Alþýðublaðið - 31.07.1920, Síða 4

Alþýðublaðið - 31.07.1920, Síða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ loll koniEipr. Fundur verður haldinn í sÖkufélagi Reykjavíkur« sunnudaginn i. ágúst kl. 4 síðdegis í Alþýðuhúsinu. — Nauðsynleg málefni til umræðu. Stjórnin. Eftir Upton Sinclair. Fjórða bók: Erfðaskrá Kola konungs. (Frh,). „Flýtið yður maður", kallaði Haliur. „Eg get ekki haldið múgnum í skefjum til eilífðar. Ef þér viljið ekki hleypa öllu í bál og brand, þá áttið yður“. „Jæja þá!“ sagði Cartwright og varð að sitja á bræði sinni. Hall- ur snéri sér þá að nianngrúanum til þess að tilkynna honum, að þetta væri fengið. Því var tekið með löngu gleðiópi. „Hverjir eiga að fara inní“ sagði Hallur, þegar hann fekk aftur hljóð. Hann horfði yfir hóp- inn, hugsaði nm Tim og Wauc- hope, sem höfðu haft sig mest í frammi, en kaus heldur að hafa sjálfur eftirlit með þeim. Þá varð honum Iitið á Jerry Minetti og frú David — en mintist þá á- kvörðunar Jacks, um að halda hóp þeirra utaa við þetta. Því næst datt honum Mary Burke í hug; hún hafði unnið sér það til óhelgi, sem unt var, og allir treystu henni. Hann kallaði því á hana og ameríska konu, sem hann sá í hópnum. Þær komu upp á tröppurnar, og Hallur snéri sér að Cartwright. „Það er þá afráðið", sagði hann, „þessar tvær konur fara inn og dvelja hjá sjúklingunum og tala við þá, ef þeir vilja það, og engir hafa yfir þeim að segja nema læknarnir og hjúkrunarkon- urnar, er ekki svo?“ „Ætli það ekki“, sagði námu- stjórinn ólundarlega. „Ágætt", mælti Hallur, „en í Guðs bænum, haldið loforð yðar, því þessir menn hafa þolað alt, sem þeir megna, ef þér reitið þá frekar til reiði, koma afleiðiag- arnar yfir höfuð yðar. Og meðan á þessu stendur, þá sjáið um, að knæpunum sé lokað og að þær verði ekki opnaðar fyr en óveðr- inu er slotað. Sjáið líka um, að þjónar yðsr séu ekki á ferli, að sýna skammbyssurnar". Án þess að bíða svars, snéri Hallur sér að fólkinu og rétti upp hendina til merkis um þögn. „Verkamenn", mælti hann, „vér höfum mikið verk að vinna -— við þurfum að stofna félag vort. Við getusn ekki gert það hér framan við sjúkrahúsið. Við skul- um með stillingu fara bak við aflstöðina og stofna það þar. Eruð þið mér sammála?" Svarið var játandi, og þegar Hallur hafði séð um að konurnar voru óáreittar komnar inn í sjúkra- húsið, stökk hann niður af tröpp- unum og gekk í farabroddi á á- kvörðunarstaðinn. Jerry Minetti kom til hans, frá sér numinn af fögnuði. Hallur greip í handlegg honum og hvíslaði: „Láttu þá syngja, Jerry! Góðan ítalskan söngl" Þetta og hitt. Ekki er ðll vitleysa eins. Ameríkumenn eru áreiðanlega allra manna frumlegastir ekki síð- ur í „sporti" en öðru. Síðasta uppátæki þeirra á því sviði, er að þeir eru teknir að baða sig upp úr mold og leir. Þykir þetta hin mesta skemtun og auk þess mjög heilnæmt. Ekki þarf að geta þess, að baðhús — það er að segja þar sem vatn er notað — eru reist til þess að þvo aurinn af skrokknum á eftir. Eugenia keisaraekkja arfleiddi spánskan frænda sinn, Ferdinant Stuart, greifa af Montijo, að öllum eigum sínum á Spáni; en eignir hennar í Englandi runnu til prins Victor Napoleon, núver- andi ættarhöfuðs Bonapartanna í 3. ættlið. Lík keisaraekkjunnar var flutt ,til Englands og jarðsett þar. Elugmiðafargau. Þegar síðustu þingkosningar fóru fram í Berlín, voru húsvegg- irnir uppeftir öllu þaktir auglýs- ingum og flugmiðum, kosningar- daginn. Fengu fjöldi manns at- vinnu við það á eftir að þvo húsin utan. M—^—————1— DreugirT Munið eftir Þróttl snemma : : á mánudagsmorguninn. : : Työ herbergi og eldhús óskast til leigu fyrir 1. okt. — Afgreiðsla vísar á. kaupendur blaðsins, sem hafa bú- staðaskifti eru beðnir að tilkynna afgreiðslunni það. Sömuleiðis eru menn ámintir um að gera að- vart, ef vanskil eru á blaðinu. er ódýrasta, fjölbreyttasta og bezta dagblað landsins. Kanpið það og lesið, þá getið þið aldrei án þess verið. AIilíil vandræði! Þvott- urinn minn núna er allur með rgðblettum, hvaða ráð er til að ná þeim úr og forða honum við eyðileggingu? Bæta má úr því- Sendu bara í verzlunina „Hlíf“ á Hverfisgötu 56 A, hún er nýbúin að fá þýzkt efni, er tekur alla ryð- bletti strax úr þvottinura, án nokk- urra skemda á honum. Pakka þér hjartanlega fyrir bendinguna- Alþbl. kostar I kr. á mánuflí* Ritstjóri og ábyrgðarmaður: _______Ólafur Friðriksson.______ Prentsmiðjan tiutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.