Morgunblaðið - 20.02.1971, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1971
17
Minkabú Grávöru h.f. að Rimu m í Grenivik.
kolsvarta myrkri"
Komið í Rimar
í Grenivík,
minkabú
Grávöru hf.
Að sögn kunnáttumanna er
mjög mikils öryggis gætt í
minkabúinu Rimar í Grenivík,
búi Grávöru hf. og á að vera
ógjörningur fyrir mink að kom
ast út úr búinu af sjálfsdáðum.
Minkahirðarnir þurfa aldrei að
fara út úr minkahúsunum, sem
eru minkheld og innangengt er
inn í húsin í gegn um sérstakt
hús. Auk þess er síðan girðing
í kring um húsin þar sem vír-
net er grafið 40 sm niður í
jörðu.
1 minkabúi Grövöru hf. eru
1700 minkar, en þeir komu
þangað flugleiðis frá Noregi í
desember. Frá Akureyrarflug-
velli. voru minkarnir fluttir í 7
bifreiðum til Grenivíkur og er
eftirfarandi gamansaga höfð
Hvítminkur handf jatlaður.
um bónda einn á Svalbarðs-
strönd: B’óndinn stóð á hlaði
sínu ásamt öðrum úr fjölskyld
unni þegar bifreiðahersingin
með minkana ók fram hjá út
Svalbarðsströnd að kvöldlagi
og óku bifreiðarnar með full-
um ljósum. Bóndi var svona
heldur andvígur minkaskinnun
um og var fremur hneykslaður
á framtakinu en hitt.
Stóð hann þögull um stund
meðan bilarnir voru að renna
fram hjá, en sagði síðan stund
arhátt í fyrirlitningartón:
„Þeir hafa ekki haft fyrir því
að reka dýrin, eins og rollun-
um er þó boðið." Þessi ummæli
bóndans áttu að hafa komizt til
tals í kaffiboði á Akureyri og
ein fín frú þar hneykslaðist
ákaflega á ummælum bónda um
leið og hún sagði: „Mikið as
skoti er maðurinn vitlaus, að
láta sér detta í hug að hæg.t sé
að reka dýrin, og það í kol-
svarta myrkri."
Við ræddum stuttlega við
Knút Karlsson stjórnarfor-
mann Grávöru h.f. og Eggert
Einarsson framkvæmdastjóra
Rima-búsins og bústjóra.
Þeir sögðu að nú væri búið
að fullgera fyrsta minkahúsið,
en á þessu ári verður lokið við
annað hús, en hvert um sig er
1300 ferm. Þá verður einnig
lokið við skinnaverkunarhús
og fóðurhús á þessu ári, en það
verður 100 ferm. á stærð,
tveggja hæða. Þá er áformað
að byggja fleiri minkahús.
1350 læður eru nú íRima-
búinu og 350 högnar. 1 marz
verður haldið og í maí er von
á ungum. Fyrstu skinnin eru
væntanleg frá búinu í desemb-
er og sögðust þeir Eggert og
Knútur búast við um 4—5 þús.
skinnum í fyrstu lotu.
Fóðrið fyrir minkana er gert
úr fiskúrgangi frá frystihúsinu
Kaldbak í Grenivík, slátri,
stórgripablóði og sitt hverju
fleira og er fæðan sett saman
og hökkuð í mikilli og
voldugri hakkavél. Þeir félag-
ar sögðu búið geta fengið fóð-
ur frá frystihúsinu fyrir 6 þús.
læður, en með þeim fjölda yrði
dýrafjöldinn I búinu alls um 30
þúsund. Þeir bentu jafnframt á
það að ef fiskúrgangurinn frá
Frystihúsinu yrði fullnýttur,
yrði framleiðsluverðmæti
minkaskinnana jafnvirði freð-
fisksins frá frystihúsinu og
jafnframt bentu þeir á að nú
mætti fara að búast við þvi að
verð á minkaskinnum færi að
hækka aftur, en það hefur ver
ið í lágmarki eins og kunnugt
er.
Við minkahirðinguna nú eru
3 starfsmenn og við uppbygg-
ingu Rimabúsins eru 2 starfs-
menn. Eggert lagði á það
áherzlu að minkahirðarnir
færu aldrei út úr minkahúsun-
um meðan þeir væru að vinnu
og innangengt væri frá einu
minkahúsinu í annað, en í nú
verandi girðingu Rimabúsins
er hægt að byggja þrjú minka
hús af 1300 ferm. stærð. Búið
á þó stærri lóð ef til kemur í
framtiðinni.
Á annað hundrað hluthafar
eiga Grávöru h.f. Eru þeir flest
ir frá Akureyri, en einnig frá
Grenivik og víðar að af land-
inu.
Nýbúið að setja „steikina" ofan á búrin.
Eggert Einarsson bústjóri, Knút ur Karlsson stjórnarformaður G rávöru h.f. með taminn mink og
norskur starfsmaður búsins, sem kom með mink ana frá Noregi.
%%%%%%%%%%%%%%%%'4i%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%