Morgunblaðið - 13.12.1970, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.12.1970, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUMNUDAGUR 13. DESEIMBER 1970 29 Kristmann Guðmundsson: Lífið kastar teningiim Eftir sr. Pétur Magnússon NÝKOMIN er á markaðirm bók með þessu heiti, gefin út af prentv. Jóns Helgasonar. Bókin hefir að geyma fiimn leikrit, sam in af skáldklerk inum þjóðkunna, sr. Pétri Magnússyni. Leikritin hei'ta: Lífið kastar teningum, Lærisveinn og meistari, í undirheimum, Talað á milli hjóna, og Skilningstréð. Fjögur þessara leikrita eru ætluð til flutnings í útvarpi, en aðeins tvö hafa verið flutt þar, Lærisveinn og meistari og Talað á milli hjóna. Vöktu þau á sín- um tíma óvenjulega mikið um- tal, og þótti þar tekið snilldar- tökum á efni, sem er mjög við- kvæmt í meðförum. Voru höf- undimwn veitt skáldalaun af Menntamálaráði, fyrir fyrra leik ritið — og þótti mikil nýlunda, — en hið síðara hlaut hæstu verð laun í samkeppni, sem útvarps- ráð hcifði beitt sér fyrdr. í Und- irheimum og Lífið kastar ten- ingum náðu aldrei flutningi í út- varpinu. — Eftir að því fyrra hafði verið hafnað þar, réðst höf undurinn í það, að ráða góða leik ara, og stjórna sjálfur flutningi á því í Gamla bíói og vár það flutt þar í tvö kvöld, fyrir fullu húsi, og hlaut móttökur, sem dag blaðið Vísir, skýrir frá, tveim döguim síðar, m.a. með þessum orðum: — „Slag í slag dundi við lófatak áheyrenda, meir en við eigum að venjast í leikhúsi hér, þrátt fyrir það, þó að engir leikendur sæjust. Hvert sæti í Gamla bíói var skipað. Fjöldi manna stóð. Þó urðu tugir frá að hvefa. Höfundur leikritsins var að leikslokum kallaður fram með dynjandi lófaklappi.“ Síðara leikrit séra Péturs er sjónleikur í þrem þáttum, ásamt forleiik, og er það alveg skýlauat veigamesta verkið. Fjöldi manna hér á landi mun vera tekinn að líta svo á, að leikrit séu lítt hæf til lestrar. Nokkurn þátt í þeirri ahnennu skoðun mun eiga sú staðreynd, að hér hefir á síðari árum verið prentað talsvert af leikritum eft- ir höfunda, sem eru ekki færir um að skrifa virkilega góða „replikku“. Leikrit eru því að- eins hæf til lestrar, að í þeim sé góður þráður og stígandi, og að samtölin séu smellin. — Leik- rit séra Péturs bregðast ekki í þessu efni. Maður les þau frá upphafi til enda, með öndina í hálsinum og engum hérlendum höfundum þýðir að keppa við séra í*étur um listrænt form samtala „replikskifte“. Eitt af einkennum hana sem leikritahöf- undar, er líka hin frábæra kunn átta í því, að slá botninn í verkið —• skilja við það á áhrifaríkan hátt. Það ætti ekki að spiHa fyrir sölu umræddar bókar, að í þrem leikritanna er greint frá aðdrag- anida að nánustu mökum manns og konu, í senn á svo „intiman“ háftt, að nær verður ekki kom- izt, en þó jafnframt án þess að það meiði velsæmistilfinningu lesandans. — Ég efast um að noikkurt af leikritaskáldum sam- tíðarinnar myndi reynast fært um að stýra sínum báit fimlegar en þarna er gert, milli skers og báru, í jafn kröppum sjó. — LE5IÐ JH»r0jjnWa&ifr DRGLEGfl Gæti ég trúað, að höfundurinn hefði gert sér leik að þessu til að sanna, að það er vel hægt að fjalla náið um ástamál, án þess að klæmast. Víða í sumum leikritanna eru samtölin mótuð af sálfræðilegi glöggskyggni og mannviti, og ætti það ekki heldur að spiilla. — Og myndirnar af persónunum eru svo vel dregnar, að þær stand'a undir eins lifandi fyrir hugarsjónum lesandans. Ég minnist þess, að hafa hluHt- að á útvarpserimdi, flutt af séra Pétri, þar sem hann hélt fnam þeirri skoðun, að fyrir laegi nú svo mikið af ágætum ritverkum í heiminum, að höfundar ynnu hér eftir, menningunni meira gagn með því, að bæta, hver um sig, bara við fáeinum perlum, fnemur en hinu, að skilja eftir sig stóra hlaða af miðlunga bók- um. — í»að verðair að játast, að höifundur hinnar fyrirferðariitlu bókar, Lifið kastar teningum, hefir sjálfur breytt samkvaemt þessari skoðun sinni. — Bókin er ekki mikil að vöxtum, en hún er verk, sem enginn sannur fag- urkeri og unnandi bókmennta getur vansalaust látið vanta í bókaskap sinn. Hrúturinn, 21. marz — 19. apnl. Byrjaðu fús á nýjan leik, og gleymdu l>ví, sem miður Hefur farið. Þú hefur meiri útgjöid af einhverjum ástæðum eu aðrir. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Reyndu að gæta þín vel i meðferð véla. Reyndu að eyða kvöldinu í ró, einn með hugsanir líínar. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. í dag kemur þér a.m.k. eitt atvik skcmmtilega á óvart, Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Þú ert svo hörundsár, algerlega að óþörfu. Ljónið, 23. júlí — 22. Ágúst. Misskilningur gerir vart við sig, og einhver, sera þú áttir von á, bregzt þér. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Nú er tími til kominn að þú sjáir einliverja umbun fyrir erfiði þitt. Vog:in, 23. september — 22. október. Ógætnir vinir þínir koma þér illa. Vertu ekki of þolinmóður í fjár raálum. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Það verður eitthvað skrifað hjá þér, sem þú átt engan þátt í. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Þú færð góðar fréttir í dag. Bíddu dálítið raeð lagfæringar heima fyrir. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Margir vilja hafa áhrif á þig og njóta fylgis þíns. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Alvarleg málefni þarfnast frekari undirbúnings. Fiskamir, 19. febrúar — 20. marz. Auðvelt er að gera skyndiráðstafanir, en það er líka eftirsjóna- verðast. Reyndu að kúska sjálfan þig til skynsamlcgra aðgerða sem fyrst. Vönduð og ódýr karlmannaföt • • • • Stakir jakkar í öllum stœrðum • • • • Sfakar buxur í öllum stœrðum einnig útsniðnar ANFA-buxur Peysur — fjöldamargar gerðir í drengja- og karlmannastœrðum, heilar, hnepptar og með rennilás Skyrtur í drengja- og karlmanna- stœrðum — Hvítar ANGLI-skyrtur fáanlegar í tveim ermalengdum Ymsar gjafa- og snyrtivörur • • • • GERIÐ JÓLAKAUPIN TÍMANLEGA VÖNDUD VARA L'AGT VERD waéci I M/ÐSrÖÐ/AÍ BANKASTR/ETI 9Á Aigreiðsla — sérvörur Ókeypis ndm erlendis V©( gefio og aðl»öaodi stúlka, sem ta*aT saemsku eSa ensku getor gengiö starf vf5 aígreiðslu sérvönu á fatoaðairs|víðiou. Stúlkan þarf að gota fariö Wjóttega úr laodi, til náms í sóngrwn- inoi á kostnað vinnuveitenda. Umsóknír sendist afgr. Mbl. fyrír jól merkt: „FnamtíóarstaTf 6248". Fjölbreytt úrval. — Hagstætt verð. J. Þorláksson & Norðmann hf. # Stiglaus, elektrónisk hraðastilling # Sama afl á öllum hröðum # Sjölfvirkur tímarofi # TvöfaH hringdrif # öflugur 400 W. mótor # Yfirdlags- öryggi # Hulin rafmagnssnúra: dregst inn í vél- ina # Stólskól # Beinar tengingar allra tækja. HAND-hrærivét Faest me5 standi og skál. öflug vél með fjðlda tækja. STÓR-hrærivél á50 W. Fyrir mötu- neyti, skip og stór heimili. Ballemp VANDAÐAR OG FJOLHÆFAR HRÆRIVÉLAR Hræra • Þeyta • Hnoða • Hakka • Móta • Sneiða Rífa • Skilja • Vinda • Pressa • Blanda • Mala Skræla • Bora • Bóna • Bursta • Skerpa • slnmn • svtohiiata i« •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.