Morgunblaðið - 13.12.1970, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.12.1970, Blaðsíða 10
c._________________________________________________________________________________ |» 10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDACUR 13. DESBMBER 1970 S Mannréttindin hjá Sþ Alþjóðalagasetningu um þau miðar seint en þokar þó Eftir ívar Guðmundsson Frú 'Elanor Roosvelt með eintak af Allsherjarmannréttindayfirlýsingrii Sameinuðu þjóðanna. MANNRÉTTINDADAGUR S.Þ., var haldinn hátíðlegur víða um heim 10. des. sl. Það er gert í minningu þess, að þann dag 1948 samþykkti Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ailsherjar mann- réttindayfirlýsinguna, sem er grundvöllurinn að starfi Sam- einuðu þjóðanna á sviði laga- setningar um mannréttindi. ívar Guðmundsson, upplýs- ingastjóri hjá Sameinuðu þjóðunum rekur gang þessara mála hjá SÞ sl. 22 ár. ÞAÐ þóttu gleðitíðindi og góður fyrirboði um framtíðina er Alls- herjarþin-g Sameinuðu þjóðann-a, sem sat í París haustið 1948, samþykkti Almennu mannrétt- indayfirlýsinguna mótatkvæða- laust. — Þetta gerðist þann 10. desember fyrir 22 árum og síðan hefur dagurinn verið hátíðlegur haldinn um heim alían og kallað- ur „Mannréttindadagur“. Áhugi almennings fyrir mann- réttindum og umbótum í þeim efnum er jafnan hvað mes-tur í lok styrjalda, enda segin saga, að aldrei eru réttindi einstak’l- ingsins jafn illa fótum troðin og á ófriðartímum. Síðari heims- styrjöldin var sannarlega engin undantekning í þessu efni og það var því ekki óeðlilegt, að mann- réttindamálin væru ofarlega á baugi er Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar vorið 1945 og stofnskrá samtakanna eða sátt- máli, var samin-n í San Francisco. Kunnugir, sem fylgdust vel með aðdragandanum að samningu stofnskrárinnar halda því fram, að uppkastið að stofnskránni hafi verið langt komið áður en ákvæði um mannréttindi voru nefnd á nafn. Það hafi verið fyr- ir ýtni og árvekni einstaklin-ga og mannúðarfélaga, að mannrétt- indunum var að lokum gert svo hátt undir höfði í stofnskránni, sem raun ber vitni. Stjórnmála- mennirnir, sem að samningu stofnskrárinnar stóðu hafi hugs- að meira um stjórnmálahliðina og friðargæzluna. En hvað sem því leið, þá er hitt staðreynd, að mannréttindin eru einn af hyrningarsteinum sáttmála Sam einuðu þjóðanna, þar sem því er lýst yfir, að takmarkið sé: „ . . . . að staðfesta að nýju trú á grundvallarréttindi manna, virðingu þeirra og gildi, jafnfrétti karla og kvenna og allra þjóða, hvort sem stórar eru eða smáar . . .“ FLJÓTFARINN FYRSTI ÁFANGINN Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna, sem skipuð var sér- fræðingum frá 18 þjóðum undir forsæti frú Elanor Roosvelt, ekkju Franklins forseta, tók til starfa í janúarbyrjun 1947 og hóf þegar að undirbúa „alþjóða mannréttindaskrá". í fyrstu voru nefndarmenn ekki sammála um hlutverk nefndarinnar. Töldu sumir að skráin ætti að vera viljayfirlýsing eingöngu, en aðr- ir vildu að samin yrð-i alþjóða- reglugerð um mannréttindin sem hefðd lagalagt gildi. Til sam- komulags var svo ákveðið, að mannréttindaskrá Sameinuðu þjóðanna skyldi vera í þremur hlutum: 1) Almenn yfirlýsing, þar sem takmarkinu að sjálfsögðum mannréttindum væri lýst; 2) Man-nréttindasáttmáli eða sátt- málar, sem öðluðust gildi sem þjóðairréttur er sáttmálarnir hefðu hlotið áskilda undirskrift og staðfestingu, og 3) Ráðstaf- anir til framkvæmdarlaganna. Svo vel gekk að koma fyrsta atriðinu í verk, að tæplega tveimur árum síðar var Al- menn-a mannréttindayfirlýsingin ti-lbúin og samþykkt mótat- kvæðalaust á Allsherjarþingi eins og áður segir. (58 aðildar- ríki sát-u AlLsherjarþingið þetta ár. 48 greiddu atkvæði með mannréttindayfirlýsingunni, eng inn á móti, 8 sátu hjá, en 2 ríki voru fjarverandi). Þetta er mik- xð merkisskjal og af mörgum tal- ið eitt af mestu afreksverkum Sameinuðu þjóðanna. Á nýaf- stöðnum hátíðahöldum um heim allan í tilefni af 25 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna, kom það fram, bæði í ræðu og riti, að það væri ekki nóg að segja að mann- réttindin væru það mál þar sem samtökin hafa náð mestum og beztum árangri, heldur væri nú auðséð, að mannréttindi væru undirstaðan á lausn flestra vandamála í heiminum. Þá hef- ur heldur ekki verið dregið úr þeirri þýðingu, sem mannrétt- indamálin og efnahagsmálin hafa haft í þá átt, að halda aðildar- ríkjum Sameinuðu þjóðanna sameinuðum þessi 25 ár, þar sem alþjóðastjórnmálin og friðar- gæzlan hafa vissulega ekki geng ið það vel, að þau ein hefðu dugað til að halda lífinu í sam- tökunum í þann aldarfjórðung, sem liðinn er frá upphafi þeirra. Þótt mannréttindayfirlýsingin sé ekki bindandi fyrir neinn né hafi lagalegt gildi, þá hefur hún reynzt vera „undirstaðan að ba-k- marki allra þjóða og einstakl- inga.“ Orðalag yfirlýsingarinnar, sem þýtt hefur verið á öll helztu tungumál heimsins, hefur haft áh-rif allt til yztu hjara verald- ar. Stjórnarskrár margra ríkja, sem hlotið hafa sjálf'stæði sitt síðan 1948, hafa verið samdar með hhðsjón af orðal-agi yfirlýs- ingarinnar. (Þess er skemmst að minn-ast, að er dr. Gunnar Thor- oddsen minntist á það nýlega, að það þyrfti að endurbæta Stjórnarskrá íslands, gat hann þess m.a., að í því sambandi yrði að hafa hliðsjón af mannréttinda yfirlýsingu Sameinuðu þjóð- anna). Það má og marka áhrif frá mannréttindayfirlýs- ingunni í fjölda alþj óðasamn- inga síðari ára. Tvítugsafmælis yfirlýsingarinnar var minnzt um heim allan 1968, en það ár hafði af Allsherjarþingi verið nefnt „Alheimis m-annréttindaár“. Al- þjóðamannréttindaráðstefna var haldin og yfirlýsingar samþykkt- ar í tilefni afmælisins. SEINFARIN LEIÐ OG TORSÓTT En þótt tiltölulega fljótt og vel hafi gengið að koma á fyrsta tak markinu í mannréttindamálun- um hefur leiðin að næstu tveim- ur atriðum gengið seint og leiðin að lok-amarkinu reynzt torsótt. Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hóf starf sitt að samn- ingu mannréttindasáttmálanna þe-gar árið 1947, en það var ekki fyrr en 1954 að fyrstu drögin að sáttmálimum ywu lögð fyrir Allsherjarþingið. Ehn liðu 12 ár þar til Allsherjarþingi loksins tókst að samþykkja sáttmálana og leggja þá fram til undiinskrift- ar og staðfestingar, árið 1966. Það var að sjálfsögðu erfiðara að semja lagabálk um mannrétt- indi heldur en yfirlýsingu eina. Það var ekki nóg, að skýra þyrfti réttindi mannia cg skyld- ur með orðalagi, sem allir gátu gengið að og viðurkenndu, held- ur þ-urfti að ná sarmkomiulagi u-m ráðstafanir, á alþjóðasviðinu, gagnvart kvörtunum um að rétt- indi og freis-i manna væri ekki að fullu virt í þess-u landinu eða hinu. Hér var komið að við- kvæmiu atriði í samvinnu milli þjóða, íhlutun í innanil-andsmál og sjálfstæði og sjálfsákvörðun- arrétt einstakra þjóða. í þessu efni er við ramman reip að draga. En þótt loks haf-i tékizt eftir 18 ára þrotlaust st-rit mannrétt- indaruefndarinnar að fá Allsherj- arþingið til að samþykkjia orða- Lag sáttmálanna tveggja — ann- ar fjal’lar um stjórnmálaleg rétt indi, en hinn um efnahagsleg og félagsleg mannréttindi — þá er björnimn ekki þar með unnin-n. Sáttmálarnir verða ekki að lög- um fyrr en þeir hafa verið und- irritaðir og endanlega sam- þykktir með staðfestingu af ákveðn-um fjölda ríkja. Það er svo fyrir mælt, að sáttmálamir skuli ganga í gildi er 35 ríki hafa staðfest þá. Til þessa hafa 40 ríki und- irritað sáttmálana, en aðeins 9 samþykkt þá endanlega með stjómarfarslegri staðfest ingu. KYNÞÁTTAMISRÉTTIÐ HJÁLPAÐI Það flýtti án efa fyrir sam- þy kkt mannrétbi nd asáttmálanna tveggja að árið 1965 tókst að fá samþykktan á Allsherjarþingi alþjóðasamning um afnám hvers konar kynþáttamisréttis, (ísland var eitt af fyrstu aðiidarríkjum SÞ til að undirrita og staðfesta þennan alþjóðasamning og var t.d. langt á undan öllum hin-um Norðurlöndunum. ísland undirrit aði samninginn þegar þ. 14. nóv. 1966 og staðfesti hann og full- gilti þann 13. marz 1967). — í þessum samningi er gert -ráð fyr- ir fyrstu stofnun innan Samein- uðu þjóðanna, sem getur tekið fyrir mál er varða brot á mann- réttindum innan sjálfstæðra ríkja og landshluta. Þessi stofn- un, sem skipuð er viðurkenndum og hlutlausum aðilum n-efnist „Nefnd um afnám kynþáttamis- réttis“. Þessi nefnd hefur ekki aðeins vald til að rannsaka skýrslur frá ríkisstjórnum um ráðstafanir, sem gerðar hafa ver- ið á sviði laga, réttarfars og framkvæmda, sem gerðar hafa verið til að fylgja fram samm- i-ngnum um kynþáttamisrétti, heldur og getur nefnd-in tekið fyrir skýrslur frá rí'ki, sem bend ir á að ákvæði samningsins hafi ekfci verið í heiðri höfð í öðru rlki. Loks getur nefndin, undir sérstökum kringumstæðum, og ef viðkomandi ríki h-efur gengið að sérákvæðunum þar að lút- andi, tekið við kvörtunum frá einstakl.in.gum og félögum, sem heyra undir lögsagnarumdæmi viðkomandi ríkis og sem kvarta yfir því, að ákvæði samnings hafi verið brotin á þeim. Þessi samningur gekfc í giildi 1969 og „Nefndin um afniám kynþátta- misræmis“ hóf störf sín 1970. Mannréttindasáttmálarnir tveir, sem eru undirstaðan í mannrétt- indaviðleitni Sameinuðu þjóð- anna og sem beðið hafa í fjögur ár eftir staðfestingu, sem nauð- synleg er til að þeir verði að lög um, innihalda fá ákvæði, sem við ís'lendingar myndum ekki geta gengið að, eða jafnvel teljum svo sjálfsögð, að óþarft sé að setja um þau lög. (ísland undir- ritaði báða sáttmálana þann 30. desember 1968, en hefur ekki enn staðfest þá). í sáttmálanum uim efnahaga-, félags- og mermingarleg rétt- indi er tekið fram, að allir menn skuli eig-a rétt ti-1 vinnu, rétt til viðunanlegs kaups fyrir vinnu sína, félagslegs öryggis og til að tryggja mannsæmandi viður- væri og aðbúnað. Rétt eiga menn að hafa á fæði og klæðurn, heilsu vernd og menn-tun. Aðildarríki sátJbmálams viðurkenna skyldur sínar til að bæta viðurværi þegna sinna er þess gerist þörf, rétt eiga menn að hafa til að stofna og starfræfcja hagsmuna- félög. Sáttmálinn um stjórmm-álaleg réttindi manna getur u-m tilveru- rétt þeirra, frelsi þeirra og ör- yggi og tryggir þeim óskert einfcalíf. Þá eiga menn að hafa hugsana-, skoðana- og tjáningar- frelsi, ásamt trúfrelsi og rétti til samkomuhalds og samveru á frið samlegan hátt. Þá eru ákvæði um vernd gegn illr-i, ómannúð- legri og niðurtægjandi með- ferð. Einniig er tekið fram, að minnihlutaþjóðflofckar skuli hafa rétt til verndar trúar- og menn- ingararfi og móðurmálsarfi. Um f-ramkvæimd ákvæða sátt- málanna þega-r þar að kemur gilda allflókn-ar re-glur, sem ekki verða taldar hér. Bru sér- stakar bóbanir ákveðnar í þessu skyni. Það má þó segja, að ákvæðin um fra-mkvæmd ákvæða sáttmálans um borgaraleg- og stjórnm.áia-leg réttindi manna séu lík ákvæð-um um fram- kvæmd samnings-ins u-m kyn- þáttamisræmi, sem lýs-t er hér að fra-man. Ger-t er ráð fyrir að st'Ofnuð verði 18 mann-a nefnd er taki klö-gumál til athu-gunar eft- ir vissum reglu-m. Framkvæmd ákvæðanna í sáttmálanum um félagslag-, efnahagsleg- og menn in/garleg róttindi er ekki eins hnitm-iðuð, þar sem það v-ar við- urkennt, að tiltölulega auðvelt væri að koma á stjórn-má'lalegum réttindum manna með ei-nfaldri l'agasetningu o-g reglugerðum yfirvaldanna, o-g hljóti þá efna- ha-gsleg-, félagsleg- og menningar leg réttindi að vera bundin að- stæðuim, seim geti tefcilð niofcfcurn tíma að skapa í við-komandi löndu-m. Gert er ráð fyrir al- þjóðle-gri aðstoð til að koma á slífcum skilyrðum ti-1 almennra -mannréttinda á sviði efnahags- og félagsmála. Samningur og samþykkt mann réttind-asáttmálannna tveggj a, ásamt aukabókunum við þá, er meira afrek en menn gera sér ljóst, sem búið hafa aila sína tíð við mannisæ-mandi fr-elsi og kjör. Sannileikurinn er sá, að það mun talið með mestu afreka- verkum Sameinuðu þjóðanna, að þetta tókst. Það sem mest er um vert í þessari alþjóða laga- setniragu er, að ákvæði stofn- skrár Sameinuðu þjóðanna um mannréttindin hafa verið í heiðri höfð. MARGS KONAR SAM- ÞAKKTIR UM MANN- RÉTTINDI Mannréttindasáttmálar Sam- einuðu þjóðanna eru að 3jálf- sögðu hvað mikilvægastir í við- leitni samtakanna til að halda uppi virðingu m-annsins fyrir sjálfum sér og með-bræðrum sín- um, án tillits til hörundslitar, dval-arstaðar á ja-rðkúlunni, eða skoðunum þeirra í trúarlegum- og stjórnmálalegu-m efnum. En þar með er þó ekki öll sagan sögð Um starfsiemi alþjóðasamtak- ann-a á þessu sviði. Til viðbótar alþjóða mannréttindaskránni hafa innan Sam-einuðu þjóðann-a sl. 25 ár, verið gerðir og sam- þykktir fjöldi sérsamni-nga, sem miða að og stuðla að ýmsum mannréttindum. Auk þess h-afa Sameilnuðu þjóðirnar óbeinlí-n- Framh. á bls. 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.