Morgunblaðið - 13.07.1971, Page 14

Morgunblaðið - 13.07.1971, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLl 1971 Haraldur Salómons son — Minning Fæddur 4. október 1908 Dáinn 3. júlí 1971. ÞAÐ var sannkölluð harma- íregn sem barst okkur meðstjóm armönnum Haralds Salómons- sonar í stjóm Félags pípulagn ingameístara að morgni sunnu- dagsins 4. þ.m. að hann hefði látizt kvöldið áður. Engin veit sína ævi fyrr en öll er, en okk ur í stjóm félagsins óraði sízt fyrir því, að slíkt skarð yrði höggvið í raðir okkar svo skyndilega. Við vorum á stjórn t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, Sigríður Magnúsdóttir, Austurbrún 6, andaðist 11. þ.m. Þór R. Jensson, Garðar Jensson, Anna Guðlaugsdóttir og barnabörn. t Móðir okkar, Sigurrós Þorsteinsdóttir, Lindargötu 23, Reykjavik, andaðist sunnudaginn 11. þ.m. Börnin. arfundi með Haraldi þá í vik- unni og ræddum um verkefni stjórnar eftir sumarleyfi, og var hann þá hress og kátur með gamanyrði á vör, eins og hans var vandi. Ekki datt okkur það heldur í hug á síðasta aðalfundi í félaginu, þegar hann hugðist segja af sér stjómarstörfum, en lét þó tilleiðast að halda áfram sem gjaldkeri í félaginu, vegna áskorunar og undirskriftar mik ils þorra félagsmanna. Haraldur hafði setið í stjóm Félags pípu- lagningameistara í um 20 ára skeið og lengst af sem gjald- keri. Það sýnir bezt tiltrú félags manna á Haraldi að honum var falið eitt ábyrgðamesta starfið í félaginu, enda rækti hann öll störf sín með sérstakri prýði og naut félagið þeirra eiginleika hans, sem voru vandvirkni og ósérhlifni í starfi. Auk gjaldkerastarfsins voru Haraldi falin ýms önnur trún- aðarstörf svo sem að vera full trúi félagsins í Húsfélagi Iðn- aðarmanna, sem byggir stórhýsi á mörkum Ingólfsstrætis, Hall- veigarstígs og Bergstaðarstræt- is. Einnig var hann. fulltrúi fé- lagsins í Sameign Iðnaðarmanna að skipholti 70. Haraldur var hin síðari ár starfsmaður félagsins á Mælinga stofu pípulagningamanna og sem slíkur hafði hann öðmm fremur, meiri og nánari tengsl, við hina almennu félagamenn og þá sem þeir störfuðu fyrir i iðn sinni. Við samstarfsmenn Haralde í stjóm Félags pípulagningameist ara viljum nú að leiðarlokum þakka honum góða viðkynningu og ánægjulegt samstarf og á kveðjustundinni eru þessar lín t Móðir okkar, Halldóra Oddsdóttir, lézt að heimili sínu, Hjalla- nesi, Landsveit, 10. þ.m. t Sonur okkar, Ólafur Helgi Ágústsson, Langholtsvegi 47, verður jarðsunginn frá Lang- holtskirkju miðvikudaginn 14. júlí kl. 13.30. Börnin. Laufey Guðlaugsdóttir, Ágúst Jónsson. t Faðir okkar, GUÐMUNDUR B. HERSIR, Lokastig 20, sem andaðist 7. þessa mánaðar, verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni 13. þessa mánaðar, klukkan 13.30. Bömin. t Systir okkar, KRISTtN ÞÓRARINSDÓTTIR verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 13. júli kl, 3. Anna Þórarinsdóttir, Margrét Þórarinsdóttir. t Otför konu minnar, móður, tengdamóður og ömmu UNNAR JÓNSDÓTTUR Eiríksgötu 15, fer fram frá Frikirkjunni miðvikudaginn 14. júli kl. 3 e.h. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeir. sem vilja minnast hennar, láti líknarstofnanir njóta þess. Magnús Richardsson, Erla Ólafsson Gröndai, Þórir S. Gröndal, Unnur Maria Gröndal. ur aðeins lítill og fátæklegur þakklætisvottur, frá félaginu, fyrir gott áratugastarf í þágu félagsins og til heilla iðnaðin um í landinu. Við kveðjum að lokum mikinn mannkostamann og sérstæðan persónuleika, sem okkur mun lengi verða minnis- stæður. Aðstandendum hans, dætrum og stjúpsyni svo og öðrum ást- vinum vottum við okkar inni- legustu samúð. Stjóm Félags pipulagnmgameistara. Ingibjörg - Minning SKJÓTT hefur sól brugðið sumri. Með frú Ingibjörgu Rafnar er sönn aðalskona til hvíldar geng- in. Hún bar ekki aðeins með sér glæsilegt yfirbragð göfugrar ætt- ar og gróinnar menningar, held- ur var hún sjálf svo hjartahrein, einlæg og ástúðleg að upplagi og skapgerð, að hún hlaut að verða öllum kær sem kynntust henni vel. Var hún ein af þeim konum, sem gerðu sólríka og fagra sveit ennþá bjartari og fegurri, eins og góðar konur hafa ávallt gert og munu gera. Þvi verður hennar lengi minnzt í Eyjafirði. Það var bjart yfir árdegi æsk- unnar, þar sem hún ólst upp í Steinnesi í Þingi með merkum foreldrum í hópi gervilegra og gáfaðra systkina. Bjart var yfir hádegi ævinnar, er hún stofnaði ung og hamingjusöm heimili með manninum, sem hún unni, Jónasi Rafnar, þá ungum lækni, er seinna gerðist yfirlæknir við heilsuhælið í Kristnesi við Eyja- fjörð. Og enn léku þar bjartir geislastafir um líf þeirra, þar sem ævin leið í önn og blessun- arríku starfi og hún naut al- mennrar virðingar og ástsældar héraðsbúa allra við hlið síns mikilhæfa eiginmanns á þessum fjölmenna stað. Heimili þeirra var alla stund með fágætum menningarbrag, þar sem um- gengni og jafnvel hver hlutur bar bitni um næman fegurðar- smekk húsfreyjunnar. Engum duldist það heldur með hve mik- illi umhyggju og ástúð hún ól upp börn sín og leiðbeindi þeim á braut menningar og giftu. Átti Inqveldur Á. Siq- mundsdóttir - Minning í DAG fer fram að Ingjaldshóli jarðarför Ingveldar Á. Sig- mundsdóttur, fyrrverandi skóla stjóra á Hellissandi. Hún andað ist þann 5. þ.m. eftir margra ára vanheilsu. Ingveldur var fædd í Akur- eyjum í Helgafellssveit 2. nóv. 1880, dóttir hjónanna Sigmund ar Guðbrandssonar bónda og formanns í Akureyjum og seinni konu hans Salbjargar Einars- dóttuT. Hún ólst upp í foreldra húsum og gekk þar að öllum störfum sem til falla ,eims og títt er á sveitaheimilum. Snemma beindist hugur hennar til bóklegra fræða en lífsbarátt an var hörð I þá daga og efni lítil. En þá gerðst það, er hún síðar taldi vera sína mestu ■gæfu, þótt svo hafi vafalaust ekki virzt frá annarra sjónar- hóli. Hún fékk meinsemd í ann að hnéð, svo að hún gat ekki stundað vinnu þá, er búskapur inn í Breiðafjarðareyjum út- Rafnar þetta hjartahlýja viðmót og hin prúða elskulega framkoma henn- ar ríkan þátt í þvi, hversu gott var að koma á heimili hennar, því að hún hafði einstaklega gott lag á því að gera gestinum stund- ina glaða og ánægjulega. Minnist ég margra slíkra ógleymanlegra stunda á heimili þeirra hjóna frá samferð liðnu áranna, sem mér er bæði ljúft og skylt að þakka nú, þegar dagurinn er allur og hún er horfin á braut til sólar- landa fegri. Þó er ég viss um, að endurminningin um þessa yndislegu konu á ennþá eftir að varpa ljóma yfir líf ástvinanna, sem eftir lifa og annarra, sem þótti vænt um hana, meðan heilagir englar á himingeislum góða brúði bera. Gráta þá í lautu góðir ljósálfar en svörtu falda Súlur. Vinum hennar sendum við hjónin alúðarkveðjur. Benjamín Kristjánsson. heimti á þeim tíma. Af þessu hnémeini þjáðist hún af og til aila ævi. f Búðardal var þá lýðskóli Sigurðar Þórólfssonar og afréð Ingveldur þá að fara þangað þótt fjárhagur væri þröngur. Þar stundaði hún nám i einn vetur og gerðist síðan farkennari í Helgafellssveit. Næsta skrefið var Kennaraskólinn. Að loknu kennaraprófi gerðist hún kenn ari við barnaskólann í Stykkis- hólmi og kenndi þar frá 1907 til 1914. Skólastjóri við bamaskólann á Hellissandi var hún svo frá árinu 1914 til 1935 eða þar til hún fluttist til Reykjavikur til þess að geta betur liðsinnt börn um sínum, er þau hófu nám í framhaldsskólum. Árið 1916 giftist hún Jóni Pét urssjmi frá Ingjaldshóli, en sam búð þeirra varð ekki löng. Jón lézt úr lungnabólgu 21. febrúar 1925. Börn þeirra voru Sigmund ur læknir í Bandarikjunum, kvæntur Helgu Guðmundsdótt- ur og Guðlaug, gift Finni Si’g urbjömssyni, sjómanni í Rvík. Eftir að Ingveldur fluttist til Reykjavíkur bjó hún mieð börn um sínum og síðan hjá dófctur sinni og tengdasyni þar til hún fór sem sjúklingur að Hrafnistu. Þótt Ingveldur hafi sinnt ýmsum störfum á löngum æviferli má segja að kennslustörf hafi verið hennar aðal- og eftirlætisstörf. Henni var ljúft að fræða og miðla öðrum af þekkingu sinni og lífsreynslu og bezt undi hún sér með barnahóp í kringum sig sem bezt má sjá á því, að með- an heilsam leyfði hafði hún allt af nokkur börn í lestrarkennslu. Ingveldur starfaði mikið að félagsmálum. Hún stofnaðá kvenfélagið á Hellissandi og var formaður þess þar til hún fluttist þaðan. Einnig átti hún frumkvæði að stofnun Sam- bands breiiðfirzka kvenná og var lengi formaður þess. í fleiri félögum starfaði hún og alls staðar vann hún af sömu alúð og áhuga, sparaði hvorki tima sinn né krafta þegar um ann- arra velferð var að ræða. Hún var alltaf að gefa og miðla, án þess að vita af þvi sjálf, og mun t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og útför GUÐRÚNAR PÁLSDÓTTUR læknisekkju frá Bíldudal. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og útför GUÐFINNU GRlMSDÓTTUR frá Gröf i Laugardal. Systkinin. Framh. á bls. 17 t Minningarathöfn um systur okkar, Jóhönnu Þórðardóttur frá Laugabóli, verður gerð frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 15. júlí kl. 10.30. fyrir hádegi. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarstofn- anir. Fyrir hönd systkinanna, Ólafur Þórðarson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.