Morgunblaðið - 10.12.1970, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1970
„Ekkert er ómögulegt
í heiminum nú“
— Nei, nei. Það er ekkert
ómögtilegt i heiminum nú. — Og
Ásbjörn hlær.
— Getum við Islendingar eitt
hvað hagnýtt okkur þessa nýj-
Ásbjörn heitir hann Einars-
son og er nýbakaður doktor í
efnaverkfræði frá Manchester.
Doktorsritgerðina skrifaði
hann um nýja gerð rafhlaða —
eldsneytisrafhlöður —, sem not-
aðar hafa verið í geimferðum,
við smíði rafmagnsbíla og það
sem vekur sérstaka forvitni
okkar; við vita og Ijósbaujur,
auk þess, sem nú er unnið að
rannsóknum á notkun þeirra í
sjóefnaverksmiðjum. Þrátt fyrir
freistandi tilboð erlendra fyrir-
tækja, kaus Ásbjörn að koma
heim til starfa hjá rannsóknar-
stofnun iðnaðarins, þar sem
hann mun vinna að rannsókn-
um á þörfum islenzks iðnaðar
og inn á hvaða brautir hentug
ast mun að beina honum í fram-
tiðinni.
Ásbjörn varð stúdent við
Menntaskólann í Reykjavík og
sigldi þegar að þvl loknu til
Englands. Að þremur árum
liðnum vann hann sér gráðuna
B. Sc. — (Bachelor of Science)
— og ári síðar M. Sc. — (Mast
er of Science) — og nú síðast i Skýringarmynd af eldsneytisraf hlöðu: Vetni er leitt að öðru
haust doktorinn. skautinu en lofti blásið framhjá hinu. Vatn það sem myndast
— Hvers konar rafhlöður eru v*ð efnabreytinguna í rafhlöðunni gufar upp og blandast loft-
þessar eldsneytisrafhlöður, Ás- straumnum.
loft
(02+N2)
vetnisskaut
súrefnisskaut
kalíum hydroxyð / L^-(N2+H20)
upplausn—' og hluti súrefnisins
Efnabreyting: 2H2 + O2— 2H2O (vatn).
ung á næstunni?
— Ég veit ekki. Og þó. Til-
raunir hafa verið gerðar til að
nota eldsneytisrafhlöður í vita
og Ijósbaujur. Þetta er einfalt
kerfi og endingargott. Bara að
setja í gang og svo malar það
meðan það má. Enskir settu
það til dæmis í eina ljósbauju
og fækkuðu með því ferðum i
baujuna um helming. Á þessu
sviði er talið, að eldsneytisraf-
hlöðurnar komi fyrst að al-
mennu gagni og reynist það
rétt, ættum við kannski að huga
að annesjavitunum okkar.
Skyldi félag vitavarða segja
nokkuð við því?
— Ha?
— Nei, ég segi bara si sona.
Ég deildi nefnilega ytra skrif-
stofu með aðalverkalýðsfrömuði
fyrirtækisins og varð vitni að
daglegum smáárekstrum, sem
áttu sér stað. Sennilega hef ég
bara fengið þá á heilann! Meira
kaffi?
— Hvar kemur doktorsritgerð
in þín inn í sögu eldsneytis-
skautanna?
— Nú er verið að gera til-
raunir með ódýrari framleiðslu
á þessum rafhlöðum með því að
taka súrefnið beint úr andrúms
björn?
— Þessar rafhlöður byggjast
á brennslu efnis, til dæmis
vetnis, sem gengur i samband
við súrefni. Orkan, sem mynd-
ast við efnabreytinguna, kemur
svo fram sem raforka.
Það nýja í þessu er, að þarna
eru notaðar tvær lofttegundir,
sem ekki eru faldar í skautum
rafhloðunnar, heldur í kútum
eða geymum, þaðan sem þær
eru leiddar að skautunum.
Þannig eyðist sjálf rafhlaðan
ekki, heldur þarf að endurnýja
brennsluefni í geymunum.
— Er þetta ný eða gömul hug
mynd?
— Hugmyndin sjálf er komin
vel til ára sinna, því henni var
fyrst varpað fram 1839. Siðan
hafa menn barizt við að beizla
hana allar götur til 1959, en þá
tókst að smíða fyrstu rafhlöð-
una í Englandi. Við þessarsmíð
ar var mönnum einna starsýn-
ast á, að talið er að nýting ork
unnar geti með þessum rafhlöð-
um orðið allt að hundrað prós-
ent. Þær eldsneytisrafhlöður,
sem nú eru í gangi, skila um
sjötíu prósentum.
— Eru þær dýrar I fram
leiðslu?
— Ennþá er það já —- nokk-
uð. Vetnið er tiltölulega dýrt og
Lokuð vegno jarðnríorar
Birgis Arnars Jónssonar flugmanns
í dag kl. 10—13.
Bílastöð Hafnarfjarðar.
ÖMMUKLUKKUR
— Litlu ömmuklukkurnar komnar aftur.
Garðar Ólafsson, úrsmiÖur
Lækjartorgi — Sími 10081.
Rætt við doktor Ásbjörn Einarsson
svo þarf hvata við efnabreyt-
inguna; yfirleitt platinu og það
er dýr málmur og erfitt að fá
hann í einhverju magni.
— En er ekki farið að nota
þessar rafhlöður einhvers stað
ar?
— Jú, jú. Til dæmis í geim-
ferðum. Þar skiptir kostnaður-
ínn ekki svo miklu máii, þegar
kostirnir eru annars vegar. Ég
veit til dæmis ekki betur en
það hafi verið súrefnisgeymir
við eina slíka, sem bilaði í þeirri
frægu ferð Appollo 13.
I tilraununum með rafknúna
bíla koma þessar nýju rafhlöð-
ur líka við sögu. Fyrirtækið,
sem ég var í tengslum við
í Englandi; Chloride Electrice
Storage Ltd. — hefur látið
smiða dráttarbíl, sem knúin er
af eldsneytisrafhlöðum. Bíll
þessi vegur sjálfur um eitt tonn
og getur dregið tvo aðra sæmi-
lega stóra bila. Hann hefur
reynzt ágætlega en kostnaðar-
ins vegna verður fjöldafram-
leiðsla að bíða.
— Við þurfum þá kannski að
bíða drjúgt enn eftir rafmagns
bílnum?
— Það held ég. Þessar rann-
sóknir allar eru orðnar svo
kostnaðarsamar að mörg fyrir-
tæki hafa gefizt upp og fleiri
eru í þann veginn að hætta öllu
saman.
— En þetta er ekki ómögu-
legt?
loftinu, en nú er oftast notað
hreint súrefni.
Rannsóknir mínar beindust að
notkun andrúmslofts við súrefn
isskautið. Ég reiknaði út for-
múlu fyrir, hversu miklu magni
andrúmslofts skyldi biása fram
hjá skautinu og hvaða stærð á
skautinu gæfi bezta nýtingu.
Svo sannaði ég það með til-
raunum.
Þú varst að spyrja áðan,
hvort við íslendingar gætum
eitthvað hagnýtt okkur þetta.
Við skulum aðeins staldra hér
við og taka vetnisskaut upp úr
vasanum og setja á það móti
súrefnisskauti, sem tekur súr
HANDAVINNA HEIMILANNA [ [ ( (J'fír<\ \ \
HUGMYNDABANKINN
Vegna fjölda áskorana hefur skilafrestur í
handavinnusamkeppn- inni verið framlengdur til 31. janúar n.k. Nánari upplýsingar um keppnina liggja frammi í verzluninni. ,0 vkÍ i iA)
GEFJUN AUSTURSTRÆTI
LOKAD
Vegna jarðarfarar Birgis Jónssonar, ftugmanns.
Toyota umboðið h.f. Toyota varahlutaumboðið h.f.
Höfðatúni 2. Ventíll s.f.
N auðungaruppboð
sem auglýst var í 58., 59. og 60. tölublaði Lögbirtingablaðsins
1970 á eignarhluta Búa St. Jóhannssonar í Borgarholts-
braut 69, fer fram á eigninni sjálfri samkvæmt kröfu bæjar-
sjóðs Kópavogs miðvikudaginn 16. desember 1970 kl. 11.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
efnið beint úr andrúmsloftinu.
Hugsum okkur svo sjóefnaverk-
smiðju.
Við sjóefnavinnslu eru meðal
annars unnin klór og vítissódi.
Aukaefnið, sem myndast þá, er
vetni. Hvað sérðu nú? — Við
notum vetnið á annað skautið.
Hleypum andrúmslofti á hitt.
Og látum verksmiðjuna fram-
leiða rafmagn handa sjálfri sér.
— Gott! Þetta er einmitt
það, sem menn eru meðal ann-
ars að glíma við nú. Og ég hef
heyrt þá halda því fram, að
með þessu geti þeir lækkað raf-
kostnaðinn um tuttugu til þrjá
tíu prósent. Þetta er mjög hent
ugt fyrirkomulag, þar sem erfitt
er að losna við vetnið.
— Verður þú þá ekki stórrík
ur á doktorsútreikningunum þín
um?
Nú hlær Ásbjörn dátt og
lengi. — Varla klingja nú marg
ar milljónir í sparibauknum mín
um. Kannski gæti ég fengið
einkaleyfi á þessum útreikning-
um, en á það er að líta, að þó
niðurstaðan sjálf sé nýjung, er
ekki hægt að kalla efni hennar
nýtt af nálinni. En ég fæ senni
lega heiðurinn af að hafa reikn
að þetta út og kannski verð ég
svo heppinn, að formúlan verði
skíxð í höfuðið á mér. Reyndar
hef ég talsvert velt því fyrir
mér, hvernig koma megi nafni
mínu #/rir I fallegu formúlu-
heiti!
— Nú átt þú að fara að rann
saka þarfir íslenzks iðnaðar og
inn á hvaða brautir hentugast
etr að beina honum. Hvaða skoð
aílir hefur þú þar?
— Ja, ég hef nú enga patent-
lausn svona upp á vasann. Og
ég þekki ekki málin nógu vel
ennþá til að smiða hana.
Hitt virðist mér augljóst, að
við þurfum ýmislegt að gera og
að nauðsynlegt er að athugavel
sinn gang áður en mikið er
byggt og framkvæmt.
1 sambandi við útflutningsiðn
að heyrasf þær raddir, að við
séum á síðasta snúning i kapp-
hlaupi við kjarnorkuna. Það
er rétt, að kjarnorkan er stöð-
ugt að vinna á sem orkugjafi.
1 Englandi til dæmis framleiða
kjarnorkuver nú rafmagn á nær
svipuðum kostnaði og olíuver
og kjarnorkurafmagnið mun
lækka í verði í framtíðinni eft-
ir því sem hlutunum fleygir
fram.
Eins og málin standa nú, er
rafmagn dýrara erlendis en hér
en það gefur auga leið, að með
lækkandi verði ytra hlýtur
flutningskostnaðurinn að fara
að segja til sín okkur í óhag.
Slagorð okkar um ódýrt fossa-
rafmagn dugar þvi ekki enda-
laust.
__ Viltu spá einhverju um,
hversu langan frest við höfum?
— Hvað geymist Morgunblað
ið lengi?
___ i>ú getur vel átt á hættu,
að spá þinni verðu hampað fram
an i þig hvenær sem er.
— Nú. Þá er líklega bezt að
setja fram einhverj* öljósa spá;
Óskemmtileg tilhugsun það, að
fá einhverja vitleysu í hausinn
aftur á gamals aldri!
Ásbjörn hugsar sig vandlega
um. Svo segir hann og er nú
hróðugur. „Við verðum að hafa
í huga, að í sambandi við kjam
orkuna hafa komlO upp ýms
vandamál, sem ómögulegt er nú
að sjá fyrir endann á. — Er
þetta ekki nógu torráðin spá?“
_ Of torráðin. Hvað gefur
þú fossunum okkar langan
frest?
— Æ,æ,æ. Því viltu endilega
að ég hætti vísindamannsheiðri
mínum svona strax í byrjun?
Viltu ekki meira kaffi?
— Jú takk. En hvað gizkar
þú nú á?
■— Sykur?
— Takk. Auðvitað hlýtur þú
að hafa hugleitt. . . .
— Nú auðvitað! Ég segi að
minnsta kosti áratug. Þá ætti ég
allavega að vera orðinn nógu
gamall til að flýja land, ef spá-
in stenzt illa og einhverjum
skyldi detta í hug að fletta
gömlum Morgunblöðum.