Porte-de Versaiiles, en þar voru skyldar sýningar í 6 öðrum skálum. greina og lýsa því sem fyrir augu I>er. Enda verður það ekki reynt hér. — Aðeins drepið á fátt eitt. Til að gera matvælasýninguna í París enn mikilfenglegri, eru nú í sambandi við hana sex aðr- ar sýningar um skyld efni og hver um sig í álíka stórri sýn- ingarhöll. 1 fyrsta skálanum var MATERAL, sýning á vélum og tækjum fyrir matvælaiðnað, í öðrum MATIC, alþjóðasýning fyrir iðnað og verzlun með kjöt vörur, í þeim þriðja alþjóðasýn- ing fyrir vélar og tæki í mjólk- uriðnaði, í þeim fjórða sýning á vé'lum til flöskuáfyllingar og tækjum í sambandi við vökva- pökkun, í þeim fimmta sýning á öllu sem viðkemur bakstri og bjórframleiðslu og lokis í sjötta skálanum geysimikil sýning á væli og vill selja þau, á fyrir höndum mikið verkefni við að vinna sér markað. Ekki dugar að segja: ,,Ég hefi heimsins bezta hráefni, kaupendur hljóta að koma sjálfir þjótandli og kaupa það.“ Nei, til þesa er of miklu úr að velja í heiminum. Matvælin verða að vera svo aðl- aðandi í útliti og pökfeun, að kaupandann bófestaflega langi til að kaupa þau — og sjái sér það fært vegna verðsins, • FRAKKAR LÍTIÐ FYRIR FRYST MATVÆLI Á sýningu SIAL voru frönsku fyrirtækin líklega i meirihluta, eða 504 talsins, enda sýningin i þeirra landi. Geysi- mikið af ostum og vínum, sterk um og léttum, var þarna að sjá, svo vatn kom fram í munninn Á gagnvegum EFTIR SV'ERRI HERMANNSSON á síðustu áratugum hefur vissulega miklu grettistaki verið lyft í samgöngu- máium á fslandi. Á flugið þar drýgstan þátt í og má raunar segja, að þess vegna hafi orðið bylting í sam- göngumálum okkar. Það er þó stað- reynd, að loftleiðir geta aldrei leyst af hjimi samgöngur á landi. Fyrir þvi ber að leggja alla áherzlu á lagningu nýrra vtga og hefur okkur enda fleygt mjög fram í þeim efnum, sér í lagi hin síðari áiin. Má í þvi sambandi benda á þau stórvirki sem í vegalagningu hafa verið unnin á Vestfjörðum með stórvirkum nýtízku tækjum. Þeim framkvæmdum verður ekki jafnað til neins, sem unnið hefur verið hérlendis, ef undan er skil- inn hinn steypti vegur á Suðurnesjum. Er.n vantar að vísu mikið á, að vega- leiðir á Vestfjörðum séu viðunanlegar eða nálgist lokamark og má í þvi sam- bandi minna á tengingu Djúpvegar, tetn er hið brýnasta nauðsynjamál. En dæmi þetta er nefnt, af því sem menn þykjast þar sjá hvernig standa eigi að framkvæmdum i varanlegri vegagerð. Ennfremur vegna þess, að þar hefur verið lagt stórt undir, en ekki hafður í frammi hinn eilífi mylgringur sem áður tíðkaðist, þar sem vegaspottum var skákað niður á ótal stöðum í sama um- dæminu, og að sögn á stundum dýrara að flytja tækin milli staða en að leggja spottana. Island er að vísu hart undir veg að leggja, ef svo má að orði komast, bæði tæknilega og um leið að þvtí er kostnað varðar. Um hitt hygg ég að ráðamenn séu nú sammála, að vanda sem mest til þeirra framkvæmda sem i er ráðizt svo varanlegar verði, en sneiða hjá bráða- birgðalausnum. Með þeim hætti er að málum staðið á Vestfjörðum, og fram- kvæmdir þar að þakka áætlanagerð til lengri tíma. Nú gera menn sér vonir um, að innan tíðar verði birtur sá þáttur nýrrar Austurlandsáætlunar, sem fjall- ar um vegagerð. Binda Austfirðingar miklar vonir við þá áætlun, enda krepp ir skórinn víða mjög að Austfirðingum í þeim efnum. Er þess fastlega að vænta, að þar verði myndarlega á málum tek- ið, og verður enda ekki á það sætzt að þar verði hálfkák haft í frammi. Jafn- hliða nægjanlegri fjármögnun er röðun verkefna til framkvæmda mikilvægast. Éngum, sem til þekkir austur þar, blandast hugur um, að brýnustu verk- efnin og þau sem fyrst skulu fram, eru nýjar vegagerðir yfir Fjarðarheiði og Oddsskarðsveg. þegar ráðamenn hafa sammælzt um hvar hefjast skuli handa, þá er að gera sér grein fyrir með hvaða hætti að skuli staðið. Orðspor hefur ver ið uppi um, að einhver áform væru um að leggja Fjarðarheiðarveg á sama stað og hann liggur nú. Gjörkunnugir menn telja það hið mesta óráð og þá er að láta reynslu og þekkingu ráða. Eins má kostnaður ekki alveg ráða því, að ekki verði byggð hæfileg göng í Oddsskarði, þótt muni jafnvel einhverjum tugum metra eða meira á lengd. Bráðabirgða- lausnir eru úr sögunni og eins er hitt nauðsyn að verkin verði unnin x einum áfanga og af afli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.