Morgunblaðið - 18.09.1971, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.09.1971, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1971 13 -4 Hlutleysi eða óhlutdrægni Athugasemdir við tímabaerar yfirlýsingar útvarpsmanna MIG hafði satt að segja aldrei órað fyrir því, að maðúr gæti verið fréttamaður og sjálfstæð- ur dagskrármaður við rákisút- varpið um aldarfjórðungs skeið svo, að honum hafi „sjaldan orð ið það á að vera hlutlaus um menn og málefni" að eigin mati og iwósað sér af á opinherum vettvangi. Fékk ég þar óvæntan rökstuðning fyrir þeirri kröfu minni til útvarpsráðs á dögun- um, að manni þessum yrðu sett ar strangar starfsreglur fyrk gróft hlutleysisbrot í starfi. Þar sem fyrir liggur svo ský- laus yfirlýsing um starfsreglu-r útvarpsmannsins frá honum sjálf um, mun ég ekki gera erindi hans á dögunum að umtalsefni. En ég vek athygli á, að slík frá sögn hefði að öllu venjulegu ver ið flutt með fréttum eða í frétta auka. Eru ugglaust viðeigandi skýringar til á því, að svo var ekki að þessu sinni, þótt mér séu þær ókunnar. í Þjóðviljanum 8. september er fjallað um mál þetta af Stefáni Jónssyni. Þar segir m.a.: Það skal tekið fram i þessum inn- gangi, að „Ríkisútvarpinu hafa ^aldreí verið settar regiur um „hlutleysi“ heldur um óhlut- drægni um menn og málefni." Niðurlagsorð hans voru þessi: „Frásögnin er ekki hlutlaus. Ég hygg að í tuttugu og fimm ára starfi mínu hjá útvarpinu hafi mér sjaldan orðið það á að vera hlutlaus um menn og málefni. En ég staðhæfi að frásögnin sé óhlutdræg, og mótuð af öðru og gildara mati en persónulegum viðhorfum. Til dæmis vek ég at- hygli á þvi að ég nafngreini ekki Halldóí- Blöndal í frásögninni, hvað þá að ég kalli hann greind an mann.“ Eins og ummæli þessi bera með sér, finnur útvarpsmaðurinn, að heidur langt var gengið. Hann grípur því hálmstráið og beitir orðhengilshætti: Frásögnin er ekki hlutlaus, heldur óhlutd*ræg. íhugum þetta nánar. 1. í forystugrein Þjóðviljans etóð hinn 4. sept. sl.: „En jafn framt þessu er nauðsynlegt að ríkisstjórnin hafi sjálf frumkvæði að þvi að hafa sem bezt samband við almenning i landinu. Það hef ur ný ríkisstjórn á Islandi reynt að gera og í þeim efnum hafa út varp og sjónvarp sérstakar skyld ur.“ Ekki eru þessar „sérstöku skyldur“ nánar útskýrðar, en Forsetakosning- ar í Súdan Khartoum, 16. sept. AP. FORSETAKOSNINGAR hófust í Súdan í dag og er Gaafar Num- eiry i framboði til næstu sex ára. Kosningarnar standa í sex daga í borgunum, en í liálfan mánuð úti á lamdsbyggðinni. Kosningarn ar fara fram með þeim hætti að kjósendur fá í hendur mynd af Numeiry forseta og vilji þeir hafa hann sem forseta næsta kjör tímabil setja þeir myndina í þar til gerðan kassa. Þeir sem ekki vilja Numeiry áfram fá sams konar mynd og er sá eini mun- urinn að þær myndir fara í ann- an kjörkassa. Numeiry er einn i framboði. AP-f>réttastofan segir að í höf- uðborginni Khartoum hafi verið mikil kjörsókn í dag, en úti á landsbyggðinni gengur allt hæg- ar fyrir sig, enda eiga margir erf itt með að komast á kjörstaði yegna mikilla rigninga undanfar ið. greinilega leggur útvarpsmaður inn sig þó fram um að rækja þær vel. Og kallar „ekki hlutleysi“, heldur „óhlutdrægni". 2. Það er ekki fréttamannsins, heldur hinis, sem hlustar eða les, að meta fréttir og frásagnir. Þó mun þessu öfugt farið, þar sem sá er kunnugastur, sem sendi Stefán Jónsson „norður á hjara“. 3. Útvarpsmaðurinn kveður svo sterkt að orði að segja, að ríkisútvarpinu hafi „aldrei ver ið settar reglur um „hlutleysi“ heldur um óhlutdrægni um menn og málefni“. Við þetta er það fyrst að at- huga, að í Útvarpslögum er ekki talað um „óhlutdrægni“, heldur „fyllstu óhlutdrægni". Einhverra hluta vegna sleppir útvarpsmað- urinn áherzluorðinu í málflutn- ingi sinum. En til þess að glöggva sig á því, hvort málflutn ingur útvarpsmannsins stenzt að öðru leyti, liggur það eitt fyrir að svara spurningunni: Leit Lög- gjafinn svo á, að um tvö sundur greinanleg hugtök væri að ræða eða ekki, þegar talað var um „fyllstu óhlutdrægni" annars veg ar og „hlutleysi" hins vegar? Við athugun kemur í ljós, að svo va^ ekki. Við umræður á A1 þingi 1934, en þá voru sett ný lög um útvarpsrekstur ríkisins, var hlutleysisskylda ríkisútvarpsins sérstaklega rædd. Fyrrgreind hug tök voru þá notuð jöfnum hönd- um og virðist hending ein, hvort sagt var hverju sinni, eins og nú skal stuttlega rakið. í 1. mgr. 5. gr. laganna segir: „Útvarpsráðið . . . setur reglur um fréttaflutning útvarpsins og aðrar reglur, er þu-rfa þykir til gæzlu þess, að við útvarpið ríki skoðanafrelsi og fyllsta óhlut- drægni gagnvart öllum flokkum og stefnum í almennum málurn, atvinnustofnunum, félögum og einstökum mönnurn." í meðförum Alþingis var orð- inu „fyllsta*^ bætt inn í frv. i neðri deild, en um þá breytingar tillögu urðu svofelld orðaskipti: Framsögumaður meirihluta- allsherj arnefndar Stefán Jóh. Stefánsson sagði: „Ákvæði 5. gr. frv. um hlutleysisskyldu útvarps ins er því mun fyllri en í 4. gr. núgildandi laga. Það er því eng- in ástæða til að fetta fingur út í þessa grein.“ Framsögumaður minnihlutans Thor Thors sagði: „Minni hl. á hér enn fremur breytingartillögu um, að fastara sé kveðið að orði um hlutleysi útvarpsins með því að orða málsgreinina svo, að gætt sé fyllstu óhlutdrægni. Telj um við, að þvi aðeins sé þessu ákvæði vel borgið, að orðið „fyllsta" standi á undan „óhlut- drægni“ í lögunum eins og verið hefur. Það eina orð hefur fallið úr frv. Við sjáum ekki ástæðu til að svo sé. Orðið er hér aðeins til áherzlu og hér riður mikið á, að rík áhe.'zla sé lögð á óhlut- drægni.“ Stefán Jóh. Stefánsson: „Það skiptir engu máli, hvort sam- þykkt verður tillaga minni hlut- ans, að orðinu „fyllsta“ sé bætt framan við „óhlutdrægni". Hlut- leysi getur aldrei verið annað en fyllsta hlutleysi. Ef sagt er, að einhver eigi að vera hlutlaus, þá er þar vitanlega átt við fyllsta hlutleysi. Um hálft hlutleysi &r þar ekki að ræða. Þess vegna er þessi breytingartillaga óþörf.“ í efri deild komst framsögu maður menntamálanefndar Bern harð Stefánsson svo að orði: „Það eru sjálfsagt allir sammála um það, að ríkisútvarpið eigi ekki undic neinum kringumstæðum að vera pólitískt hlutdrægt . . . “ fyllsta (Sjá Alþingistiðindi 1934 B bls. 1816 og áfram). f Útvarpslögum nr. 19 5. apríl 1971 er sama orðalagi haldið, en þar segir I 3. mgr. 3. gr.: „Rikis útvarpið skal í öllu starfi sinu halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur. Það skal virða tjáningarfrelsi og gæta fyllstu óhlutdrægni gagnvart öllum flokkum og stefnum i opinberum málum, stofnunum, félögum og einstaklingum." Útvarpsmaðurinn sótur því uppi með orðhengilsháttinn og þá vissu, að vera sannur að sök þá að hafa >ysjaldan orðið það á að vera hlutlaus um menn og mál- efni“ í starfi sínu hjá útvaxpinu í 25 ár, svo að enn sé vitnað til eigin ummæla hans. Þegar ég fyfir skömmu vakti athygli á grófu hlutleysisbroti rík isútvarpsins, með því að einn af dagskrármönnum þess hafði í sér stökum dagskrárlið skýrt frá þvi, hvemig honum kom fyrir sjónir fundur á Kópaskori, þar sem hann hafði mætt sem varaþing- maður, sérstakur fulltrúi flokks síns Alþýðubandalagsins og sér legur sendímaður Lúðvíks Jósefs sonar margauglýstur, hafði ég ekki í hyggju að eiga orðastað við þennan sendimann. Heldur var ummælum mínum beint til út varpsráðs, en samkv. 2. mg.r. 6. gr. núgildandi laga setur það „reglur eins og þurfa þykir til gæzlu þess, að fylgt sé ákvæðum 3. gr.“ Fyrir þá sök fór ég fram á og geri enn, að umræddum dagskrár manni rikisútvarpsins verði sett ar viðeigandi starfsreglur til þess að hann geti ekki sagt að liðnum öðrum 25 starfsárum í ríkisútv(arpinu, að hon.um hafi „sjaldan orðið það á að vera hlutlaus um menn og málefni". Akureyri, 10. sept. 1971, Halldór Blöndal. NÝR 1972 syning laugard. 18. og sunnud.l9.sept. frá kl 13 — 19 TEKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H.F. AUÐBREKKU 44-46 S(MI 42600 KÓPAVOGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.