Alþýðublaðið - 03.07.1958, Page 3

Alþýðublaðið - 03.07.1958, Page 3
Fimmtudagur 3. júlí 1958 AlþýSnblaðið Aíþýöubtoöiö Útgefandi: Ritstjöri: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Ri tst j ór narsím ar: Auglýsingasími: Afgreiðslusími: Aðsetun Alþýðuflokkurinn. Helgi Sæmundsson. Sigvaldi Hjálmarsson, Emilía Samúelsdóttir. 14901 og 14902. 1 4 9 0 6 1 4 9 0 0 Alþýðuhúsið Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgötu 8—10. Skufrgi á þjóðareiningu ÞJÓÐVILJilSfN kann illa gagnrýni Alþýðublaðsins á vinnubrögðum Lúðvíks Jósepssonar sjávarútvegsmálaráð- herra í sambandi við stækkun landhelginnar og mælist nú til skilyrðislausrar þjóðareiningar um málið. Þau til- mæli þurfa ekki endilega að stafa af bágri vígstöðu Alþýðu- bandalagsins, en Þjóðviljinn hefur ekki alltaf borið gæfu til að fara að þessu ráði sjálfs sín. Auðvitað er nauðsyn á þjóðareiningu um landhelgismálið, og hún er tryggð um aðalatriðið, sem er sú ákvörðun, að land'helgin verði stækk- uð í tólf sjómílur. Um hana hafa íslendingar sameinazt góðu heilli. En aukaatriðin geta naumast legið í láginni, þó að þau ráði ekki úrslitum'. Og varnir Þjóðviljans, þegar hann ,ætlar að bera blak af Lúðvík Jósepssyni, eru sann- arlega ekki mikils virði. Gagnrýnin virðist því tímabær og rökstudd, og hún er mikls virði í lýðræðislandi. Þjóðvilj- inn má ekki gleyma, hvar við íslendingar erum á hnettin- um, 1 Nú er á Þjóðviljanum að heyra, að Alþýðuflokkurinn hafi átí að ákveða grannlínuforeytingar og hvar og hve- nær togveiðar megi fara fram í hinni nýju fiskveiðiland- helgi. Tiiefni þeirrar hugdettu folaðsins er það, að Al- þýðuflokkurinn beitti sér fyrir grunnlínubreytingum annars vegar og hafði forustu um, að íslenzkir togarar og togveiðibátai fái að veiða innan nýju landhelginnar hins vegar. — SIíkar ákvarðanir éru á valdi og færi stjórn- málamanna. En skipulag framkvæmdarinnar hlýtur að teljaþt- í verkíahring sérfróðrai aðila. Og Þjóðviljinn gleymir því, að viðhorf Alþýðuflokksins til grunnlínu- breytinganna var hið sama og fiskifélagsins og atvinnu- deildar liáskólans, svo að sérfræðileg afstaða lá hér sann- arlega fyrir. Lúðvík Jcsepsson hefur hins vegar vanrækt að f jalla um þau atriði málsins. Hann vildi gefa út reglu- gerð um stækkun landhelginnar fyrir ári síðan. Samt hefur honum ekki nægt árið til að láta sérfræðinga fjalla um grunnlínuforeyíingarnar. Og hann er nú fyrst að skipa nefnd eða þing, sem á að gera tillögur úr frá sér- fræðilegu sjónarmiði um hvar og hvenær togveiðar megi fara fram í hinni nýju fiskveiðilandhelgi. Sést á þessu, hvað málflutningur Þjóðviljans er hæpinn, svo að ekki sé fastara að orði kveðið. Blaðið vill ver ja sinn ráðherra, sem er skiljanleg viðleitni, en getur ekki. Alþýðublaðið hefur frá öndverðu lagt ríka áherzlu á nauðsyn þjóðareiningar um landhelgismálið og meðal ann- ars varað við málflutningi Þjóðviljans,.- sem reynt hefur iðulega að gera stækkun landhelginnar að æsingamáli. Og það er vissulega fagnaðarefni, að aðalatriðið — stækkun landhelginnar — veldur engum deilum. Þjóðareiningin er því fyrir hendi. En vanræksla Lúðvíks Jósepssonar sjávar- útvegsmálaráðherra er skuggi á þá þjóðareiningu. Sjálfsagt hefur hann viljað vel, en ekki borið gæfu til réttra vinnu- bragða. Hann sá ekki nema aðalatriðið Qg.gleymdi því í heilt ár að undirbúa þýðingarmikii aukaatriði, sem voru í hans verkahring. Þetta leyfir Alþýðublaðið sér að gagn- rýna, hvort sem Þjóðviljanum líkar betur eða verr. Og undir þá gagnrýni munu margir taka. íslendingar eru sem sé réttum megin á hnettinum. Nr. 10/1958. Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið nýtt hámarks verð á blautsápu sem hér segir: Heildsöluverð með söluskatti Kr. 10,25 Smásöluverð Kr. 12,80 Reykjavík 2. iúlí 1958. Verðlagsstjórinn. C Ulan úr lieSmi ÞRJÚ MEGINATRIÐI í . stjórnmálastefnu Rússa hafa . skýrzt undanfarnar vikur. Baráttan gegn endurskoðun arstefnunni innan kommúnista flokksins náði hámarki með af töku Imre Nagy. | Rússar hafa birt skjöl um leynilegar viðræður við Vest- urveldin og þar með minnk- að möguleikana á fundi æðstu manna. Á efnahagssviðinu hefur það gerzt merkast, að miðstjórnin hefur afnumið skyndiafhend- ingu landbúnaðarvara sam- yrkjubúanna, en sett svo lágt verð á vöruna að það jafngild ir gífurlegum skatti á búin. Krústjov hefur í meginatrið- um tekið upp stefnu Malen- kovs í innanríkisniálum og stefnu Molotovs í utanríkis- málum. En Krústjov hefur fyrst og fremst í huga að efla vald og á.byrgð kommúnist;<;10kksin.s. Starfsmenn flokksins viðs- verður haldið fram skarpari vald og að sama skapi dregur úr áhrifum ráðherranna í Moskvu. En í utanríkismálum verður raldið fram skarpari stefnu en áður. Árið 1953—’54 gerðist Krústjov . talsmaður eflingar flokksins og aukinna áhrifa hans. í sáttaumleitunum við Titó og ræðumii á tuttugasta flokks þinginu kom í Ijós að hann vildi endumýj.a flokksvélina og auka áhrif hans í austur- blokkinni — og um heim all- an. Andj byltingarinnar og framkvæmdahugur átti að koma í stað kennisetninga og stöðnunar. Hættan af þessari nýju stefnu kom brátt í ljós, — í kommúnistaflokknum ut- an Rússlands, í Rússlandi, en einkum í Póllandi og Ung- verjaland.i. Nú er snúið við allharkalega. Það tekur lang- an tíma fyrir Krústjov að breyta um stefnu en honum hefur ekki veitzt létt að þurfa að éta ofaní sig ræðurnar frá 1956. Hin óákveðna stefna Rússa gagnvart Júgóslövum í vetur bendir til þess, að mikil átök hafi verið í hópi æðstu manna í Moskva síðasta ár. Vafalaust hafa Kínverjar einn ig haft mikil áhrif á Sovét- valdhafana. Enn er ekki vitað hvort Kínverjar hafa verið ó sáttir við Krústjov, en hann hefur valið þá til að vera brjóstvörn fyrir hina nýju stefnu. Vafasamt er að nokkur ógni veldi Krústjovs. Hann sigraði í valdabaráttunni í fyrra og samstarfsmenn hans eru allir tryggir. Á fundi Ung kommúnista í vor var skipt um stjórn og stuðningsmenn Krústjovs eru þar í meiri- hluta. Margt bendir einnig til þess, að hann hafi föst tök á lögreglunni. Hin nýja lína er einkalina Krústj.ovs. Ög Júgóslavar hafa gefið upp alla von um að ná samkomulagi við hann. Margir fréttamenn eru þeirr- ar skoðuna. að Krústjov hygg ist steypa Tító með einhverj um ráðum og koma Júgósla- víu aftur inn á áhrifasvæði . Rússa. Slíkt gæti þó verla gerzt nema í styxjöld. Hættu legri eru ógnanirnar við Góm úlka. Það lítur út; fyrir að hann neiti að gefast upp. í Nikila Krústiov Sovétríkjunum er nú hert á fjötrum menningarlífsins og réttarhöld eru á ný notuð í pólitískum tilgangi, og við því má búast, að röðin komi brátt að samstarfsmönnum Krúst- jovs í miostjórninni. Ástæðurnar fyrir hinni nýju stefnu er að finna innan Sovétríkjanna og leppríkja þeirra. En Krústjov hefur væntanlega verið Ijós áhrif hennar utan þeirra. Hann virð ist hafa verfð orðinn vonlaus um að ná viðunanlegum ár- angri á fundi æðstu manna og árásir rússneskra manna á vestræn sendiráð benda til þess, að hann þurfi ekki leng ur að halda andanum frá Genf“. Það er ekki aðeins gagnvart ríkisstjórnum Vesturveldanna, sem harðari pólitík hefur ver ið upptekin. Nú er ekkf lengur þörf á því fyrir kommúnista að leita eftir samstarfi við’áðra sósíalisri ska flokka. Og þótt Sbvcítstjórnin vinni mjög á- kveðið gegn vestrænum áhrif um í Asíu og Afríku, verður mjög erfitt fyrir hana að halda góðri sambúð við þjóðernis- ' sinna í þeirn álfum. Nehru Lef 1 ur sagt Sovétríkjunum til sýndanria og Nasser heimsæk- ir Tííó eins og ekkert hafi í- skonzt dsfi. hroEs í sí Fregn til Ai'þýðublaðsins. Ilúsavík í gær. EKKI hefur frétzt af sílilyelði I í dag, en löng hrota var hér á j Hásavík í gær. Var farið a$ salta um miSnætti ög haMið áfram alla nóttina og ailan Æag- inn í gær cg til kl. 5 í morgun. ( eða I 13 klsí. — EM.T. WAS'HINGTON í gærkvöldi. NxKLTA KRÚSTJOy híefur sent Eiserih'ówer,'.' forseta nýtt . bréf, sern :vá'r hafhept i kvöld. I Talsmaður rússneS')ia:Áendiraðs i ins sagði, að hér væri um aci ræða nýja tilraun til að draga. úr soen’-iu. í nokkra ieppa og Dodge \Veapcn bifreiðir af nýrri gerð- i’nni. Ennfremur f.ólksbi-frei.ð ogpick-up bifreið. — Bifreiðarnar verða til sýnis að Skúlatúni 4 fimmtudag inn. 3. þ. m. kl. 1—3. Tilboðin verða opnuð í. skrifsíofu vorri kl. 5 sama dag. Nauðsynlegt er að taka frjam..sýi^túmer^j tilb.éði. Sölunefitd ys.rnarlifeeigna.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.