Morgunblaðið - 10.12.1970, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.12.1970, Blaðsíða 30
30 MOROUNBiLADIÐ, FTMMTUDAiGUR 10. DESEJMBER 1970 Grótta — Breiðablik EINN leikur fór fram í II. deild íslandsmótsins í handknattleiik um síðustu helgi. Sigraði þá Grótta Rreiðablik með mikluim yfirburðum, 34:10. Staðan í hálf leik var 17:5. Hafa nú Grótta, Árrnann og Þróttur 2 stig í deild in.ni, en Breiðablik og KR ekk- ert. Tvö af þeim liðum, sem til- kynntu þátttöku í II. deild, — Akumesinigar og Afturelding í Mosfellssveit, hafa ákveðið að draga sig til baka úr keppninni, þannig að eftir eru þá fyrrnefnd lið auk Akureyrarliðanna Þórs og KA, svo og ÍBK. Þjónarnir sigruðu í innanhússknattspyrnu INNANHÚSSMÓT í knattspymu fór fram í íþróttahúsinu á Sel- tjamamesi um siðustu helgi og áttust þar við lið fyrirtækja og stofnana. Mátti þar sjá góð til- þrif af og til, enda nokkrir þekktir knattspymumenn sem þarna áttu hlut að máli. Úrslit einatakra leikja urðu þessi: Þjóraar — Bræðurnir Ormsson 5:0. Flugfélagið — ísal 6:4. Prentsmiðjan Edda — Þjónar b-lið 6:0. Bæjarleiðir — Loftleiðir 7:2. Vífilfell — SÍS 7:6. Kristján Skagfjörð — Slátux- félagið 8:3. Olíuverzlun — Landsbankinn 6:5. Önnur umferð: Þjónar — Prentsmiðjan Edda 5:4. Vífilfell — Bæjarleiðir 7:4. Olíuverzluinin — Flugfélagið 7:5. Þriðja umferð: Þjónar — Vifilfell 9:3 Olíuverzlunin — Kristján Skag fjörð 6:4. Keppni um 3. sætið vax milli Kristjáns Skagfjörðs og Vífilfells og lauk með sigri fyrmefnda liðs ins 13:4 og úrslitaleikurinn va-r srvo milli þjónanna og Olíuverzl- unarinnar og lauk honum með sigri þjóraanna, 5:3, eftir skemmti iegan leik. LEGIA SIGRAÐI PÓLSKA körfuknattleiksfélagið Legia sigraði KR í gærkvöldi í fyrri leik liðanna í Evrópu- keppni bikarmeistara með 99 stigum gegn 67. Seinni leikur liðanna verður í íþróttahöllinni í kvöld. Forleik að leiknum 'í kvöld leika hin frægu knatt- spymulið KR og Akraness f.rá ár inu 1960. Leikirnir hefjast kl. 20.15. Þetta er í annað sinn sexn slíkt mót fer fram, en það er Knatt- spymufélag framreiðslumianna, sem gengst fyrir því. í fyrra sigr aði Kristján Ó. Skagfjörð í mót- Karl Guðmundsson, íþróttakennari, Albert Guðmundsson, formaður KSÍ og Sölvi Óskarsson, formaður knattspymuþjálfarafél agsins. Framkvæmd knattspymuþj álf- unarinnar kann að gjörbreytast í*já.lfarar kynntust því bezta í enskri knattspyrnu- þjálfun — Rætt við Albert Guðmundsson, form. KSÍ í tilefni af nýafstöðnu nám- skeiði íslenzkra knattspyrnu þjáifara í London, sneri fþrótta síða Mbl. sér til formanns KSÍ, Alberts Guðmundssonar, og ósk aði eftir nánari fréttum um þjálf aramál sambandsins almennt. Kom þá í Ijós að námskeiðlð í London og stofnun Knattspyrnu þjálfarafélags fslands, er undan fari mikilla breytinga I íslenzk- um knattspymuþjálfunarmálum, sem grundvallast á auknum og skuldbundnum kröfum til knatt spyrnuþjálfara, um menntun þeirra og hæfni, samfara því að unnið er að þvi, að gera Is- lenzkum knattspyrnuþjálfurum auðveldara að fylgjast hverju sinni með nýjungum í knatt- spyrnuþjálfun, — þannig að hver knattspyrnuþjálfari, hvar sem hann er á landinu, og lijá hvaða félagi sem hann þjálfar, mun hafa tækifæri til að starfa samkvæmt nýjustu starfsaðferð- um og þekkingu á knattspyrnu þjálfuninni, en þó er lögð áherzla á að þjálfararnir leggi sig fram í því að skapa knatt- spymu, sem einkennandi sé fyr ir íslendingseðlið. DREIFING VALDSINS: Á skrifstofu Alberts Guð- mundssonar, hittum við einnig Karl Guðmundsson, íþrótta- kennara, sem var fararstjóri ís- Þessi mynd er af hinni glæsilegu æfingamiðstöð, þar sem ís- lenzku þjálfararnir dvöldu í Englandi. lenzku knattspyrnuþjálfaranna til London og Sölva Óskarsson, formann hins nýstofnaða Knatt spyrnuþjálfarafélags Islands. Ég hefi lagt mig fram í að dreifa valdi stjórnar KSl yfir á hierðar sem flestra sj álflstæðr'a aðíla, segir Albert Guðmunds- son. Þannig var með dómaramál in, sem fyrir tveim árum voru eitt mesta vandamál Knatt- spyrnuhreyfingarinnar í land- inu og allt logaði í óánægju og misskilningi. Það átti meira að segja að leggja Knattspymu dómarafélag Reykjavíkur niður. Með samþykkt síðasta ársþings KSÍ var samþykkt tillaga stjórnarinnar um stofnun Knatt spyrnudómarasambands íslands sem er í dag framkvæmdaraðili næstum þvi alls þess, sem Dóm- aranefnd KSl hafði áður með höndum. Dómaranefndin er að vísu ennþá til, en starfar sem ráðgefandi aðili fyrir stjórn sambandsins. Knattspymudóm- arasambandið hefur reynzt vel og farið vel af stað með skipu- legu starfi og auknum fjárhag. Þannig er meiningin hin sama varðandi þjálfunarmálin. Með stofnun Knattspyrnuþjálfarafé- lags Islands, er komin fram að- ili, sem nær betur til félaganna, og er tengdari því sem vinna þarf að, heldur en nokkur nefnd á vegum KSl getur ver- ið. Tækninefnd aftur á móti kemur til með, eins óg Dómara nefndin, að verða hinn ráðgef- andi aðili stjórnar sambandsins, um allt sem viðvikur tækni og þjálfunarmálum. AUKIN ÞEKKING Núfiíma þjálfun grundvallast, í mðrgum tilvikum á vísinda- legri þekkingu á mannslíkaman um og líffærum hans, auk knatt tækninnar og skipulags knatt- spyrnuleiksins, samkvæmt nú- tíma kröfum, heldur Albert áfram. Þetta þýðir að sjálfsögðu ekki það, að knattspyrnuþjálfar inn þurfi að vera læknir í líf- eðlisfræði, eða tæknifræðingur hvað knattspyrnu snertir. Aðal- atriðið er, að hann hafi þekk- ingu og skilning til að vinna úr tiltækum leiðbeiningum, sem samdar hafa verið af til þess menntuðum mönnum og sam- þykktar hafa verið af Alþjóða- sambandinu. Þjálfararnir, sem fóru til London komust í mjög nána snertingu við hið bezta, varð- andi knattspyrnuþjálfun, sem heimurinn hefur upp á að bjóða í dag. Yfirmaður Tæknideildar enska knattspyrnusambandsins Mr. Allen Wade og aðstoðarmað ur hans önnuðust kennsluna, sem var bæði bókleg og verk- leg. Auk þeirra voru þjálfararn ir heilan dag undir handleiðslu framkvæmdastjóra Arsenal F.C. Mr. Bertie Mee og aðstoðar- manns hans og var verkefnið þrekþjálfun. Alls voru þjálfar- arnir 7 daga á námskeiðinu, og var unnið frá morgni til kvölds alla dagana, en auk hins bóklega og verklega náms, sáu þjálfararnir þrjá stórleiki, þ.á.m. landsleikinn England — A- Þýzkaland, sem leikinn var á Wembley, og sem þótti sýna bet ur en orð fá lýst, hve ensk knattspyrna er á háum mæli- kvarða. Þjálfaramir fengu og tækifæri til að fylgjast með morgunæfingu hjá Chelsea F.C. Fróðleikurinn sem þjálfaram ir koma með heim er mikill og nógur til að gjörbreyta skiln- ingi og framkvæmd knatt- spymuþjálfunar hér á landi, og það er einmitt það, sem vakti fyrir mér, þegar ég fór þess á leit við enska sambandið að koma námskeiðinu á, sagði Al- bert Guðmundsson, þvl við meg um ekki vera á eftir í einu eða neinu, ef við eigum að gera okkur vonir um að geta staðið okkur í keppni við erlendar þjóðir. MENNTAÐIR ÞJÁLFARAR Á stofnfundi Knattspyrnu- þjálfarafélags Islands er ég gerði grein fyrir þessum mál- um, segir Albert, þá tilkynnti ég þjálfurunum að ég teldi hyggilegast að félagið yrði stofnað eins og gert var, en síð an myndi stjórnin vinna að þvi, að 1. stigs námskeið yrði haldið í janúar — febr. n.k. og knatt- spyrnuþjálfararáðstefna í marz — apríl. Síðan yrði 1. stigs náimisfceiðiuim kom.ið á sem víð- ast á landinu, og þannig unnið markvisst að þvi að öll félög ættu kost á að ráða til sín hæfa knattspyrnuþjálfara. Takmarkinu er náð, segir Al- bert, þegar fullmenntaður þjálf- ari annast þjálfun allra flokka og þar sem þjálfari meistara- flokksins er í rauninni fyrir- svarsmaður þjálfunar félagsins, heldur vikulega fundi með þjálf urum yngri flokkanna, til að að stoða þá við aðkallandi vanda- mál og auka þekkingu þeirra. N-ÍMSKEID OG RÁÐSTEFNA Þar sem Albert ræðir bessi mál af eldmóði, bætti Svölvi við, að Knattspymuþjálfarafélagið mundi leggja bréf fyrir stjórnar- fund KSÍ um stefnu félagsins og starfsáætlun á næsta ári, og væri hún í samræmi við það, sem Albert hefur þegar sagt. Ráð er gert fyrir að halda 1. stigs nám skeið í janúar — febr, síðan er gert ráð fyrir að halda sex nám skeið út um landsbyggðina. bókaútgAfa og KNATTSPYRNUÞJÁLFUN Albert sagðist hafa oft brýnt fyrir íslenzkum knattspyrnu- þjálfurum að þeir ættu að leggja sig fram um að skapa knattspyrnu, sem einkennandi væri fyrir Island og Islendinga. Fróðleikurinn og þekking sú er þjálfararnir koma með heim með sér frá London ætti að geta orðið innlegg til sköpunar íslenzkrar knattspyrnu byggðri á nútima kröfum. Albert sagði okkur einnig að hann hefði beðið Karl Guð- mundsson um að gera handbók um allt námskeiðið, sem verður svo afhent hverjum þjálfar- anna, en auk þess sagðist Al- bert hafa áhuga á því að koma betur á framfæri, heldur en raun bæri vitni, hinu geysimikla starfi sem Karl Guðmundsson hefur unnið að í fjölda ára, varðandi knattspyrnuþjálfun og skipulag leiksins. Hafi hann fært í tal við Karl Guðmunds- son að gefa út kennslubók byggða á þeirri reynslu og kunnáttu sem Karl hefur áunn- ið sér með þessum störfum sín- um, því Albert sagðist ekki í vafa um að þar væri drjúgan og dýrmætan sjóð að finna, fyr ir íslenzka knattspyrnumenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.