Morgunblaðið - 10.12.1970, Side 7

Morgunblaðið - 10.12.1970, Side 7
MORGUNB!LAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMÐER 1970 7 Um tímann á íslandi á 18. og 19. öld 1 fomöld skiptu menn sól- arhringnum í 8 jafna hluta, sem þeir kölluðu eyktir og for þessi skipting mjög eftir vinnubrögðum. Hver eykt var þrjár stundir. Fyrsta eyktin hófst kl. 12 að kveldi og var þá kallað miðnætti. Kl. 3 var ótta, kl. 6 var miður morgun, Kl. 9 voru dagmál og kl. 12 var hádegi. Svo var undorn eða nón kl. 3, miðaftan var kl. 6 og náttmái kl. 9. En vegna þess að þá voru engar klukkur til, miðuðu menn sólargang við einhver kennileiti og víða voru hlaðnar vörður. Allt var þetta kallað eyktamörk, sem sýndu hvað framorðið var þeg ar sól var þar yfir. Til þessa siðar eiga mörg örnefni enn í dag ætt sina að rekja, svo sem Dagmálavarða, Hádegis- hnjúkur, Nónklettur, Miðaft- ansfjall og Náttmálaskor. 1 Húnavatnssýslu er bær, sem heitir Undornfell. Nú hefir hann lengi verið kallaður Undirfell, og sýnir það að langt muni síðan að eyktar- nafnið undorn lagðist niður og nón kom i staðinn. Það væri þjóðrækni að láta ekki fleiri eyktaörnefni glatast. Þá eru ýmis eyktamörk gerð af mannahöndum, ekki á sama stað og þau voru upphaflega og á þetta einkum við í ná- grenni við hafnir. Er það að allega erlendum skipstjórum að kenna, því að þeir töldu l'slendingum trú um, að öll eyktamörkin væru á skökk- um stöðum eftir áttavita. En þeir leiðréttu ekki áttavita Frá horfnum tíma skekkjuna og þess vegna hef ir þessi „framför" viða orðið til lítils annars en valda ruglingi. Sums staðar miðuðu menn tímann við flóð og fjöru og var það gert af illri nauð- syn, þegar ekki sá til sólar dögum saman. Þetta gat að vísu aldrei orðið nákvæmt því að straumar fylgja ekki nákvæmlega kvartilaskiptum tungls. Þessu höfðu menn þó veitt eftirtekt og þegar stór- straumur dróst, þá kölluðu þeir hann „eftirstraum" og það nafn hefir verið til í mál inu til skamms tíma. Á vetrum veittu menn gangi himintungla nákvæma athygli, þegar bjart var veð- ur. Sérstaklega voru það viss ar stjömur, svo sem vagninn, björninn og sjöstirnið sem þeir miðuðu tímann við. Engar klukkur voru til á sveitabæjum á 18. öld og ekki fyrr en kom langt fram á 19. öld, nema þá ef embættis- menn áttu slíka dýrgripi: Séra Jónas á Hrafnagili seg- ir: „Ég hefi vitað klukkulaus heimili eftir 1870 og gist á einu þeirra (Svartagiii í Þing vallasveit), en ekki varð karl- inum þar skotaskuld úr því, að vita það hér um bil hve- nær miður morgunn var, og sá þó ekki til sólar.“ Fyrstu klukkurnar voru hinar háu kassaklukkur, kall aðar „Bornholmsklukkur“, eða þá þilklukkur kassalaus- ar. Voru þessar klukkur líka oft kallaðar „8 daga verk“ og benti það til þess að ekki þyrfti að draga klukkurnar upp nema einu sinni í viku. Þessar klukkur voru allar með hengilóðum. Ur komu enn seinna til landsins og á árunum 1860— 70 áttu aðeins tveir menn úr i Eyjafirði. En stundaglös voru víða til og munu þau hafa farið að flytjast til lands ins alls um 1760. í Öldinni okkar, standa við árið 1797, þessi orð undir mynd af kiukkunni hér að of an: „Dýrgripur fálkafangar- ans. Kiukkur eru fáséðar á Is landi. Á Kjarlaksstöðum á Fellsströnd er þó einn slíkur gripur hjá monsjör Kristjáni Illugasyni fálkafangara og maddömu Guðrúnu Halldórs- dóttur. Þetta er átta daga verk. Á stöku bæjum eru til stundaglös, en yfirleitt ætlast menn á um tímann af stöðu sólar og sjöstjörnu, birtu og sjávarföllum og tiifinningu sjálfra sín. Það þykir fordild liin mesta og oflæti af bænd um, að láta sér ekki slika við miðun nægja, svo sem títt hef ur verið frá öndverðu." Gangið úti í góða veðrinu Guðrún Gjúkadóttir Gott var eðli Guðrúnar, greip þó heiðnar rætur. Sæl í faðmi Sigurðar svaf hún margar nætur. Kristín Sigfúsdóttir frá Syðri-Völiiim. ÁRNAÐ HEILLA 70 ára er í dag 10.12. 1970 frú Elísabet Halldórsdóttir, Soga- vegi 101. Þann 14.11. voru gefin saman í hjónaband af séra Ólafi Skúla- syni ungfrú Jenny Jensdóttir og Jón Hörður Elíasson. Heim ili þeirra er á Laugarteig 26. Studio Guðmundar, Garðastræti 2. Þann 15. nóvember voru gef- in saman í Útskálakirkju af sr. Guðmundi Guðmundssyni, ung- frú Hólmfriður Guðrún Guð- mundsdóttir húsmæðrakennari, Klauf, Eyjafirði og Jón Þorkell Eggertsson netagerðarmaður, Háholti 7, Keflavík. Heimili brúðhjónanna er að Hringbraut 100, Keflavík. Ljósmyndastofa Suðurnesja. Þann 7.11. voru gefin saman í hjónaband af séra Þorsteini Björnssyni ungfrú Anna Hösk- uldsdóttir og Axel Ólafsson. Heimili þeirra er að Þórsgötu 5. Studio Guðmundar, Garðastræti 2. VÍSUKORM VIÐTÆKJAVINNUSTOFAN HF. BROTAMALMUR er nú í Auðbrekku 63. Sími • 42244. Var áður að Lauga- vegi 178. Kaupi allan brotamálm lang- J hæsta verði, staðgreiðsla. ; Nóatúni 27, sími 2-58-91. INNRÉTTINGAR Vanti yður vandaðar innrétt- ingar í hýbýli yðar, þá leitið fyrst tilboða hjá okkur. — Trésm. Kvistur, Súðavogi 42, símar 33177 og 36699. BUXNADRESS Stærðir tveggja til tólif ána, faiegir litir. Upplýsingar í síma 38989. HJÓLSÖG TIL SÖLU Upplýsingar í síma 10458. IÐÚÐ ÓSKAST Námsmaður óskar eftir 2ja til 3ja herbergja íbúð á feigu. Fyrirframgreiðsla, ef óskað er. Upplýsingar í síma 20615 eftir kl. 4. BlLAÚTVÖRP 6 gerðir, verð frá 3570,00 kr. Ferða'útvörp, verð frá 1950,-. Segu Ibandstæki og plötu- spilarar. Opið til kl. 7 á kvöldin. Radíóþjónusta Bjama Síðumúla 17, simi 83433. BlLKRANI TIL SÖLU með bílmokstur&tækjuim. — Lyftir 2'/i tomm, kemur á miðjam bil, vökvaiknúinn. Bíla- og búvélasalan Eskiihlíð B, við Miklatoirg, sími 23136. tEsm JRorgtmMaMb DnGIECR KJÖT — KJÖT 5 verðflekkar af nýju kjöti. Mitt viðurkiemnda hamgiiikj'öt beint úr reyk á moirgun. Sláturhús Hafnarfjarðar Guðmundur Magnússon sími 50791, heima 50199. LOKAD Vegna jarðarfarar Birgis Jónssonar, flugmanns. B. SIGURÐSSON S.F. Höfðatúni 2. AUÐVITAÐ ÓMAR RAGNARSSON Ómar Ragnarsson gerði barnaplötu siðast fyrir fimm árum (þegar frá eru taldar jólaplötur hans). Barnaplata sú, sem Ómar sendir frá sér núna er með fjórum bráðskemmtilegum lögum (þetta er lítil plata) og heita þau HLÁTURINN LENGIR LÍFIÐ, MINKURINN í HÆNSNAKOFANUM, BRÓÐIR MIN og HÍ Á ÞIG. Jón Sigurðsson hefur útsett lögin og stjórnað undirleik af kunnri smekkvisi. Þetta er ekki aðeins ein skemmtilegasta bamaplata Ómars, heldur og einhver fjörlegasta íslenzka hljómplatan fyrir börn. SG-hljómplötur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.