Morgunblaðið - 10.01.1971, Page 10

Morgunblaðið - 10.01.1971, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1971 INGÓLFUR Þorsteinsson, yfir lögregluþjónn rannsóknarlög- reglunnar í Reykjavík, er sjö- tugur í dag. Hann fæddist að Eyvindartungu í Laugardal 10. janúar 1901, sonur hjónanna Amheiðar Magnúsdóttur og Þorsteins bónda þar Jónssonar. Ingólfur hefur starfað í lög- reglunni í 41 ár og verið rann sóknarlögreglumaður frá árinu 1937. Hann hefur verið farsæll í starfi og hin síðustu ár yfir- lögregluþjónn. Á þessum tíma mótum ræddi Mbl. við Ingólf um líf hans og starf. — Ég var tveggja ára, er ég fluttist að Nesjum í Grafn- ingi, þar sem ég ólst upp og síðar á Nesjavöllum hjá fóstur foreldrum mínum, Þóru Magn- úsdóttur og móðurbróður mín um Brynjólfi Magnússyni. Það an á ég margar yndislegar end urminningar, þótt í afskekktri sveit væri eins og Grafningur var þá. Fósturforeldrar mínir voru mér sem beztu foreldrar, en á þeim tíma vom þau vel efnum búin. í þá daga var mjög almennt álit, að bókvitið áfram í lífinu. Bæði voru þau hjón mjög vel greind og vildu mér ekkert annað en hið bezta. — Hve lengi ertu í Grafn- ingnum? — í Grafningi er ég til 20 ára aldurs við almenna vinnu, sem álitin var bezti undirbún ingurinn undir lífið. Ég reri einnig 5 vertíðir — fyrst 3 frá Þorlákshöfn og síðar 2 frá Grindavík. Nokkuð reyndi ég á þessum unglingsárum að afla mér fróðleiks, og er ég kom hingað til Reykjavíkur um tvítugt, leið ekki á löngu unz ég hitti gamla kennarann minn á götu. Fyrsta spuming hans var: „Hefur þú ekki lært neitt meira?“ „Að minnsta kosti ekki í skóla“, svaraði ég. — Hann eggjaði mig þá mjög og sagði að enn væri ég ekki orð inn of gamail til þess að leita mér frekari menntunar. Nú var svo komið fyriir fóst urforeldrum mínum, að harð- æri áranna milli 1910 og 1920 höfðu gert þau svo að segja eignalaus og höfðu þau þess vegna brugðið búi. Á þessum árum þekktist það ekki að bændum væri veitt aðstoð, þótt engjar og tún brygðust algjörlega vegna kals ár eftir ár. Ég var því snauður með öllu — og kjarkinn brast til þess að reyna að komast í framhaldsskóla. Að vísu var ég eitt sinn kominn upp tröppur húss skólastjóra Verzlunarskól Ingólfur Þorsteinsson, yfirlögregluþjónn (Ljósm. Mbl.: Kr. B.) Ánægjulegasti þáttur starfsins er að geta sannað sakleysi manna Samtal við Ingólf Þorsteinsson, yfirlögregluþjón rannsóknarlögreglunnar í Reykjavík sjötugan yrði ekki í askana látið og skólaganga mín varð í sam- ræmi við það, aðeins 6 mán- uðir á þremur vetrum, en hefði átt að vera 8 mánuðir á 4 vetrum, eins og farkennsl- an var þá. Ég tapaði einu ár- inu vegna veikinda. — Hver var kennari þinn? — Ég hafði mjög góðan kennara síðasta veturinn, Jón Finnbogason, bróður hins kunna fræðimanns dr. Guð- mundar Finnbogasonar. Hann gerði sér ferð til fósturforeldra minna þeirra erinda að fá þau til þess að lofa mér að fara í skóla og í frekara nám, en sannfærður er ég um að það bar ekki árangur vegna þeirr ar skoðunar þeirra, sem ég gat um áður. Þau töldu það ekki þá leið sem vænlegust væri fyr ir ungling til þess að komast ans með það í huga að fá inn göngu í skólann, en þrátt fyr ir það að ég hafði lagt mig fram um að afla mér fróðleiks, skorti mig kjark til þess að þreyta inntökupróf, og sneri ég þvi við. Mín eina menntun hef ur því verið fyrr og síðar lífs reynsla mín. — Hvað tók þá við? — Fyrstu árin stundaði ég sjómennsku hér frá Reykjavík, en síðan bifreiðaakstur um skeið. Ég var meðal stofnenda Vörubifreiðastöðvar íslands og veitti henni að mestu forstöðu þar til ég hætti starfi og gerð ist lögreglumaður hinn 1. jan úar 1930. — Þá verða mikiil þáttaskil í lífi þínu. — Já, það voru mikil þátta- skil. Lögregluliði Reykjavíkur var þá fjölgað um helming úr 14 í 28. Þá var og fyrsta sinni haldið námskeið fyrir nýlið- ana. Lögreglustjóri var þá Her mann Jónasson, sem var þá einnig einn af aðalkennurum námskeiðsins. Hann hafði mik inn áhuga á að koma upp sem beztu lögregluliði, og skoðun mín er sú, að þótt mjög góðir menn hafi gegnt lögreglustjóra stöðu í Reykjavík þá hefur enginn tekið Hermanni fram í því starfi. í götulögreglunni gekk ég að sjálfsögðu vaktir eins og aðrir á þessu tímabili. Starf lögreglumanns þá eins og raun ar ætíð, var mjög erfitt, og ég held að meira hafi verið um uppsteit og mótþróa þá en nú á síðari árum. Sterkt lögreglulið hefur þau áhrif að menn sjá að mótþrói getur ekki orðið til annars en taps og skaða. Frá þessum árum man ég eftir mörgum atburð um, sem kynnu að vera frá- sagnarverðir, en það yrði allt of langt mál, ef ég færi að lýsa þeim. — Árið 1937 gengur þú svo í rannsóknarlögregluna. — Já, og fram til þess tíma hafði Sveinn Sæmundsson einn gegnt því starfi. Áður en ég hóf störf fór ég utan til Bret- lands til þess að kynna mér nánar störf rannsóknarlögreglu manna. Ég var þá svo heppinn af einskærri tilviljun að kom ast á námskeið í Nottingham, sem haldið var fyrir rannsókn arlögreglumenn frá nýlendum Breta. Námskeið þetta stóð í 6 vikur og tel ég mig hafa haft mjög gott af því sem ég lærði þar. Námskeiðið fór fram í stórri rannsóknastofu í Nottingham, þar sem lögreglan fékk að jafnaði mikla aðstoð í rannsókn mikilla afbrota- mála í Suðvestur-Englandi. — Frá Nottingham fór ég síðan ti!l London og var þar um tíma en hélt svo til Frakklands og Þýzkalands. Alls var ég 3 mán uði í ferðinni og heimsótti alls staðar lögreglustöðvar og lög- reglumenn. — Þessi rejmsla, sem þú afl aðir þér í þessari ferð hefur orðið þér ómetanleg síðar? — Það varð hún þegar að þremur árum liðnum, en öll hernámsárin hafði ég rannsókn ir á hendi í svo að segja öll um afbrotamálum, sem snertu herinn og hermennina. Þau mál urðu að sjálfsögðu æði mörg og þá var starfið oft eril samt. Svo hittist einmitt á, að þá nýlega hafði lögreglan sam ið um nýjan launaflokk sem hafði nokkuð hærri laun, en með því skilyrði að auka- vinna yrði endurgjaldslaus. Ég hef áreiðanlega aldrei unnið eins mikla aukavinnu og ein- mitt þá — þá varð oft að leggja nótt við dag. Er þér einhver maður sér staklega minnisstæður frá sam starfinu við herinn? Já það er mér. Með mér unrnu að lausn þessara mála ávallt einhverjir herlögreglu- foringjar — fyrst brezkir en síðan bandarískir. Samstarfið við þá var ævinlega gott. Þó minnist ég sérstaklega Green ofursta sem eins hins bezta samstarfsmanns, sem ég hefi Óskað er eftir stúlkum til að starfa í götunardeild vorri. Starfsreynsla við götun er æskileg og til greina kemur hálfsdagsstarf fyrir vana stúlku. Einnig kemur til greina að ráða stúlkur sem hafa unnið við vélritun. Upplýsingar eru veittar í síma 38660 og á skrifstofu vorri, Háaleitisbraut 9. Skýrsluvélar rikisins og Reykjavíkurborgar. Tekniskur teiknari Hafnamálastofnun ríkisins, vill ráða tekniskan teiknara. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Nauðsynlegt er að menntun og starfsreynsla sé fyrir hendi. Skriflegum umsóknum þar sem gerð er grein fyrir aldri menntun og starfsreynslu sé skilað til Hafnamálastofnunar ríkisins, Seljavegi 32. 2/o herbergja íbúð með bílskúr til sölu og sýnis. Ibúðin sem er staðsett í Kleppsholti er til sýnis frá kl. 3—7 e.h. í dag. Tvöfalt gler. Sérhitalögn. Verð 1 millj. útb. 500 þús. Allar upplýsingar í símum 11928 og 24534 frá kl. 2—4 e.h. í dag. EIGNAMIÐLUNIN Vonarstræti 12. nokkurn tíma átt. Ég veit ekki hvort ég má segja það — það yrði kallað karlagrobb, en ein hvem veginn hef ég aldrei ef ast um það, að hið góða sam starf okkar hafi átt meiiri þátt í því en nokkuð annað, að ekki urðu meiri árekstrar milli Islendinga og hermanna en raun bar vitni. Green vann alltaf sjálfur. Hann krafðist þess að hann væri ævinlega kvaddur til, hvort sem var að nóttu eða degi. Vinnuþrek hams hef ég alltaf undrazt. Þegar ég frétti að nokkrir af æðstu yfirmönnum hersins hefðu verið heiðraðir af ís- lenzkum yfirvöldum og nafn Green ofursta var þar ekki með, varð ég mjög undrandi. Hins vegar vissi ég að hann þræddi ekki opinberar móttök ur og því held ég að ekki hafi verið eftir honum tekið á æðri stöðum eins og vert var. — Hvað viltu segja um rann sóknarlögregluna í dag? — Eins og ég gat um áðan vorum við aðeins tveir, er ég hóf þar starf. Brátt var bætt við þriðja manni, Ágústi Jóns syni og svo smátt og smátt fleiri. Alltaf hafa þó störfim, sem á hafa hlaðizt verið meiri og fleiri en svo að starfsfólkið hafi getað annað þeim á full nægjandi hátt. Starfsmenn, sem valizt hafa í rannsóknar- lögregluna hafa yfirleitt verið mjög góðir og samstarfð mjög ánægjulegt. Hefur það á ýms an hátt létt erilsamt starf. Fyr irrennari mitnn, Sveinin Sæ- mundsson, sá ágæti maður, sem mestan þátt átti í því að skipuleggj a störf rannsóknar- lögreglunnar, sagði eitthvert sinn, að það sem honum hefði bezt tekizt, hefði verið val samstarfsmanna. Ég tel mig geta sagt hið sama. — Segðu okkur frá ein- hverju skemmtilegu úr starf- inu. — Það er í raun ákaflega mikill vandi að vera lögreglu maður. Starfið er mjög per- sónulegt og það, sem mér get ur fundizt skemmtilegt, finmst kannski öðrum ekki. Ánægju legasti þáttur starfsins er þó tvímælalaust, að geta rétt fólki hjálparhönd, sem ráðizt hefur verið á að ófyrirsynju. Það er t.d. ekki óalgengt í stærri og smærri þjófnaðarmálum, að sá, sem brotið er framið gegn, bendir beinlínis á hinn seka, stundum jafnvel vini og kunn ingja. Þá er það vitanlega verk efni rannsóknariögreglumanns ins sem endranær að komast að sannleikanum. Lang oftast eru þessir sleggjudómar á mis skilningi byggðir. Sömuleiðis er málið stundum þannig farið, að jafnvel almenningur er bú inn að dæma mann sekan um stórglæp, án þess að nokkur finnanleg rök séu fyrir því. Máltækið segir að sjaldnast ljúgi almannarómur, en ánægju legt er að geta hnekkt sleggju dómum og sannað sakleysi manns. Almannarómurinn get ur á stundum verið æði hættu legur. Hef ég hér raunar í huga tvo stórþjófnaði, svokall að Eros-mál og DAS-mál. í hinu síðarnefnda hafði al- mannarómur dæmt gjaldkera fyrirtækisins og hafði meira að segja einn af fyrrverandi rannsóknardómurum og mikils metinn maður álasað mér fyr ir að lýsa málið ekki upplýst. En þremur mánuðum síðar kom sannleikurinn í Ijós og hreinsaði gjaldkerann gjörsam lega. Ingólfur gat þess við okkur að í einkalífi sínu teldi hann sig einstakan gæfumann. Hinn 22. október 1926, kvænitist hann konu sinni og með henni á hann þrjá uppkomna syni. „Góð kona og góð börn, eru það dýrmætasta, sem nokkur maður getur átt“, sagði Ingólf ur. Kona hans er Helga Guð- mundsdóttir, bónda Bjarnason ar frá Seli í Grímsnesi, — m.í.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.