Morgunblaðið - 10.12.1970, Side 8

Morgunblaðið - 10.12.1970, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1970 Sinfónían, sem grípur hvert hjarta Níunda sinfónía Beethovens flutt í kvöld Söngsveitín Filharmónía á æfingu í Melaskólaniun. Dr, Róbert A. Ottósson er lengst til Eitt mesta verk tónbók- menntanna verðnr flutt í Há- skólabíói í kvöid og síðan endurtekið á Iaugardag. Er það Níunda sinfónia Ludwigs van Beethovens í D-moll op- ns 127. Flytjendur eru Söngsveitin Fílharmónía og Sinfóníuhljómsveit fslands osr einsöngvararnir Svala Nielsen, Sigurveig Hjalte- sted, Sigurður Björnsson og Giiðnnindiir Jónsson. Stjórn andi tónleikanna er dr. Róbert Abraham Ottósson. Morgunblaðið átti nýlega viðtal við dr. Róbert um sin- fóníuna, en hún var frum- flutt í Vín hinn 7. maí 1824 og stjórnaði þá Beethoven sjálfur með aðstoðarmönnum. Sinfónían er samin á nær 6 árum og er hvert atriði henn ar gaumgæfílega yfirvegað — sem einkum sést af því að aðalstef síðasta þáttar er til frá hendi meistarans í um 200 gerðum. —- Beethoven vildi móta það, svo að það yrði sem al- þýðlegast — sagði dr. Róbert — svo að það gripi hvert hjarta. Það er einfalt í snið- um og mjög meitlað, enda hef ur það náð takmarki tón- skáldsins — þessi sinfónía er hvað vinsælust allra tón- varlegum augum í Vinar- borg í þá daga, því að keis- aralegt húrrahróp var að- eins þrefalt. Við fagnaðarlæt in varð lögreglan því að gripa inn í til þess að stöðva þessa móðgun. En allt ætlaði um koll að keyra. Beethov- en mun ekki hafa orðið þessa var vegna heyrnarleysisins, fyrr en önnur söngkonan benti honum á að snúa sér við. Gripu þá áheyrendur til þess ráðs að veifa vasaklút- um í stað þess að klappa og hrópa. Sinfónían er tvímælalaust hápunktur í sinfóniskum skáldskap Beethovens og síð asta stórverk hans. Þó átti hann eftir að semja strok- kvartetta og fleira á þeim þremur árum, sem ólifuð voru. Hið stórkostlegasta við 9. sinfóníuna er, að þessi ein mana heyrniarlausi maðiuir, semur slíkt verk við kvæði Friedrichs Schillers: verka Beethovens. Nærtækt dæmi um það er aðsóknin í Reykjavík 1966, er sömu að- ilar fluttu verkið og endur- taka varð tónleikana fjórum sinnum á einni viku. —• Beethoven er einn af þremur furðumönnum tónlist arinnar. Fyrstur er Bach, sem segja má að standi fyr- ir himinhvolf tónlistarinnar, stjörnurnar og himintunglin. Þá er Mozart, himnabarnið óskiljanlega, sem gerir sér grein fyrir verkefni sínu í heild, sezt síðan niður og skrifar það frá upphafi til enda. Beethoven er mað- urinn, svo sem hann er I 10. veldi . . . — Níunda sinfónian mun hafa verið nokkuð gömul hugmynd hjá Beethoven, en hann byrjar ekki að fást við verkefnið, fyrr en hann er orðinn heyrnarlaus. Sinfón- ían er samin á árunum 1817 til 1823, en jafnframt vinnur hann að Missa Sólemnis, en kaflar úr henni voru einmitt frumfluttir á sömu tónleikum og sinfónían. — Sagan segir, að er Beet- hoven hafi gengið í salinn á þessum tónleikum hafi kveð- ið við fimmfalt húrrahróp áheyrenda. Þetta var litið ai- eða eins og séra Matthías Jochumsson hefur þýtt það: mennari eða 150 manns og hefur það auðveldað starf ið nökkuð, að % söngfólks- ins eða 63 sungu áður 9. sin fóníuna 1966. Stjóm Fílhar- móníu skipa Ragnar Áma- son, formaður, Gerður Guð- 'mundsdóttir Bjarklind, ritari og meðstjórnendur Gestur Gíslason, Guðríður Magnús- dóttir og Helga Guðmunds- dóttir. Gerður Guðmundsdóttir Bjarklind tjáði okkur, að Ruth Little Magnússon hefði annazt raddþjálfun i söng- sveitinni, og þjálfað konur og karla sitt í hvoru lagi. Einar Sturluson og Snæbjörg Snæbjarnardóttir æfðu og nýliða, sem gengu í sveitina í haust. Áformað er að hefja æfingar að loknu þessu verk efni á Te Deum eftir Anton Bruckner, seim fyrirhugað er að flytja í aprilbyrjun, ef guð lofar. Nokkrir útlendingar syngja í Filharmóníu og áhugi allra er mikill. Gerð- ur sagði að m.a. hefðu nokkr- ir Bandaríkjamenn frá Kefla- vikurflugvelli sýnt söngæf- ingunum mikinn áhuga og komið hvernig sem viðrað hefði á hverja einustu æf- ingu. Dansið heimar himinglaðir: hingað, veröld, þiggðu koss! yfir sólna sól og oss sannlega lifir góður faðir! Beethoven var í raun bylt ingarmaður að formi til. Áð- ur en hann samdi þessa sin- fóníu, þekktist ekki að kór væri með. En Beethoven vildi nota mannsröddina. 1 fyrsta, öðrum og þriðja þætti talar aðeins hljómsveitin, en I fjórða taka einsöngvararn- ir og kórinn undir. — Jafn- vel háðfuglinn Stravinsky hefur nýlega sagt um Beet- hoven: „Hann var alltaf hinn næmasti sendiboði úr framtíðinni, a.m.k. þeirri framtíð, sem ég kæri mig um!“ — Blaðamaður Mbl. fylgd- ist að nokkru með æfingum fyrir tónleikana í kvöld. Róbert hefur æft hljómsveit- ina í Háskólahési á morgn- ana, en á kvöldin einu sinni til tvisvar í viku hefur hann æft söngsveitina í Melaskól- anum. Til aðstoðar við undir leik hefur Martin Hunger starfað með sveitinni. Söng- sveitin hefur aldrei verið fjöl Seid umsohlungen Millionen! Diesen Kuss der ganzen Welt! Brúder! úberm Sternenzelt muss ein lieber Vater wohnerL í. Stjórn Fílharmóníu ásamt stjómanda og undirleikara Talið fcá vinstri: dr. Róbert A. Ottós son, Martin Hunger, Gestur Gísiason, Ragnar Árnason, Gerður Guðmundsdóttir Bjarklind oj Helga Guðmundsdóttir. Á myndina vantar Guðríði Magnúsdóttur. Sinfóníuhljómsveitin á æfingu fyrir tónleikana í Háskólabíói. Aftan við hljómsveitina ent hljóðskermar, sem bæta eiga heyrð í salnura og notaðir verða fyrsta sinni í kvöld. Söngurinn gleður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.