Morgunblaðið - 18.09.1971, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.09.1971, Blaðsíða 11
11 i. MORGU'NBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1971 BOKMENNTIR - LISTIR BÓKMENNTIR - LISTIR BOKMENNTIR - LISTIR Lög ástarinnar John Galsworthy: EPLATRÉÐ. Þórarinn Guðnason íslenskaði. Myndir gerði Nini Bjömsson. Helgafell, Reykjavík 1971. EPLATRÉÐ eí- I hópi styttri sagna Johns Galsworthys, en hann er kunnastur fyrir hina viðamiklu Forsytættarsögu sína. Eplatréð er óður um ástina og umgjörð hennar er ensk sveit: vorið í allri sinni litriku fegurð með fy-rirheit um dásemdir lífs- ins. Ungur menntamaður hald- inn skáldadraumum verður ást- fanginn af óspilltri sveitastúlku. Ást hans er tengd vorinu og töír- um sveitarinnar, hennar ást er af alvarlegri toga. Hann á í etrangri ha-ráttu við sjálfan sig þegar hann finnur að stúlkan vill gefast honum, en ferð til ná grannaborgar, þar sem hann kynn ist systur vinar síns, beinir til- finningum hans í aðra átt. Skyn semin sigrar. En fserir sá sigur honum hamingju? í bókarlok stendur Frank As- hurst andspænis hefnd ástar- gyðjunnar Kyprisar. Sagan hef- ur að einkunnarorðum setningu úr Hippolytos eftir Evrípídes. Þegar F.rank að mörgum árum liðnum, er óvænt minntur á þetta ævintýri æsku sinnar, er hann að lesa um ægimátt ástarinnar í hinum gamla gríska harmleik: Allt lifandi, lágt og hátt, um lög hennar spyr og rök; Eplatréð fjallar um ósættan- lega heima. Ungi maðurinn, sem leitar ævintý.rsins og finnur það, er raunsær að eðlisfari. Hann veit, að það er djúp á milli hans og ungu sveitastúlkunnar Meg- an. Þetta djúp er hin borgaralega stéttaskipting. Honum verður hugsað til þess hve fráleitt væri að flytja hana með sér til Lond- on, hið dæmigerða náttúrubarn: ,,í London kæmi það fyrir alvöru í ljós, hvað hún var blátt áfram, fábrotin og ólík borgarbúunum, og einnig hvað hana skorti ger- samlega alla andlega menntun . . . “ í staðinn lætur hann heill ast af hinni glaðværu og fallegu Stellu, sem sprottin er úr sama jarðvegi og hann sjálfur. Með- aumkun hans með Megan, sem hann yfirgefur, dugar honum ekki til að skora hefðina á hólm. Mö.rg verk Johns Galsworthys taka einmitt þetta efni til með- ferðar. Hann þekkir vel hugleysi borgarastétta.rinnar, vanafestu hennar og makræði. f Eplatrénu tekst honum snilldarlega að af- hjúpa þessa lesti, sem oft ganga undir nafninu dyggð. Frank As- hurst er eitt af hinum mörgu fórnarlömbum imyndaðs siðferð- isþroska. Sálfræðileg innsýn Johns Gals- worthys er klædd í mjög ljóðræn an búning I Eplatrénu. Lýsing hans á veröld hinna ungu elsk- enda býr yfir ástríðu vaknandi lífs, náttúrutilbeiðslu borgarbú- ans, sem skynjar sveitalifið af barnslegum fögnuði. Hinum mörgu og oft skrautlegu myndum úr náttúrunni er þó hvergi ofauk ið, heldu.r skapa þær þann eðli- lega yndisheim, sem vorgleðin blæs mönnum í brjóst — og um leið er rennt stoðum undir hin dapurlegu endalok sögunnar. Frá hjartanu John Galsworthy Unnur S. Bragadóttir: ER Á ÞETTA LÍTANDI? Helgafell, Reykjavík 1971. BYRJENDUM í ljóðagerð ev ekki alltaf nauðsynlegt að gefa út bók. en fyrir kemur að ástæða er til þess. Unnur S. Bragadóttir mun vera ung stúlka. Bók henn- ar ber þess merki að hún eigi eftir að taka út þroska sinn. Nokkur Ijóð í fyrri hluta bókar- innar eru skemmtileg í uppruna- leik sínum og Mklega réttlæta þau útgáfu bókarinnar. Ég nefni: Hr. Storm, Rómeó, Hugarburð, Til Búbúlínu, Hið óskiljanlega og Hámarkið. Hugarburður er þann ig: í hverfulu djúpi vatnsins speglast helmingur likama míns. Brátt streymir regnið til jarðar, og ég lit út sem skotmark. Þú seður hungur mitt, þú svæfir mig. Ég hugsa um þig nótt og nýtan dag. Hugur minn er á eyðimörk. Brátt er ég mettu.r, w 1 eða er ég blekktur af mönnunum? Þetta ljóð gefur fyrirheit um listræn vinnubrögð. Það er meira en unnt er að segja um seinni hluta bókarinnar. Áhrif frá þjóð- skáldinu, sem þar koma í ljós, hefur Unni ekki tekist að nýta á þann hátt, að þau efli hennaí eig in tj áningarþörf. En fróðiegt er að sjá, að Svartar fjaðrúr skuli enn lesnar af jafnmikil'li hrifn- ingu og sum ljóð hinnar ungu skáldkonu eru til vitnis um. Er á þetta Mtandi? er ekki óvenjuleg frumsmið. Það er Jóhann Hjálmarsson skrifar um BÓKMENNTIR Væmni er ekki að finna í þessarl viðkvæmu ástarsögu. Þýðing Þórarins Guðnasonar er gerð af skilningi og smekk- vísi. Níní Björnsson hefu.r mynd- skreytt bókina. Myndirnar eru sumar skemmtilegar og falla vel að efninu, samt hef ég grun um að þær njóti sín ekki til fullnustu í prentuninni. Kápumyndin af eplatrénu fer til dæmis prýðilega, en inni í bókinni er sama mynd grá og dauf. Ég sé ei, en finn ótta sálu minnar og greini hjartsláttinn. Ég hrópa á hjálp, án árangurs. Enginn sór mig né heyrir, litlu maríuhænuna. — Þú grætir mig, regn. — Hámarkið er einnig dæmi um ljóð, þar sem hinni ungu skáld- konu tekst að halda athygli les- andans vakandi: Kotopúli, Kotopúlí hvers get ég vænzt af þér? samt ekki ólíklegt, að hún gefi nokk.ra hugmynd um viðhorf ungar kynslóðar til Ijóðlistarinn- ar. Augljóst er, að áhugi ungs fólks á ljóðlist fer vaxandi. Ég held að þessu ljóðhneigða fólki sé þó hollt að hafa í huga, að það getur verið ágæt regla að flýta sér hægt við að safna tilraunum sínum í bók. Markverður list- rænn árangur krefst þolinmæði og ástundunar. Jóhann Hjálmarsson. Úttekt leikgagnrýnandans 3.: Leikstjórnarmál Þegar ég kom hin,gað aftur eftir sex ára útivist, var leik- stjóraskortur eitt af þvi fyrsta, sem ég heyrði talað um og átti hann að hrjlá bæði leikhúsin,, þó tiflinnanlegar miusterið við Hverftsgötu. Áður en lang- ur timi var liðinn sá ég, að lit- ið hafði breytzt í þessu tilliti frá því ég fór. Pólitíkin, sem leikhúsin ráku var í meginatr- iðum sú sama og áður: það var umdantekning ef nýjium manni væri hleypt að og hinir stóðu eins og skjaldtoorg um kökuna. Auk þess var enn verið að bj'óða erlendum leikstjórum hingað, þeim sem það gátu og villdiu þiggja. En svo er mál með vexti, að Islendingum hættir mikið til að mikla fyrir sér út- landið og alt sem þaðan kemur en gleyma að gera sér grein fyr ir þvi, að þar er til mikil skipt- ing á öllum Mutum, ekki sizt á gæðum á ýmsum sviðum. Þar eru til miðsetur, stórar boirgir og svo landið og þar með tald ar smærri borgir. 1 stórborgun- um sjiáMum er oft mikil innbyrð is skipting. Þvi er það, að þótt einhver komi erlendis frá og telji séir ýmislegt til sæmda, sem IMtur vel út á prenti á Islandi, getur vel verið að hann sé eng- inm framámaður í list sinni í heimalandi síniu, starfi jafnvel alls ekki að henni, en leiki svo stóra manninn þegEir hann er komimn út hingað. Slíkis eru dærni í sambandi við þá borg evrópska, sem ég þekki hvað bezt og vakti mér á sítnum tíma mikla furðu. „Fjarlægðin gerir fjölin bl'á og mienniina mikLa." Auðvitað þarf þetta ekki að vera algilt. En hver, sem þekk- ir eitthvað til leikhússins á meg inlandinu veit, að samstígni miMi hinna beztu þar og íslenzka leifchússins er vart að vænta. Stór og eftirsóttuir evrópskur ieikstjóri er upp- pantaður tvö til þrjú ár fram í timiann — ég hetf enn ekki heyrt getið um siíkar áætlanir hér. Hamn er Mka dýr. Og hinir yngri, sem eru að sækja í sig veðrið, eru sjaidnast í brennidepli leik- hússtjóra frá Islandi. Um aust- antjaldlsmenn gildir sennilega ekki það sarna. Við eigum að vera á varð- bergi gagnvart því sem kemur erlendis frá, athuga það áður en við kymgjum þvi hráu. Og yf irleitt finnst mér ásitæða til að taka þesisa framkvæmd, ráðn- ingu erlendra leikstjóra, sem ekki kunna málið og hafa ekki lifað í iandinu, til gagngerðrar endiurskoðunar. Ég er ekki þar með að krefjast neins banns við þessu, það má vel vera, að þetta sé gott og jafnvel nauðsyniegt stuindum. En spurningin, sem við þurfum að leggja fyrir okkur sjálf er sú, hvort pólitíkim, sem rekin er innanlands gagnvart menntuðum íslenzkum leikstjór- um, sé rétt og heillavænleg. Þessar hugtsanir vöiknufiiu með mér þegar ég sá það, eiftiir að hafa verið hér stuttam tíma, að hér var kotminn nokkur hópur ungis fólks, sem aflað hafði sér þakkingar á þessari listgrein er- lendisi, en fékk samit anzi lítið að gera i henni nema snöp og jaifnvel ekki það stundum. Þorgeir Þorgeirsson gerði i hitteðtýrra útvarpsleikrit I nokkrum þáttum og st.jómaði þvi sj'álfur. Mér lék forvitni á að heyra þetta sem ég og fékk. Leikstjóm hans á verkinu var mjög sarrwizfcuisamlega unnin og í sumum tillfellum sleignir áður óþakfctir strengir í túlkun sumra leikara, eða ekki gat ég heyrt betur. Ég hetf ekki tekið eftir að hann stjómaði neinu hjá út- varpinu eða annars staðar slð- an. Var þetta svona lélegt hjá honum miðað við afrek allra hinna? Þar að auki ku maður- inn kunna ýmislegt fleira. María Kristjánsdóttir stjórn- aði Hvað er i blýhólknum hjá Grímu í fyrra, sem frægt er orð- ið. Það var mjög skemimtileg og nýstárleg sýning og greinilegt að hér var komihn nýr og góð- ur kraftur að Sslenzku leikhúsi. Siðan akki söguna meir, mér vit- anillega. Eyvinduir Erlendsson er nú víst ekki neitt óskrifað blað í þessum efnum. Hann er „mennt- aðasti leikstjóri á íslandi" sam- kvæmt leikskrá g&staleik.s utan af landi í Kópavogi í vor. Hann mun nú vera bóndi og stunda leikstjórn eitthvað í hjáverkum með áhugaflólki í sveitinni. Hann setti hér á stoifin leiksmiðju — Leiksmiðjuna — og varð að gefast uipp. Þegar á það fyriirtæki er minnzt í hópi reyk viskrar inteBligientsiLu á síðkveld um við teiti, verða menn fjálgir af hrifningu og sökniuðu vegna þessa vorblóms íslenzkrar leik- mienningar, sem ekki fléfck að blömstra. Það eru miin kynni af fyrirtækinu og kannski ekki þau verstu. Nefndur gestaleik- ur er það eina sem ég hetf séð eftir Eyvind. Á sviðsetninguinni var mjög kunnáttusamilegt handbragð þótt margs væri vant, em vel menntaður leik- stjóri verður ekki dæmdur eftir því sem hann gerir með áhuga- flóllki. Hann var ekki að læra það heldur að læra að vinna með vel þjálfuðum at- vinnuleiikur.um. Það var flogið með reykiviska leikgagnrýnendur norður til Akureyrar i vor og þeim sýnd sviðsetnin.g Magnúsar Jónsson- ar á Túskildingsóperu Brechts, sem var mikil ágœtissýning, brechtis’k og lifandi, lytmisk og heilsteypt. TúiHkunin var mis- jöfn að gæðum, en þar gild- itr það sama og um Eyvind Er- lendsson. Erlingur E. Halldórssom skil- aði einni sýningu, sem gekk hér í vetur leið og var frá fyrra ári og því utan mins verka 'hrings. Hann er einn flárra at- vinmiuleikstjöra landsins og vinnur verk sitt úti á lamds- by.ggðinni og unir því viist vel. Ég hef ekki heyrt að það sé nein von á sviðsetningm frá neinum þessara manna í bæjar- landinu í bráð. Brynja Benediksdóttir er kammski sá leikstjórinn, sem lengst er kaminn af ungum leik stjörum, hún átti tvær sviðsetn ingar i Reykjavík á síðasta leik ári og skulum við gleðjast með henni yfir því. Þessi samtiningur er sá hóp- ur utangarðsleikstjöra, sem ég hef haft af að segja í starfi minu sem leikgagnrýnandi á einu leikári og betur þó. Það getur vel verið að hann eigi að fera stærri, en að svo komnu Jniálli veit ég ekki betur. Mér finnst hann líka nógu stór. Og þvi spyr ég, af hógværð og Mt- illæti þess, sem ekki veit: Erum við svona rík, að við höfum efrfi á að láta allt þetta vel rnennt- aða fölk standa úti í kuldaruum, sem auk þess hefur sýnt hæfni sina þegar það hefur flengið tækiflæri til? Eða erum við kannski svo flátæk, Mtil og amá, að við höfum ekkert við það að gera? Ég trúi því ekki. Og sllík pólitík er það síðas.a, sem leys ir vanda leikstjóraskortsins hér. Það ætti öllum að vera ljöst. Ef fölk fær ekki að reyna sig og vaxa i list sinni, sem í þessu tiltfeli er svo mjög háð öðrum, verður það aldrei stórt. Eðlileg og bráðnauðlsynleg úr- bót í þessu efni væri Mtið svið, eitt eða flleiri þar sem uegir leikstjórar og höfumdar fengju að reyna sig og sýna hinum háu herrum stóru leikhúsanna hvers þeir eru megnugir. Ungur lei'kari flær lítið hlut- verk, það er ekki mikil áhætta, Jeikstjörum er ekki hægt að trúa fyrir hálfum þáttum, það liggur í hlutarins eðli, að þeir þurfa heil verk. Þeir, sem mól- ið er skylt, ætt-u að huga að þessum vanda. Þorvarður Helgason. Haustsýning Félags íslenzkra myndlistarmanna í Norræna Húsinu. — Næst síðasti sýningardagur — Sýningin verður ekki framlengd. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.