Morgunblaðið - 22.08.1971, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 22.08.1971, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1971 11 Viötal Restons vid Chou En-lai: Okkur greinir að vísu á en Kínverjar eru reiðubúnir til samvinnu DREPIÐ hefur verið í Mbl. á viðtal það, sem bandaríski blaðamaðurinn James Reston átti við Chou En-lai, forsætis- ráðherra Kína i Peking fyrir stuttu. Grein Restons um fund þeirra fer hér á eftir i laus- legri þýðingu og endursögn. „Chou En-lai, forsætisráð- herra Kína, er reiðubúinn til við- ræðna við Nixon Bandarikjafor- Chou En-lai seta á breiðum grundvelli um heimsvandamálin, þegar bandar- íski þjóðhöfðinginn kemur til Peking einhvern tíma á önd- verðu næsta ári. í fimm stunda löngu samtali, sem var tekið upp á band og ráðherrann fór sjálfur í gegnum á eftir og sam- þykkti til birtingar, kemur fram að hann er með hugann bund- inn' við fjölmörg mál og ein- blínir ekki aðeins á þau vanda- mál, sem við augum blasa og eru innan seilingar, svo sem að leiða tii lykta Víetnamstyrjöldina, deilurnar um hvernig verði leystur ágreiningur um aðild Formósu og/eða Kina að Sam- einuðu þjóðunum, heldur lét hann einnig í ljós vilja á að ræða hlutverkaskipun Banda- ríkjanna, Japans og Sovétríkj- anna í Asíu og á Kyrrahafs- svæðunum. — Kínverjar óttast ekki kjarn- orkusprengjur. Við höfum búið okkur undir slíka árás, við er- um viðbúnir þvi að þeir ráðist á okkur til að verða fyrri til. t>ess vegna byggjum við neðan- jarðarbyrgi. Ég býst við að þér hafið heyrt um þau. Ég hafði veitt eftirtekt stór- um moldarbingjum og undarleg- um uppgreftri um höfuðborg- ina þvera og endilanga og ég svaraði þvi til að þetta væri neðanjarðarbyrgjanet. — Og ekki aðeins í Peking, sagði forsætisráðherrann. — I flestum stærri borgum okkar er sama uppi á teningnum. Reston vikur þvi nsest að því ágæta andrúmslofti, sem hafi verið ríkjandi í viðræðunum og telur að það hafi verið einkar þægilegt: „Chou En-lai kom hvað eftir annað fram með gagnrýni á Bandarikin, Sovét- ríkin og sér i lagi Japan, en hann var aldrei herskár, upp- næmur eða beizkur, þegar hann talaði um fortíðina." ~ Kina, sagði hann með lágri röddu, er land, sem Bandaríkin höfðu i einangrun í tuttugu ár. F;yrst menn vilja nú líta til Kína er það í, stakasta lagi. Og fyrst óskir eru - um að ræða málin, erum við reiðubúnir til að tala. Auðvitað greinir okkur á, og eigi okkur að takast að draga úr spennu, verður að vera um það sameiginlegur vilji. Þess vegna verður að ihuga hin ýmsu vandamál og öll þessi vandamál verður að taka með á dagskrána. Við gerum ekki ráð fyrir að öll vandamál verði leyst í einu vetfangi. Það er ógemingur. Væri ekki framkvæmanlegt. En með þvi að skapa tengsl okkar í milli, getum við glöggvað okk- ur á hvar við eigum að byrja til að geta greitt úr þessum málum. Chou En-lai lítur svo á að Nixon-kenningin sé örvun fyrir japanska hemaðarsinna. Og þeir verða í hans augum æ viða- meira vandamál. Þeir eru hvatt- ir til að fylgja eftir efnahags- undrinu í Japan með hernaðar- legri þenslu. Chou En-lai setti nánast fram þá fullyrðingu, að veldi á hernaðarsviðinu fylgi i kjölfar efnahagslegs veldis. Hann fór lofsamlegum orðum um japönsku þjóðina: „Fólkið er kjarkmikið og iðjusamt." En hann hélt þvi fram að Banda- ríkjamenn kyntu undir efna- hagslegt og hemaðarlegt veldi Japana. Ef stjórnin í Washing- ton kæmi ekki fram af fyllstu varfærni varðandi lausn For- mósu- og Kóreu-vandamálanna, mundu Japanir ráðast inn i þessi lönd, þegar Bandarikjamenn hverfa þaðan á brott. Hann var inntur eftir því, hvers vegna hann væri svona ákafur í að numinn yrði á brott öryggissamningur Bandarikj- anna og Japana, sem hefur haft þau áhrif að halda hervæðingu Japana í skefjum, sérstaklega er' tekur til kjarnorkuvopna, fyrst hann væri í raun svona áhyggjufullur út af því að Jap- anir gengju of langt. Þessari spurningu vísaði hann á bug, en taldi að Japanir gætu nánast framleitt allt sem til þarf til kjarnorkuvopna, þrátt fyrir þennan samning. Framleiðsla Japans á kjamorku eykst stöð- ugt, bætti hann við. Bandaríkja- menn selja þeim ekki nægilega mikið af úraníum, en þá flytja þeir það inn frá öðmm löndum. Og Japanir geta framleitt kjarn- orkuvopn með stuttum fyrir- vara, sagði hann. Ef Japanir láta af metnaðar- fullum áformum sínum varð- Framh. á bls. 19 James Reston TÍGRIS Hugsaðu máliö eitt augnablik! .. og þó þ&u væru tvo. Þetta er nefnilega fullkomnasta og vandaðasta sjónvarpstækið á markaðinum I dág. Ekkl taka þeir lítið upp í sig, þessir menn, hugsarðu kannske, en auðvitað erum við digurbarkalegir, þegar við höfirm efnf á þvr. IMPERIAL FT-472 heitir það. Transistorar og dfóður eru 34, afriðlar ,3 og lampar aðeins 4. Auk þess eru 3 IC, en það stendur fyrir “intergrated circuit”, og kemur hvert þessara stykkja I st'aðinn fyrir 15—20 transistora, díóður og mótstöður, þó að þau séu litlu stærri en krónupeningurl (hvar endar þessl byltingarkennda tækniþróun eigin- legal?) — FT-472.hefur. innbyggðan loftnets- spenni, 24ra þumlúga myndlampa og elektrðn- iskan stöðvaveljara, Stillingar fyrir tónstyrk, myndbirtu og — kontrasta eru dregnar. Utan- mál kassa eru: breidd 72; hæð 50 og dýpt 22/39 cm. FT-472 fæst hvítt. rautt eða f vai- hnotu. Óþarft er að fjöiyrða um ábyrgðina hún er L 3 ÁR. Verðið á FT-472 í valhnotu kassa er kr. 34,900,00 og f hvítum eða rauðum kassa kr. 36;100,00 miðað við 9.000,00 kr. lág- marksútborgun og eftirstöðvar á 10 mánuð- um. VIÐ STAÐGREIÐSLU ER VEITTUR 8% AFSLÁTTUR (verðin lækka í kr. 32.108,00 og kr. 33.212,00). Hugsaðu málið enn eitt augna- blik, því að betri sjónvarpskaup gerast ekki um þessar mundirHI Kaupið Kubalmperial það borgar sig! ÍT^mJ^n, iMPERinL Sjónvarps & stereotæki NESCOHF Laugavegi 10, Reykjavík.Símar 19150-19192

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.