Morgunblaðið - 03.12.1970, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DBSíEMBER 1970
— Matvælasýningin
henni allur vökvi. Þannig á
hún svo að geymast vel, og þeg-
ar hún er matreidd, er hún soð-
in i vatni og tekur aftur í sig
vökvann. Ég kom í sýningarbás
fyrirtækisins Blanchaud, sem
byrjaði á slíkri framleiðslu fyrir
tveimur árum og rekur fimm
verksmiðjur fyrir slíkar þurr-
frystar matvörur, í héruðum ná-
lægt ræktunar- eða framleiðslu
stöðvum í Frakklandi og eina í
Belgíu.
Matvaran kemur þá í ákaf-
iega léttum dósum og pökkum.
Þama sá ég kaffi, ávaxtasalat,
rækjur í dósum og í pökkum
blandaðan réft með bjúgum,
skinku og steiktu kjöti. Einnig
ábætisrétt með ávaxtabitum í
sangría eða rauðvínsblöndu.
Fékk ég þær upplýsingar, að
þetta væri nýkomið á markað-
inn eða fyrir um það bil ári.
Þurrfrystur fiskur hefði verið á
tilraunastigi hjá fyrirtækinu og
væri nú að koma á markaðinn.
En þurrfryst kjöt væri enn á til
raunastigi, þó komið vel á veg.
Kváðust forráðamenn sannfærð-
ir um að þarna væri framtíðar-
geymsluaðferð. Bæði geymdist
matur vel þannig og væri mjög
meðfærilegur. Auk þess væri
mikið hagræði í að flytj'a svo
létba vöru, þegar um einhverjar
vegalengdir er að ræða. Skyldi
slikt eiga eftir að létta okkur Is
lendingum útflutning um langan
veg?
Ég sá á myndum úr einni
verksmiðjunni hvernig sveppir
eru þurrfrystir. Þeir eru hreins
aðir og settir á 5 sm háa bakka,
sem síðan fara í kuldaherbergi,
í fyrstu ekki mjög kait, en siðan
hægt og hægt í meiri kulda, allt
niður í 35—40 stiga fro«t og
vatnið fer smám saman úr þeim.
Þessi aðferð til geymslu á mat
væluim var einnig kynnt í deild,
sem nefndist „Nýjungar í mat-
vælaframleiðslu“ og rædd á um-
ræðufundi, sem efnt var til um
slíkar nýjungar. Þarna voru
kynntar og ræddar tiiraunir,
sem eru í gangi viðs vegar um
heim á sviði matvælafram
leiðslu, eins og líka var gert á
fyrri SIAL sýningum, 1966 og
1968. Þama voru bæði vörur
sem ekki eru á markaði, vörur
sem komu á markað í löndun-
um eftir 1. jan. 1970 og vörur á
tilraunastigi, sem sáust nú fyrst
á SIAL. Þessar nýjungar komu
frá 13 löndutm. Virðist áberandi
hve mikil áherzla er lögð á til-
raunir til nýrra geymsluað-
ferða, til framleiðslu á megrun
arfæðu og léttri fæðu með nægj-
legum eggjahvituefnum og víta-
mínum fyrir fátæku löndin.
Þarna sá ég margt skrýtið.
Þama voru Japanir með kæld-
an rjóma sem geymist vel í um-
búðum eins og undir hárlakk,
og er sprautað út með þrýstingi.
Bandarikjamenn sýndu brauð úr
fiskimjöli, sem er á tilrauna-
stigi og ætlað vannærðu fólki í
fátæku löndunum. Einnig sáust
vítamínríkir, þurrkaðir soya-
baunaréttir frá FAO ætlaðir i
sama skyni. Þá var þama tilbú
inn réttur, hakkaðar þurrkaðar
kökur úr skinku og nautakjöti.
Og þarna voru tilbúnar á pönn
una, kökur úr fiski og svína-
kjöti, sem fullyrt var að ekk-
ert fiskibragð væri að. Það var
þó sagt enn á tilraunastigi.
Þarna var alls konar hollur
matur, þjappaður i piilum, eins
og ávaxtasafi, eggjahvítuefni o.
fl., duftrjómi, sem má þeyta,
frystiþurrkaðar omelettur og
margar kaffitegundir, wisky í
sprautupakkningum, vodka í
formi græns dufts frá Afriku,
Skuldabréf
fasteignatryggð til 8—10 ára óskast.
Ennfremur rlkistryggð bréf til 15 ára.
FYBIRGREIÐSLUSKRIFSTOFAN
Fasteigna- og verðbréfasala
Austurstræti 14, sími 16223.
Þorleifur Guðmundsson heima 12469.
Jólafundur
Kvenstúdentafélags Islands verður haldinn í Þjóðleikhús-
kjallaranum í kvöld fimmtudaginn 3. desember.
25 ára jubilantar frá M.A. sjá um fundinn. Jólahappdrætti.
Seld verða jólakort Barnahjálpar Sameinuðu Fundurinn hefst með borðhaldi kl. 8. þjóðanna.
Þátttaka tilkynnist í síma 19636. STJÓRNIN.
^ólalóh in l ar
verður
W ÆT
TIBRA
skáldsaga eftir Kristnu M. J. Bjömsson,
skáldið, sem ann heilbrigðri ást en
hefur óbeit á kynórum og klámgræðgi.
flöalfundur
Fulltrúardðs
Sjálfstæðisfélaganna í Kópa- w&tn ? Wm
vogi verður haldinn í Félags- tSÓÍBÍ&i: ^ ,ÍjHH
heimilinu (niðri) n.k. laugar-
dag 5. des. kl. 3 síðdegis IÍÍ^hL>4 : x ' mííwÍm}
Forsætisráðherra
JÓHANN HAFSTEIN
mætir á fundinum og ræðir lUmÍm
um hagnýtingu landgrunnsins.
STJÓRNIN.
Erlendir blaðamenn kynntust gómsætum frönskum réttum í
veizlu í Effelturninum. Þetta er forsíðan á matseðlinum.
mjólk sem geymist allt að 8 mán
uði, pönnukökur úr sjávaraf-
urðum frá Bretagne, ísmolar i
drykki frá Grænlandi í loftþétt
um umbúðum, og heilmikið af
frysti og kælivörum á tilrauna-
stigi.
• VAEAN SÉST 1
GLERKRUKKUM
Slíkir hlutir eru forvitnilegir,
en meirihlutinn af þvi, sem sýnt
er og boðið á matvælasýningu,
er auðvitað hinn hefðbundni
gómsæti matur, sem kernur víðs
vegar að úr heiminum þar sem
bezt skilyrði eru til framleiðslu.
Og það eru vitanlega réttirnir,
sem koma vatninu fram í miumn-
inn á manni.
Þegar t.d. gengið var í gegn-
um svæði Efnahagsbandalags-
landanna á neðri hæðinni, sást
vel, hvílík gífurleg samkeppni
er á matarmörkuðum í Evrópu.
Hvert landanna um sig hafði
stórar deildir með fallegum og
fjölbreyttum vörum frá ótal
framleiðendum. Sama varreynd
ar að segja um aðrar þjóðir, sem
höfðu sínar sýningar á eÆri hæð;
Danmörk, sem sannarlega kann
að gera matvörur gómsætar í út
liti og sýndi undir kjörorðinu
C’est bon-ca vient de Dane-
rnark" eða „Það er gott, það
kemur frá Danmörku," Bretland
með sundurhólfaða bása fyrir
hverja vörutegund, hvern bás
ámóta stóran og íslenzka deild-
in öll, Bandarikjamenn, sem
veittu óspart að smakka sýnis-
horn af sínum góða mat, Argen-
tínumenn með sitt gómsæta grill
steikta nautakjöt, svo vatnið
kom fram i munninn á manni við
að smakka, írar með sitt fjöl-
breytta kjöt, Indverjar með teið
sitt og þannig mætti lengi telja
35 þjóðlönd og einstök fyrir-
tæki frá löndunum. Manni
blöskrar alveg allar þessar að-
laðandi ostategundir, kexteg-
undir, vín, ávextir o.s.frv.
Islenzkur kaupsýslumaður,
Ebeneser Ásgeirsson í Vöru-
markaðinum, var þarna kominn
til að skoða matvæli. Hann
kvaðst mjög ánægður með ferð-
ina. Þetta væri geysimikil sýn-
ing og hann sæi ekki eftir að
hafa farið að skoða hana. Þó
ekki væru gerðar beinar pant-
anir strax, þá sæi kaupandinn
hvað væri á boðstólum og mik-
ið af umbeðnum upplýsingum
væri á leiðinni til hans, með
verði til samanburðar.
Það sem einkum vakti athygli
Ebenesers var það, hve mikið er
komið af ávöxtum og grænmeti
í glerkrukkum, þannig að hægt
er að sjá strax innihaldið. Það
væri að vísu nokkuð dýrara,
sagði hann, en geysimikill mun
ur að geta séð réttina í krukk-
unum. Þessu væri lika svo fal-
lega raðað, eins og t.d. blönd-
uðu ávöxtunum go aspasnum.
Niðursuðuvaran og fjölbreytn-
in í kaffi- og hrisgrjónategund-
um vakti einkum athygli hans.
Þarna voru tugir kaffitegunda
og eins hrísgrjónategunda, sem
við vitum ekki einu sinni að
til eru, og kunnum ekki skil
á. Kvaðst hann ekki sjá eftir að
hafa farið á þessa geysimiklu
sýningu, þó auðvitað sé mikið
erfiði að skoða svona stóra sýn
ingu.
• umbOðir sem
EYÐAST
En ekki dugði að skéða SIAL
matvælasýningMna eina, aðrir
sex stórir skálar voru eftir, þar
sem hver fermetrinn eftir ann-
an var fylltur með vélum og
tækjum til mjólkuriðnaðar, kjöt
iðnaðar, bökunar, bjórfram-
leiðslu og pökkunar í flöskur
og hvers konar umbúðir. Þar
sést vel hve gífurleg áherzla er
orðið lögð á umbúðir um mat-
væli hve mikill og margvísleg-
ur vélakostur er til þeirra hluta.
Allt er orðið sjálfvirkt. Varan
kemur fullpökkuð og tilbúin i
girnilegustu umbúðum úr vélun
um.
Tveir íslendingar, þeir Hilm-
ar Bentsen og Vigfús Tómasson
frá Sláturfélagi Suðurlands,
voru komnir þarna tiil að skoða
vélar tiíl kjötiðnaðar og
Stúlka óskast
Viljum ráða stúiku til skamms tíma í ullarverksmiðju okkar.
Nauðsynlegt, að viðkomandi sé vön vinnu við tvinningar-
eða spóluvél.
ULLARVERKSMIÐJAN FRAMTÍÐIN
Frakkastíg 8 — Sími 13060.
ýmdss konar vélar fyrir
uimbúðir til pökkunar. Sagði
Hiimar, að það hefði komið
mjög á óvart hve umbúðasýn-
ing þessi er stór og umfangs-
mikil, mun stærri en þeir höfðu
búizt við. En mikið af þessum
vélum og tækjum, sem þama
voru, væru svo stórtækar, að
þær hentuðu ekki í okkar litla
landi. Þó væri alltaf svo, að mað
ur fengi einhverjar góðar og
nýtilegar hugmyndir af að
skoða svona sýningu.
Og það er vissulega rétt. Þeir
sem eru að leita að ákveðnum
hlutum, geta fundið það sem
við á fyrir þá. En að skoða
slíkar sýningar í heild, er ekki
vinnandi vegur. í öllum áttum
ýta véiar hiutunum áfram og
spýta þeim úr sér, fullpökkuð-
um — í flöskum, plasttúbum,
lyfjaglösum, kössum, pokum,
dósum og hylkjum úr málmi,
pappa, plasti, sellófani, form-
uðu frauðplasti, svampi, vatns-
þéttum pappa o.fl.
• KAVÍAR 1 ALBAUKUM
Þar sem við íslendingar hugs-
um nú mikið um ál og mögu-
leika til framleiðslu úr áli síðar
meir, má til gamans geta þess
að í sýningarbási Alusuisse
veitti ég athygli háum léttum ál
baukum, líkum hárlakksbaukun
um sem við þekkjum, sem notað
ir voru t.d. undir kavíar og
sultu. Eins rak ég augun í
skemmtilegar umbúðir um kjöt
fyrir kjötbúðir. Kjötvörumar
eru þá lagðar á sellófanblað,
það brotið Mman og brúnir svo
bræddar saman með heitri stimp
ilvél, þannig að snúa má pakk-
anum hvernig sem er, án þess
Kavíar í álumbúðum.
að leki úr hpnum. Margt fleira
mætti nefna af s'líku tagi.
Ég sá líka mér til ánægju, að
mengunaróttinn, sem nú er far-
inn að grípa um sig i veröld-
inni, nær líka til umbúðanna.
Stór kassaverksmiðja sér sér
hag í því á slikri sýningu að
leggja áherzlu á í texta og með
sýnikennslu að verksmiðjan
framleiðir sinn pappa eingöngu
úr 10—50 ára gömlum trjám,
noti eingöngu náttúrufram-
leiðslu, mengi ekkert og planti
nýjum trjám — og svo eyðist
pappaumbúðir verksmiðjunnar
auðveldlega. Ainnað fyrirtæki,
sem framleiðir sellofanumbúðir,
segir: „Hugsið um umhverfis
vandamálið, notið sellófanum-
búðir, sem eru nægilega veikar
til að eyðast vel." Slíkt hefi ég
aldrei fyrr séð, að framleiðend
ur noti það sem meðmæli með
vöru sinni að hún sé svo veik-
byggð og eyðist fljótt. En það
er vissulega orðin fullkomin
ástæða til og það gladdi mig að
sjá þetta. — E. Pá.