Morgunblaðið - 20.02.1971, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.02.1971, Blaðsíða 15
14 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1971 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1971 15 JltttyMttlfttfrifr Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráó Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100 Auglýsingar Aðalstraeti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 196,00 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 12.00 kr. eintakið. ÍSLAND OG LUXEMBORG Cíðustu daga hafa Jóhann ^ Hafstein forsætisráðherra og Emil Jónsson, utanríkis- ráðherra, verið í opinberri heimsókn í Luxemborg og átt þar viðræður við ráðamenn. Þessi heimsókn ráðherranna er vel til þess fallin að styrkja og efla þau tengsl, sem skap- azt hafa milli þessara tveggja evrópsku smáþjóða á undan- förnum árum. Samskiptin við Luxemborg hafa meginþýðingu fyrir okk- ur Íslendinga. Luxemborg er helzti áfangastaður Loftleiða í Evrópu, og sú aðstaða, sem félagið hefur þar, er ein af undirstöðunum undir starf- semi þess. Því miður hefur félagið ekki notið sömu vel- vildar annars staðar, og þess vegna er Luxemborg þeim mun þýðingarmeiri fyrir starfsemi Loftleiða. Ljóst er einnig, að Luxemborg hefur verulegan hag af flugi Loft- leiða þangað. Hundruð þús- unda ferðamanna frá Banda- ríkjunum og til Bandaríkj- anna fara um Luxemborg vegna flugs Loftleiða og skilja þar eftir umtalsverðar fjárhæðir. Þess vegna má segja, að hagurinn sé beggja. Þótt samskipti íslands og Luxemborgar hafi hingað til fyrst og fremst byggzt á flugi Loftleiða og þeim gagn- kvæmu viðskiptum, sem af því leiða, er rík ástæða til að auka og efla þessi samskipti á öðrum sviðum. Heimsókn íslenzku ráðherranna til Lux- emborgar ætti að stuðla að því að svo megi verða í fram- tíðinni. Stóraukið menningarsamstarf ingi Norðurlandaráðs er nú lokið. Þrátt fyrir mis- munandi skoðanir á þróun efnahagssamvinnu Norður- landanna er óhætt að full- yrða, að þetta þing varð mjög árangursríkt. Þar var sam- þykkt að koma á fót sér- stakri ráðherranefnd, sem er ný stofnun á vegum Norður- landaráðs, og þar var einnig ákveðið að stórauka menn- ingarsamskipti Norðurland- anna. Gert er ráð fyrir, að sérstakur menningarsáttmáli, sem samþykktur var á þing- inu, taki gildi um næstu ára- mót, en hann gerir m.a. ráð fyrir því, að á ári hverju verði varið um 500 milljón- um króna til menningarsam- skipta norrænna þjóða og að komið verði á fót sérstakri menningarmálastofnun. — Menningarmálastofnunin á að hafa með höndum fram- kvæmd á menningarsamskipt um Norðurlandaþjóðanna, og verður hún undir yfirstjórn ráðherranefndarinnar, sem fyrr var vikið að. Menningarsáttmálinn spann ar yfir breitt svið norrænna samskipta. Undir hann falla t.d. rannsóknarstörf, kennslu- mál á öllum stigum, bók- menntir, listir, vísindi o. fl. Er augljóst, að þessi sáttmáli getur haft mjög mikla þýð- ingu fyrir okkur Islendinga og er nauðsynlegt að við not- færum til hins ýtrasta þau tækifæri, sem hann skapar okkur. Þá eru það ánægjuleg tíð- indi, að Norðurlandaráð hef- ur samþykkt yfirlýsingu um, að það telji nauðsynlegt að stuðla að gagnkvæmum þýð- ingum norrænna bókmennta, sérstaklega íslenzkra, fær- eyskra og finnskra. Eins og kunnugt er var tillaga um þetta efni samþykkt á rit- höfundaþinginu, sem hér var haldið og síðan tekin upp á þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík’ á sl. ári. Hún hef- ur nú náð fram að ganga og er þá mikilvægt, að ríkis- stjórnir Norðurlandanna hefj ist handa í málinu. Er þess að vænta, að íslenzka ríkisstjóm in hafi nokkra forgöngu um að koma málinu áfram, þar sem hugmyndin er til orðin hér á landi. Norðurlandaráðið sam- þykkti einnig að skora á ríkis- stjórnir landanna að veita sérstaka styrki árlega til blaðamanna á hverju Norð- urlandanna til þess að ferðast til annarra norrænna landa og kynna sér viðhorf til mála þar og skýra almenningi frá þeim. Þessi samþykkt er mjög mikilvæg. Verulegur skortur er á upplýsingastreymi milli Norðurlandanna og vel til fundið að ráða bót á því á þennan veg. Norðurlandaráð samþykkti einnig aukinn stuðning við ýmsar listgreinar, svo sem myndlist, með því að settar verði upp myndlistarsýning- ar, sem gangi milli landanna og leiklist með því að stuðla að ferðalögum leikflokka milli landanna. Allar eru samþykktir þessar hinar merkustu, ekki sízt vegna þess, að ætlunin er að fylgja þeim eftir með verulegum fjárframlögum. Og vafalaust er það rétt, sem Eysteinn Jónsson, formaður menning- armálanefndar Norðurlanda- ráðs, sagði í viðtali við Morg- unblaðið í gær, að menning- arsáttmálinn er hvalreki fyr- ir okkur íslendinga og við þurfum að kunna að notfæra okkur þá möguleika, sem hann skapar. Samanburður á fram- kvœmd kynþáttamis- réttisins í Suður- Afríku og kommúnism- ans í Sovétríkjunum Er heimilt að flytjast og ferðazt innan lands- ins að eigin vild? SUÐUR-AFRÍKA 3% miíljónir hvítra manna geta ferðazt og flutzt, en ekki inn á „svörtu" svæðin. Svörtu Afríkanamir, sem eru 13 Í4 millj. búa við tvenng konar megintakmarkan- ir: a) aðeins 13,7 af hundraði landsvæðisins hefur ver- ið ætlað þeim sérstaklega, en af þessu hefur leitt, að 900.000 svertingjar (auk 42 þúsund kynblendinga og indverskra fjölskyldna) hafa verið látnir skipta um dvalarstað og 4 Vti millj. svertingja, sem búa í útjaðri hverfa hvítu mannanna, geta búizt við því að verða flæmdir af heimilum sínum einhvern tíma í framtíð- inni; b) utan heimabyggðar sinnar verða svörtu Suð- ur-Afríkanarnir að hafa vegabréf og með nokkrum undantekningum er þeim bannað að dveljast í hverfum hvítu mannanna lengur en 72 klst. Á hverjum degi eru 1500 manns saksóttir fyrir brot á vegabréfalöggjöfinni. Auk þess má takmarka ferðafrelsið, annaðhvort með beitingu kyrrsetningarlaganna eða laganna um meðferð innfæddra frá 1927, en með stoð í þeim eru nú nálægt 50 manns í útlegð á afskekktum stöðum. SOVÉTRÍKIN Hverjum sovézkum borgara, sem orðinn er 16 ára er skylt að bera vegabréf til notkunar innanlands og því ber honum að framvisa til endurnýjunar reglulega, þar til hann er orðinn 40 ára. Þeir sem yngri eru geta þó losnað undan þessari vegabréfsskyldu, ef þeir gegna embætti eða eru af öðrum sökum taldir þess verðir. Til fastrar búsetu í borg eða bæ er nauðsynlegt að hafa leyfi lögreglunnar eða annars æðra stjórnvalds. Dómstólar hafa vald til þess í ákveðnum málum að dæma fólk til útlegðar eða til fjarvista frá ákveðnum stað. Nú er talið, að töluverður fjöldi fólks sé í útlegð og auk þess eru margir fangar, sem látnir hafa verið lausir, en mega ekki hverfa aftur til Moskvu. VEGNA umræðnanna í Bretlandi um hugsanlega vopnasölu Breta til Suður-Afríku, birti brezka vikuritið The Economist nýlega grein, þar sem gerður er samanburður á frelsinu og stjórnarfarinu í Suður- Afríku og Sovétríkjunum. Eitt af rökum brezku íhaldsmannanna fyr- ir vopnasölunni til Suður-Afríku er, að það séu Sovétríkin en 'ekld Suður-Afríka, sem séu hættuleg brezkum hagsmunum. En gegn þessu hefur því verið haldið fram af andstæðingum vopnasölunnar, að kyn- þáttastefna Suður-Afríkustjórnar hafi jafnvel í för með sér harð- neskjulegra einræði heldur en stjórnkerfi Sovétríkjanna. En hvort stjórnarfarið er verra? spyr The Economist, og segir síðan: „Hér á eftir fara ellefu spurningar, en svörin við þeim eiga að gefa til kynna frelsið í því landi, sem um er fjallað. Og löndin, sem hér er fjallað um eru Sovétríkin og Suður-Afríka. Þegar tölur eru bornar saman, ber að hafa í huga, að í Sovétríkjunum eru um það bil fjórtán sinnum fleiri íbúar en í Suður-Afríku. Er heimilt að yfirgefa suður-afríka * Ja, en stundum er monnum neitað um vegabref eða landið eftir vild? þau dregin til baka; 420 beiðnum var neitað 1964, færri er hins vegar neitað nú en þá. Þar til nýlega hafa Suður-Afríkanar fengið vegabréfaáritun, sem gild- ir til að komast úr landi, — jafnvel þótt þeim hafi verið neitað um almennt vegabréf, — svo framarlega sem þeir höfðu ekki sætt dómi. Frá því í júlí 1970 hef- ur að minnsta kosti tveimur mönnum verið neitað um slík fararleyfi. SOVÉTRÍKIN Nei; sovézk lög leyfa ekki, að menn flytji úr landi. í 64. grein sovézku hegningarlaganna segir, að ólögleg tilraun til að yfirgefa landið sé landráðabrot, sem ber að refsa fyrir með minnst 10 ára fangelsi og mest líf- láti. Aðeins fáum er leyft að yfirgefa landið, þar á meðal um 1.300 Gyðingum til fsrael síðan 1967. SUÐUR-AFRÍKA Málsmeðferðin fyrir dómstólunum er samkvæmt hefð réttlát. En þó veita lögin um frávik frá almennum laga ákvæðum, sem sett voru 1969 og eru grundvöllur hinn- ar valdamiklu Ríkisöryggisskrifstofu, forsætisráðherr- anum eða fulltrúa hans heimild til að banna vitna- leiðslu fyrir sérhverjum dómstól, ef framburður vitn- isins er að hans mati „í ósamræmi við hagsmuni rík- isins eða almennt öryggi". SOVÉTRÍKIN Allir dómstólar eru undir fullkomnum, en þó vand- lega leyndum yfirráðum ríkisstjórnarinnar og kommún istaflokksins, hvað varðar pólitísk málefni — þótt færri en 50% allra dómara séu í kommúnistaflokknum. Það er skoðun kommúnistaiflokksins, að þrí-skipting valds- ins sé kennisetning borgarastéttanna. SUÐUR-AFRÍKA Já; þrjár sjálfstæðar öryggisstofnanir eru starfrækt- ar: a) leyniþjónusta hersins; b) leynilögregla almennu löggæzlunnar og c) Ríkisöryggisskrifstofan. f samein- ingu geta þessar stofnanir skipulagt jafnt símahleranir sem aðgerðir til að fá skólabörn til að gefa skýrslu um kennara aína. SOVÉTRÍKIN Já; KGB, enda þótt hún megi ekki lengur starfa al- gjörlega utan laganna, eins og á Stalínstímanum, hefur víðtæk völd, þar á meðal til eftirlits með öllum út- lendingum og öllum grunuðum sovézkum borgurum, og hún rekur þrælkunarbúðir og stofnanir, eins og sérstök geðsjúkrahús fyrir pólitíska óánægjumenn. Samkvæmt „stjórnsýslureglum" getur KGB skipað sovézkum borg urum að skipta um búsetustað vegna öryggis og efna- hagslegra ástæðna. Hversu margir pólitísk- suður-afríka . , Opinbera talan um pólitíska fanga í september 1970 ir fangar eru í landinu. var 809 en þar af voru 769 svartir. En þar að auki eru líklega. meira en 1000 manns í fangelsi vegna brota á skemmdarverkalögunum, lögunum um bann við komm- únisma og lögunum um ólögleg samtök. Ekki er vitað um fjölda þeirra, sem settir hafa verið í fangelsi fyrir ýmis brot s.s. ólögleg verkföll. SOVÉTRÍKIN Nýlega hefur verið reiknað út, að í þrælkunarbúðun um, sem KGB rekur og ekki eru í tengslum við önn- ur fangelsi landsins, kunni að vera allt að milljón manns og þar af mikill fjöldi vegna pólitískra éstæðna. Enginn hefur talið sig hafa nægilegar upplýsingar til að setja fram ákveðna tölu um þennan fjölda. Hversu frjálsir eru dómstólarnir? Er leynileg öryggislög- regla í landinu? Er heimilt að setja menn í fangelsi, án þess að dómur gangi í máli þeirra? SUÐUR-AFRÍKA Nei, nema þá, sem hafa brotið hryðj uverkálögin frá 1967. En hvern þann, sem grunaður er um að hafa upplýsingar um hryðjuverk, má setja í einangrun um ótakmarkaðan tíma án dóms. Eftir vopnuðu átökin í Sharpeville 1960 var lýst yfir neyðarástandi í landinu og þá voru meira en 11.500 manns teknir til fanga, síð- an hafa líklega milli 2.500 og 3.000 manns verið í haldi vegna brota á ýmsum lögum; og aðeins fáir hafa verið leiddir fyrir rétt. SOVÉTRÍKIN Nei; ekki samkvæmt orðum stjórnarskrárinnar frá 1936 — en ákvæðum hennar er ekki framfylgt. „Stjórn sýslulegur" málarekstur KGB hefur orðið til þess að óþekktur, en mjög mikill fjöldi fólks hefur verið dæmd ur til fangelsisvistar, án réttarhalda. Hleranir eru al- gengar og einnig ritskoðun pósts. í hvaða mæli er unnt að stunda stjórnmála störf? SUÐUR-AFRÍKA Hvítu íbúarnir njóta meira og minna eðlilegs réttar til lýðræðislegra stjórnmálastarfa. Meirihluti svertingj- anna hefur ekki atkvæðisrétt, nema þeir sem búa í Trangskei sem er eina Bantústansvæðið er hefur fullkom ið eigið þing —og jafnvel Transkei er að mestu stjórnað af ríkisstjórn Suður-Afríku. Á svipaðan hátt er dregið úr völdum þings blandaðra íbúa Suður-Afríku. Að minnsta kosti fimm pólitísk samtök hafa verið gerð út- læg á síðustu 20 árum og bannfyrirmæíi — en með þeim er unnt að banna manni að vera á ákveðnum stað eða framkvæma ákveðinn verknað — hafa verið gefin allt að 1000 einstaklingum. Fyrrverandi félagar í sam- tökum, sem kallast Afríkanski þjóðfundurinn og hafa verið bönnuð, mega ekki hafa afskipti af stjórnmálum. SOVÉTRÍKIN Kommúnistaflokknum einum er heimilt að skipu- leggja og stjórna opinberum stjórnmálastörfum. í kosn- ingum er aðeins unnt að kjósa einn flokk og aðein3 einn frambjóðandi er í boði fyrir hvert sæti. Aðrir stjórnmálaflokkar en kommúnistaflokkurinn voru lagðir niður skömmu eftir byltinguna 1917. Flokksbrot innan kommúnistaflokksins sjálfs voru bönnuð 1921. Hvert er fréttafrelsið st[®UR'AFR*KA . Bloðin njota nokkurs frelsis og eru talsvert opinska. í landinu? Þó má enginn, samkvæmt lögunum um frávik frá al- mennum lagaákvæðum, skýra frá málum, sem Ríkis- öryggisskrifstofan fjallar um; en þar sem enginn veit um hvaða mál hún fjallar, er þetta nokkuð mikil hindrun. SOVÉTRÍKIN Ekkert. Ríkið á og rekur öll dagblöð, útvarp og sjón- varpsstöðvar, útgáfufyrirtæki og svipaðar stofnanir. Einstaklingum er jafnvel ekki heimilt að eiga fjolrit- unarvél. Allt útgáfustarf er undir ströngu pólitísku eft- irliti, og veldur það stundum löngum töfum á útgáfu. Þeir sem ólöglega skrifa og dreifa óopinberu útgáfun- um, sem kallaðar eru samizdat — „sjálfsútgáfur“ — eiga þunga refsingu yfir höfði sér. Við hvers konar mis- rétti býr fólkið í land- inu? SUÐUR-AFRÍKA Kynþáttamisrétti er lögbundið, vegna þess að Suður- Afríku er stjórnað eftir kenningu um aðgreinda þró- un, sem mælir fyrir um það, að mennirnir skuli lifa í samræmi við uppruna sinn í kynþáttum. Konum og körlum af ólíkum kynþáttum, jafnvel þótt þau séu í hjúskap, er bannað að búa saman eða njótast. SOVÉTRÍKIN Tvær til þrjár milljónir Gyðinga búa við misrétti, þeim er ekki leyft að reka eigin skóla eða njóta kennslu í sögu Gyðinga. Stalín upprætti liklega 1.650.000 manns af 12 öðrum þjóðernum og sendi til annarra staða í Sovétríkjunum, af þeim eru Þjóð- verjarnir, sem áður bjuggu við Volgu, og flestir Tat- aranna frá Krím enn í útlegð. Er trúarbragðafrelsi? suður-afríka Já, með þeirri mikilvægu undantekningu, að fólki af ólíkum kynþáttum er mjög sjaldan leyft að iðka trú sína í sömu byggjngu. SOVÉTRÍKIN í kirkjum eru guðþjónustur aðeins leyfðar. Hvers konar trúarfræðsla eða góðgerðar- og félagsstarf er bannað. Þeir, sem eru trúhneigðir, geta ekki vonazt eftir skipun í ábyrgðarstöður. Hvaða takmarkanir eru á efnahagslejpi frelsi? SUÐUR-AFRÍKA Bæði hvitum og svörtum er heimilt að stunda eigin viðskipti á sínum svæðum. En enginn hvítur maður má lúta valdi svertingja, og mörg störf — sérstaklega þau sem krefjast sérþjálfunar — eru þeim svörtu lokuð. Mörgum svertingjum, sem neyðast til að búa á svæðum þar sem enga vinnu er að fíá, er neitað um störf eða þeir verða að sækja langa leið til að finna atvinnu. SOVÉTRÍKIN Samkvæmt 10. grein stjórnarskrárinnar frá 1936 mega einstaklingar eiga hlut til nota og neyzlu en ekki hluti, sem nota má til tekjuöflunar. Af þessu leiðir, að allt efnahagslífið er undir stjórn ríkisins. Þó finnast nokkrir sjálfstæðir handiðnaðarmenn og á af- skekktum stöðum sjálfstæðir bændur. Engum öðrum er kleift að öðlast efnahagslegt sjálfstæði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.