Morgunblaðið - 13.07.1971, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLl 1971
13
Staða þjóöarbúsins:
Þjóðartekjur aukast um 10%
20% hærra útflutningsverðlag
Þjóðarframleiðsla eykst um 6V2%
GREIN ARGERÐ, sem
Morgunblaðinu barst í gær
frá ráðuneyti Jóhanns Haf-
stein um stöðu þjóðarbúsins,
kemur fram, að gera má ráð
fyrir, að þjóðarframleiðslan í
ár aukist um 6x/2% frá fyrra
ári, en að raunverulegar
þjóðartekjur geti orðið allt
að 10% hærri en í fyrra. Þá
er einnig skýrt frá því, að
sennilega verði útflutnings-
verðlag um 20% hærra í ár
en það var á árinu 1970. Hér
fer á eftir sá kafli í greinar-
gerðinni, sem fjallar um
þjóðarframleiðslu og þjóðar-
tekjur og um útflutnings-
framleiðslu og þróun afurða-
verðlags.
ÞJÓf) ARFR AMLEIÐSL A
OG ÞJÓÐARTEKJUR
Svo sem málin standan nú,
eru taldar horfur á, að þjóðar
framleiðsla þessa árs sýni um
6 ’,í> % aukningu frá fyrra ári; en
að meðtöldum áhrifum hækkaðs
útflutningsverðlags afurða frá
meðaltali fyrra árs, má aetlá,
að raunverulegar þjóðartekjur
geti orðið allt að 10% hærri en
í fyrra. Aukning þessi leggst við
fyrri aukningu þjóðarfram-
leiðslu um 6% árið 1970 og 2%
árið 1969, eða þjóðartekna um
10,5% 1970 og 3% 1969. Má
þannig að óbreyttum horfum
gera ráð fyrir, að miðað við
fast verðlag muni þjóðarfram-
leiðsla áranna 1969—71 alls
sýna um 1514% aukningu, en
þjóðartekjur sömu ár um 25%
aukningu. Yfir tímabilið frá
1960 (11 ára tímabil) mun þann
ig hafa orðið 63% aukning þjóð
arframleiðsiu eða sem svarar
4,6% aukningu á ári, og þá jafn
framt aukning þjóðartekna um
8214% eða sem svarar 5,6% á
ári. Miðað við áætlaðan meðal
fólksfjölda áranna við upphaf
og lok umrædds tímabils, nem
ur aukning þjóðarframleiðslu á
mann alls um 39% eða 3% á
ári, en aukning þjóðartekna á
mann alls um 55% eða 4,1% á
ári. Eru aukningartölur þessar
mjög vel sambærilegar við sams
konar tölur um hagþróun ann-
arra vestrænna rikja.
Þessi mikla aukning þjóðar-
framleiðslu og þjóðartekna hef
ur átt sér stað þi'átt fyrir það,
að auðlindir sjávar eru svipuð
um takmörkunum háðar og fyr
ir áratug, þar sem styrkur síld
arstofnanna reyndist tímabund-
inn. Stóraukinn floti vel búinna
veiðiskipa hefur verið nýttur til
öflugri sóknar og fjölbreytilegri
afla, og bætt nýting hráefnisins,
aukið vinnsiustig afurða og
markaðsöflun hafa mjög aukið
Þjóðarauðurinn aukizt
um 72% síðasta áratug
64% aukning kaupmáttar atvinnurekenda
FRÁ ársbyrjun 1960 til árs-
loka 1970 hefur þjóðarauður-
inn, þ.e. afskrifað verðinæti
fastafjármuna, véla og tækja
ásaint einkabifreiðum, aukizt
um 72% og svarar þetta til
þess, að um 60 milljarða
verðmæti hafi myndazt á
þessu tímabili. Þetta kemur
frarn í greinargerð þeirri,
sem Morgunblaðinu barst í
gær frá ráðuneyti Jóhanns
Hafstein um stöðu þjóðarbús-
ins.
Þar segir ennfremur, að
kaupmáttur atvinnutekna
hafi aukizt um 64% eða ráð-
stöfunartekna um 55% frá
1960. Hér fara á eftir þeir
kaflar í greinargerðinni. sem
fjalla um verðmætaaukningu
og kaupmáttar launa.
A yfirstandandi ári eru horf
ur á, að allir helztu þættir verð
mætaráðstöfunarinnar muni auk
aat mjög verulega. Þannig eru
likur til þess, án þess að frek-
ari grunnlaunahækkanir komi
til, að einkaneyzílan muni auk-
ast að raunverulegu magni um
1214% frá fyrra ári, og eru þá
meðtalin kaup varanlegra neyzlu
muna, svo sem einkabifreiða,
heimilistækja o. fl. Jafnframt
muni fjái’munamyndunin í heild
aukast um 20%. Fjárlög ríkis-
ims og fjárhagsáæt'lanir sveitar
félaga bera, í heild með sér á-
form um mun minni aukningu
samneyzlunnar, þ.e. þjónustuút
gjalda hins opinbera, sem áætl
að er, að muni aukast um 6,5%
að raunverulegu magni. Er þetta
annað árið i röð, sem stórstíg
aukning verður á verðmætaráð
stöfun, einkum til einkaneyzlu.
og fjármunamyndunar, í kjöl-
far óhjákvæmilegs samdráttar
af völdum efnahagsáfallanna. —
Bæði þessi ár til samans mun
magnaukning einkaneyzlu vænt
anlega nema 2614%, eða rúm-
lega sem svarar hlutfailslegri
aukningu þjóðartekna árin 1969
—71. Aukning fjármunamyndun
ar mun væntanlega nema um
29%, og samneyzlu um 11% að
magni þessi tvö ár.
Yfir allt timabilið frá 1960
að líta mun einkaneyzlan þá
hafa aukizt um 87% eða ívið
meira en þjóðartekjur, en það
svarar til 5,8% vaxtar á ári.
Fjármunamyndunin mun þá
hafa aukizt um 62%, eða 4,5%
á ári, en samneyzla um 79%,
eða 5,3% á ári.
Þjóðarauðurinn, þ.e. afskrifað
verðmæti fastafjármuna, véla
og tækja, ásamt einkabifreiðum,
hefur aukizt um 72% frá árs-
byrjun 1960 til ái'sloka 1970. Er
verðmætisupphæð þjóðarauðsins
þá áætluð 145,7 milljarðar króna
miðað við verðlag 1970. og svar
ar ofangreind aukning til þess,
að um 60 milljarða króna verð
mæti hafi myndazt á tímabil-
inu.
VERÐLAG OG KAUPMÁTTUR
Um áratuga skeið hefur, með
fáum undantekningum, tekizt
að viðhalda fullri atvinnu, og
hefur með köflum rikt umfram
eftinspurn eftir vinnuafli. í sam
bandi við viðreisnarráðstafanirn
ar 1960 bar nokkuð á ótta um
atvinnuleysi. En með þeim að-
gerðum var stefnt að öflugri at
vinnustarfsemi, enda efldist at
vinna fljótlega svo mjög, að of
langur vinnutími var talinn
vandamál. Efnahagsáföllin 1967
og 1968 leiddu þó til verulegra
atvinnuvandkvæða, og urðu
þau einkum alvarleg veturinn
1968—69, er verkföll á flotanum
oHu jafnframt rekstrarstöðvun
um. Að meðtöldum áhrifum
þess, svo og atvinnuleysisskrán
ingar í allt öðru formi en áður,
reyndist meðalatvinnuleysi árs
ins 1969 2,5% af mannaflanum.
Úr því dró mjög ört, þegar efna
hagsaðgerðirnar ásamt hinum
sérstöku aðgerðum til atvinnu
aukningar tóku að blása nýju
lífi í atvinnustarfsemina. At-
vinnuleysið hjaðnaði i 1,3% ár
ið 1970 og er nú því sem næst
algerlega horfið. Hinar séi’stöku
ráðstafanir skv. lögum um ráð
stafanir til stöðugs verðlags og
atvinnuöryggis hafa tryggt enn
frekar, að atvinnugrundvöllur-
inn raskaðist ekki.
Enda þótt verðlag hérlendis
hafi hækkað mjög ört, hefur
hækkun þess staðið í nánu sam
bandi við mjög öra aukningu
tekna alls almennings, og að
miklu leyti verið afleiðing hi-nna
miklu sveiflna í útflutningsverð
lagi og aflabrögðum. Meðan
vísitala framfærslukostnaðar
hefur rúmlega þi-efaldazt fi'á
1960, hafa kauptaxtar verkafólks
og iðnaðarmanna rúmlega fjór-
faldazt, en tekjur atvinnufólks
i heild, svo sem atvinnutekjur
verka-, sjó- og iðnaðarmanna,
meira en fimmfaldazt og ráð-
stöfpna rtek j u r af þeirn eftir
skatta og fjölskyldubætur því
sem næst fimmfaldazt. (Eru
tekjur þessar áætlaðar með
framreikningi fiá 1969 til 1971).
Niðurstaðan er því sú. að kaup
máttur atvinnutekna hefur auk
izt um 64% eða ráðstöfunartekn
anna um 55% frá 1960, hvort
tveggja á mælikvarða fram-
færslukostnaðar. Jafnframt hef
ur kaupmáttur kauptaxtanna,
sem eru þýðingarmesti þáttur
tekjuþróunarinnar, aukizt um
31,4%. Þótt rakið sé lengra aft
ur, svo sem tii 1958, er niðurstað
an svipuð eða hagstæðari, sé
þess gætt að hafa hliðsjón af
öllum þáttum framfærslukostn
aðar og þar með þeim breyting
um skatta og fjölskyldubóta, er
gerðar voru sem þýðingarmiklar
F'ramhald á bls. 23.
gjaldeyrisverðmæti framleiðsl-
unnar. Iðnaðarframleiðsla hef-
ur vaxið mjög, bæði til inn-
lendra nota og til útflutnings,
og margs konar þjónusitustarf-
semi hefur eflzt við hlið hinna
fyrri undirstöðugreina. Að allri
þessari þróun hefur verið stuðl
að af opinberi'i hálfu með öfl-
un lánsfjármagns, rannsóknum
og leiðbeiningum og hvers kon-
ar fyrirgreiðslu, sem of langt
yrði að telja.
ÚTFLUTMNGSFRAM-
LEIÐSLA OG ÞRÓUN
AFURÐAVERÐLAGS
Framleiðsla sjávarafurða jókst
hröðum skrefum á fyrri hluta
sjöunda áratugarins. Árið 1965
var framleiðsluverðmæti sjávar
afurða á föstu verðlagi um 50%
meira en árið 1960. Þessi gifur
lega aukning var að mestu reist
á síldveiðum og vinnslu síldar.
Sarrifara hinni miklu magnaúkn
ingu varð mikil verðhækkun
helztu útflutningsafurða. Reikn
að í erlendum gjaideyri hækk-
aði verðlag sjávarafurða um
54% frá 1960 til 1965. Árið
1966 urðu vatnaskil, og 1967 og
1968 varð nær samtímis stórfeild
aflaminnkun og verðlækkun á
heimsmarkaði. Botni var náð
1968, en það ár vaí' framleiðslu
verðmætið miðað við fast verð
lag um 5% minna en árið 1960
og verðlagið aðeins 31% hærra,
en hafði 1966 verið 54% hærra en
1960. Gjaldeyrisandvirði sjávar
afurðaframleiðslunnar hafði
þannig minnkað um nær 45%
á tveim árum
Þessi stórkostlegi afturkippur
var meginástæða gengisbreyting
anna 1967 og 1968. Gengisskrán
ingin 1960 var í raun og veru
þess eðlis að rétta af falsaða og
margbreytilega gengisskráningu
frá tímum vinstri stjórnarinnar
1956—1958.
Efnahagsráðstafanir áranna
1967 og 1968 greiddu fyrir þvi,
að þróunin snerist við og frarn
leiðslumagnið jókst um 16%;
1969 og samtímis hækkaði út-
flutningsverðlag um 6%. Þessi
þróun hélt áfram á árinu 1970.
Framleiðslumagn sjávarafurða
hefur sennilega aukizt um 6>4%
og verðþróunin erlendis varð
mjög hagstæð, því ó árinu hækk
aði útflutningsverðlag sjávaraf-
urða að meðaltali um 21%. Þótt
vetrarvertíð brygðist að nokkru
suðvestanlands í ár, virðist ekki
ástæða til að ætla, að fram-
leiðslumagn sjávarútvegsins
minnki um meira en 4 til 6%,
og afurðaverðlag er enn hag-
stætt í flestum greinum og fer .
enn fremur hækkandi á mikil
vægum afurðum. Sennilegt virð
ist, að útflutningsverðlag verði
um 20% hærra í ár- en 1970.
Hagur sjávarútvegsins er því
góður sem stendur og hefur ver
ið undanfarin tvö ár. Hefur tek
izt vel að tryggja að nýju rekstr
argrundvöll sjávarútvegsins eft
ir áföll áranna 1967 og 1968,
einkum þegar þess er gætt, að
síldveiðar skila nú aðeins ör-
litlu broti þess, sem þær áður
gófu af sér. Jafnframt endur-
bata í afkomu fyrii-tækja. og
starfsfólks sjávarútvegsins hef-
ur tekizt að mynda verulegan
verðjöfnunarsjóð á árinu 1970
og það sem af er 1971, þannig
að sjávarútvegurinn er mun bet
ur búinn en áður til þess að
mæta verðfalli, ef til þess
skyldi koma.
Sé litið yfir allan áratuginn
frá 1960 til 1970 jókst fram-
leiðslumagn sjávarútvegs um ,
16% á föstu verðlagi, en vegna
hækkandi verðlags erlendis milli
áranna 1960 og 1970 jókst gjald
eyrisverðmæti framleiðslunn-
ar miklu meira, eða
um 94%. Með til-
komu verðjöfnunarsjóðsins og
með þvi að nú er ekki í sama
mæli og áður treyst á svikul
an síldarafla stendur sjávarút-
vegurinn traustari fótum við
lok áratugarins en á fyrri hluta
b.ans. En á þessum tiu árum
hafa einnig verið stigin mikil-
væg spor til þess að tryggja
mefri fjölbréytni og festu 1 út-
flutningsiðnaði landsmanna.
Stóriðnaður til útflutninga,
sem reistur er á orku fallvatna
landsins, hóf starfsemi sína á
árinu 1969, auk þess sem mikill
fjörkippur hefur komið í út-
flutning ullar- og skinnavöru á
síðustu tveimur órum. Árið
1961 var hluti annarra greina
en sjávarútvegsins um 9—10%
af heildarútflutningsverðmætinu,
þar af lítt unnar landbúnaðar-
vörur 5—6% , þegar álútflutning
ur er kominn til, var þetta hlut
fall 22%, þar af lítt unnar land
búnaðarvörur 3—4%.
Hlutur almenns verksmiðju-
iðnaðar í útflutningnum hefur
þannig aukizt verulega á síð-
ustu tíu árurn, og væntanlega
þar með öryggi útflutnings-
tekjuöflunar. Fyrirsjóanlegt er
að á næstu árum getur hlutur
hinna nýju útflutningsgreina
aukizt verulega, ef vel er á
haldið.
Traust staða ríkissjóðs
Mikil aukning til félags- og fræðslumála
Stjórnsýslukostnaði haldið niðri
Á TÍMABILINU frá 1960 hafa
útgjöld ríkisins til félags- og
fræðshunála aukizt um 80,6%
og 130% hvors um sig, en á
sama tíma hefur hinn eigin-
legi stjórnsýslukostnaður rík-
isins einungis aukizt um
23,1%. Þetta sýnir, að þróun
ríkisfjármála hefur í vaxandi
inæli cinkennzt af viðleitni
til þess að jafna aðstöðuna í
félags- og fræðslumálum.
„Þróun ríkisfjármála það sem
af er þessu ári ber vitni
traustri stöðu ríkissjóðs,“ seg-
ir í greinargerð þeirri, sem
Morgunblaðinu barst í gær
frá ráðuneyti Jóhanns Haf-
stcin um stöðu þjóðarbúsins.
Hér fer á eftir sá kafli grein-
argerðarinnar, sem fjallar um
fjármál ríkisins:
FJÁRMÁL RÍKISINS
Á tímabilinu f rá 1960 hefur
þróun ríkisf jármálanna í stórurn
dráttum einkennzt af vaxandi
þjómustu ríkisins við borgarana
og viðteitni til aöstöðujöfnunar,
einkurn á sviði félags- og
fræðslumála, þótt segja magi, að
flestir eða allir útgjaldaflokkar
beri þessari þróún vitni. Á þessu
timabili hafa rikisútgjöildin ft
föstu verðlagi vaxið uim 43,9%
á mann, meðan tveir ofannefndir
flok’kar hafa aukizt um 80,6%
og 130,0% hvor um sig. Á sama
tímabili hefur hinn eiginlegi
stjómsýslukostnaðui' einungis
aukizt um 23,1%. Þá hafa verk-
legar framkvæmdir ríkisins inn-
an fjárlaga rösklega tvöfaldazt
á þessu timabili miðað við fast
verðlag, og enn meiri er aukn-
ingin, sé framkvæimdaáætlun
rikisstjórnarinnar talin með.
Augljóst er, að til þess að
standa undir þessari auknu þjón-
ustu og framkvæmidum hefur
ekki verið hjá því komizt að
auka skattheimtu, Enda þótt
hallarekstur hafi orðið einstök
ár þessa tímabils, einkum þegar
utanaðkomandi efnahagsörðug-
teikar hafa steðjað að, hefur sá
halli unnizt upp önnur ár. Þá
ber þe®s sérstaklega að geta, að
sú viðleitni að viðhalda á raun-
hæfan hátt þeim kjarabófcum,
sem leiddi af kjarasamningun-
um á sl. ári, lagðist þumgt á ríik-
issjóð með verðstöðvunaraðgierð-
unum skömmu fyrir sá. áramót.
Vegna þess, hve fjárhagur ríkis-
sjóðs var þá orðinn traustur,
reyndist þetta unnt án þess að
grípa til verulegra skattálaga á
almenning.
Þróun ríkiafjármálanna, það
sem af er þessu ári ber vitni
traustri stöðu ríkissjóðs. Að
vísu er um talsverðan yfirdrátt
að ræða á aóalviðskiptareikningi
ríkissjóðs í Seðlabankanum, en
hér er þó einungis utn eðlilega
árstiðarsveiflu að ræða, sem
ávallt leiðir til verulegs yfir-
dráttar á þessum mánuðuim árs-
ins. Hins vegar er staðan gagn-
vart Seðlabankanum nú nokkru
betfi en fyrirfram hafði vei'ið
gert ráð fyrir. Þrátt fyrir þá
óhjákvæmilegu aukninigu út-
gjalda, sem orðið hefur frá sam-
þykkt fjárlaga, gerir aukning
tekna væntanlega betur en vega
þá aukningu upp, og má búast
við, að §ú myjnd ríkisfjármál-
anna haldist að óbreyttu út árið.