Morgunblaðið - 20.10.1971, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.10.1971, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1971 11 Komum þaðan ekki langskóla- gengnir, en vel skólaðir Stutt spjall við Jón Bjarnason, Akranesi, áttræðan —„Ég er í hópl þeirra manna, sem sátu á skólabekk í Hvitár- vallaskóla, og það veganesti sem við íengum þar hef- ixr reynzt mér vel, sem og þeim öðrum, sem ég til þekki, sem þangað sóttu skóla. Við komum þaðan ekki „langskólagengnir" eisns og Jónas frá Hrifiu kallaði það, en við komum þaðan vel skólaðir." Það var eitthvað á þessa leið sem Jón Bjamason í Garðbæ á Akranesi, komst að orði fyrir nokkrum dögum, er hann kom niður á Morgunblað til þess að gera upp kassann. Þessi vörpu- íegi Skagamaður verður áttatíu ára í dag. Einu sinni er ég var að nefina nokkur nöfn Akumesinga sem ég tel mig ýmist þekkja eða vera málkunnugur, við hina gömlu fótboltastjömu þeirra Skaga- manna, Heflga Dan. Nefndi ég í þeirri upptalningu Jón. Já hann Jón Bjarnason, hann þekkja all- ir heima á Akranesi. Það er 1 sjálfu sér ekkert ein- kennilegt. Jón er nú búinn aö iifa og starfa þar í 50 ár. Þar var hann á sinum mestu mann- dómsárum í senn bóndi og sjó- maður. Síðan 1961 hefur hann haft með höndum umboðs- mennsku fyrir Morgunblaðið, sem í hans umsjá þar hefur auk- ið útbreiðslu sína ótrúlega mik- ið. Ég er Húnvetningur að ætt og uppruna. Við vorum æskuvinir ég og Ólafur í Brautarholti á Kjalamesi, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Ég fór úr for- eldrahúsum að Björgum á Skaga strönd, 9 ára fór ég að Brekku- koti í Þingi. Var þaðan skammt að Steinnesi heim til Ólafs. Á unglingsárum mínum fékk ég áhuga á landsmálapóli- tíkinni — og hún hefur fylgt mér æ síðan. En það var er síma málið var á döfinni. Þá kom Hannes Hafstein norður og með honum Björa Kristjánsson. Þeir héldu fundi víða og fórum við Ólafur Bjarnason saman á fund- inn að Sveinsstöðúm. Við hrif- umst báðir mjög af Hannesi og málflutningi hans. Þessi fundur, en þá voru mannamðt nær ein- göngu kringum fundahöld, varð til þess að við Ólafur töldum okkur uppfrá þvi vera Hannes- ar-menn. Þegar ég var 16 ára gamall fór ég fyrst í verið. Ég slóst í för með vermönnum suður. Voru í hópnum alls um 20 menn minn- ir mig og meðal þeirra bræður mínir tveir. Þetta var í byrjun vetrarvertíðar og var farið gang andi suður yfir Holtavörðuheiði og til Borgamess. Ég hafði þá ekki neina vísa vertiðarvist, en ákvað að vera í skjóli bræðra minna. Pór ég með öðrum þeirra suður í Garð. Þar komst ég þó óvanur væri I skiprúm á ára- skipi. Er ekki að orðlengja það, áð! þégar vértið var lokið, fékk ég greitt i peningum 70 krónur eftir vertíðina. Ég hafði ekki búizt við því sjálfur — að bera meira úfi býtum en svo aðnægja myndi fýrir fæðinu eftir vertið- ina. Ég yfirgaf æskusveitina milli tvitugs og þrítugs og lá leið mín upp i Borgarfjörðinn. Góðvinur minn áð' norðan hafði þá byrjað búskap í einum Borgarf jarðardal anna. Var ég viðloðandi í Borg- arfirði ium tíma, og við sjóróðra á vetrum. Og ■ það skal ég segja þér strax, saigði Jón: Ég var svo lánsamur á öfflum mínum sjó- mannsférli á áraskipum, kútter- um, togúrum og linuveiðurum, að það týndist áldrei maður af Jón Bjarnason. þeim skipum. Þó við kæmumst stundum í hann krappan, þá get ég til allrar hamingju ekki sagt þér neina verulega hrollvekjandi hrakningasögu. Skipstjórnar- menn mínir voru allt iánsamir og öruggir sjósóknarar. Og úr þvl við erum að taia um þessa heiðurskalla, þá kem- ur mér fyrst í huga einn dug- mesti sjósóknari Skagamanna fyrr og síðar Bjarni Ólafsson. Hann var einn fyrsti Akurnes- ingurinn sem ég kynntist efitir að ég fór að búa og fluttist til Akraness. Ég þurfti að reka við hann viðkvæmt mál, en hann var yfirvald í bænum,------oddviti. Þar greindi okkur á i fyrstu, en ókkur tókst að leysa málið. Og það fullyrði ég að þó fyrstu kynnin væru jafnvel svo- lítið stormasöm, þá tókst með okkur einlæg vinátta. Þvl til staðfestingar er, að ég réðst til hans í skiprúm nokkru síðar. Og þó ég segi sjálfur frá, tók Bjami ekki alla sem honum buðust. Reri ég á skipi hans í 5 vertið- ir samfleytt. 1 mér var ætíð meiri bóndi en sjómaður. Og sem ungur maður var ég ákveðimn í að gerast bóndi. En örlögin, þessi óútreiknanlegu örlög manns, gripu í taumana, og leiðin lá til Akraness árið 1921. Þá var að- staðan önnur þar en nú. Þar var nokkur búrekstur og tilheyr andi ræktun og heyöflun. Ég hafði þá lært meðferð plógs og ’hestasláttuvélar, sem voru held- ur fátíðar þá. En með vélamar og fjóra áburðarhesta settist ég að i Garðbæ. (Nú Vesturgata 105). Ég hafði fest kaup á torf- bænum sem þar stóð. Skömmu síðar byggði ég húsið sem við höfum búið í siðan, en hélt nafn inu á bænum. Þó ég yrði ekki bóndi uppi i sveit með nær ótak- markað jarðnæði, lagði ég nú mesta vinnu í búskapinn. Ég keypti Hrauntún í Leirársveit til heyöfilunar fyrir skepnurnar mínar. Ég átti ásamt fleiri Akurnes- ingum þátt í því er tímar iiðu fram að stofina Búnaðarfélag Akraness. Það hefur ekki verið fyrirferðarmikið félag því bú- skapur í lögsagnarumdæminu á A'kranesi er að mestu úr sög- unni. Búnaðarfélagið er þó enn við lýði og ég formaður þess nú í 16 ár. — En sem sé, — það var 1947, sem bann var lagt við því að reka kúafoú í lögsagnarumdæm- inu. Ég held að það hafi flest verið 47 mjólkandd kýr í bæn- um. Ég hafði sjálfur nokkrar kýr, Þegar farið var að hefja und- irbúninginn að þvi að koma upp sementsverksmiðjunni á Akra- nesi, fékk ég vinnu þar. Verk- smiðjan var eins og þú munt vita, — ég á við staðsetningu hennar, — baráttumál Péturs heitins Ottesen. Við vorum mikl- ir mátar. Ég man eftir honum á framboðsfundum árið 1916, er hann var fyrst kjörinn á þing, ef ég man rétt. Þar bar Pétur af öllum sínum mótstöðumönnum. Við unnum mikið saman að mál- effoum Sjálfstæðismanna á Akra nesi, t.d. við stofnun Sjálfstæð- isfélagsins 1930. Jón Árnason alþm. var kosinn fyrsti formað- ur þess og ég formaður fulltrúa ráðsins og var það í 30 ár sam- fleytt. Okhur tókst að gera það félag sterkt og áhrifamikið. Fólk á miðjum aldri man enn vafalaust eftir þvi þegar við vorum með útiskemmtanir í Öl- veri, þasr þóttu meðal stórvið- burða sumarskemmtanirnar þar. — Og Akranes Jón ? Já, Akranes hefur reynzt mér gott heimili. Margs er auðvitað að mdnnast, mörg nöfin og atburð ir koma upp í hugann. Það hef- ur ekki verið nein lognmiolla ríkjandi þar, heldur þrotlaust starf, dugandi fólks við upp- byggingu bæjarfélags. Það hef- ur eins og hver má sjá, skilað góðu dagsverki. Ég hef haft af því mikla gleði að hafa þar lagt hönd á þlóginn. Við 'höfum átt mikla athafnamenn, áhrifamenn og dugandi sjó.sóknara. Síðari tima þróunin hefur nú í ríkara mæll beinzt að hvers konar iðn- aðar- og þjónustustörfum með- firam útgerðinni. Á þeim vett- vangi eigum við á að skipa harð- snúnu liési, við Skagamenn, skal ég segja þér. — Og þegar þú brást búi, valdir þú iðnaðinn sem starfs- vettvang? Já, þú meinar sementið. — En þegar mjöðmin fór að láta mig stinga við fæti, varð starfið í verksmiðjunni mér ofraun. Þá var það sem hin ört vax- andi grein í hverjum vaxandi bæ, varð mín starfsgrein. Það var fyrir um það bil 10 árum, að mér barst til eyma að Morg- unblaðið væri að ledta eftir umboðsmanni heima. Það varð úr að ég skellti mér suður, og fór til fundar við þá Morgun- blaðsmenn. Er ekki að orðlengja það, að ég tók starfið að mér. Þetta var ótrúlegt stökk. Að Visu var Mbl. ekki mjög al- mennt á heimiium á Akranesi. Ég var alls ófróður um hvern- ig skyldi snúast við margs kon- ar vandamálum sem í kringum blaðadreifinguna er, — en þau eru ótrúlega mörg og margvís- leg. En hvað um það allt klárað ist þetta og enn starfa ég fyrir Mbl., og er í engum hugleiðing- um um að hætta. Ég hefi haft mikla ánægju af þessu starfi. Kynni min aí fólki og heimilum þess, gegnum starfið fyrir Mbl. hefur haldið mér alla vega yngri í anda, en ella væri. Ekki get ég skilizt svo við þetta spjall mitt um blaðið, að ég ekki noti taskifærið og flytji krökkunum sem blaðadreifing una annast fyrir mig og foreldr- um þeirra, þakkir fyrir gott sam starf. Fyrirrennarar þeirra sem nú fara með blaðið um bæinn, eru margir hverjir meðal góðra vina minna og konu minnar. Við ræddum áðan um þær stöðu'gu breytingar sem eru að verða í bænum heima. Nú er röð in komin að gamla húsdnu mínu. Nú á Garðbær að víkja af skipulagsástæðum. — Þegar að því kemur ætla ég að vera bú- inn að reisa nýjan Garðbæ I gamla túninu mínu, svo mér er ekkert að vanbúnaði. Þeir sem gjörst þekkja Jón Bjarnason hafa í mín eyru lýat honum sem stórlyndum manni, tryggum, sannkölluðum virii vina sinna, höfðingja í lund og bóngóðum. En Jón getur verið dálítið hrjúfur á ytra borðinu, en undir skrápnum slær vissulega gott hjarta, því hafa þeir kynnzt sem með honum hafa starfað. Nánir samstarfsmenn hans á Morgunblaðinu svo og annað starfsfólk þess, sendir Jóni inni- legar afmæliskveðjur og þakkar honum störf hans fyrir blaðið á liðnum árum. Einnig sendir blaðið konu hans, Þórunni, kveðj- ur og þakkir fyrir hennar skerf til blaðsins, þvi hann er ekki ómerkur. Jón Bj arnason er fæddur 20. október að Björgum á Skaga- strönd. Foreldrar hans voru Guð- rún Eiríksdóttir og Bjarni Guð- laugsson bóndi. Jón er tvikvænt- ur og var fyrri kona hans Guð- jónía Jónsdóttir frá Litlu-Drag- eyri og er hún látin fyrir mörg- um árum. Dætur þeirra eru tvær og býr önnur búi sínu á Akranesi en hin er búsett í Bandaríkj unum. Síðari kona Jóns er Þónmn Jóhannesdóttir frá Neðra-Hóli í Staðarsveit. Hefur hún reynzt Jóni manni sínurii sannkölluð stoð og stytta. Synir hennar 3 hafa alla tið verið Þór- unni og Jóni einstaklega urri- hyggjusamir. Eru þeir fulltíða menn sem starfa hér í Reykja- vik. Jón verður að heiman í dag., Sv. Þ. Nafnið d bak við Ríó kaffi. 0.J0HHS0N &KAABER HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.