Morgunblaðið - 23.07.1971, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚLl 1971
11
Minning:
Ottó Guðjónsson
bakarameistari
Miðvikudaginn 14. þ.m. varð
bráðkvaddur 4 Patreksfirði
Ottó Guðjónsson, bakara-
meistari, Strandgötu 5, Hann
verður til grafar borinn í dag.
Ottó Guðjónsson var fæddur
á Isafirði 1. nóv. árið 1900. For-
eldrar hans voru merkishjónin
Guðjón Magnússon og Sigríður
Haildórsdóttir, en hún var af
hinni viðkunnu Arnardalsætt.
Þeim hjónum varð 12 barna auð-
ið og komust 10 þeirra
upp til fullorðinsára, allt
óvenju dugmikið og glaðvært
fólk.
I>au hjón bjuggu lengst af á
Isafirði og þar ólst Ottó upp og
lærði bakaraiðn.
Árið 1925 fluttist Ottó til Pat-
reksfjarðar og hóf þar störf við
bakari Ó. Jóhannessonar h.f.
Við það fyrirtæki starfaði hann
fram til ársins 1943, en þá yfir-
tók hann rekstur þess, ásamt
bróður sínum, Guðjóni kaup-
manni á Patreksfirði. Tveim ár-
um síðar hófu þeir hræður að
bytggja eigið húsnæði fyrir starf
semi sína og sjálfa sig að
Strandgötu 5 á Patreksfirði,
og er það hús enn í dag stærsta
hús staðarins og sýnir glögglega
stórhug ög dugnað þeirra
bræðra. Mörg undanfarin ár hef
ur Hafliði, sonur Ottós, sem fet-
aði í fótspor föður síns og lærði
hjá honum bakaraiðn, rekið
bakaríið á Patreksfirði
Ottó Guðjónssom var félags-
lyndur maður, iéttur og kátur í
lund, og tók þátt í margvíslegu
'félagsstarfi í byggðariagi sínu.
Hann var m.a. einn af stofn-
endum Lionsklúbbs Patreks-
fjarðar og Sjáifstæðisféiagsins
„SkjaMar" á Patreksfirði og
átti sæti í stjóm þess um iangt
árabil. Þá starfaði hann mikið í
Leikfélagi Patreksfjarðar og um
iangt skeið var ekki svo upp-
fært leikrit á staðnum, að hann
væri ekki með, enda afbragðs
leikari.
Ottó var mikið vaimenni, sem
ánaegjulegt var að kynnast,
Hann hafði næmt auga fyrir
hinu broslega í tilverunni
og var manna skemmtilegastur í
viðræðum. Alltaf var jafn
ánægjulegt að hitta hann og
spjalla við hann. Hnyttin tilsvör
hans og bros augna hans gleym-
ast seint. l>au sögðu sína sögu
um greindan og góðan dreng,
sem öllum vi'ldi vel.
Ottó Guðjónsson var tvíkvænt
ur. Fyrri konu sína Torfeyju
Hafliðadóttur frá Isafirði missti
hann eftir skamma sambúð.
Einkabam þeirra er Hafliði,
bakarameistari á Patreksfirði.
Eftiriifandi konu sinni,
Guðrúnu Magnúsdóttur, frá
Innri-Bakka I Tálknafirði, kvænt
ist Ottó árið 1929.
Guðrún, sem er mikifliæf og
glaðleg kona bjó manni sínum
óvenju vistlegt heimili, þar sem
öllum var gott að koma. í henni
átti hann traustan og samboðinn
lífsförunaut. Þeim Guðrúnu og
Ottó varð ekki bama auðið. En
þau ólu upp fóstuTdóttur Jónu
Magnúsdóttur, sem lézt árið
1953. Tóku þau þá barn hennar,
Guðrúnu Jónu Jónsdóttur,
að sér og ólu upp, sem fóstur-
dóttur.
Með Ottó Guðjónssyni er
merkur og minnisstæður maður
genginn. Hann var mi'kið vai-
menni, sem setti svip á byggða-
lag sitt, og er nú sárt saknað
af öllum sem höfðu af honum
kynni. Slíkra manna er ijúft að
minnast. Ég og fjölskylda mín
vottum aðstandendum hans inni
lega samúð við fráfall hans.
Asiierg Sigurðsson.
Allt á sama Stað laugaveg 118-a'mi 22240
EGILL VILHJÁLMSSON HE
RADIAL
„MICHELIN gerir muninn
Atvinnubifreiðastjórar fullyrða
að Michelin radial hjólbarðar
endist allt að helmingi lengur en
venjulegir hjólbarðar.
Tilkynning frá
Tillögunefnd um hollustu-
hœtti í fiskiðnaði
INNFLYTJENDUR -
FRAMLEIÐENDUR
VERKTAKAR
Á vegum Tiliögunefndarinnar er nú
hafin gagnasöfnun um fáanleg efni, þjón-
ustu og tæki til samræmingar á fyrir-
huguðum framkvæmdum varðandi
víðtækar umbætur í íslenzkum freðfisk-
iðnaði, sem væntanlega verða gerðar
á næstu árum.
Óskað er eftir
Olíumöl, malbikun, steinsteypu og um
ýmsa rykbindingu umhverfis frystihús.
Frágang bygginganna sjálfra, úti og inni,
svo sem um gerð gólfa, veggja og lofta,
glugga og hurða, lýsingar og raflagna,
Hér er um aðgerðir að ræða, sem eru
nauðsynlegar vegna sivaxandi krafa
inmanlands og erlendis frá um
aukið hreinlæti og bættar vinnuaðferðir
við framleiðslu fiskafurða.
Um þær kröfur, sem væntanlega verða
gerðar, vísast til reglugerðar um eftirlit
og mat á ferskum fiski frá 20. marz
gögnum um:
hitunar og loftræstingar, vatnslagna,
holræsa og niðurfalla í gólfum.
Tæki og búnað í salerni ,búningsherbergi,
fatageymslur, vinnslusali og önnur rými
frystihúsa. Gagnasöfnun þessi nær einnig
1970. Einnig vísast í Handbók fyrir frysti-
hús, sem gefin er út af Tillögunefnd um
hollustuhætti í fiskiðnaði að tilhlutan
sjávarútvegsráðuneytisins í nóvember 1970.
Æskilegt er, að sem flestir framleiðendur,
innflytjendur og verktakar, sem hér geta
átt hlut að máli, sendi skriflegar upp-
lýsingar, sem málið varða, til nefndarinnar.
yfir búnað og tæki, sem varða rekstur
frystihúsa, svo sem flutningstæki, færibönd,
ílát undir hráefni, fiskþvottatæki,
vinnsluvélar ýmiss konar, svo og áhöld
og efni til þrifa almennt.
Ýtarlegar upplýsingar um verð og notagildi vörunnar ásamt sýnishornum fylgi með innsendum gögnum, eftir því sem
kostur er á.
Gögn skal merkja: Verkfræðingur Tillögunefndar um hollustuhætti í fiskiðnaði
Þórir Hilmarsson co/ Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins
Skúlagötu 4, Reykjavík.