Morgunblaðið - 23.07.1971, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1971
SNriQðWiMfifrtfr
Útgafandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvaamdastjóri Haraidur Sveinsson.
Rilatjórar Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konréð Jónsson.
Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson.
Ritatjómarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstrœti 6, simi 10-100
Augiýsingar Aðalstrœti 6, sími 22-4-80.
Atkriftargjald 196,00 kr. á mánuði innanlands.
I lausasölu 12,00 kr. eintakið.
NÚ Á AÐ EYÐA
VARASJÓÐUNUM
að vakti þegar athygli, er
stefnuyfirlýsing ríkis-
stjómarinnar var birt, að þar
er gert ráð fyrir verulegum
útgjöldum til framkvæmda
og félagsilegra þátta í þjóð-
félaginu. Hitt vakti þó raunar
enn meiri athygli, að í engu
tilviki hefur ríkisstjórnin
boðað ráðstafanir til fjáröfl-
unar í þessu skyni. Viðreisn-
arstjórnin skildi þannig við,
að hin nýja ríkisstjórn Ólafs
Jóhannessonar getur þegar í
stað ákveðið að verja um
það bil 320 milljónum króna
úr ríkissjóði til áframhald-
andi niðurgreiðslna vegna
verðstöðvunar og tafarlausr-
ar hækkunar á bótum al-
mannatrygginga, sem upp-
haflega voru fyrirhugaðar
um næstu áramót.
Þó að þessar aðgerðir beri
vott um mjög góðan hag
þjóðarinnar í atvinnu- og
efnahagsmálum, er þegar
ljóst, að ýmsar fyrirætlanir
ríkisstjórnarinnar geta haft
mjög alvarlegar afleiðingar
í för með sér og raunar kippt
stoðum imdan áframhaldandi
grósku í þjóðfélaginu. Þannig
verður að telja það mjög var-
hugaverðar ráðstafanir að
ganga á ýmis konar vara-
sjóði, sem komið hefur verið
upp á undanförmun árum.
Ljóst er, að nú á að ganga á
þessa sjóði til þess að koma
ýmsum vinsælum ráðstöfun-
um fram í einni skyndingu.
Þegar til lengdar lætur á
þessi stefna eftir að koma
ríkisstjórninni í koll, en mun
þó sennilega koma þyngst
niður á láglaunafólki í land-
inu.
Ríkisstjórnin hefur nú að-
eins setið við völd í rúmlega
viku, en hefur þegar gefið út
bráðabirgðalög, þar sem
verulega er gengið á einn
slíkan varasjóð, Verðjöfnun-
arsjóð fiskiðnaðarins, í þeim
tilgangi að bæta kjör sjó-
manna. Engir aðilar munu
leggjast gegn kjarabótum
sjómanna, en hitt er furðu-
legt að nota varasjóð sjó-
mannanna sjálfra til þess að
standa undir þessum „kjara-
bótum“.
Verðjöfnunarsjóði fiskiðn-
aðarins var komið á fót til
þess að skjóta stoðum undir
rekstrargnmdvöll útgerðar-
innar á erfiðleikaárunum
1967 til 1969. Þegar það gerð-
ist hvort tveggja í senn á
þessum árum, að verðlag á
fiskafurðum féll stórlega á
erlendum mörkuðum og afli
minnkaði til mikilla muna,
voru stjórnvöld gagnrýnd
fyrir að hafa ekki stuðlað að
nægilegum spamaði á góðær-
istímabilinu á undan. Verð-
jöfnunarsjóðnum var þá
komið á fót og hann á að
standa undir rekstrargrund-
velli útgerðarinnar og
tryggja afkomu sjómanna,
þrátt fyrir verðsveiflur, sem
eru mjÖg tíðar í þessari at-
vinnugrein.
Það er svo eitt af fyrstu
verkum nýrrar ríkisstjórnar
að skerða þennan sjóð og
draga verulega úr möguleik-
um þess, að hann geti gegnt
sínu hlutverki, ef verðfall
yrði. Það er augljós stefna
ríkisstjómarinnar að slá upp
veizlu í þjóðarbúinu og út-
deila öllum tiltækum föngum
þegar í stað, án þess að huga
að framtíðinini. Engum dylst,
að ráðstafanir af þessu tagi
geta verið mjög vinsælar um
stundarsakir meðan allt leik-
ur í lyndi og enginn sérstak-
ur efnahagsvandi steðjar að.
En það mun þó ekki þykja
vænlegt að hyggja ekki að
framtíðinni. og sólunda vara-
sjóðum í góðæri. Það er því
eðlilegt, að nokkurn ugg
setji að fólkinu í landinu,
þegar þessi stefna ríkisstjórn-
arinnar er brotin til mergjar.
Stóraukin umsvif
sovézkra herflugvéla
Oá þáttur í stefnuyfirlýsingu
^ ríkisstjórnarinnar, þar
sem lagt er til, að íslendingar
hætti þátttöku í sameigin-
legum vörnum bandalags-
ríkja sinna í Evrópu og
Ameríku, hefur stuðlað að
auknum umræðum um varn-
arþörfina. Ljóst er t.a.m., að
á Norðurlöndum ríkir vem-
legur uggur vegna fyrirætl-
ana íslenzku ríkisstjórnarinn-
ar um að hætta þátttöku í
þessu vamarsamstarfi. Stór
auknar heræfingar og hern-
aðartilburðir Sovétríkjanna
á Norður-Atlantshafi valda
því, að óvarlegt þykir að
slaka á því varnarstarfi, sem
haldið hefur verið uppi til
þessa.
Á árabilinu frá 1963 til 1970
hefur ferðum sovézkra her-
flugvéla í nánd við ísland
fjölgað úr 17 í 300. Þannig
hafa sovézku herflugvélarnar
að jafnaði komið sex sinnum
í viku hverri í nánd við loft-
helgi íslands. Fyrir skömmu
efndi sovézki flotinn til um-
áL.<&
VŒJ
UTAN ÚR HEIMI
Hassan konungur og byltingar-
tilraunin í Marokkó
Eftir Robert Stephens
Hassan konungrur II. í Mar-
okkó, sem nú hefur tryggt
völd sín á ný eftir misheppn-
aða bylting'artilraun í land-
inu, hefiu- stjórnað riki sínu
í 10 ár.
Faðir hans, Mohammed V.,
var fyrst soldán og síðar kon
ungur þegar Maroklkó hlaut
fullt sjálfstæði árið 1955 —
en landið var þar áður
franskt vemdarríki. Mo
harnmed hafði áunnið sér
hylli og fýlgi landsmanna
með baráttu sinni fyrir sjálf-
stæði landsins.
Hassan konungur hélt í
fyrstu áfram þeirri stefnu
föður síns að stj'órna persónu
lega og í samráði við
þá stjómmálaflokka, sem
hentuðu hverju sinni. Hann
naut hins vegar ekki sömu
virðingar og farðirinn, og
hallaðist því æ meir að ein-
ræðisstjóm jafnframt þvi
sem hann beitti innanríkis-
ráðuneytinu til að bæla niður
andstöðu stjórnmálaflokik-
anna.
1 júií 1963 lét Hassan kon-
ungur handtaka helztu leið
toga vinstrisinnaða stjórnar
andstöðuflokksins UNFP fyr
ir meint samsæri. Margir ieið-
toganna voru dæmdir til
dauða eða langrar fangelsis-
vistar, en seinna náðaðir.
Einn leiðtoga UNFP, Mehdi
ben Barka, hvarf i Paris í
október 1965. Er talið
að leynilögregla Marokkó
hafi rænt honum og jafnvel
myrt hann. Hin tvö pólitisku
öflin i Marokkó, Istiqal eða
fullveldisfloikkurínn, sem
er ihaldssinnaður þjóðemis-
flokkur, og UMT eða alþýðu
samtökin, hafa skipzt á að
styðja konungsstjórnina eða
vera henni andvig.
í marz 1965 —■ eftir að efna
hagsörðugieikar höfðu leitt
af sér óeirðir í Casablanca,
rauf konungur þingdð og tók
sér sjáifur hlutverk forsætis-
ráðherra. Hefur hann far-
ið með það embætti sið-
an. Helzta vopn hans
er innanríkisráðuneytið und
ir stjórn Mohameds Qufkirs
hershöfðingja, sem verið hef-
ur innanríkiisráaherra frá ár-
inu 1964. Er Oufkir talinn
valdamesti ráðherra stjórn
arinnar. Einnig byggjast
völd konungs á hliðholl
um hershöfðinigj-um og sveita-
stjórnum, sem hann hefur
skipað.
Samkrvæmt fréttum af bylt-
ingartiirauninni í Marokkó á
laugardag, virðist hún hafa
margt sameiginlegt með bylt-
ingunni í Líbýu í sepfcember
1969, þegar róttækir herfor-
ingjar ste-yptu Idris Sen
ussi konungi. Þá er það stað-
reynd að Líbýustjórn var
helzt til fljót á sér að lýsa
yfir stuðningi við uppreisnar-
menn.
Hassan konungur hefur
sætt gagnrýni róttækra afla
bæði í heim-alandi sínu og
öðrum Arabaríkjum fyrir ut-
anrikisstefnu sina. Þótt Mar-
Hassan konungur
Hussein Jórdaníukonungur
okkó hafi haldið nánu
sambandi við Frakkland hef
ur Hassan — eins og Bourgu-
iba forseti Túnis — frekar
leitað ttí Bandarfkjanna eftir
stuðningi, jafnframt því sem
hann hefur opinberlega lýst
yfir hluitleysii í aiþjóðamálum.
Hefur hann reynt að forðast
afskipti af stjórnmáiuim ann-
arra Arabaríkja, og á
vettvangi Arababandalags-
ins hefur hann verið í and-
stöðu við róttækani Araba
rikin — Egyptaland, Alsír,
Sýrland, Ira-k, Súdan og Lí
býu — sem eru sósíölsk lýð-
veldi er treysta frekar á að-
stoð frá Sovétrikjunum
en Bandarikjunum.
Kæmist sams konar bylt-
ingarstjórn -ti‘1 valda í Mar-
okkó og í Alsír eða Egypta-
landi, fæli hún i sér frekari
útbreiðslu sovézkra áhrifa
við sunnanvert Miðjarðarhaf,
og stæði þá aðeins Túnis ef-t
ir af fyrri frönsku ríkjunum
i Norður-Afriku með yf-
irlýsta hlutleysisstefnu, sem
þó er hliðholl vestræna heim
inum.
Bátaaf linn heldur minni
— á fyrri helmingi ársins
Síld, rækja, harpa og humar meiri
IIEILDARBOLFISKAFLI bát-
anna frá 1. janúar til 1. júllí var
247.538 lestir og heldur minni
en á sama tíma í fyrra. Þá höfðu
aflazt i júnilok 283.059 lestir.
Hetídarafli báta á sivæðinu frá
Hornafirði til Stykkishólms var
á fyrri helmingi ársins 178.775
lestir á móti 210.165 lesfcum á
sama tíma í fyrra. Heildarafli
fangsmikilla heræfinga á haf-
svæðinu milli Noregs og ís-
lands. Engum dylst því, að
Sovétríkin hafa mjög aukið
hernaðarumsvif sín á þessu
svæði. Eins og aðrar þjóðir
hljóta íslendingar því að
vera vel á verði gagnvart
þessari þróun. Framhjá þess-
um staðreyndum er ekki
unnt að líta, þegar ákvarðan-
ir eru teknar um varnir ís-
lands.
báta á Norðurlandi var 23.165
lestir fyrstu 6 mánuðina á móti
20.289 lestu-m á sama tima í
fyrra. Afli báta á Ausfcurlandi
var á þessum tíma 16.864 í ár,
en í fyrra 15.571 lest. Og afli
báta á Vestfjörðum var nú 27.230
lestir á móti 33.569 lestum á
sama tima í fyrra. Samtals er
affli bátanna 247.435 lestir frá 1.
janúar til 1. júlí í ár, á móti
283.059 lestum í fyrra.
Á þessum tíma lönduðu tog-
aramir 26.800 lestum innanlands,
sem er héldur meira en í fyrra.
Þá var landað 25.018 lesfcum
fyrsfcu 6 mánuði ársins. En er-
lendis lönduðu togarnir 7.207 lest
um í ár, sem er nærri þrisvar
sinnum minna en á sama tima í
fyrra, þá 21.113 lestir.
Þessa fyrstu sex mánuði árs-
ins var sildaraflinn 12.562 lestir
á móiti 7.123 lestum í fyrra og
mestu landað erfendis.
Loðnuaflinn nam 182 þúsund
lesbum fyrstu sex máiniuði ársins
á móti 191 þúsund lesifcum í fyrra.
Rækjuaflinn var i ár á sama
tíma 3329 lestir á móti 2659 í
fyrra, hörpudisikaflinn í ár var
1658 lestir fyrstu sex mánuðina,
en nær enginn í fyrra, eða 163
lestir og humarinn var 2375 lest-
ir fyrri hluta ársins, en var 1253
lestir í fyrra.
Hér er alls staðar miðað við
óslægðan fisk og óslitinn h-umar.
Gáfu Hringnum
300 þús. kr.
1 TILEFNI af 85 ára afmasli
Landsbankans afhentu banka-
stjórar og formaður bankaráðs
formanni kvenfélagsins Hrings-
ins, Ragnheiði Einarsdóttur, 300
þúsund króna gjöf til Barnaspít
alasjóðsins.
Eru Hringskonur ákaflega
þakklátar fyrir þetta rausnar-
lega framlag og sagði formaður
Hringsins Mbl. að slík velvild
stofnana og einstaklinga væri
ákaflega mikil hvatning og upp-
örvun fyrir Hringskonur í starfi
þeirra.