Morgunblaðið - 08.01.1971, Síða 18

Morgunblaðið - 08.01.1971, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1971 ELÍAS ODDSSON TRÉSMIÐUR - Fæddur 5. apríl 1915. Dáinn 20. nóv. 1970. HANN hefur farið venju frem ur oft um frændgarðihn á um liðnu ári maðurinn með ljáinn og borið fyrir sér varnarskjöld himnar alkunnu ljóðlínu úr Ijóði skáldsins á Sandi, en þar segir svo. „Ei héraðs brestur verður, þótt hrökkvi sprek í tvennt". Hins vegar er þó víst að hver einstaklingur er þróun 1 lífs- keðjunni sem' hlykkjast áfram í straumhraðri framvindu til- verunnar. Og áfram brýzt elfan út 1 ómimnis haf támans. Árin renna upp hvert af öðru unz minningin um þau hverfuir inn í myrkviði aldanma. En sámtím- is vaxa nýir einstaklingar úr grasi meðan aðrir sem á undan gengu hröma með árunum og hverfa sjónum okkar yfir í al- gleymsku ókunnleikans. Á þenn an lúmska hátt upphefst, gerist og að lokum endar saga manns ævinmar og verður að síðustu dul þeirrar kynslóðar sem lifir á hverjum tíma. Hinn síðasti frænda minna sem ég veit til að fallið hafi fyr ir geiri hins ötula sláttumanns, er Elías Oddsson, nýtur héraðs- þegn, jafnvel þótt stikað sé á hknn bezta mælikvarða. Hann varð bráðkvaddur að heimili síniu á Hellissandi þann 20. nóv. sl., að undangengnum langvarandi heilsubresti. Það er að vonum mikill harm t Eiginmaður minn, Stefán Jónsson, fyrrv. húsvörður í Skúlatúni 2, andaðist í Landakotsspítala að morgni 7. þ.m. Steinunn Jónsdóttir. t Innillegar þakkir fyrir suuð- sýnda samúð og vinarhiug við andlót Vigfúsar Jónssonar. Salóme Gísladóttir, Gisli Vigfússon, Hulda Samúelsdóttir og vandamenn. ur kveðinn að konu hans og börnum svo og öðrum ættingj- um hams og venzlamönnum. Eli- as Jóhann hét hann fullu nafni og var fæddur að Þæfusteini í Neshrepp ytri á Snæfellsnesi, 5. apríl 1915. Foreldrar hans voru Oddur Kristján Jónsson bóndi þar, fæddur að Fosisd í Ytri-Nes- hreppi 26. júlí 1879. Dáinn 10. júlí 1916. Foreldrar Odds voru Jón Bjarnason bóndi á Fossi og kona hans Guðrún Oddsdóttir. Oddur Kristján kvæntist 1. nóv. 1901 Jóhönnu Guðrúnu Elíasdótt uir. Jóhanna var fædd í Ól- afsvík 27. júná 1880, dáin 26. júní 1956. Foreldrar hennar voru Elías Oddsson útvegsbóndi í Ólafsvík og kona hans Kristín Arngrímsdóttir. Blaðsuúm takmarkar frekari ættfærslu og því staðar numið að sinni, en mikill manndómur og ættgöfgi er í báðum ættgrein um hans. Elías Jóhann var næst yngstur ellefu alsysitkima, au(k eins hálfbróður. Elías fór fárra vikna gamall í fóstur til móður bróður síns Aðalsteins Elíasson ar og konu rans Helgu Sigurð- ardóttur, og dvaldist hjá þeim til fimm ára aldurs, að móðir hans tók hann aftur til sín og ólst hann síðan upp hjá henni fram um fermingaraldur. Fór hann þá vistferurn til Guðmund ar Guðmundssonar útvegsbónda á Rifi og var þar fram um tvítugsaldur. Alla stund síðan minntist Elías þessara húsbænda sirma frá unglingsárunum með hlýhug og virðingu. Er Elías fluttist frá Rifi settist hann að á Hellissandi og stundaði þar smíðar til æviloka, ásamt öðrum tilfallandi störfum á hverjum tíma. Var hann hinn mesti hag- leifks- og afkastamaður. Varhanin talinn með færustu smiðum þar vestra, sem verk hans raunar sjálf bera bezt vitni um, bæði utan heimilis hanis og á. Ungur kynntist Elías þeirri konunni er síðar átti eftir að deila með honum ævikjörum hans til lífs- loka, var það Aðalheiður Valde t Þökkum innilliega auðsýnda samúð við fráfaill og jarð- artför Stefáns Ólafssonar, flugvélstjóra. Bergljót Gunnarsdóttir og böm, Selma Antoníusardóttir, Ólafur Stefánsson. t Þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför HALLDÓRS ÞORSTEINSSONAR Skýbakka Austur-Landeyjum. Daetur, tengdasynir og bamaböm. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför sonar okkar og bróður JÓHANNESAR HERMANNSSONAR Asdís ReykdaL Hermann Sigurðsson, Böðvar Hermannsson, Ragnheiður Hermannsdóttir, Haraldur Hermannsson, Þórunn Hermannsdóttir, Lovísa Hermannsdóttir, Herdís Hermannsdóttir. marsdóttir frá Görðum á Hellis sandi. Bundust þau traustum ástböndum, sem jukust því meira sem árin urðu fleiri, unz dauðinn sjálfur sleit jarðnesku böndin á svo skjótan hátt. Þeim hjónum varð tíu bama auðið og eru sjö þeirra á lífi, en þau eru Jóhanna gift Kristjáni Al- fonssyni byggingameistara á Hellissandi, Elsa Jóna gift Guð mundi Tómassyni framreiðslu- manni í Reykjavík, Rín gift Bjarna Egilssyni bakarameistara í Reykjavík, Dagný gift Óla Hjaltesteð kennara í Hafnar- firði, Valdemar kvæntur Guð- rún,u Eimarsdóttur búsettur í Keflavík, Björg gift Róbert ósk arssyni á Hellissandi og Jón- steinn ókvæntur í foreldrahús- um. Áttu þau hjónin miklu barnaláni að fagna og eni þau öll vel gefin til sálar og líkama og vel gift. Lætur að líkum að oft muni þröngt hafa verið set inn bekkurinn en þar bætti um að bæði voru hjónin atorkusöm í umhyggju og tilsjón með bama hópnum sínum stóra. Voru börn in og framtíð þeirra jafnan frernst og efst í hugum þeirra foreldranna og upp komu þau börnum sínum með þeirri sæmd er hliðstæðu á sér aðeims meðal beztu uppalenda. Elías var fríð- ur maður sýnum eins og hann átti kyn til úr báðum ættum. Hann var eins og áður er getið hinn meisti atorikiu- og hugviits- maður sem átti öðrum fremur trúverðugt yfirlætisleysi jafn- hliða staðföstum velvilja til allra manna, vinfastur og ósín- gjam, enda urðu flestir sam- ferðamennirnir vinir hans til æviloka. Elías var mjög eftirsóttur starfsmaður enda átti hann lengri vinnudag að baki en ætla mætti eftir árafjöldanum sem honum auðnaðist að lifa. Þó ógerlegt reynist i stuttri blaða grein að gefa tæmandi yfirlit um athafnaferil hans. Elías bar í brjósti einlæga góðvild og hlý hug til bama og gamalmenna sem háttur er allra góðra manna. Hann átti, sem fleiri frændur hans í fórum sínum allmikla kímnigáfu og orðheppni en duldi hins vegar hvort tveggja heldur um of að okkuir vinum hanis f ann®t. Enda var maðurimn skapstillt prúðmenni í um- gengni við hvem sem í hlut átti réttsýnn og mikill drengskapar- maður, og þess nutu líka í rík- um mæli þeir sem urðu honum nátengdastir í störfum og sam- fundum enda var maður.inn eins og áður er getið, hóglátur og ódeilinn um annarra hag að nauðþurftarlausu, flasfengi eða yfirborðsmennska átti ekki við skap hans, hawn var sérlega um talsfrómur og bar sér aldrei í munn neitt það er orðið gat til miðrunar eða hnjóð3 öðrum mönnum hverjir sem voru. Ég, sem þessar fátæklegu línur hrdpa upp á blað, ætlast til að þær sýni að maklegu, einlægt þakklæti mitt fyrir þær gleði- og ánægjustundir sem mér auðn aðist að njóta í návist hans, þótt færri yrðu en efni og vilji beggja stóðu til, mun ég ávallt minnast heimilis þeirra hjóna á Hellissandi sem eins þess bezta er ég hefi haft kynni af. Var hlutur húsfreyjunnar í engu falli órýnari en mammis henmar og munu bæði skyldir og vanda- lausir votta það með sanmgirni. Og nú þegar komið er að kveðjustund vil ég um leið og ég færi frænda mínum þakklætd samferðamanmsiws frá ungdóms árum okkar mimmast lífisföru- nautarins dásamlega sem nú sit ur niðurbrotin í söknuði sínum og sorg eftir samfylgdarmann- inm kæra og ásteiíika, og biðja herrann alvalda að bera græði smyrsl á blæðandi hjartasár hennar og barna þeiirra, auk þess sem ég veilt að mimtnimlgin um unaðslegu samverustundim ar muni eiga sinn stóra þátt í þeirri græðslu. Elías var borinn til grafar frá Inlgjaldislhódigkirkju 27. nóv. sl. að viðstöddu einhverju hinu mesta fjödmennd er sézt hefur þar um slóðir, enda vörpuðu Ijúfar endurminningar hlýjum ylgeisla frá sál göfugs samferðamanns yfir kveðjustundina. Þess vegna votta ættmenn hans, vinir og samstarfsmenn honum hj artfólg ið þakklæti og virðingu í tilraun til að fylla upp í það stóra skarð sem brotið hefur verið í ættarmeiðinn og hið fámenna samfélag Hellissands og verður þó naumast gjört til fullnustu nema með árafjöldanum til að- stoðar. Svo kveð ég þig hugljúfi frændi minn um leið og ég bið þig blessaðan ef þú mögulega getur að rétta mér hönd til að festa fangalínunni frá mér þeg ar ég einn míns liðs, þreyttur og ferðalúinn ræ fleytunni minni upp að hinni fjarlægu og ókunnu strönd. Og vertu svo blessaður og sæli að sinni. Kristján Þórsteinsson. Ragna Ásmunds- dóttir - Fædd 15. júní 1906 Dáin 31. des. 1970 RAGNA Ásmundsdóttir frá Tindstöðum á Kjalamesi er gengin. Hún andaðist þegar ár- ið var að kveðja á gamlárs- kvöld. Eins og árið hafði lokið göngu sinni, hafði Ragna lokið æviskeiði sínu. Ragna Ásmunds dóttir var fædd að Tindstöðum og ólst þar upp í systkinahóp. Ung missti hún móður sína. Svo það kom snemma í hennar hlut að hlynna að yngri systkinum sinum eftir því sem þrek og kraftar leyfðu. En smátt og smátt uxu þau úr grasi og tínd ust að heiman. En Ragma var kyrr. Hún gerð ist bústýra hjá Pétri Ásmunds- syn,i bróður sínum er hann hóf búskap að Tindstöðum. Þar stóð hún fyrir myndarheimiili í mörg ár. Og þar var ætíð heimili hennar á meðan heilsa og starfs þrek entist. Þau systkin ólu upp 2 systradætur síinar, myndar stúlkur, sem hafa verið þeim til sóma og ánægju. Þetta er í Guðmundur Pálsson húsgagnameistari Fæddur 11. nóvember 1910 Dáinn 21. nóvember 1970 Ymsir lifa og aðrir deyja, allir fara sömu leið. En við biðjum, Guð að geyma, góða afa, á Kirkjuteig. Guðmundur, Auður og Guðbjörg. fáum orðum sagt saga þessarar konu, en um leið saga ótal kvenna úr alþýðustétt, kvenna sem vinna sín störf, hljóðlátar innan veggja heimilisins, kvenna sem aldrei koma í sviðsljósið, en eru þó ómissandi hverju þjóð félagi. Og þó er þetta sagan sem aldrei verður SQgð. Það sem gert er og gera þarf á einu sveitaheimili er svo ótal margt. Og verður aldrei skráð. Sú hlýja og alúð sem allir urðu aðnjótandi á heimili þeirra systk ina gleymist seint þeim er nutu. Og margur unglingurinn fékk þar gott veganesti. Því það er eitt af því sem aldrei verður metið til fjár að börn eigi at- hvarf hjá góðu fólki þegar for eldranna nýtur ekki við. Og þessar konur eiga ekki síður vegsemd skilið en mæðurnar sjálfar, því þeim rennur þó blóð ið til skyldumnar. Ég kynntist Rögnu stuttu eft ir að við hjónin fluttum í sveit ina fyrir 20 árum. Þá var farið oftar á milli bæja en nú er. Og ekki talið eftir sér að fara fót- gangnadi á fögru vetrarkvöldi til þess að spjalla staman, eða til þess að taka í spil. Þá var ekki komið rafmagn til okkar og meira sparað að hlusta á út- varp. Svo að vetrarkvöldin gátu orðið tilbreytingarlítil á fá- mennum heimilum í svartasta slkamimidegimi. En það glieymdisit fljótt í góðum vinahóp. Og hvort sem þau systkin voru veitendur eða þiggjendur var alúðin hin sama. Ragna var góð kona, hlý- leg í viðmóti en fáskiptin. Kona sem aldrei lagði slúðursögum eða rógburði lið, heldur fann björtu hliðina á hverju máli ef um var rætt. Það var eims og sólin væri alltaf hennar megin í lífinu. Og hún hefði alltaf baðað í rósum, svo ánægð var hún með hlutskipti sitt. Þótt að aldurinn væri ekki ýkjahár höfðu þau systkin átt við mik ið heilsuleysi að stríða í mörg ár. Pétur hefur dvalizt að Reykj alundi og þaðan mun hann kveðja systur sína og þakka henni þau spor sem þau gengu saman i önn dagsins á lífsbrautinni. Ragna dvaldist hin síðari ár að Esjubergi, hlynnti að öðrum eftir mætti og naut að hlynningar frændfólks síns og vina. öllum ástvinum Rögnu, vottum við hjónin innilega sam úð. Hulda Pétursdóttir, Útkoti, Kjalamesi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.