Morgunblaðið - 18.09.1971, Page 22

Morgunblaðið - 18.09.1971, Page 22
i 22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1971 Ásdís Reykdal Þórsbergi — Minning Fædd 30. sept. 1914. Dáin 13. sept. 1971 Á HAUSTNÓTTUM árið 1914 fæddist Setbergshjónunum frú Þórunni og Jóhannesi J. Reyk- dal dóttir, er hlaut nafnið Ás- dís. Var það nafn föður-ömmunn ar, ættaðrar úr Suður-Þingeyjar sýslu. Ásdís var níunda barn Sctbergshjónanna af tólf. Jóhannes Reykdal fluttist hir|' að til Hafnarfjarðar um aldamót in, og kvæntist Þórunni Böðvars dóttur veitingamanns Böðvars- aonar. Þessi mikilhæfu sæmdarhjón bjuggu lengst á Setbergi í Garða hreppi og gerðu þann garð fræg an. Áhrifanna af hugkvæmni og framsýni hins stórbrotna fram- kvæmdamanns — húsbóndans á Setbergi, gætti viðar en hér í Hafnarfirði og nágrenni. Hann var einn í hópi hinna merkustu athafnamanna þessarar aldar. En Jóhannes stóð ekki einn. Hann átti eiginkonu sem var einstök. Vandi húsmóður á mannmörgu heimiH er jafnan mikill. Frú Þár unn var íríð kona, gáfuð, góð og starfsöm. Þessir eiginleikar hús- freyjunnar á Setbergi mótuðu heimilisbraginn. Glaðværð ríkti þar og góðvild. Á gieðina bar þó flkugga, mikinn og þungan, þegar „hvíti dauðinn“ hjó mörg skörð í mannvænlegan barnahópinn. En góðvildin hefur aldrei þokað úr öndvegi þess heimilis. Þær mátt arstoðir góðs heimilislífs hafa ei haggazt en fylgt því Setbergs- fólki, þar sem ég þekki til. Slík eru áhrif góðrar móður. Aliir sterkustu eðlisþættir for eldranna og æskuheimilisins ein- kenndu viðbrögð Ásdísar á lífs- göngu hennar í 57 ár. Glaðværð hennar var sönn og glettnin græskulaus. Greind og starfsvilji mikill, en rósemi og geðstilling svo af bar, þegar á reyndi. Ásdís vann heimilisstörf í upp vexti sínum undi.r leiðsögn móð ur sinnar. Síðan stundaði hún nám í Kvennaskólanum í Reykja- vík og fór námsferð til Noregs. Um tima rak hún, ásamt frænd konu sinni, verzlun hér í Hafnar firði, en skrifstofustörf við fyrir tæki föður síns annaðist hún all- lengi, eða þar til hún kvæntist eftirlifandi manni sínum Her- manni Sigurðssyni verksmiðju- stjóra, árið 1944. Þau Ásdís og Hermann stofn uðu heimili að Þórsbergi, fyrst í sambýli við foreldra hennar, sem reist höfðu það nýbýli í hinni fornu Setbergstorfu, og þar er heimili Ásdísar enn. Þeim Þórsbergshjónum fædd- ust sjö börn: Böðvar, Ragnheið- ur, Þórunn, Lovísa, Jóhannes, Haraldur og Herdís. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför, Ingibergs Hannessonar, frá Hjálmholti, Vestm.eyjum. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu. Börn, tengdabörn og barnabörn. Jóhannes sonur þeirra andaðist um síðustu jól. Hann var mikill efnismaður, hafði numið tré- smíðaiðn að hætti föður síns og móðurafa. Hann va>rð aðeins tví tugur að aldri og öllum sem hon um kynntust varð mikill harmur að fráfalli hans. Systkinin eru sex, sem nú syrgja ástkæra móð ur sína, og öll í foreldrahúsum svo og lítil dótturdótti.r, sem Ás- dís heitir. Á Þórsbe.rgi var oft gestkvæmt og gott að vera þar gestur. Hús- móðirin var vanda sínum vaxin og naut sín vel, sem veitandi. Hún var vinföst og trygglynd. Frændagarð átti hún mikinn hér í Hafnarfirði og víðar og allir voru þeir aufúsugestir á hennar heimil'. Ásdís var mannblendin og kunui vel að meta glaða rnann fundé Hún var hjálpsöm og mjög bóngóð. Skoðanir hennar voru fast mótaðar og hún lét ógjarnan hlut sinn. Hún var trúkona en flíkaði ekki, fremur en öðru því, sem henni var mikilsvert. Þeir sem komnlr eru til nokk urs þroska ættu að þekkja skyld ur foreldra gagnvart börnum þeirra. Og móðir, gædd þeirri á byrgðartiifinningu og með lífs- reynslu Ásdísar á þæ.r vonir heic astar að geta fylgt börnum sínum vel úr garði og svo langt á leið til manndóms og þroska, að þau séu búin til að mæta fjölbreyti- leik lífsrns. Það varð þvi henni byngra áfall en flesta grunar, er hún fyrir rúmum áratug — þegar heimilið þurfti hennar hvað mest við — kenndi þess sjúk dóms, sem hún vissi að lama mundi starfsorku hennar eða verða henni banamein fyrr en varði. Og ekki er það öðrum fært að vita en þeim, sem sjálfur reynir, hvílík áreynsla það e.r að streit- ast á móti í 11 löng ár. Fara til aðgerða í sjúkrahús heima og er lendis hverja ferðina af annarri, vitandi hvert stefnir, en með veika von um nokkurn bata eða öllu heldur frest, og með þá heitu ósk, að fá aðeins nokkum tíma til viðbótar fyrir hugðarefn ið, heimilið. Ég ætla þó að Ásdísi hafi verið sú raunin þyngst, að hún þjáðist með ástkærum syni sínum og missrti hann langt um aldur fram. Þegar svona stendur á er mik ils um vert að ráða yfir rósemi hugans og eiga þá arfleifð sem vaxið hefur af rótum góðleikans og nærzt og vökvazt af dögg kær leikans mesta. Ég lít svo til að æskuvinur t Faðir okkar, tencidafaðir og afi JÓHANN GARIBALDASON, frá Siglufirði. verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 20. septem- ber kl. 13,30. Þór Jóhannsson, Elín Eyfells, Jónína Jóhannsdóttir, Sígurþór Þorgilsson, Margeir Jóhannsson. Lilly Samúelsdóttir, bamaböm. minn og leikfélagi, eiginmaður Ásdísar, hafi á þessu erfiða éira- bili einnig borið sínar byrðar. Þeir, sem til þekkja vita hve frá bærlega vel honum fórst um um hyggju alla. Sama er einnig um allt starf dætranna, sem studdu við bak föðu.r síns um heimilis- haldið og alla viðleitni hans til að létta undir með Ásdisi. Sigurbergur Berg- sveinsson frá Nes- kaupstað — Minning Valdið, sem vér lútum hefur ýmsum nöfnum verið nefnt, en nafngiftir eru mannaverk og skipta ekki meginmáli. Mest er um það vert að vér höldum þeim tökum um fjöreggið, sem af vald inu er oss léð, að vér farsælumst af hverju eina. Og þegar á það er litið að mannlífið stefnir að ákveðnu marki farsældar — þá er ég þess fullviss að Ásdís er þakklát fyrir að hafa lifað svo lengi að hún fengi notið svo mik- ils kærleika og umhyggju. Og víst munu þessi viðbrögð hennar nánustu hafa styrkt hana svo, að æðruleysi og þolinmæði einkenndu allt hennar dagfar — jafnframt því að veita þeim frið. Þegar að er gáð höfum vér þvi öll farsælzt af lífi Ásdísar og á einhvern hátt þokazt nokkuð á leið nær stefnumarkinu. Við trúum þvi að Ásdís Reyk dal hafi nú fundið Guð sinn. Á þann hátt hefur hún einnig sigr- að sorg sína. Með lífi sinu hjálp aði hún öðrum á leið og með Guði sínum heldur hún því starfi áfram. Við hjónin þökkum henni sam fylgdina, alla hennar órofa tryggð og biðjum henni velfarnaðaa-. Eiginmanni hennar og börnum þeirra, systkinum hennar og venzlafólki vottum við innilega samúð. Fæddur 22. júlí 1903. Dáinn 8. september 1971. Það er svo margt að minnast á frá morgni æskuljósum, Mér komu þessar Ijóðlínur í hug, er ég f.rétti andlát föðurbróð ur míns, Sigurbergs Bergsveins- sonar frá Neskaupstað. Hann hafði átt við vanheilsu að stríða og í hjálft þriðja ár dvaldist hann á sjúkrahúsum hér sunnanlands og eins austur í Nes kaupstað, en þar andaðist hann 8. sept. sl. og var útför hans gerð frá Norðfjarðarkirkju, þann 14. sept. sl. og hann lagður til hinztu hvílu við hlið foreldra sinna. — Mér verður hugsað til þess tíma e.r ég fyrst man eftir mér, en þá var hann formaður á báti föður míns. Það starf fórst honum vel úr hendi, sem og allt sem hann gerði og hann var dugmikill for maður og vei athugull enda mannasæll og virtur af þeim, sem með honiun voru. Eitt sinn sagði mér vélamaður, sem var með honum um árabil, en sá var þá sjálfur orðinn for- maður, að kæmist hann í ein- hvern vanda t.d. í slæmum veðr um hefði hann oft hugsað: „Hvað hefði Sigurbergur nú gert“? En hjá honum sagðist þessi formað ur hafa öðlazt sína dýrmætustu reynslu. Ég man, hversu góð samvinna vaj- með þeim bræðrum og hve samrýndir þeir voru, en hann bjó ávallt á heimili foreldra minna, sem og foreldrar þeirra bræðra, Sigríður Gísladóttir og Bergsveinn Ásmundsson frá Mjóa firði eystra. Sigurbergur var yngstur fjög urra systkina, en næstur honum var faðir minn Gísli, en elztar systurnar, Halldóra og Sólveig, sem báða.r voru búsettar í Reykj a vík. Mikil samheldni var með þeim systkinum öllum, en þau eru nú öll farin héðan yfir móð una miklu og hafa öll sameinazt á ný. Sigurbergur var fatlaður á fæti frá fæðingu' og háði það honum við störfin á sjónum og mun það hafa flýtt fyrir því, að hann fór að vinna í landi. Hann vann þar ýmis störf og lengst af í Dráttaf brautinni í Neskaupstað og þar fékk hann orð fyrir að vera mjög handlaginn og velvirkur. Oft þurfti faðir minn að láta lagfæra ýmislegt í báti sínum og er hann leitaði til Dráttarbrauta.rinnar, óskaði hann þess ávallt, að Sigur bergur væri á meðal þeirra, sem honum voru sendir til að vinna verkin, enda treysti hann bróður sínum öllum betur. Sigurbergur var ókvæntur og barnlaus og oft verður mér hugs að til þess, hve góður hann var okkur systkinunum, hjálpfús og greiðvikinn og marga bílferðina fór hann með okkur, sem og marga aðra, sem til hans leituðu. Eftir að ég fluttist úr foreldfa húsum og hingað til Reykjavíkur dvaldist hann stundum á heimili okkar hjóna og fann ég þá, sem fyrr, að hann var sami góði dreng urinn, ávallt jafn orðvar og lagði aldrei styggðaryrði til nokkurs manns. Oft tala bömin okkaj- um þennan ógleymanlega frænda sinn, sem greip þau í fangið, er þau voru yngri og dansaði við þau og lét vel að þeim. Með þessum fátæklegu orðum, kveð ég þig kæri frændi minn og ég veit, að minningin um góð an dreng mun lifa í hugum okkar ættingjanna og hinna mörgu vina þinna. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Jóna G. Gísladóttir. IÍTALSKIR FEEÐAMENN TIL KÍNA Rómaborg: Fjórtán ítalir, aðallega kaupsýslumenn, und- irbúa nú fyrstu skipulögðu ferðina, sem farin hefur verið frá Vesturlöndum, til Kína. Mun ferðin standa í mánuð og ferðast f jórtánmenningarn- ir allviða um. Italía og Kína tóku upp stjórnmálasamband í byrjun nóvember í fyrra og nokkuh viðskipti hafa síðan verið milli landanna, auk þess sem símasamband er milii Rómaborgar og Peking. . Sigurgeir Guðmundsson. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM MAÐURINN minn segir, að Guð láti sig engu skipta „smámuni" eins og blótsemi hans og drykkjuskap. Hvað get ég sagt við hann? ÞAÐ er misskilningur að reyna að fá menn, sem eru ekki kristnir, til að miða við kristilegan mælikvarða. Við það er tvennt að athuga. í fyrsta lagi halda menn þá, að rétt afstaða til Guðs sé undir því komin, hvað við gerum. Blótsemi, lygar, siðleysi og óþolinmæði eru ávextir lífs, sem er aðskilið frá Guði. Með þessu er ekki átt við, að hver og einn, sem er án Krists, sé á valdi þessara synda, en það er satt, að þessar syndir eru eðlilegum manni eðlilegar. Biblían segir: „Holdsins verk eru augljós, og eru þau: Frillulífi, óhreinleikur . . . fjandskapur . . . ofdrykkja, svall og annað þessu líkt“ (Gal. 5,19—21). Auðvitað yrði mað- urinn yðar annar og betri, ef hann gerði ekki það, sem þér minnizt á, en hann yrði ekkj kristinn, ef hann gerði ekki annað en láta af þessu. Kristindómurinn er Kristur, og sá maður verður kristinn, sem veitir hon- um viðtöku. í öðru lagi hafa aðfinnslur aðeins ill áhrif á heimili yðar. Eiginmenn verða ekki kristnir, þótt konur þeirra lesi yfir þeim. Sýnið Krist með lífi yðar og breytni. Jesús sagði: „Þér eruð ljós heimsins. Borg, sem stend- ur uppi á fjalli, fær ekki dulizt.“ Eiginmenn geta skellt skollaeyrum við áminningarræðum, en það er erfitt að loka augunum fyrir mætti Krists, sem kemur fram í nýju lífi. Maður nokkur sagði: „Þegar ég sá kær- leika Krists í lífi konu minnar, gat ég ekki annað en tekið á móti Kristi.“ Bíll óskasf Stærð 4—5 manna. Árgerð 1970 eða 1971. Mikil útborgun. Sími 8-5946 í dag og á morgun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.