Morgunblaðið - 20.10.1971, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÖBER 1971
7
Franski spítaliiin.
Frakka-
stígur
Ef Leifi heppna dytti einhvern
tíma í hug að iíta til hægri,
mundi blasa við honum Koila-
fjörðurinn og Kjalarnesið með
Esjuna í blárri fegurð að baki.
Uetta viðsýni af Skólavörðu-
hæðinni er Frakkastignum að
þakka þar sem hann Mggur
beinn og breiður til sjávar. Það
er raunar aðdáunarvert, að
hann skuli halda sér svona vel
þessi gamli stígur og vera þó
undirorpinn langmestu umferð
borgarinnar sem sifellt streym-
ir um flestar þær götur, sem
yfir Frakkastiginn liggja.
Enda þótt húsin við Frakka-
stig séu flest komin til ára sinna
er bygigð hans æði fjölbreytileg.
Um mdðbik hans setur verzlun-
in svip sinn á hann en að ofan
cg neðan bera húsin hið látlausa
yfirbragð ráðdeildar hinnar
gömlu Reykjavikur. Eitt kunn-
asta hús Frakkastígsins frá
fyrri timum stendur við horn
Gettisgötunnar og ber númerið
12. Það er bæði hátt og iangt,
járnklætt frá hvirfli til ilja
enda timbur hið innra, sem óvar
ið mundi illa þola vætuna.
Þetta er 4ra hæða hús með 5
■litium kvistum á þaki auk vísis
að turni á horninu. En þótt
þetta hús teljist til Frakkastígs
þá er það bara að líkamanum
til. Sál þess á heima við Grettis
götuna — því að sá sem byggði
þetta hús — Kristinn vagnasmið
ur -— han.n hafði verkstæði sitt
víð hiið þessa húss við Grettis-
götu.
Krístinn vagnasmiður var al-
kunnur vinnugarpur, einn
kappsamasti iðnaðarmaður
þessa bæjar á sinni tíð. Hann
smiðaði 5000—6000 vagna. Einu
sinni stóð hann 54 stundir sam-
ffl eyt t á verkstæðinu meðan
bændurnir biðu eftir kerrunum
tfl að komast heim með varn-
ing sinn. Það var sumarið 1921.
Þá kostaði kerran 125—135 kr.
og aktygin fylgdu.
Nú er langt siðan nokkur
kerra hefur verið smíðuð á
verkstæði Kristins Jónssonar.
Nú hefur franskt bílaumboð þar
sina bækistöð. Skilti þess —
PEUGEOUT — hangir yfir dyr
unum. En skjaldarmerki vagna
smiðisins — pilárahjólið — er
entn í verkstæðishurðinni og
minnir á manninn, sem setti svjp
sinn á Suðjuriand á kerruöld-
inni áður en hin mótorknúnu
farartæki tóku völdin.
Og hvergi er bílalestin þétt-
ari heldur en hér í nágrenni við
gömilu vagnafabrikkuna. Hér er
hún óslitin allan daginn niður
Laugaveg og inn Hverfisgötu.
Á Lindargötu og Grettisgötu
er allt rólegra enda einstefnu-
akstur.
Enn erum við ekkd komin að
uppruna Frakkastígsins. Til
þess verðum við að fara alla
leið niður undir sjó, þar sem
gamli spítalinn stendur rauður
og grænn, penn og prúður á
sinu malbikaða hlaði. Af honum
dregur Frakkastígurinn nafn.
Til að rekja þá sögu þarf að
líta aft.ur til aldamóta, er Frakk
ar stofnuðu félag um að reisa
sjúkrahús í Reykjavik vegna
sinna mörgu fiskimanna hér við
land. Húsið var byggt rárið 1902
með 20 rúmum. En það var fyrst
22. marz 1904, sem reksturinn
hófst fyrir alvöru, segir í Lækna
tali, og 22. júní þetta sama ár
kemur þan.gað fyrsti íslenzkí
sjúklingurinn.
Síðan áttu Islendingar gre;ð-
an aðgang að þvi, einkum milli
vertiða Frakka, enda lögðum við
til lækninn. Matthías Einarsson
var læknir Franska spítalans
næstum frá upphafi unz rekstri
hans lauk.
Lengi síðan kom Franski spit
aiinn að góðum notum fyrir bæj
arbúa þegar farsóftir gengu yf
ir eins og t.d. spánska veikin
1918 eða taugaveikifaralöur
kom upp í bænum eins og ekki
var óalgengt á fyrri tið.
Rekstri Franska spítalans var
hætt árið 1927. Skömmu síðar
keypti Reykjavíkurbær húsið.
Siðan var þar möt.uneyti á
krepputímum. Nú hefur það um
langa stund verið skóli —
Gaggó-Lindó — í munni táning
anna og sjái'fsagt verður þetta
þekka og vel hirta hús kunn-
ast sem slikt i framtíðinni með-
an því endist aidur.
Og það er, eins og fleira, borg
aryfirvöldunum til mikils sóma
hve vel þessu failega húsi er
haldið við og likur eru fyrir því
að það muni standa um langan
aldur. En jafnvel — þegar það
hverfur, mun götuheitið —
Frakkastígur — ætíð minna
Reykvíkinga á gamla Franska
spitalann, sem hýsti marga
sjúka, einmana sjómenn hér
norður á þessum hjara meðan
dansinn diunaði heima í Frans.
G Br.
Frá
horfnum
tíma
Frakkíuatígur 12.
Séð niður Frakkastig.
MIKIÐ ORVAt
af röndóttum tán iogapeysum,
verð 600 k.r. Drengjapeysur
með 'reninilós,. stærðit 8—16.
Mi'kið úrval af rúlliukraga-
peysum.
Prjónastofan Nýtendug. 15 A
m sölu
Vegna brottfiutni'ngs, nýtegt,
sæns'kt boröstofusett fyri'r
fjóra, eldhústoorð og stólar f.
fjóira, hjónanúm, tvís'kipt, og
sjónvarp. Uppl. í siima 22925
eftirkil. 19.
BROTAMALMUR
Kaupi allan brotamáim lang-
hæsta verði, staðgreiðsla.
Nóatún 27, sími 2-58-91.
TRAUSTUfl MIÐSTÖÐARKETHLL
ásamt sjálfvirkuim breminara
(Giltoarco) er til söl'u á góðu
verði. Ennfnemui sérstæðu'r
vatnsihitari með rörum. Nán-
ari uppl. í síma 34144, eða
36943, Reykjavík.
Laus staða
Slaða ritara hjá Vita- og hafnarmálastjóra er laus til umsóknar.
Laun samkvæmt hinu almenna launakerfi starfsmanna rfkisins.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf,
sendist samgönguráðuneytinu fyrir 29. október 1971.
Safari-skórnir
komnir aftur, nýjar gerðir.
Póstsendum.
Skóverzlun Péturs Andréssonar,
Laugavegi 17, Framnesvegi 2.
Verkáœtlanir —
Rafeindavirkjun
Óskum að ráða mann til starfa við verkáætl-
anir og fleira í Mæla- og rafeindadeild vorri
í Straumsvík.
Nauðsynlegt er, að umsækjandi geti hafið
störf sem allra fyrst.
Æskileg menntun er rafeindavirkjun, svo
sem útvarpsvirkjun eða símvirkjun. Umsækj-
endur, sem ekki hafa ofangreinda menntun
koma þó til greina, ef starfsreynsla þeirra er
á þann veg að henta þykir. Kunnátta í vél-
ritun æskileg.
P-)!»sn, sem eiga eldri umsóknrr hjá fyrirtækinu er bent á að
hafa samband við starfsmannastjóra.
Umsóknareyðublöð tást hjá bókaverzlun Sigfúsar Eymundsson-
ar, Austurstræti, Reykjavik, og Bókabúð Olivers Steins, Hafnar-
firði.
Umsóknir óskast sendar fyrir 26. október 1971 í póshólf 244,
Hafnarfirði.
íslenzka álfélagið hf.,
Straumsvík.