Morgunblaðið - 10.12.1970, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1970
ir andlit hans. Hann sagði hressi
lega: -— Við skulum alveg
gleyma henni!
Það var sjálfsagt gott ráð.
Kathleen greip sjálfa sig í því
að muna nú, hve stutt hún
hafði þekkt hann og hve lítið
hún vissi raunverulega um
hamm. Því að kumtmugleiki hennair
náði ekki nema til þess tíma,
sem hún hafði þekkt hann per-
sónulega, og þess, sem hjarta
hennar hafði sagt henni. En um
tímann frá því áður en þau
hittust vissi hún alls ekki neitt
— um hann varð ekkert vitað
nema það eitt, sem allir vissu,
hvort sem var. Hún hristi höf-
uðið, rétt eins og til að sjá bet-
ur. Svo sagði hún hóglega, og
vonaði heitast, að hún sýndist
hvorki afbrýðisöm né tortrygg-
in, enda þótt hún vissi sig vera
hvort tveggja:
— Segðu mér eitthvað um
hana.
— Það er ekkert um hana að
segja, sagði Pat og benti þjón-
inum að fylla glösin aftur.
— En þú þekkir hana samt?
— Já, auðvitað.
— Jæja, ef það er auðvitað,
þá hlýturðu að þekkja hana vel.
Hann svaraði og var óþolin-
móður: — Vertu nú ekki að
nauða á þessu. Láttu það alveg
eins og vind um eyrun þjóta. Ég
kynntist henni fyrir tveimur ár
um. Hún var þá í einhverjum
leikhúskór. Lítil og snotur. Ég
er búinn að gleyma, hvar ég
hitti hana — líklega hefur
það verið i einhverju kokteil-
samkvæmi. Ég bauð henni út
eitthvað tvisvar . . . kannski þrisv
ar eða fjórum sinnum. Eftir
að ég hitti þig, hafði ég hvorki
tíma né löngun til þess. Svo er
sú saga ekki lengri. Og henni
gremst það. Þú veizt alveg,
hvernig svona stelpur eru —
alltaf að snuðra eftir einni mál-
tíð eða pari af sokkum. Þetta er
ekkert persónulegt, nema ef
vera skyldi hjá hégómagimd
hennar.
Hún horfði lengi á hann.
Hann hallaði sér fram, alvarleg
ur á svipinn og reyndi eftir
megni að vera sannfærandi.
Hún hugsaði að hann væri
hreinskilinn og heiðarlegur. Allt
í einu brosti hún, rétti höndina
yfir borðið og snerti hans hönd.
Sagði svo lágt:
— Fyrirgefðu, elskan mín.
Andlit hans ljómaði og hann
leit á hana ánægður og léttari í
skapi. Hann sagði: — Svona var
það nú, hvernig sem það kann
að líta út.
— Nei, mér fannst það ekkert
grunsamlegt, en ég er nú held-
ur ekki eins útfarin og veraldar
vön og Hanna.
Hann sagði glottandi: — Þú
varst bara afbrýðisöm.
— Já, hræðilega játaði hún.
— Rétt sem snöggvast. Ég gerði
mér allt mögulegt I hugarlund
og fannst spilahúsjð vera að
hrynja yfir mig. Fyrirgefðu mér.
— Mér þykir vænt um, að þú
skulir vera afbrýðisöm.
Kathleen roðnaði ofurlítið. —
Ég kunni því nú ekki vel sjálf,
sagði hún hreinskilnislega. Hún
leit yfir salinn og sá Rósu Dav-
enport og son hennar. í dyrun-
um að karpa við yfirþjóninn.
Hún kallaði og veifaði til þeirra
og þau komu að borðinu —
Þetta er Eloise, Pat!
— Eloise? sagði Pat, án þess
að botna í neinu, og horfði á
þau, er Rósa skartklædd kom
vaðandi og sonurinn á eftir.
— Við skulum bjóða þeim
|
v
I
HafnarfjarÖar!
g?8 hugmynd. Verzlunin HAFNARBORG við viðráðanlegu verði. í búðinni fást gjafir handa
Strandgötu, við hliðina á HAFNARFJARÐAR
APÖTEKI, býður yður úrval úr ótrúlega mörg-
um vöruflokkum. i snyrtivörudeildinni létta
snyrtisérfræðingar yður valið á snyrtivörum og
ilmvötnum. Leikfangadeildin stendur yngstu
viðskiptavinunum opin, vel byrg af varningi á
mömmu og pabba og öllum hinum, búsáhöld
og baðvörur, glervörur og skrautvörur, hand-
töskur og handklæði, dýrindis dúkar og ótal-
margt fleira. Úti eru næg bílastæði bak við
verzlunina. Inni gefst gott næði til að meta
verð og vörugæði og til að velja.
Heimsækið okkur í Hafnarborg,
það borgar sig.
STRANDGÖTVI 34, HAFNARFIROI
Þú getur hrint nýjum hugmyndum f framkvæmd, ef þú vilt.
Nautið, 20. apríl — 20. maí.
I>ér gengur bezt með kreddurnar gagnvart þvl fólki, sem einhver
völd hefur.
Tvíburamir, 21. maí — 20. júní.
Umhyggja fyrir öðru fólkið kemur þér í góða aðstöðu í fram
tíðinni.
Krabbinn, 21. júní — 22. júlí.
Ilia gengur þér að halda í fjármunina í dag. Gættu heilsunnar,
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst.
Félagar þínir koma þér mjög á óvart. Reyndu að flækja þér
ekki í neitt óþægilegt.
Meyjan, 23. ágúst — 22. september.
Heimurinn lætur ekkert fara framhjá sér. Reyndu því að standa
þig i dag.
Vogin, 23. september — 22. október.
Mundu, að þú getur ekkert grætt sérstakt í dag.
Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember.
Mótþrói alis kyns gerir vart við sig f dag.
Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember.
Taktu ekki mikilvægar ákvarðanir í nokkra daga.
Steingeitin, 22. desember — 19. janúar.
Óskhyggjan skyggir á greind þína. Gerðu þér grein fyrir eigin
óskum, og gættu líka hófs.
Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar.
Borgaðu skuidir og reyndu að vera heiðarlegur.
Fiskamir, 19. febrúar — 20. marz.
Reyndu að sitja á þér gagnvart fjölskyldunni, og hugsaðu ráð þitt.
sæti hjá okkur, sagði Kathleen.
Hún fann til vonbrigða af þess-
um truflunum, sem kvöld
þeirra Pats hafði orðið fyrir.
Þó ekki eins og hefði Sandra
komið aftur. En hún skammaðist
sín fyrir þessi geðbrigði sin.
Og þótt hún reyndi að segja
sjálfri sér, að hún hefði ekkert
að skammast sín fyrir, var hún
ekki viss um það.
— Þetta er óþolandi sagði
Sammy, hávær og óðamála. ■—
Við höfðum pantað borð, en svo
fórum við til Mitzi eftir leik-
sýninguna, og töfðumst af ýms
um ástæðum.
SKYRTAN
HERRADEILD
Kathleen kynnti þau. — Sitj-
ið þið hérna hjá ok'kur, hér er
nóg rúm.
Rósa settist niður. Hún sagði
og stundi við: — Ég er alveg
komin að niðurlotum. Sam hef-
ur einkennilegar aðferðir til að
fagna nýárinu. Eða það finnst
mér að minnsta kosti. Ég vil
helzt-gera það með því að fara
snemma í rúmið með góða bók
og mjólkurglas, sigarettur og
epli og piparmyntur!
Sammy veifaði höndunum, sem
Pat sá, sér til mestu skelfingar,
að voru virkilega fallegar. —
Hann sagði nú með ákafa: —
En maður verður nú að gera sér
dagamun.
— Mitzi gerði það heldur bet-
ur, sagði móðir hans og hló. —
Það hefur sjálfsagt verið millj-
ón manns í búningsherberginu
hennar. Við gátum nú rekið það
burt. Hún og Galbraith ætluðu
að koma hingað með okkur. Nei,
ekki aldeilis, hún þurfti endi-
lega að fara heim fyrst. Liklega
til að púðra á sér nefið, eða
skipta um kjól eða hringja til
hennar mömmu sinnar í Kalí-
forníu. Þegar við fórum var ein
hver að troða Galbraith inn i
leigubíl og Mitzi lét eins og vit-
laus, af því að þessi déskotans
Pekinghundur hennar hafði ét-
ið verndargripinn hennar.
— Mitzi? sagði Pat og leit á
þau á víxl.
—- Mitzi Lambert, sagði Sam
kæruleysislega. Hann sneri sér
að Kathleen. — Ég fullvissa þig
um, sagði hann hátíðlega, að ef
hún bætir við sig einu pundi
enn, þá verðum við að skinna
hana upp að nýju frá hvirfli til
ilja. Fötin hennar núverandi
voru ekki sniðin upp á neinn
aukagildleika. í siðasta þætti —
Atlantica
lceland
Review
Heklugosið f málí,
myndum og litum
At/antíca
Iceland Review
er jólakveöjan til vina
og viðskiptamanna
erlendis
t