Morgunblaðið - 20.02.1971, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.02.1971, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1971 Oddný Elín Vigfús- dóttir frá Snæhvammi F. 9. jan. 1899. D. 28. jan. 1971. MIÐVIKUDAGINN 10. jan. si. var til moldar borin í Eydala- kirkjugarði í Breiðdal Oddný Elín Vigfúsdóttir húsfreyja frá Snæhvamimi í Breiðdal. Elin í Snæhvanmmi haiði átt við nokkra vanheilsu að stríða í langan tíma og sú vanheilsa ágerðist eftir því sem árin liðu. Hún var fhrtt tifl sjúkrahúsdval- ar í Reykjavík í desember s.L, ed vera mætti að hún fetngi að eirnhverju leyti bót meina sinma, en svo varð þó eidki, og hér and- aðist hún fimmtudaginn 28. jan. sJ. Oddný Elín var fædd að Ey- jólfsstöðum í Vallahreppi 9. jan. 1899. Dóttir hjónanna, Vigfúsar Þórðarsonar síðar prests að Hjaltastað og Eydölum i Breið- dal og konu hans Sigurbjargar Bogadótltur. Séra Vigfús í Eydölum, faðir Elínar, var sonur Þórðar Þor- isteinssonar sterka í Krossavík, Guðmundssonar sýslumanns í Krossavík og þeirra kunnu lang- feðga. Móðir Elínar var Sigur- björg Bogadóttir Smith. Ein af hinum þekktu og fögru Smiths systrum frá Reykjavík, sem ættir áttu að rekja til Boga kaup- manns Smith í Reykjavík og Viij^ endur- skoðun dagvistunarmála Boga Beruediktssonar sýsdu- manms á Staðarfeli. Elín ólst upp í foneldrahúsum, á Hjalitastað í Hjaltastaðaþinghá frá 1901—1919 og síðar að Ey- dölum frá 1919 ti'l 1926 að hún giftist og fluifctist að Snæhvammi Þar sem hún átti síðan heima tái æviloka. Veturinin 1920—’21 stundaði Elin mám í hússtj órnardeiild Kvenmaskólana í Reykjavik og einn vetur dvaldi hún hjá móð- ursystur sinni frú Soffíu Boga- dóttir, konu Magnúsar Guð- mundssonar ráðherra að Staða- stað í Reykjavík Árið 1926 giftist Elin eftiriilf- andi manni sínum, Sigurjóni Jónssyni £rá Snæhvammi í Breið- dal. Elín og Sigurjón eignuðust 5 börn, sem ÖM eru á lífi og eru þeasi: Þórður Sigfús, kvænjfcur Astu M. Herbjörnsdóttur og búa þau í Snæhvammi, Jón Snær, kvæntiur Hlíf Jónsdóttur frá Þorvaldssöðum. Þaiu búa á Sel- tjarnamesi. Sigurbjörg Áslaug, gift Kristni Helgasyni, vélstj óra Stöðvarfirði, Solveig Guðlaug, gift Friðriki Sólmundarsyni, út- vegsbónda, Stöðvanfirði. Oddný Edda, gift Baldri Pálssyni, bif- reiðastjóra Breiðdalsvík. Það var með Elínu í Snæ- hvammi, eins og ffleiri eldri sveitakonur, að hún gerði ekki víðreist um dagana. Hún var bundin heimili sínu og bömum og þóttist þar hafa nóg verk að vinna. Inman breiðdæilska fj alla- hrimgsins var hennar starfssvið. Bak við bæinm reis fjallið mörg- humdruð me>tra hátt og veitti skjól og öryggiskennd, en fram undan íá bótin 'lygn og kyrx á etimdum. Rifsker og Lárungar voxtu sem útverðir heimilisins og é þeim brotnuðu fyrstu áhiaup Ægis gamla ef hann var í árásar- ham. Á þessum friðsæla og fagra stað var gott að eiga heima og uma glöð við sitt. En íífshiaup Elínar var þó síður en svo átaka eða erfiðis- laust. Fyrir 40 árum þekktust ekki þau lífsþægimdi, sem nú- tíma konum þykja sjálfscgð. Barnahópur Elinar og Sigurjóns var stór, og upp úr miðjum aldri kom svo vágestuiriim, heiílsu- leysið, barði að dyrum. Eldn min! Fyrir 59 árum kom ég, liti’U móðurlauis dreregur á heimili foreldra þinma. Lítil stúlka, 12 ára gömul, í rósóttri blússu með hvita svumitu og á bryddum sauðskinnsskóm, stóð á hlaðinu og tók á móti mér. Þegar við hittumst næst veit ég að lítil stúika, með hvíta svuntu á brydduðum sauðskinms- skóm, stendur á hlaðireu, tekur i hönd mér og leiðir mig í bæ- inn. Þér, Sigurjón miren, semdi ég samúðarkveðju svo og hörn- um þínum og tengdabörmum. B. S. Theodór Blöndal fyrrv. bankastjóri á Seyðisfirði „ALMENNUR umræðufundur, haldinm á vegum rauðsokka- hreyfingarinnar og Stúdenfafé- lags Háskóla íslands, 17. febrúar 1971, Skorar á borgarstjóm Reykjavíkur og félagsmálaráð horgarinnar að enduirskoða stefnu síma í dagvistunarmálum bama og miða að því, að fjölga dagheimilum í borgireni svo þau geti verið opin öllum börnum jafnt. Jafnframt væntir furedurimn þess, að áfram verði haldið á þeirri braut að skapa eldri börn- um athvarf utan skólatíma, eims og þegar er byrjað á með skóla- dagheimili í einu hverfi borgar- ininar“. Undirritað: Dagheimilisstarfs- hópur rauðsokka, Þuríður Pétursdóttir, Ragna Eyjólfsdóttir, Sólveig Jónsdóttir, Ranreveig Haraldsdóttir, Vilhorg Harðardóttix. (Fréttatilkynming). t Eiginmaður minm Hallgeir Elíasson Hólmgarði 16, lézt íimmtudaginn 18. þ. m. Hjördís Jónsdóttir. t Inmilegar þakkir fyrir auð- sýreda samúð og hluttekningu við aredlát og jarðarför konu minrear Halldóru Guðrúnar Halldórsdóttur Andakílsárvirkjun. F. h. fjölskyldunnar, Óskar Eggertsson. Fæddur 24. október 1901 Dáinn 15. febrúar 1971. FRÉTTIN um andlát hans barst mér eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þegar sól hamingjunnar virtist vera hvað hæst á lofti, dregur skyndilega ský þar fyr ir. Elsku afi minn. Einhvernveg inn hafði mér aldrei hugkvæmzt að þú yrðir kallaður svona skyndilega á brott frá okkur. Þú, sem í dagsins önn hafðir alltaf nægan tíma til þess að miðla okkur af glaðværð þinni og gefa okkur af gæzku þinni. Ég hef ekki fundið það fyrr en nú hversu mjög, þitt þrótt- mikla fjör, þín hispurslausa framkoma, heiðarleiki þinn og t Þakka irmilega ölium þeim sem sýndu mér samúð og vináttu við aridlát og jarðar- för sorear míres, Ólafs Þóris Ólafssonar. Birna Gunnlaugsdóttir. t Við þökkum innilega fyrir þær mörgu minningargjafir, sem okkur hafa verið til- kyrentar í tilefni ai andláti Sigurborgar Kristjánsdóttur frá Múla. Guðrún Kristjánsdóttir Magnús Kristjánsson. góðvild til allra manna og dýra hefur mótað lífsviðhorf og skoð anir okkar, sem áttum því láni að fagna að alast upp í návist þinni. Auk þess að vera afi okkar, en þú varðst reyndar afi allra barna, sem þú kynntist, voruð þið amma alltaf okkar kærustu og beztu félagar í blíðu og stríðu. Sú virðing, sem þú ávallt nauzt meðal samferðamanna þinna í stormasömu ævistarfi, ásamt minningunum um þig mun verða mér dýrmætt vega nesti og leiðarljós á lífsins göngu. Ég bið almáttugan guð að halda sinni verndarhendi yfir ömmu, sem nú verður ein að búa heimili ykkar það sem þið svo samhent hafið ávallt gert það okkur. Þessu fátæklegu orð eru mín hinzta kveðja til þin. Megi vera þín í nýju heimkynnunum verða eins mörgum til blessun ar og gleði og hún var hér á jörð. Þinn nafni. BELGÍA vann í gær Portúgal í landsleik með þremur mörk- um gegn engu. Leikurinn var liður í Evrópukeppni landsliða og hefur Belgía nú örugga for- ystu í sínum riðli, en í honum leika auk Belga, Skotar, Portú galar og Danir. Belgar hafa unn ið alla andstæðinga sína á heimavelli, en eiga eftlir að sækja hin löndin heim. í gær léku Rússar og Mexi kanar vináttuleik í Mexico og lauk leiknum með jafntefli án þess, að mark væri skorað. — Rússar og Mexikanar hafa nú leikið fimm landsleiki í röð án 'þess að skora eitt einasta mark. Á æfingu í „Mýs og menn“ „MYS OG MENN“ I bIldudal .... UM ÞESSA helgi (20. fehr.) er áformað að Leikfélagið „Bald- ur“ á Bíldudal frumsýni sjón leikinn „Mýs og menn“ eftir John Steinbeck. Hefur félagið æft leikinn að undanförnu und ir stjórn Erlings E. Halldórs- sonar. Ráðgert er að sýna leik inn víðar um Vestfirði, síðar í vetur eða vor, en undanfarin fimm ár hefur félagið sýnt einn sjónleik árlega á útmánuðum og fram á vorið á flestum stöð um hér í nágrenni, sum !árin einnig á Snæfellsnesi, í Dala- sýslu og í eitt sinn í Reykjavik. Leikstarfsemi hefur lengi ver ið um hönd höfð á Bíldudal. Fyrir síðustu aldamót hafði verið reist hér samkomuhús með leiksviði, „Baldurshagi", er um langt skeið var miðstöð skemmtanalífs í þorpinu. Einn ig löngu eftir að leiksviðið var lagt niður og húsinu breytt í verzlun og íbúð, var þarna aðal samkomustaður Bílddælinga og danshús, mætti jafnvel segja ,,Unuhús“ Bílddælinga, þar sem gestgjafinn var Guðmundur Sig urðsson bakari. Um langt ára- bil fór leikstarfsemi fram í fisk húsum og pakkhúsum, þar til núverandi félagsheimili var byggt. Leikstarfið var lengst af óskipulegt, þó leikfélög störf- uðu á tímabilum, en Leikfélagið ,,Baldur“ var stofnað í janúar 1965 að tilhlutan ungs fólks, sem árin áður hafði tekið þátt í leiksýningum á vegum ann- arra félaga á staðnum. Bar eink um tvennt til. í fyrsta lagi á- hugi á skipulegri leikstarfsemi og í öðru lagi mikil fjárþörf til stækkunar og endurbóta á félags heimili Bílddælinga. Ekki varð þó af frekara starfi fyrsta árið, en í ársbyrjun 1966 var hafizt handa, leikstjóri fenginn og fyrsta verkefnið flutt, alls 10 sinnurrt á Bíldudal og í nær- liggjandi þorpum við ágætar við tökur. Var það franskur gaman leikur, „Vængstýfðir englar“ eft ir Albert Husson. Leikstjóri var Kristján Jónsson. Næsta og umfangsmesta verk efni félagsins var danski gam- ansöngleikurinn „Þrír skálkar“ eftir Carl Gandrup, frumsýndur 15. janúar 1967. Leikstjóri Krist ján Jónsson. Leikurinn hlaut fá gætar vinsældir, var fluttur 13 sinnum á sex dögum og lauk með tveim sýningum í Tjarnar bæ í Reykjavík 23. marz. Vorið 1968 sýndi félagið enn undir stjórn Kristjáns Jónssonar í þetta sinn „Mann og konu“ Jóns Thoroddsens í leikgerð Em ils Thoroddsens. Urðu sýningar 10 og aðsókn og móttökur með ágætum. Bæði þessi leikrit reyndu mjög á samheldni þeirra er við sýningarnar unnu, því um og yfir tuttugu manns tók þátt í þeim, beint og óbeint, í hverri sýningu, en ferðalög erfið hér um Vestfirði á þessum árstíma. Hagnaður af starfsemi félagsins þessi ár var mjög góður og rann hann til Félagsheimilis Bíld dælinga, og kom í góðar þarfir við endurbætur hússins. Vorið 1969 sýndi félagið leik rit af ólíkum toga, „Þjófa, lík og falar konúr" eftir Dario Fo, undir leikstjóm Bjarna Stein- grímssonar. Þetta verk gerði aðrar og meiri kröfur til leik enda en hin fyrri. Þótti frammi staða leikenda þó hin bezta og sumra með ágætum, og mun vegur félagsins hafa vaxið af þessari sýningu, þó hún gæfi minni arð en hinar fyrri. Kom þar einkum til, að sjónvarpið var um þessar mundir að halda innreið sína um Vestfirði og Snæfellsnes, þar sem leikurinp var sýndur, og olli alkunnum truflunum gagnvart öðru skemmtanalífi. Sýningar urðu 13 á tíu stöðum. Sl. vor sýndi félagið léttan gamanleik, „Allir í verkfall" eft ir Duncan Greenwood, undir stjórn Kristjáns. Hlaut leikur- inn góðar vinsældir og urðu sýningar níu og hefðu orðið fleiri ef forföll hefðu ekki kom- ið til. Félagið hefur jafnan vandað til sýninga sinna eftir föngum, m.a. hefur það jafnan gefið út vandaða leikskrá. Helztu leikendur félagsins á undanförnum árum hafa verið Hannes Friðriksson, sem leikið hefur öll árin, Heimir Ingimars son (sr. Sigvaldi o. fl.), Öm Gíslason (Ístm-Morten í „Þrem sk|ilkum o.fl.), og Guðbjörg Kristinsdóttir (Þórdís í „Manni og konu“ o. fl.), en sé „Mýs og menn“ talið með, munu um eða 50 manns hafa tekið þátt í og unnið að sýningum félagsins. í leiknum „Mýs og menn“ leika: Hannes Friðriksson (Ge- org), örn Gíslason (Lenni), Pét ur Bjarnason (Slim), Finnbjörn Bjarnason (Curley), Margrét Friðriksdóttir (kona Curleys) og ennfremur Valdimar B. Ottós son, Jörundur Garðarsson, Ottó Valdimarsson, Hannes Bjarna- son og Ágúst Gíslason. Stjórn „Baldurs“ skipa nú: Hannes Friðriksson, formaður; Jömndur Garðarsson, ritari og Pétur Bj arnason, gjaldkeri. (Frá Leikfélaginu Baldri). Bók um námslán og styrki TIL þess að auðveflda némsmömn- uim að afla sér vitnieskju uan lén og styrki, sem til greina koma hareda þeim, hefur menrutamóJa- ráðureeytið gefið út liitla bók, sem heitir Námssfcyrkir og némsfflán. Hafa þeir Birgiir Thorlacius og Ámd Gunnarssore fcekið bókina samare. Em þarna meðal annars veittar upplýsingar um skipulag og starfsemi Lánasjóðs íslenzkra námsmanna, námsgjaldeyTÍ, styrki til iðnaðarmanna til fram haldsnáms erl'endiis, styrki Vrs- iredasjóðs og ýmissa annarra sjóða. Þá em í bókinni upplýs- irugar uan erlenda styrki til ís- lendinga, en þeir hafa farið vax andi síðan menntamólaráðuneyt- ið hóf að veita erlenduim náms- mönnuim styrki til háskólanáms hér í íslenzku, sögu íriands og bókmenintuim. í bókinni eru sýn- ishorn af eyðublöðuam þeim, sem nota ber við umsóknir um styrki og lán. Bókin fæst hjá Bókaút- gáfu Menningarsjóðs, Skálhoflts- stíg 7, Reykjavík. (Frá mennta- málaráðuneytinu).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.