Morgunblaðið - 10.12.1970, Page 16

Morgunblaðið - 10.12.1970, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAOUR 10. DESBMRER 1970 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Bjöin Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kiistinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-BO. Askriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 12,00 kr. eintakið. ÞURRKVI I REYKJAVIK TTafnarstjórn Reykjavíkur hefur um nokkurt skeið haft til athugunar möguleika á byggingu þurrkvíar í Reykjavík og er málið nú komið á það stig, að sótt hef- ur verið um lán til Iðnþróun- arsjóðsins til undirbúnings- abhugana og um taeknilega aðstoð í því sambandi. Talið er, að fyrsti áfangi þurrkvíar, sem taka myndi 6000 tonna skip, kosti um 120 milljónir króna, en lítil von er til þess, að þurrkvíin sjálf geti endur- gireitt þann stofnkostnað. Hins vegar er sýnt, að landið ailt og Reykjavíkurborg einnig munu hafa margvís- legan óbeinan hagnað af því, að þurrkví verði byggð og öryggis vegna er talið nauð- synlegt að hafa hér viðgerð- arstöð fyrir stærri skip. Þótt talað sé um fyrsta áfanga þurrkvíar fyrir 6000 tonna skip er að sjálfsögðu hægt að stækka hana síðar meir. Geir Hallgrímsson, alþing- ismaður, gerði byggingu þurrkvíar í Reykjavík að umtalsefni í þingræðu fyrir nokkrum dögum. Hann benti á, að núverandi dráttarbraut- ir í landinu gætu ekki tekið við nema hluta þeirra við- gerða, sem þörf væri að gera á íslenzkum skipum. Hluti skipanna leitar til annarra landa, bæði vegna þess, að þar fæst fljótari afgreiðsla og stundum ódýrari. Þannig flyttist úr landi vinna, sem hægt væri að stunda hér- lendis og auk þess yrði með þurrkví hægt að annast við- gerðir á erlendum skipum, sem oft væri leitað eftir. Þá yrði einnig að teljast mikil- vægt fyrir öryggi siglinga á Norður-Atlantshafi að hér yrði byggð þurrkví. Geir Hallgrímsson gerði staðsetningu þurrkvíar að umræðuefni og sagði, að Reykjavík væri fyrir margra hluta sakir eðlilegur staður fyrir sMka starfsemi. í Reykjavík eiga flest hinna stærri skipa sína heimahöfn og til höíuðborgarinnar er einnig mest um siglingar er- lendra skipa. Auk þess eru í borginni þeir iðnaðarmenn og tæknimenn, sem nauðsyn- legir eru vegna þessarar starfsemi og aðstaða til bygg- ingar þurrkvíar er talin góð við Gelgjutanga. Geir Hallgrímsson ræddi rekstursgrundvöll þurrkvíar í þingræðu sinni og sagði, að gera mætti ráð fyrir, að fyrir- tækið gerði ekki betur en standa undir rekstrarkostnaði fyrstu árin. í athugunum Reykjavíkurborgar á þessu máli hefði verið gengið út frá því, að framlag ríkisins yrði 40% af stofnkostnaði, en mörg rö!k mæltu með því, að hægt væri að fella þesisa framkvæmd undir ákvæði lun 75% stofnfjárframlag ríkissjóðs eins og til hafnar- garða og dýpkana. Þá hefði hafnarstjórinn í Reykjavík m.a. bent á þá tekjuleið, að lagt yrði gjald á öll skip, sem væru yfir 100 brúttórúmlestir að stærð. Gjald þetta yrði t.d. 10 krónur á hverja brúttó- rúmlest og mundu tekjur af því nema rúmlega 9 milljón- um króna á ári. Enginn vafi leikur á því, að bygging þurrkvíar er mik- ið hagsmunamál fyrir landið í heild og þess er að vænta, að þær athuganir, sem nú fara fram á vegum Reykja- víkurborgar og umræður á Alþingi leiði til þess, að í framkvæmdir verði ráðizt. Blómlegt starf Leikfélags Reykjavíkur ¥ eikfélag Reykjavíkur er eitt elzta menningarfélag höfuðborgarínnar, en þótt það eigi nú langa sögu og merkt starf að baki, hefur starfsemi þess sjaldan eða aldrei staðið með jafn mikl- um blóma og nú. Líklega hef- ur aðsókn að sýningum félagsins aldrei verið meiri og félagið hefur á að skipa ýmsum færustu listamönnum þjóðarinnar. Þrátt fyrir blómlegt starf og mikla aðsókn á Leikfélag Reykjavíkur við sérstætt vandamál að stríða. Gamla Iðnó sníður Leikfélaginu þýsna þröngan stakk og þótt sum leikrit, sem félagið set- ur á svið, séu sýnd fyrir fullu húsi á fjölmörgum sýningum getur orðið um hallarekstur að ræða einfaldlega vegna þess, að áhorfendasæti eru of fá. Morgunblaðið hefur áður bent á nauðsyn þess, að hafizt verði handa um byggingu borgarleikhúss, sem verði starfsvettvangur Leikfélags Reykjavíkur. Sýnist eðlilegt, þegar lokið hefur verið við byggingu myndlistarhússins á Miklatúni, að höfuðborgin einbeiti kröftum sínum og fjármagni að því verkefni. Má óhikað fullyrða, að Reyk- víkingar myndu með ánægju sjá nokkrum hluta skatt- greiðslina sinna varið til þess að byggja leikhús fyrir Leikfélag Reykjavíkur. Svo hjartfólgið er þetía gamla menningarfélag öllum borg- arbúum. er aftur á móti umhugað um, að sem minnst fréttist af þvílíkum aðgerðum, innan Sovétríkjanna. Umheimurinn skiptir ekki máli. Þrátt fyrir allar breytingar síð- ustu áratuga í samskiptum þjóða og hraða tækniþróun, hefur ekk ert breytzt í Sovétríkjunum. Þar situr allt við það sama og þegar Josef sálugi Stalín var upp á sitt bezta. BOLLALEGGINGAR UM FORSENDUR AKADEMÍUNNAR Ákvarðanir Sænsku akadem- íunnar í úthlutun Bókmennta- verðlauna Nóbels hafa oft sætt gagnrýni. Athyglisvert er, að á aðeins tólf árum skuli þrír sov ézkir höfundar hafa fengið þau. Líta verður á þessar veitingar frá fleiri en einni hlið, þegar sovézkir höfundar eiga í hlut; og ekki hvað sízt með tilliti til þeirra skefjalausu ofsókna, sem hafðar hafa verið í frammi gagn vart Alexander Solzhenitsyn I heimalandi hans. í fyrsta lagi vekja bókmenntalegar for- sendur akademíunnar forvitni. Solzhenitsyn fær verðlaunin fyrir að halda áfram ómissandi hefð rússneskra bókmennta með einstöku siðferðisþreki. Fallast má á þessar forsendur möglunarlaust. Naumast hefur annar sovézkur höfundur verið jafn einarður og sjálfum sér samkvæmur í þeirri viðleitni sinni að halda í heiðri rússn- eskri bókmenntaarfleifð. Þegar hann skrifaði „Dagur í lifi Ivans Denisovitsj" ruddi hann brautina fyrir sannleika, sem lengi hafði verið þjarmað að — og talaði opinskátt um ástandið á valdatíma Stalíns og lýsti nauðungarvinnubúðunum, sem tíðkuðust á hans dögum. Þessi bók lætur svo sem ekki mikið yfir sér, en með henni hafði ver NÓBELSVERÐLAUNA H AFINN SOLZHENITSYN: Að í Hvers virði er lífið án andlegs frelsis? Fyrir okkur Islendinga og aðrar lýðræðisþjóðir er þetta ákaflega yfirborðsleg spurning; við höfum ekki búið við andlega áþján. En milljónir manna verða að þola slíka kúgun og því á spurningin rétt á sér, enda þótt fjarlægur áhorfandi geri sér naumast grein fyrir þvi, hversu mikið kvalræði er manneskjum að vera hnepptar í andlega fjötra. Listin getur aðeins dafnað, ef hún fær að vera frjáls. Meistara verk verða ekki skrifuð né myndir málaðar eftir hugmynda fræðilegum formúlum þröng sýnna valdhafa, sem hafa ráð þjóða í einræðisríkjum í hendi sér. Margir höfðu bundið vonir við, að leiðtogarnir í Sovétríkj- unum mundu bregða út af venju sinni, sýna „frjálslyndi" og leyfa með tiltölulega glöðu geði Alex- ander Solzhenitsyn að fara til Stokkhólms og taka á móti Nóbelsverðlaunum. En Sovét- rikin hirða ekki um almennings- álit heimsins. Ósvífni sovézkra valdhafa hvað það snertir hefur oft verið slett framan í okkur og kannski ætti enginn að verða undrandi. Sem dæmi um furðulega ófyrirleitni er til dæm is heimsókn varnarmálaráðherr- ans Andrei Gretskos til Stokk- hólms um þær sömu mundir og upp úr var kveðið með að Solz- henitsyn færi ekki. Sovézkir ráðamenn láta sig engu skipta mótmæli í öðrum löndum; þeim ið skapað verk, sem hafði þau áhrif að breyta menningarlegu andrúmslofti í Sovétríkjunum — þótt sú dýrð stæði að vlsu sára- stutt. Sami afdráttarlausi vilji til að hrófla við samvizku þjóðarinn- ar kemur fram í báðum þeim skáldverkum hans, sem hann hefur siðan ritað „Krabbadeild inni“ og „Fyrsta hringnum." Báð ar eru sjálfsævisögur að veru- legu leyti, en hafa inni að halda átakanlega raunsæislýsingu með táknrænum undirtóni, sem hlýt- ur að vekja lesandann til um- hugsunar um siðferðislegt ásig- komulag kerfisins, ekki aðeins á Stalínstímanum, heldur og allar götur síðan. Sé litið á „Krabbadeildina“ til

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.