Morgunblaðið - 22.08.1971, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.08.1971, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1271 > J ........................... RAUOARÁRSTÍG 31 LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13 Sím/14970 Eftir lokun 8Í748 eða 14970. BÍLALEIGA CAR RENTAL TT 21190 21188 BlLALEIGA Keflavik, sími 92-2210 Reykjavík — Lúkasþjónustan Sf’kjrlandsbraut 10, s. 83330. LEIGUFLUG FLUGKENNSLA FLUGSTÖÐIN HF Símar 11422. 26422. Bilaleigan SKÚLATÚNI 4 SlMI 15808 (10937) ‘Horðurbraut U1 ■Wafnartirði SfMl 52001 EFTIR LOKUN 50046 íslenzkur maður, sem lengl hefir dvalizt í Englandi, en þó fylgzt sæmiiega með í mörgu því, er hér gernt, er hneykslað ur á baráttunni fyrir hunda haldi í Reykjavík, kemst þaanig að orði um þetta í nýiegu bréfi til kunningja sins hér í borg- inni: 0 „Hundaæðið í Keykjavík" „Er þetta sjálfræði, og er nokkur vitglóra í því? Ég á við þetta nýja áhugamál nokkurra manna, og meira að segja ekki allfárra að því er virðist, að tek ið verði upp á ný hundahald í borginni. Þó að Gunnlaugur læknir Claessen hefði ekkert annað unnið sér til frægðar en að losa Reykjavík við þá ógur- legu plágu, sem hinir ótrúlega mörgu hundar voru orðnir, þá ætti nafn hans samt að geym- ast í menningarsögu okkar. En hann gerði, eins og við vitum, svo margt annað þjóðinni til gagns og sæmdar — var líka síðastur hinna miklu umbóta- manna í læknastétt landsins (líklega óhætt að segja bezt menntuðu stéttinni), svö að við minnumst hans um leið og Guð mundanna tveggja, Björnsson- ar og Hannessonar, sem „hrundu vorum hag á leið með heillar aldar taki.“ 0 Enska dýraverndunar- félagið drepur 250 þúsund hunda á ári Egyptar lifðu af sinar tíu plágur, en naumast hefðu þeir gert það ef við hefði verið bætt hinni elleftu: hundaplágu á við þá, er Englendingar búa nú við og ræða nú mikið um, hvernig takast megi að sigrast á. Ein hlið hennar er sú, hvernig fara skuli með þann sæg himda, sem árlega fer á flækinig, líður mikl ar þrautir og veslast upp. Ef mér skjátlast ekki, hlýða marg ir á íslandi á enska útvarpið, og sennilegt að einhverjir þeirra hafi hlýtt á fulltrúa Dýravernd arfélagsins, er hann ræddi þar þetta mál í lok síðastliðins mán aðar (júní). Hann sagði m.a. að á árinu 1970 hefði félagið orðið að láta aflífa meir en kvartmillj ón flækningshunda, sem annað hvort enginn fékkst til að taka að sér, eða þá að þeir voru svo illa farnir að þeim var ekki líf- vænt. En þetta er nú samt það sem almenningur tekur minnst eftir. Við sjáum meira af óþrifnaðin- um, þvi víða eru gangstéttir svo að trauðla er unnt að varast að stíga ofan á óþverrann. Að vísu segja iögin, að ef hundur saurg ar almannaveg, skulí eigandi hans greiða £5 í sekt, en eins og margsinnis hefir verið bent á, er enginn möguíeiki á að framfylgja þessu ákvæði lag- anna. En svo er hættan sem stafar af þessum hundum, er ganga lausir. Þeir eru margir grimmir og ráðast á bæði menn og fén- að. Búfé bænda stafar hætta af þeim, þvi þeir rangla út um haga og verður ekki við gert. Núna alveg nýlega sögðu blöð in frá dómi í máii er höfðað var gegn bónda einum fyrir að hafa skotið hunda, sem bitið höfðu fé hans. Hann var sýknaður og eiganda hundanna gert að greiða allan málskostnað. § Brezka ríkisstjórnin lætur kanna hunda- pláguna í Bretlandi Ríkisstjórnin brezka er nú að taka allt þetta hundamál til athugunar og lögreglustjórar um land allt hafa fengið fyrirskip- anir um að senda inn skýrslur og tillögur. Ekki er það efamál, að þótt ósennilegt megi virðast, verður barizt hart gegn allri viðleitni til að takmarka hunda hald stórlega, enda er það sum um ekki lítið hagsmunamál, að hundar séu sem flestir, þvi verzl un með hundafóður er að von um ekki lítil. Eitthvað verður væntanlega gert, en senniléga miklu minna en skyldi. 0 Hræðileg sjúkdóms- hætta og mengun Sjúkdómshætta af hundum er vitanlega margs konar, þar á meðal að sögn nokkur sulla- veikishætta á Skotlandi. Ekki þori ég að segja, hvort þá hættu sé enn að óttast á íslandi, en fyrir li.u.b. tíu árum spurði ég einn af merkustu læknum í Reykjavík, hvort búið mundi að útrýma sullaveiki úr landinu. „Ætli ekki að bezt sé að segja sem minnst um það“, var svar hans. Og ekki er næsta langt síðan ég heyrði, að tilfelli hefðu komið fram. Læknum og heilbrigðisyfir- völdum er að sjál'fsögðu full- kunnugt um stórvaxandi hættu á útbreiðslu bitæðis (hydropho bia, eða rabies) í hundum, því allar þjóðir í Vestur-Evrópu herða nú baráttuna gegn þess- um ægilega sjúkdómi — einum hinum ægilegasta er þekkist — og samt breiðist hann út. Nú er nýlega komið út álit eða skýrsla stjórnskipaðrar nefndar um þetta stóralvarlega mál — (Report of the Waterhouse Commission). Það er vitanlega H. M. Stationery Office aem gef ur hana út, eins og önnur riit, er koma beint frá ríkisstjórn- inni. Ritið kostar, ef ég man rétt, 25 pence, og væri vel ef einhver framtakssamur bók- sali i Reykjavik vildi hafa það á boðstólum, þvi það er talið geysilega merkilegt. Læknir einn (sennilega úr nefndinni) talaði fyrir nokkrum dögum um það í útvarpi, og mun ýms- um hafa verið nóg boðið á að hlýða. Hann lýsti því, hve marg faldir örðugleikar væru á að verjast útbreiðslu sýkinnar og hve hræðileg hún væri, og al- veg ólæknandi. Hann sagði m.a.: „I have seen people die of it, and I assure you that it is a horrifying sight.“ Öll spendýr geta tekið sýkina og flutit hana. Þangað tdl nýlega var talið, að sex mánaða sóttkvi nægði til þess að sleppa mætti úr haldi innfluttum hundum (eða kött- um), en fyrir nokkru gerðist það hér, að hundur reyndist vera sýktur skömmu eftir að honum hafði (vitaskuld undir eftirliti dýralæknis) verið sleppt úr slikri sóttkvi. Svo að segja nýlega sá ég þess getið í Menzku blaði, að erlent skip hefði snúið aftur til ís- lenzkrar hafnar þegar það upp götvaðist að skipshundurinn hafði orðið eftir í landi. Mér hreinlega ofbauð. Er þá árvekn inni þannig háttað á íslandi, að hunda erlendra skipshafna megi taka í land? Fregnin var birt athugasemdalaust. § Þjóðverjar reyna að hreinsa til með háum hundaskatti Vera má að hundaplágan hafi aldrei verið slik á Þýzka- landi sem á Englandi, og gat hún samt verið mikil. Nú er mér sagt að Þjóðverjar hafi ná lega losað sig við hana með geysiháum hundaskatti, svo að nú sjáist ekki hundar í þýzkum borgum. Hræddur er ég um að ekki mundi svo einfalt ráð duga í Reykjavik, því mér skilst að peningáflóð sé þar mikið, og svokallaðir „hundavinir“ láta sig ekki muna um að greiða 2500 kr. á ári í skatt af seppa sínum. Það verðum við að vona í lengstu lög, að heilbrigð skyn- semi ráði svo miklu, að ekki verði leyft hundahald í Reykja- vík eða öðrum bæjum á íslandi. Þeir eiga þar ekki heima. En sveitabændum, er stunda sauð- fjárbúskap, verður alltaf nauð- synlegt að hafa hunda. Eitthvað hefir heyrzt um „hundavinafélag" í Reykjavík. Ef slíkt félag annaðhvort hefir verið stofnað eða verður stofn- að, má gera ráð fyrir að á með- al félagsmanna verði þeir ekki færri, sem ekkert hundahald vilja hafa í bænum, því alveg eins getur þeim þótt vænt um hunda. En hvernig er það, er ekki i landinu dýraverndarfélag til verndar jafnt hundum sem öðrum dýrum? Svo var það fyr ir eina tíð. Og ef svo er, hvað þá um að stofna mannvinafé- lag? Æriti mætti það félag hafa verkefnin. Að lokum eit’t: Lengi mun. verða autt með okkar þjóð sæti Gunnlaugs Claessens. Því er nú miður“. 0 Leyfum þeim að hafa hunda, sem vilja Þá fyrirsögn setur Kristjana Gestsdóttir bréfi sínu og skrifar síðan: „Eftir því, sem ég kynnist mönnunum betur, þykir mér vænna um hundinn minn“, sagði Friðrik mikli Prússakeis- ari eitt sinn. Þessi setning hefir orðið fleyg og lifar.di, af því að hún er sörm og sannleikurinn hlýtur alltaf að hrósa sigri að lokum. Við, sem lásum sögu ólafs Tryggva- sonar, hins dáða konungs Norð manna, munum eftir Trygg hans. HundinUm, sem ekki sætti sig við fall herra síns. Þannig mætti lenigi telja. Það hafa ekki verið og eru ekki allt eintómir aumingjar, sem kunna að meta hunda og önn- ur dýr, sem ganga um meðal manna og eru í þeirra þjón- ustu. Ég álit að það sé eitthvað að þeim mönnum, og þeir þurfi að leita læknis, sem ekki kunna að meta þjónustu dýranna. Hina falslausu, heiðarlegu tryggð þeirra og hið andlega og hreina líf, sem þeim ávallt fylg ir. Það ætti engum að vera of- gott að eiga sér einkavin, þó að hann gangi á fjórum, ef þeir á tveimur hafa brugðizt. Það er enginn einn, sem á góðan hund. 0 Bezt að eiga varðhund eða úlfhund En bezt væri að eiga varð- eða úlfhund, sem passaði böm in og heimilið fyrir fólk. Það má kenna hundum margt og í sveit eru þeir á við marg- ar manneskjur við smala- mennsku og vörzlu alla. Hundlausu bændurnir í Kjós- innji geta gelt sj álfir, ef þá langar til en hætt er við, að búsmalinn taki ekki mikið mark Framh. á bls. 5 TIL ALLRA ATTA NEW YORK Alladaga REYKJAVÍK OSLÓ Mánudaga Miðvkudaga Laugardaga KAUPMANNAHÖFN Mánudaga Miðvlkudaga Laugardaga L0FTLEIDIR - ÚTSALA - Útscalan heldur áfram MÁNUDAG - ÞRIÐJUDAG ENN MÁ GERA REYFARAKAUP SKÖBÚÐIN SUÐURVERI SIMI 8 3 2 2 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.