Morgunblaðið - 30.06.1971, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.06.1971, Blaðsíða 13
ti.iy,i’ij!:. !&>', i'íij'... /l:CTji CTM, ,f(Fiil!i A.KVHOfeji.__________________________________________M }[’’ MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNl 1971 13 Örstutt afmæliskveðja; Kristján Aðalsteinsson skipstjóri á Gullfossi HVAR eru hinir níu? var spurt. Þetta kom mér í hug, er ég sett- ist með pennann hér við borð- hornið, til þess að senda göml- um skólafélaga, einum hirana níu, seirn prófi luku frá Stýrdmanna- skólanum árið 1932, stutta kveðju, en hann á 65 ára afmæli í dag. Þetta er Kristján Aðal- steinisson, skipstjóri á flaggskipi flotanis, Gullfosísd. Kristján er fyrir löngu þjóðkunnur maður fyrir skipstjórnarstörf sín — hann hefur vissulega ávaxtað sitt pund, svo til fyrirmyndar er. Kristján er fæddur 30. júní vestur á Dýrafirði, en foreldrar hans voru Aðalsteinn Aðalsteins- son, iskipetjóri frá Hrauni í Keldudal, síðar á Þingeyri. Móð- ir Kristjáns var Kristín Krist- jámsdóttir. Eftir að hafa veriö við nám í Núpsskóla innritaðist Kristján í Stýriim aninaskól ann og þaðan iauk hann prófi vorið 1932, frá farmannadeildinni. f langri sjó- menrasku hefur Kristján lengst af verið á Fossum Eimskipafé- iagsinis. Hann varð skipstjóri á Guilfossi árið 1958 og verið þar sáðan. Þar hefur hann verið skip- stjóri með þeirri reisn og glæsi- brag að til sóma er fyrir stétt hans, sem vissulega er fjölmenn og hefur miklu mannvali á að skipa. Fyrir frábær skipstjórnar- störf hefur Kristján verið sæmd- ur stórriddarakrossi Fálkaorð- uninar. En við, sem lengi höfum verið á sjónum, verðum sturadum að sætta akkur við að þurfa að fara í larad jafnvel þótt starfsþrekið sé eran með öllu óbilað. Nú nálg- umist við þesisa höfn, sem héld- um til hafs vorið 1932. Kristján Áðalsteinsson, ég flyt þér kveðjur og árnaðarósfcir skólafélaganna frá 1932. Við er- uim stoltir af að geta talið þig í okar hópi. Um leið sendum við gamlir skólafélagar þínir fjöl- skyldu þirani innilegar kveðjur. Og þessi orð hagyrðings um aranan góðan vestfirzkan skip- stjóra, vil ég í dag gera að mín- um: „Silgldiu heiiii um höfin siliynigur hundrað prósent íslendingur." Theodór Gíslason. Vistheimilið Sólborg. Vistheimilið Sólborg vígt Akureyri, 7. júní. VISTHEIMILIÐ Sólborg stendur á afar fögrum stað efst í klöpp- unum sunnan Glerár. Útsýnið er fagurt, svo og næsta umhverfi, og sjálft er vistheimilið hið glæsilegasta, reist af stórhug og framsýni af Styrktarfélagi van- gefinna á Akureyri. Helztu hvata menn ag byggingu heimilisins voru þeir Jóhann heitinn Þorkels- son, héraðslæknir, og Jóhannes Óli Sæmundsson, formaður félagsins, en fleiri forystumenn félagsins studdu málið af alefli. Þörfin fyrir stofnun sem þessa var líka orðin mjög brýn. Dagheimili tók til starfa í Sól- borg i nóvember 1969, og nú eru þar 7 heimangöngubörn. Sjálft vistheimilið hóf starfsemi sína í april 1970. Fyrst komu 6 böm og siðan var bætt við 6 börnum vikulega fyrst í stað. Eftír það bættust við færri í einu, þar til vistmenn voru orðnir 45, sem er sú tala vistmanna, sem heim- ilið rúmar. Heimilið fullnægir nokkurn veginn aðsókn eins og er, en þó er vitað um allmarga vangefna á Norðurlandi, sem enn hefir ekki verið beðið fyr- ir, en munu siðar þurfa á vistun að halda. Auk þess fæðast alltaf nokkur vangefin börn. Að því mun reka, að heimilið geti ekki annað vistbeiðnum. Daggjöld eru hin lægstu, sem Valgerður Jónsdóttir, hjúkrunarkona, sem gegnir starfi forstöðu- konu í fjarveru Kolbrúnar Guðveigsdóttur. um getur, 550 krónur á sólar- hring, og greiðir ríkið % en heimasveit hvers vistmanns % daggjaldanna. Framfærendur greiða efckert. Auk þess leggja nokkur sveitarfélög á Norður- landi 10 krónur á hvern íbúa árlega til reksturs heimilisins og er Húsavikurkaupstaður þar fremstur í flokki og greiðir 20 kr. á hvem ibúa. Svonefnt tappagjald, sem lagt er á gosdrykkjaflöskur, stendur að verulegu leyti undir bygg- ingarkostnaði, sem nú er orðinn h.u.b. 40 millj. kr. Þar í er aðal- byggingin, sem er stór og rúm- góð með ibúðarherbergjum, kennslustofum, leikstofum, borð- stofu, eldhúsi og öðrum nauðsyn- legum vistarverum og starfs- mannabústaðir auk frágangs á hinni stórU lóð Sólborgar. Byggingarframkvæmdum öll- um verður senn lokið, en verk- takinn, Trésmiðjan Reynir sf., mun skila verkinu af sér hinn 10. júlí nk. Þann dag verður heimilið vígt með viðhöfn. Starfsfólk er um 25 manns. Forstöðukona er Kolbrún Guð- veigsdóttir, gæzlusystir og að- stoðarforstöðukona Valgerður Jónsdóttir, hjúkrunarkona. Kenn arar eru Bjarni Kristjánsson, Bergþóra Gústafsdóttir og Sig- ríður Garðarsdóttir. Læknir Sól- borgar er Baldur Jónsson, sér- fræðingur í barnalækningum. Tveir sjúkraliðar starfa við heimilið. Margir einstaklingar og félög hafa stutt starfsemina með gjöf- um og vinnu og eins hafa marg- ir orðið til þess að gleðja vist- mennina á ýmsan hátt. Skilning- ur á nauðsyn þessarar þörfu stofnunar fer vaxandi, enda er vangefið fólk varnarlausast ailra öryrkja. — Sv. P. Fagnaður fyrir starfs■ fólk D- listans í Suðurlandskjördœmi verður r Árnesi, Cnúpverjahreppi laugar- daginn 3. júlí og hetst kl 21,30 j2„an2>sniáta$éba#L<) TJátdut SumarferS VARÐAR Borgarfjarðarferð um Kaldadal sunnudaginn 4. júlí 7977 Favseðlar verða seldir í Valhöll við Suðurgötu 39 (s. 15411) og kosta kr. 650.00. Innifalið í verðinu er hádegisverður og kvöldverður. Lagt verður af stað frá Austurvelli klukkan 8 árdegis, stundvíslega. í síðustu ferð var ekki hægt að anna eftirspurn. — Kaupið því miða tímanlega. STJÓRN VARÐAR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.