Morgunblaðið - 30.06.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.06.1971, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30, JÚNÍ 1971 Páll Líndal: — Samtekt um þró- un skipulagsmála, un/ sett voru skipu- lagslög 27. jvmí 1921, gerð með sérstöku tillíti til Reykjavík- ur. SÍÐASTI ÁFANGI. FYRRI LOTA. STUTT RÆ0A RÁÐHERRA Aukaþmg var haldið 1920 og stóð aðeins 18 daga. Aðalverk- efni þess var að samþykkja end anlega stjórnarskrá fyrir kon- ungsríkið fsland. En stjórnin hafði líka látið fara fram endur- 4. hluti gerð, alls konar nauðsynlegar leiðslur, svo sem vatnsveitur, raflýsingarleiðslur o.þ.l., sem allt er nauðsynlegt til hagnaðar og þrifa bæjarbúum; það þarf ekki nema að minnast á þetta til að sanna, að með hentugu skipulagi aparast stórfé í stofn kostnað á framkvæmd þessara hluta, og árlegt viðhald að sama skapi, er borið er saman við það skipulag, sem hingað til hefur víðast átt sér stað.“ Karl Einarsson bæjarfógeti, þingmaður Vestmanneyinga, gerði grein fyrir breytingartil- lögu nefndarinnar. Breytingartillögurnar fólu að allega í sér aukna kostnaðar- þátttöku ríkissjéðs við ftam- kvæmd laganna. Nefndin lagði til, að fækkað yrði í skipulags- nefnd ríkisins í þrjá. Þá var vikið að nokkrum ákvæðum í kaflanum um eignarnám og skaðabætur. Af 14 breytingar- tillögum nefndarinnar voru 12 samþykktar. Nú fór málið til neðri deild- ar. Pétur Jónsson ráðherra mælti svo fyrir frumvarpinu: ,,Ég ætla enga framsögu að hafa með þessu frumvarpi, enda hygg ég flestum háttvirtum þingmönn u mmuni það kunnugt. Ég legg til, að málið fari i allsherjar- nefnd.“ Að lokinni þessari ræðu var frumvarpinu vísað til nefnd ar eins og ráðherra hafði lagt til. Nefndin mælti með því, að frumvarpið yrði samþykkt ó- breytt. Jón Þorláksson síðar ráðherra kom með þá breytingartillögu, að skipuiagsskyldan yrði ekki bundin við 200 íbúa þorp, held ur 500 íbúa, með heimild til að láta það ná til fámennari staða. Hélzt sú regla til 1938. skoðun frumvarps Guðmundar Hannessonar eins og þingið 1917 hafði óskað. Nú var frumvarp ið lagt fram aukið og endur- bætt. Því fylgdi greinargerð áður var rakin. Atvinnumálaráðherrann, Sig- urður Jónsson frá Yztafelli, fylgdi frumvarpinu úr hlaði með svofelldum orðum: ,,Ég skal taka það fram, að þetta frumvarp hefur fengið «11 góðan undirbúning af læknum og byggingafróðum mönnum.“ Fleiri voru þau orð ekki, og var frumvarpinu vísað til nefnd ar umræðulaust, hvað efnið snertir. Nokkrum dögum síðar var þingi slitið. Það er alveg rétt, að frumvarp ið hafði hlotið allrækilega með- Geir /oéga ferð. Til endurskoðunar höfðu verið skipaðir auk Guðmundar Hannessonar þeir Guðjón Samú elsson húsameistari og Geir G. Zoéga vegamálastjóri. í bréfi til Stjórnarráðsins, dags. 14. júní 1919, gerðu tveir hinir síðar- nefndu grein fyrir afstöðu sinni til málsins. Þar segir m.a.: „Við erum sammála um, að hér sé um mikið nauðsynjamál að ræða og að frumvarpið eins og það lá fyrir, stefni rétta leið að marki þvi, sem sett er um hollara og hagsýnna skipu- lag kauptúna hér. — í athuga- semdum þeim, er fylgja frum- varpinu, eru færð fyrir nytsemi þessa máls, að þar þarf ekki dið að bæta, enda málið undirbúið af þeim manni, próf. Guðmundi Magnús Jónsson Hannessyhi, sem mest hefur beitt sér fyrir umbótum á húsa- gerð hér á landi.“ í athugasemdum við einstak- ar greinar kemur ljóslega fram, hverju þeir tvímenningar höfðu breytt. Meginatriðið er þó óbreytt, en það er, ,,að landsstjórnin annist alla framkvæm málsins. Reynsl an hefur sýnt, að bæjarsíjórnirn ar vanrækja það, en fram- kvæmdir verða miklu tryggari í höndum stjórnarinnai'. Þá er hún og miklu óháðari gagnvart öllu flokkatogi og einstaklinga hag í bæjunum en bæjarstjórn ir þeirra, stendur á ýmsan hátt betur að vígi og mundi fá betra samræmi á flest í bæjunum en hver bæjarstjórn fyrir sig.“ Þetta kemur mjög heim við það, sem Guðmundur Björnsson landlæknir hafði sagt á þingi 1905 og áður er nefnt. Það, sem einkum er breytt, iýtur að hinni formlegu með- ferð mála, t.d. eru tekin i frum varpið rækileg ákvæði um fram lagningu skipulagstillagna og meðferð athugasemda, er ber- ast kunna, svo og um breyting ar á staðfestu skipulagi. Þá er aukið við þýðingarmiklum kafla um eignarnám og skaðabætur, er ekki var að finna í upphaf- lega frumvarpinu. Felld voru niður ákvæði um skyldu til þess að hafa samkeppni um skiflrlag Reykjavíkur og ákvæði um setu listamanns í skipulagsnefnd rík- ins. SÍÐASTI ÁFANGINN. SÍDARI LOTA. STUTTAR RÆÐUR RÁÐ- HERRA Frumvarpið var lagt óbreytt fyrir Alþingi 1921. Nú var Pétur Jónsson frá Gautlöndum orðinn ráðherra. Hanm var ekki með neinar mála lengingar við framlagningu frum varpsins. Framsöguræðan var á þessa leið: „Til þess að spara sér prent- un og pappír, hefur frumvarp það i þessu máli, sem lagt var fyrir aukaþing 1920, og ekki varð sinnt um þá, verið lagt fyrir nú óbreytt og án þess »ð prenta það upp, og skírskotast því til athugasemda, sem því frumvarpi fylgdu. Af þvi að aukaþingið var svo stutt, var ekkert við máli þessu rótað.“ Þessu næst kom fram tillaga um, að frumvarpinu yrði vísað til lyfjasölunefndar (!) Var sú tillaga samþykkt með 10:1 atkv. en áður hafði verið felilt að vísa því til menntamálanefndar. Ekki fæ ég séð, hver voru rök til þessarar málsmeðferðar, nema e.t.v. þau, að nefndin hafi gegnt hlutverki einskonar alls herjarnefndar í efri deild. Lyfjasölunefndin athugaði mál ið vel og vandlega og lagði fram ýtarlegt álit með nokkrum breyt ingartillögum. I nefndarálitinu segir m.a.: „að flestir bæir og kauptún eru nú mjög il!la byggð og illa niðurskipað byggingum og götum. Að koma þessu í sem haganlegast horf sem fyrst er mjög áríðandi fyrir hvert kaup tún og sparar því og einstökum mönnum þar stórfé, auk þess sem það gerir þrifnað möguleg an og eykur fegurð þess. Þar þarf ekki nema að nefna vega gerðir og viðhald vega, ræsa- VIÐHORF MAGNÖSAR JÓNSSONAR Magnús Jónsson síðar prófess or og ráðherra lagðist mjög gegn þessari tillögu, sem alls- herjarnefnd hafði fallizt á. Ilann komst m.a. svo að orði: „Þetta frv. er ettt af merkileg ustu frv. þingsins, og mætti það vera orðið að lögum fyrir mörg um árum. Það er hörmulegt til þess að vita, hvernig tekizt hef ur með skipulag bæja hér á landi, bæði hvað fegurð og hag kvæmni snertir. Dæmin mætti telja fram svo tugum skiptir, en ég nefni aðeins eitt, af því að það verður fyrir mér. Það er síminn. Honum hefir víðast ver ið hróflað upp á fegurstu götun um, öllum smekklegum mönnum til angurs og ama. Það hefir, ef til vill, þótt stáss að honum fyrst, þegar hann var nýr, en þegar nýjungaviman var runn- in af mönnum, munu þeir hafa litið hann öðrum augum. Mér dettur í hug fegursta gata ísa- fjarðar, Strandgata, sem eyði- lögð er með því, að aðalsíminn er lagður eftir henni, og eina má minna á Bankastræti hér í Framh. á bls. 20 . R EYKJAVJ K jiíí H <y /J.r &&Í ‘f'vrv'' m - .'+ 'ifr rOr ~>r ■ / jirilé/v/ t CY/f*.V,r 4 ._■>,« t > />• r.<v * .............. / ■. t -i'AAy*!-.■/ AfX-'y. tr/f/t ■}•<//■ p/'i * ■ /*>/rs ■ V.'M* ■•/v'/'/rr./'.'.y^f’y ■\ ii::/>Or/4/*V*(i//...^^/r/:-:.:: •■> //oir/ fA)';/<///*<d r, &><?/** M*vA/aV.K<// ■■:•: /<</</• yó'/ /<><•'//*.‘f.>r'/ó^ ::J/ ■:■■:.. •• •* - ■ • • N > /'/,wi//«o»rrö>M‘ /■/»/',‘./'2 ■ ', /' /, —» ■ ■ 4 -9 J* * > * *, » • ;■> . •T'.'áv'. . . ..■ •• 1 •* • • - lí/fl.','-''//. -f <4- /,«<!'f«'rnv >* ' ,'*«■•,» '<!»'//■ :>««'/• //aty //"&//*<- X> /'A„o'0>*o/„,rt .'. v-/.< > • • V - \ ■ ■■ * -1- - 1 / ■■ * v/ A É !K //tí"■■■ •'.■ ■</ '■■/<'.“/j •'Ao' t' - ■ <•>■ //',//•"/.’•/'' **&<>//>/ '/<&• .* /-+<■/ ;:■/<■/ - //'* '. / i/ „-'/••■■’.-'J/. /'•írs/jo''ofj’<óí''>*.- AO /vr"?//o*o'-/r Ýf <'• 1'./■*•' ■*/./&■> <v x ■'<'■ ■>■■ ■/*/'*+■■?, /•■v/4».j/#-i,- "T* ' .v • ’ ■• : ' ■ vi/x.. '■ •;■.■■■' ,•. ■' »"'Tvr-t ___________sWa '. ' ' /■ ; ' ’ ’ , ’ . -'■■' ... , <y. ’- fd-yv > ■>•.".',' .' - /'* , •-i*-/-/* {**<//,<>• I J /•> •- Re.vkjavíkurkort frá 1920.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.