Morgunblaðið - 08.01.1971, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1971
Cellóið er veðsett — það voru ekki til meiri mjólkurpeningar
ekki missa aJ bonum Charlie
McCarthy fyrir nokkurn mun!
Það var hreinn dúkur á borð
inu, og þjónn kom aðvífandi til
þeirra. — Tvöfaldan viskí,
sagði Jim. Þjónninn leit á Kath-
leen en hún hristi höfuðið. —
Kaffi handa mér, sagði hún, —
stóran bolla af svörtu kaffi.
— Fljótur nú! sagði Jim við
þjóninn og honum var mikið
niðri fyrir.
Hann sagði ekki orð meðan
þau biðu. Sat bara og starði
fram fyrir sig. Nei, þó ekki
fram fyrir sig, heldur úr nútíð
inn í fortíðina. Hún reyndi að
finna málsbætur. Nú var
henni að verða ljóst,
hvað þetta þýddi, hvað
það hlaut að þýða. En Franc-
esca Haines var viti sínu
fjær. Maður varð að láta það,
sem hún sagði eins og vind um
eyrun þjóta. Það voru ómerk
orð.
Þjónninn kom með viskíið og
siðan með kaffið. Jim drakk og
setti siðan frá sér glasið. Hann
fór að tala.
— Ég hitti hana, sagði hann,
— í samkvæmi. Mikil ljós og
margt fólk. Þetta var um sumar
og það var dansað. Hún var . . .
Hann þagnaði sem snöggv-
ast en hélt síðan áfram. — Ég
hafði vitanlega hitt hana áður,
þvi að við höfum verið i skóla
saman. En þetta var í fyrsta
sinn, sem ég kynntist henni al-
mennilega. Þú veizt kannski,
hvað ég á við.
Hann þagnaði. — Já, ég skil
það, sagði Kathleen lágt. Hún
kunni ekki við að heyra hann
tala með þessari lágu, tilbreyt-
ingarlausu rödd og stara út í
bláinn. Hún vildi heldur ekki
heyra það, sem hann ætlaði að
segja. En hún varð að gera það.
Sjálfs hans vegna varð hún að
iofa honum að tala.
Hann hélt áfram: — Ég
þekkti ekki Fat nema rétt i
sjón. Ég sá hann i fyrsta sinn í
brúðkaupinu. Mér fannst hann
glæsilegur. Hann var eitthvað
skyldur fólkinu hennar.
Hann benti þjóninum. —
Sama aftur, sagði hann.
Kaffið var brennheitt. Kath-
leen setti frá sér þykka boll-
ann, til þess að láta hann kólna.
— Ég vissi, að einhver hafði
verið þar áður en ég kom til
sögunnar. Hún hafði verið ást-
fangin af honum og hann hafði
farið illa með hana. Hún vildi
ekki tala um það og ég gekk
heldur ekki eftir þvi. Ég spurði
hana aldrei um nafnið á mann-
inum.
Nú þagði hann lengi, og
þjónninn kom með annað glas.
Hann tók aftur til máls og
þerraði sig kæruleysislega um
munninn með handarbafdnu.
Seinna vildi svo til, að gamli
maðurinn, pabbi hans Pats,
sendi eftir mér og lét mig hafa
vinnu. Seinna frétti ég, að Pat
hafði fengið hann til þess. Hann
sagði, að ég yrði að fá tækifæri.
Hann hló og það setti hroll
að Kathleen.
— Þá er sagan öll, sagði hann.
Nú leit hann á hana í fyrsta
sinn. Hann bætti svo við, rétt
eins og hann væri nú fyrst að
sjá, hver sæti hjá honum: — Ég
gat ekki þolað þig á staðnum,
eins og þú vissir. Ég hugsaði,
að ef Pat færi að giftast þess-
ari hefðardömu, færi illa fyr
ir honum. En eftir að þú talaðir
við mig um daginn, vissi ég, að
mér hafði skjátlazt, og að hann
væri lukkunnar pamfíll. En svo
sagðirðu mér, rétt eins og ekkert
væri um að vera, að því væri
öllu lokið. Ég hélt, að ég hefði
látið blekkjast, eftir allt saman.
Ég hugsaði, að ef hún særði
hann . . . en þá datt mér í
huig, að ég 'hefði haft á réttu að
standa fyrst og hún mundi særa
hann enn meir með þvi að gift-
ast honum. Jæja, þú varst
glúrin.
—- Slepptu mér alveg í þessu
sambandi, Jim, sagði Kathleen.
— Ég skipti þama engu máli.
Þú ætJar þó ekki að fara að
haida . . . ? Hún vissi ekkert,
hvað hún var að segja, hún er
ekki eins og annað fólk.
— Hún er brjáluð, sagði hann.
— og þú veizt ekkert, hvað
ást er. Hún er brjáluð og hún
er lokuð inni og ég hef ekkert
af henni framar. Hún var . . .
hún vildi gjama hlæja . . . hún
er alveg eins og krakki. Hún
var . . . hún vildi gjarna hlæja
. . . hún var alveg eins og
krakki. Hún var alltaf að
reyna að koma mér að óvörum,
annaðhvort með nýjum kjól eða
nýjum mat. Hún hafði ætlað sér
að gerast leikkona og var það
líka stuttan tíma. Hann hjálpaði
henni. En þegar við urðum ást-
fangin hvort af öðru, þá hætti
hún að kæra sig neitt um leik-
sviðið. Hún elskaði mig raun
verulega, eins og þú heyrðir
hana segja.
— Vitanlega elskaði hún þig,
Jim.
— Já, einmitt, sagði hann. —
Ó, ég veit hvað læknarnir
sögðu: móðir hennar var
alveg eins eftir að hún fæddist.
En hún var heeg og stillt nema
rétt þegar hún var hlæjandi. En
hún var hæg og stillt nema rétt
þegar hún var hlæjandi eða
reið. Þá skaut hún neistum og
þá var hún falleg. Hún hefði
getað verið heilbrigð . . . hefðu
ekki þessar áhyggjur verið.
Hún var hrædd um, að ég kæm-
ist að öllu saman. Hann var
vanur að koma heim til okkar
eftir að við vorum gift. Stundum
bauð hann okkur út í kvöld-
verð eða leikhús. Þó ekki mjög
oft. Ég var vanur að segja:
— Hann er fyrirtaks náungi,
finnst þér ekki? Og þá svaraði
hún:
— Já, það er hann sannar-
lega.
Hann benti þjóninum aftur.
Kathleen hreyfði mótmælum í ör
væntingu sinni, en hann hlust-
aði ekki á hana.
— Já, svona var það. Hún
f DAG
ÓDÝRU RÚLLUPILSURNAR
ÓDÝRU SVIÐIN
FOLALDA-SNITZEL
FOLALDA-GÚLLASH
NÝSLATRAÐ KALFAKJÖT
ÚRVALS HVALKJÖT
NAUT A-SNITZEL
NAUT A-GÚLLASH
Maður óskast
til að vinna í bókhaldi hjá stóru fyrirtæki.
Tilboð óskast send til afgreiðslu blaðsins fyrir
þriðjudagskvöld merkt: „Bókhald — 6525".
Aðstoðargjaldkeri
Viljum ráða nú þegar skrifstofustúlku (ekki yngri en 20 ára)
til aðstoðar aðalgjaidkera. Stúlkan verður að vera samvizku-
söm, kunna vélritun og þekkja undirstöðuatriði bókhalds.
Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf sendist aðal-
skrifstofu félagsins Hafnarstræti 5, fyrir 12. janúar n.k.
OLlUVERZLUN ISLANDS H.F.
PLAKOT
Nú eru komin stór Adam
plaköt á 25 kr. stykkið
Hjúhrunorkonur óskust
Hjúkrunarkonur vantar nú þegar í Kleppsspítalann.
Upplýsingar hjá forstöðukonunni í sima 38160.
Reykjavik, 6. janúar 1971.
Skrifstofa rikissptalanna.
I. vélstjóru
vantar á 140 rúmlesta skip.
Upplýsingar gefur
Guðmundur Runólfsson, Grundarfirði
Sími 93/8618.
MfMIR
Fjölbreytt og skemmtilegt tunguniálanám.
Áherzla er lögð á létt og skemmtileg samtöl
í kennslustundum. Samtölin fara fram á því
máli sem nemandinn er að læra, svo að hann
æfist í því allt frá upphafi að TALA tungu-
málin.
Síðdegistímar og kvöldtímar fyrir fullorðna.
Enskuskóli barnanna. — Hjálpardeilclir
unglinga.
sími 1000 4 og 111 09
(kl. 1—7 e.h.)
Málaskólinn MÍMIR
Brautarholti 4.