Morgunblaðið - 22.08.1971, Qupperneq 22
22
MORGUNBLABIÐ, SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1971
100 ára minning:
Hildur Jönsdóttir
f. Thorarensen
HILDUR Jónsdóttir Thoraren-
sen, húsfreyja frá Kotvogi var
fœdd 22. ágúst 1871 að Stórholti
í Dölum.
Foreldrar hennar voru sr. Jón
Thorarensen og kona hans
Steinunn Jakobina Jónsdóttir.
Sr. Jón var sonur Bjarna amt-
manns, en Steinunn kona hans
dóttir Jóns Halldórssonar prests
í Stórholti.
Hildur var elzt systkina sinna,
en bræður hennar voru Bjarni
Jón bæjarfógetaskrifari, Bogi
búfræðingur og bóndi og Lárus
skáld og prestur i Görðum í
Norður-Dakota.
Hildur ólst upp í föðurhúsum
í Stórholti. Þar var fjölmennt
á þeirri tíð. Húsbóndinn glæsi-
menni, skáldmæltur vel, og einn
af beztu söngmönnum landsins
á sinni tíð. Húsfreyjan var mik-
il atgerviskona, mikil búkona og
stjórnsöm, enda var faðir henn-
ar sr. Jón Halldórsson, mesti bú-
sýslumaður og hraustmenni,
söngmaður ágætur og viður-
kenndur læknir á sinni tíð.
Ólína Andrésdóttir skáldkona
sagði frá því, að sumarið 1876 var
hún eitt sinn við messu í Staðar-
fellskirkju á Fellsströnd, þá 18
ára gömul. Sá hún þá háa aldr-
aða konu í svörtum silkikjól,
óvenjulega skartklædda ganga
inn kirkjugólfið og leiða litla
srtúlku í Ijósum kjól með gylit-
ar fléttur, sem bundnar voru
rauðum silkiborðum. Þetta voru
þær Hildur, amtmannsekkjan frá
Möðruvöllum og litla nafna henn
ar, sonardóttirin frá Stórholti,
þá fimm ára gömul.
Hildur gekk í Kvennaskólann i
Reykjavík. Hún giftist 1898
Eiríki Sverrissyni cand. phil. frá
Bæ í Hrútafirði. Bjuggu þau
t
Útför eiginmanns míns, föð-
ur og afa,
Péturs Einarssonar,
Ásvallagötu 57,
sem lézt 15. þ. m., verður
gerð frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 24. ágúst kl.
1,30.
Guðný Sigurðardóttir,
Auðbjörg Pétursdóttir
og barnabörn.___________
t
Hugheilar þakkir fyrir auð-
sýnda samúð og vináttu við
andlát og jarðarför systur
okkar,
Sigurrósar Þorsteinsdóttur
Meðalholti 4.
Sérstaklega þökkum við for-
stöðukonu og starfsstúlkum
dvalarheimilisins Ási í Hvera-
gerði.
Systkinin.
fyrst i Bæ, fluttust svo til Kefla-
víkur, en í Reykjavik bjuggu
þau, þegar Eirikur lézt 1904.
Árin 1905—’06 var Hildur
kennari við Kvennaskólann og
bauð frk. Ingibjörg H. Bjarna-
son henni fasta stöðu við skól-
ann, þegar hún tók við skóla-
stjórn 1906.
Hildur giftist aftur 11. okt.
1907 Katli Ketilssyni óðalsbónda
í Kotvogi í Höfnum, syni Ketils
dbrm. og konu hans Vilborgar
Eiríksdóttur frá Litla-Landi I
Ölfusi.. Höfðu þeir Katlamir
hver fram af öðrum verið þarna
óðalsbændur og útvegsmenn á
þessari fomu og merku útvegs-
jörð, allt að einnar aldar skeið.
Þarna varð Hildur húsfreyja
á stóru heimili og mannmörgu.
Þegar hér var komið, var
tengdafaðirinn dáinn, Ketill
dbrm. Hann dó í maí 1902, en
kona hans Vilborg var á lifi.
Ketill var mikilmenni í sjón og
raun og svo stórbrotinn, að enn
hefur enginn tekið honum fram
þar syðra að rausn og höfðings-
lund. Hann byggði Hvalsnes-
kirkju þá, sem nú stendur, úr
höggnu grjóti á eignarjörð sinni.
Ég held því hiklaust fram, að
hann hafi byggt hana fyrir eig-
in reikning. Að minnsta kosti
hafa aldrei reikningar komið í
ljós, er gefa annað til kynna.
En Vigdís dóttir hans, húsfreyja
á Grettisgötu 26, sem var bæði
gáfuð og stálminnug, sagði mér
ýmislegt, sem bæði styður og
staðfestir það. Það er til mál-
verk af Lúðvík 14. Frakkakon-
ungi, þar sem hann stendur við
blossandi kamínuna í höil sinni
upppússaður og hendir reikning-
um yfir byggingarkostnað Ver-
salahallarinnar á eldinn til þess
að þeir verði ekki að flækjast
fyrir eftirkomendunum. Eitt-
hvað þessu líkt virðist Ketill
dbrm. hafa gert, minnsta kosti
hef ég aldrei séð neina reikn-
inga um Hvalsneskirkju.
Þegar hann kvæntist konu
sinni, Vilborgu, 22. jan. 1858 gaf
hann henni 200 ríkisdali í morg-
ungjöf, og fleiri sögur mætti
tilnefna um þennan stórbrotna
mann. Vilborg var lítil kona,
fíngerð og gædd einhverjum
persónutöfrum, sem ómögulegt
er að lýsa. Kristinn sálugi
vagnasmiður, sem var þekktur
Reykvíkingur, sagði mér frá þvi,
þegar Ketill reið austur að
Litla-Landi að biðja Vilborgar,
og er sú saga svo einstök og
rómantísk, að engu er líkara
en að hún sé kafli úr faUegu
ástarævintýri.
Vilborg var bUð og góð, oft
leiddi hún litla drenginn 5 ára,
sem kom aðvífandi á heimili
hennar, * strauk honum með
bliðu, mjúku höndunum. Allur
matur var Ijúffengur úr hönd-
um hennar. Hún hafði ekki að-
eins örugga stjórn á búri, eld-
um og bæ, heldur Uka á um-
t
Alúðarþakkr okkar fyrir samúð og vinarhug við andlát
og útför
JÓNlNU ÞURlÐAR BENÓNÝSDÓTTUR
Holtsgötu 12,
Börn, tengdaböm, bamaböm
og barnabamabörn.
t
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför bróður okkar
og mágs
BJÓRNS ÞÓRARINSSONAR
Dóra Þórarinsdóttir,
Guðrún Þórarinsdóttir. Sigurjón Guðjónsson.
brotasömum sjómönnum og leit
þá til þeirra, ef henni fannst
röstin ýfast og varð þá strax
allt réttstreymt og lygnt.
Þetta var tengdamóðir Hild-
ar, og eftir að Hildur var bú-
in að vera þar húsfreyja
um tíma, heyrði vinnufólkið, að
Vilborg sagði við hana eitt
sinn:
„Þú kannt öll verk smá og
stór og snUldarbragð er á ÖU-
um húsfreyjustörfum þínum.
Þetta er góð byrjun og mikill
sigur.“
KotvogsheimiUð var stórt,
bæði skyldmenni húsbænda,
fjöldi vinnuhjúa og vertíðar-
manna, er komu stundum úr
fjarlægum héruðum. Heimilið
var hollur skóU fyrir unglinga,
sem gátu lært þar alla þjóð-
hætti og verkmenningu, reglu,
nýtni og aðhald. Þau hjón Hild-
ur og Ketill voru samhent í því
að rétta öllum hjálparhönd og
nutu þvi margir auk heimilis-
manna hjálpar þeirra og gest-
risni. Mörg böm af næstu bæj-
um voru þar svo að segja í
hverri máltíð og einstæðingar,
sem ferðuðust um á þeim árum
vegalausir og allslausir, en
settust upp á bæjum, þar sem
þeim var skjól veitt, áttu þar
ætíð vísan griðastað. Sömu-
leiðis þurfti oft að hjálpa skips-
höfnum og strandmönnum bæði
innlendum og útlendum.
1 öllum þessum önnum var
Hildur lýsigulhð á heimilinu,
enda átti hún þann mann, sem
var göfugmenni og Ijúfmenni,
merkur maður í orði og verki,
starfssamur og reglufastur, sem
hafði bæði efni og ráð í hverj-
um vanda. Um Ketil mann henn-
ar mætti segja það, sem afi
Hildar orti:
„Gaf hann af sjálfs síns
og gaf óspart
gleymdar eru hans gjafir."
Rausn og risna á þessu heimili
verður öllum ógleymEinleg, sem
til þekktu.
Þau Hildur og Ketill ólu upp
tvö bræðrabörn Hildar, Jón og
Boghildi Láru, sömuleiðis
frænku Ketils, Ástríði Þórarins-
dóttur, ennfremur Fanneyju
Gunnlaugsdóttur og Rögnu
Bjarnadóttur, og lolcs ól Hildur
upp Björn Helgason. Öll þessi
fósturbörn þeirra eru á lífi. Auk
þess voru systkinabörn Ketils
oft hjá þeim.
Á fyrstu búskaparárum í Kot-
vogi greip Hildur einstaka sinn-
um til gítars á kvöldin eftir
annir dagsins. Hún hafði gam-
an af hljómlist og söng sjálf
vel. Hún var lærð í listvefnaði
og kenndi hann við Kvennaskól-
ann. Sömuleiðis var hún mikil
hannyrðakona á yngri árum.
Mann sinn, Ketil, missti hún
1921, og varð hann öllum harm-
dauði. Síðast bjó Hildur í
Reykjavík og lézt að Hrafnistu
2. marz 1960.
Minning minna góðu og elsku-
legu fósturforeldra verður mér
ætíð ófölnanlegur helgidómur.
Jón Thorarensen.
Schannongs minnisvarSar
Bifljið um ókeypis verðskrá.
Ö Farimagsgade 42
Köbenhavn Ö
Lcaxveiði
Tvær stengur lausar í Haukadalsá
í Dalasýslu dagana 23. — 25. ágúst.
Upplýsingar í síma 40368.
Stýrimaðui - Keílovík
Vantar stýrimann á m/s Lóm KE 101.
Sími 41412 og í Keflavík í síma 2190.
Aðalfundur J.C.R.
verður haldinn í Verzlunarráði Isiands Laufásvegi 36
kl. 2 e.h. laugardaginn 28. ágúst 1971.
Venjuleg aðalfundarstörf.
fUUNIOR CHAMBER
I REYKJAVÍK
Beit að auglysa i MORGIIIilADIl