Morgunblaðið - 10.01.1971, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1971
17
Af sjófiarhóli
nýs árs
Enginn hefur sungið æskunni
meira lof en Tómas Guðmunds-
son. Lif hans og list hafa verið
nátengd því vori, sem hann lifði
sjálfur i Menntaskólanum og
Háskólanum. 1 hans augum hef-
ur þetta ávallt verið fagurt vor.
Við skulum vona, að æskan,
sem lifir nú sitt vor, líti
veröldina sömu augum og
skáldið og hans kynslóð. Þó að
margt fari aflaga nú á dögum
og við lifum viðsjála tíma, er
sízt af öllu ástæða til að glutra
fegurðinni út úr höndunum og
sjá ekkert nema svartnætti i öll
um áttum. Þvert á móti lifum
við, þrátt fyrir allt, tímamót
mikilla fyrirheita. Það er t.a.m.
áreiðanlega þjartara framundan
nú en í upphafi kreppunnar,
þegar Tómas töfraði fram sína
fögru veröld. Enginn saman-
burður er á kjörum fólks og
hlutskipti hér á landi nú eða
fyrr á árum. Landið hefur verið
börnum sínum gott og gjöfult,
þó að þau hafi ekki ávallt, frem-
ur en bama er siður, kunnað að
meta aðbúðina og veganestið.
Hæst hefur gjarna glumið í
þeim fulltrúum æskunnar, sem
óánægðastir eru og allt hafa á
hornum sér. Engu er líkara en
þetta fólk sjái aldrei sólskins-
blett í heiði. En sem betur fer
eru þetta fulltrúar tiltölulega
lítils hóps ungs fólks. Sá þögli
meirihluti sem óskar eftir eðli-
legri þróun innan þess ramma
sem lýðræði okkar er, leggur
fram sinn hlut til endurbóta
með hljóðlátu starfi og hyggst
hvorki ná persónulegum frama
né fullnægja pólitískri metorða-
girnd með vinnu sinni og erfiði.
Það er þessi æska sem er jarð-
vegur þess fagra fyrirheits, sem
er undirstraumurinn í ljóðum
Tómasar. Vonandi verður það
hún, sem tekur við landinu og
byggir það upp. Hún gerir það
auðvitað á sinn hátt, tvinnar
saman í eina órofa heild fortíð
og framtíð. Ef engin ill utanað-
komandi áhrif gripa i taumana,
geta íslendingar horft björtum
augum til þeirrar framtíðar, sem
þeir óska sér og landi sinu.
Stúdentar hafa ávallt verið
Tómasi Guðmundssyni hjartfólg
ið yrkisefni. Hann hefur ekki
sizt haft yndi og skemmtun af
að vera samferða þeim. Kjör og
aðstæður islenzkra stúdenta
hafa á margan hátt breytzt til
batnaðar. 1 þvi umbótastarfi
hafa stúdentar sjálfir verið í
fararbroddi, eins og eðlilegt er.
Gamli draumurinn um félags-
heimili stúdenta er nú að verða
að veruleika. Það á eftir að
bæta verulega aðstöðu þeirra til
fjölbreytts félagsstarfs. Og
mörg önnur mál eru í deiglunni.
Nú hefur verið efnt til sam-
keppni um gerð hjónagarða
stúdenta og áætlað að reisa 180
íbúðir, auk vöggustofu fyrir
börn. Enginn vafi er á, að þess-
ar byggingar munu stórbæta að-
stöðu stúdenta við Háskóla Is-
lands. Með þessum framkvæmd-
um verða nytsamar hugmyndir
að veruleika. Það er ekki sízt
ánægjuleg staðreynd, að hjóna-
garðarnir verða reistir i minn-
ingarskyni við forsætisráðherra-
hjónin og dótturson þeirra.
Hvergi væri fremur ástæða til
að fagna því en hér. Það er
áreiðanlega í anda Bjarna Bene-
diktssonar og konu hans að
bættur sé aðbúnaður ungs fólks
á Islandi. Bjarni Benediktsson
vildi láta verkin tala. Hann var
ekki einn þeirra, sem hlustaði
helzt á þá, sem hæst höfðu, en
lögðu minnst af mörkum sjálfir.
Úrtölumenn voru honum sizt af
öllum hugstæðir. Hann hlustaði
á þá æsku, sem trúir á íslenzkt
hagsældar- eða farsældarþjóð-
félag. En hann lagði áherzlu á,
að enginn væri alvitur og þess
vegna mættu menn sízt af öllu
láta hugfallast, þó að sumt færi
úrskeiðis. Þolgæði var eitt helzta
einkenni hans.
Ungt fólk á Islandi hefur sýnt
svart á hvítu, að það er engin
vasaútgáfa af erlendum óláta-
belgjum. Það hefur sterkari bein
en margir þorðu að vona. Varla
getur það verið tilviljun, að það
er þessi æska, sem hefur haft
forgöngu um þá merku og nauð
synlegu nýjung, sem hjónagarð
arnir eru. Við skulum öll leggja
henni lið.
Náttúra
og framkvæmdir
Mikið er rætt og ritað um upp
byggingu landsins og óspillta
náttúru. Hvort tveggja er þetta
vaxið af einni og sömu rót. Upp-
lýsingin og Eggert Ólafsson
lögðu grundvöllinn. Fjölnismenn
tóku við. í boðskap þeirra á nyt-
semdin ávallt að vera i fylgd
með fegurðinni. Þetta tvennt var
höfuðþema þeirrar draumsjónar,
sem þeir ætluðu lif í veruleikan-
um. Eftir því sem þeir kynntust
Evrópu betur, varð ástin á Is-
landi sterkari. En þeir voru ekki
sífelldlega að tönnlast á henni.
Hún var þeim helgur reitur.
Jónas segir t.a.m. aldrei: ég
elska Island, heldur segir hann:
Island, farsældafrón. Átthaga-
ástin var Fjölnismönnum engin
rómantísk blekking, þvi síður
kosningabeita, heldur skilyrðis-
laus krafa um fegurra mannlíf
og bætt kjör fólksins. Þessar
fegurðarkröfur ásamt fram-
kvæmdum og uppbyggingu kall-
aði Jónas: alefling andans og
athöfn þörf.
Allt getur orkað tvímælis, þá
gjört er. En eitt er víst: að Fjöln
ismenn mundu áreiðanlega ekki
ásaka okkar kynslóð fyrir að-
gerðarleysi eða fyrir að hafa
setið auðum höndum og látið
gróandi þjóðlíf grotna niður.
Þvert á móti höfum við reynt
að byggja upp landið. Rétt er, að
við höfum notað landið, beizlað
orku þess. En til þess eru gæð-
ingar að þeir fái tækifæri til at>
sýna hvað í þeim býr.
Grein Halldórs Laxnes* hér i
blaðinu um náttúruverndarmál
hefur vakið verðskuldaða at-
hygli. Laxness skrifar ávallt
þann veg að allir taka eftir, þó
að auðvitað sýnist sitt hverjum
um skoðanir hans, enda ætlast
skáldið áreiðanlega ekki til þess,
að allir séu sammála um allt
sem hann segir. Slíkt er háttur
siðaðrá manna, þar sem ekki er
krafizt einnar skoðunar í einum
Þjóðvilja eða einni Prövdu.
Draugagangur
í glerhúsi
Vegna ummæla Halldórs Lax-
ness reynir Þjóðviljinn að læða
því enn einu sinni inn hjá lesend
um sínum, að það hafi verið
stefna Morgunblaðsins að spilla
landinu og selja það í hendur er-
lendra manna. Sá, sem því trúir,
verður ekki læknaður af blindu
sinni í einni andrá. En á hitt má
benda, að Þjóðviljinn þarf nú
eins og oft áður á því að halda
að beina athyglinni frá sjálfum
sér, þvi að hann á um sárt að
binda um þessar mundir. í hon-
um birtist fátt annað en ein-
hverjir „fréttaleppar" frá rúss-
neskri njósnastofnun, sem heitir
Novosti eða APN og áður hefur
verið gerð skil hér í Reykjavík-
urbréfi. Ritstjórar Þjóðviljans
sitja nú kófsveittir í rússneska
glerhallarhelvítinu sínu, svo að
gripið sé til nýlegs orðalags af
öðru tilefni, og kasta steinum,
því að af ástæðum, sem þeir
þekkja bezt sjálfir, sitja þeir
uppi með sömu greinarnar og
einkenna rússnesku Prövduna
— og geta ekki losnað við þær
með neinu móti. Svona drauga-
gangur verður ekki kveðinn nið-
ur nema með hugarfarsbreyt-
ingu, en slikt læknisráð mega
þeir ekki heyra nefnt, mennirn-
ir í rússnesku glerhöllinni við
Skólavörðustíg.
Án þess að brýna nauðsyn
beri til, má til athugunar og
fróðleiks rifja upp stefnu Morg-
unblaðsins og afstöðu til nátt-
úruverndar og hagnýtingar nátt
úruauðæfa i landinu. Sú stefna
hefur ávallt verið skýr. Við-eig-
um að byggja upp landið án
þess að spilla náttúrunni. Við
trúum því, að unnt sé að bæta
og fegra mannlífið, byggja upp
landið og renna styrkari stoðum
en nú eru undir islenzkt hag,-
sældarþjóðfélag. En auðvitað á
fegurðin að vera ofar hverri
kröfu, svo að vitnað sé i Nóbels-
skáldið af öðru tilefni en því,
sem hefur kallað á þessar hug-
leiðingar.
Laxárvirkjunarmálið hefur
farið úrhendis. Á það hefur
Morgunblaðið m.a. bent. Frekari
virkjun Laxár hefur mætt and-
stöðu, sem vart á sinn lika hér
á landi, enda málatilbúningur
allur á þann veg, að engum tíð-
indum sætir, þótt tortryggni
gæti og margvislegur grunur
hafi læðzt að þeim, sem um mál-
ið hugsa. Við hljótum að geta
dregið nauðsynlegan lærdóm af
þeirri vafasömu reynslu, sem
við höfum fengið af þessu máli.
Megi svo verða.
1 forystugrein hér í blaðinu 21.
júlí s.l. ár segir m.a. svo: „Eins
og margsinnis hefur verið und-
irstrikað hér i blaðinu, eiga stór-
framkvæmdir og náttúruvernd-
arsjónarmið að haldast i hend-
ur. Engar þær ráðstafanir má
gera, sem spilla náttúru lands-
ins og þar sem vatnsflutningar
eiga sér stað, ber að haga fram-
kvæmdunum þannig, að land-
gæði fremur aukist en rýrni.“
Og í Reykjavíkurbréfi 27. sept
ember s.l. segir m.a. svo: „Ef
hugsjónir framkvæmdamanna
brjóta ekki í bága við óskir nátt
úruverndarmanna, verður unnt
að byggja ísland upp á þann
hátt, að okkar kynslóð verði
sómi að. Togstreita milli þess-
ara tveggja aðila hlýtur að vera
á misskilningi byggð. Hugsjónir
og framkvæmdir eru ekki and-
stæður. Framkvæmdamenn og
náttúruverndarmenn eiga að
taka höndum saman að byggja
upp landið. Þessi uppbygging á
ekki að valda sársauka, heldur
á hún að auka öryggi, auka trú
þjóðarinnar og bjartsýni. Fram-
kvæmdir, sem hætta er á, að
spilli landinu, vekja andúð og
mótþróa þeirra, sem tengdastir
eru jörðinni og sveitunum og
eru harla hæpið fyrirtæki, svo
að ekki sé meira sagt.“
Batnandi hagur
Sú gleðilega staðreynd blasti
við um s.l. áramót, að þjóðar-
framleiðslan 1970 hefur aukizt
um 7% og þjóðartekjur um 11%,
og hefur nú, að dómi sérfróðra
manna, unnizt upp aftur það
tekjutap, sem þjóðarbúið varð
fyrir á árunum 1967 og 1968.
Þetta hlýtur að vekja með okkur
bjartsýni, enda veitir ekki af
eftir þá erfiðleika, sem islenzka
þjóðin hefur gengið í gegnum.
Auðvitað hafa árferði og verð-
hækkanir á íslenzkum afurðum |
erlendis átt mestan þátt í þess-
ari heillavænlegu þróun. En þó
má taka undir með Jóhanni Haf-
stein, forsætisráðherra, þegar
hann sagði í áramótagrein sinni
hér í blaðinu, að „í sanngimi
miætti sennilega fá menn al-
mennt til þess að fallast á, að
veldur hver á heldur."
Þær efnahagsaðgerðir, sem
gripið var til siðari hluta árs
1968 og reyndust þjóðinni all-
þungbærar þá, lögðu grundvöll
að batnandi afkomu þjóðarbús-
ins á s.l. tveimur árum. 1 ára-
mótaávarpi sínu, sem birt var
hér í blaðinu 3. janúar 1969,
sagði Bjami Benediktsson m.a.:
„Þó má betur ef duga skal. Þess
vegna var leitað eftir víðtæku
stjórnmálasamstarfi um lausn
vandans. Það tókst því miður
ekki. 1 stað þess krefjast sumir
afsagnar stjórnarinnar. Á meðan
enginn veit hvað við tekur og
fyrir hendi er meiri hluti Al-
þingis, sem fullnægir þeirri á-
byrgð, er á honum hvilir, kemur
slíkt ekki til greina. Samreið
margra yfir hættuleg vatnsföli
hefur ætíð þótt hyggileg, en
ekki hitt að hafa hestaskipti í
miðri á, hvað þá að reyna slíkt,
ef enginn annar er tiltækur."
Og í landsfundarræðu sinni 1969
sagði hann ennfremur: „Vegna
hins nýja viðhorfs, sem allir
þessir örðugleikar sköpuðu, var
það hugleitt siðari hluta sumars
1968, hvort rétt væri að rjúfa
þing og æskja nýs úrskurðar
og umboðs kjósenda. Að athug-
uðu máli þótti slikt ekki til-
tækilegt. Harðvítugar stjóm-
máladeilur mundu einungis auka
vandræðin en ekki minnka, enda
bæri þingmeirihlutanum skylda
til þess að bregðast ekki þeim
trúnaði, er stjórnarflokkun-
um hefði verið sýndur með sigri
þeirra í Alþingiskosningunum
1967.“
Með þessari ákveðnu forystu
og þeirri stefnufestu, sem óvenju
leg er í íslenzkri stjórnmála-
sögu, tókst ríkisstjórninni að
sigla gegnum brimgarðinn.
Skipstjórinn stóð sjálfur i
brúnni, ákveðinn að yfirgefa
ekki skip sitt fyrr en það væri
komið i lygnari sjó.
Nú hafa aðrir tekið við. Þeim
hefur farnazt vel. Merkar á-
kvarðanir hafa verið teknar,
verðstöðvun er í landinu, við
ættum að geta horft með æsk-
unni björtum augum fram á leið.
En þó skyldum við vera þess
minnug, að svo einhæft efna-
hagslíf, eins og það sem við nú
búum við, getur þegar minnst
varir haft í för með sér alvarleg
áföll. Aðvörunarorð Hjartar
Hjartarsonar, formanns Verzl-
unarráðs íslands, í nýárssamtali
við Morgunblaðið eru því tíma-
bær. Við eigum að ganga hægt
um gleðinnar dyr og gá að
okkur, því að nauðsynlegt er að
sigrast á þeim freistingum, sem
eru fylginautar góðæris.
Landhelgin
Af þeim málum, sem nú þarf
að leysa, ber útvíkkun landhelg-
innar hæst. Um það virðast ailir
Islendingar sammála. Málið ætti
því að kalla á samstilltan hug
allrar þjóðarinnar. Sú hefur því
miður ekki orðið raunin. Sumir
hafa jafnvel reynt að ala á úlfúð
í þjóðfélaginu vegna þessa máls
og leggja þar með andstæðingum
okkar vopn í hendur. Tilgangs-
laus upprifjun löngu gleymdra
ýfinga og persónulegt skraf eða
orðagjálfur leysa engin mál og
færa okkur sízt af öllu nær lang
þráðu takmarki. Við þurfum á
öðrum og jákvæðari viðbrögðum
að halda. Vonaitói sjá menn að
sér og samstilla hugina. Von-
andi eigum við eftir að sýna, að
við eigum eina sál, þegar á reyn
ir. Landhelgismálið á ekki að
vera bitbein, allra sízt pólitískt
bitbein.
Jöhann Hafstein, forsætisráð-
herra sagði m.a. i fyrrnefndri
áramótagrein sinni: „Það er full
kominn misskilningur, sem
stundum heyrist, að við Islend-
ingar þurfum að sækja undir
samþykki Breta eða nokkurs
annars um útfærslu landhelgi
okkar. Hitt er rétt, að við höfum
í samningi við Breta sagt, að
við séum ætíð reiðubúnir að
leggja undir alþjóðadómstól hugs
anlega deilu um réttindi okkar.
Þetta er sómi lítillar þjóðar, en
í því felst mikilvæg skuldbinding
stórþjóðar í skiptum við hina
minnstu þjóð, og slikri skuld-
bindingu neitaði Stóra-Bretland
áður að hlíta í landhelgisdeilu
1952. Það er ástæða til þess að
aðvara þá stjórnmálamenn hér
á landi, sem annaðhvort hafa
ekki skilið mikilvægi samninga
okkar við Breta um landhelgis-
málið 1961 eða vilja ekki skilja
það af pólitískri grunnfærni".
Þar sem við viljum búa við
réttarríki og koma fram við aðr
ar þjóðir, eins. og við ætlumst til,
að þær komi fram við okkur,
gefur auga leið, að við förum að
lögum. Sú þróun, sem átt hefur
sér stað, sýnir, svo að ekki verð-
ur um villzt, að við höfum ratað
rétta leið. En látum það liggja
milli hluta, því að ekki eru allir
á eitt sáttir um það. Horfum
heldur fram á leið. Þvi að rétt
er það sem Ólafur Jóhannesson,
formaður Framsóknarflokksins,
sagði i áramótagrein sinni í Tím-
anum: „Allir flokkar lýsa nú
yfir áhuga í landhelgismálinu.
Það er út af fyrir sig ánægju-
legt. Það er lögð áherzla á nauð
syn viðtækrar samstöðu i mál-
inu. Ég tek undir það. Við þurf-
um í því máli að samstilla kraft
ana. Ég tel æskilegt, að hægt sé
að halda þessu fjöreggi þjóðar-
innar utan við dægurmálabar-
áttu. Ég tel illa farið, ef það
yrði að bitbeini í kosningahríð."
Auðvitað er það einnig rétt
hjá formanni Framsóknarflokks
ins, að ekki getur verið samstaða
um að gera ekki neitt, eins og
Framh. á bls. 2tt
Á Laugarnestönguni. Ljósm. Mbl. Kr. Ben.