Morgunblaðið - 20.10.1971, Síða 14
i_M.
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1971
6.274 bílar
bættust við
TÆPLEGA 6.300 bílar bættust
við bifreiðaeijpi Iandsmiauna
fyrstu niu mánuði þessa árs. Af
þessari viðbót voru 5.712 bíl-
ánna nýir, em 562 notaðir.
Þessi viðbót við islenzka bif-
reiðaeign skiptist þannig:
Fólksbifreiðar nýjar 5.306
Fólksbifreiðar notaðar 434
Sendiblfreiðar nýjar 203
Sendibifreiðar notaðar 24
Vörubifreiðar nýjar 200
Vörubifreiðar notaðar 68
Aðrar hifreiðar nýjar 3
Aðrar bifreiðar notaðar 36
Bifreiðar alls: 6.274
Nýjar innfluttar bifreiðar í
janúar-september 1971 eru fiest-
ar af eftirtöldum gerðum:
Fólksbifreiðar (10 efstu):
Volkswagen 966
Ford 710
Fiat 406
7. skákin
I. e4, c5; 2. Rf3, e6; 3. d4, cxd4;
4. Rxd4, a6; 5. Bd3, Rc6; 6. Rxc6,
bxc6; 7. 0-0, d5; 8. c4, Rf6;
9, cxd5, cxd5; 10. exd5, exd5;
II. Rc3, Be7; 12. Da4f, Dd7;
13. Hel, Dxa4; 14. Rxa4, Be6;
15. Be3, 0 0; 16. Bc5, Hfe8;
17. Bxe7, Hxe7; 18. b4, Kf8;
19. Rc5, Bc8; 20. f3, He-a7;
21. He5, J*d7; 22. Rxd7f, Hxd7;
23. Hcl, Hd6; 24. Hc7, Rd7;
25. He2, gf>; 26. Kf2, h5; 27. f4,
h4; 28. Kf3, f5; 29. Ke3, d4f;
30. Kd2, Rb6; 31. H2-e7, Rd5;
32. Hf7f, Ke8; 33. Hb7, Rxf4;
34. Bc4, gefið.
Petrosjan
Volvo
Saab
Moskvitch
Citroen
Toyota
Skoda
Land Rover
Sendibifreiðar:
Volkswagen
Ford
Moskvitch
Vörubif reiðar:
Mercedes Benz
Scania
Volvo
330
297
295
272
237
222
220
60
47
32
83
39
28
Áætlað er, að neðri hæð nýbyggingarinnar við Litla-Hraun verði tekin í notkun í byrjun desem-
ber n.k. Þar verða 10 fangaklefar, varðstofa og setustofa. Við efri hæðina verður lokið eins
fljótt og unnt er, og bætast þar aðrir 10 klefar við. Einhverjar breytingar kunna að verða gerð-
að á gamla húsinu, en þar er n ú rými fyrir 20 vistmenn. (Ljósm.: H. St.)
Umræður á Alþingi í gær um aðild Kína að S.Þ.
Sá þriðji kom og bætti
um betur
Hart deilt um fyrirspurn Ellerts
EINS og fram kemur á bls.
12 í Mbl. í dag kvaddi EII-
ert B. Schram sér hljóðs utan
dagskrár á fundi í sameinuðu
þingi í gær og óskaði upplýsinga
frá ríkisstjórninnl um afstöðu
hennar til framkominna til-
lagna hjá Sameinuðu þjóðunum
um aðild Kína. Er fyrirspurn
Ellerts og ræða sú er hann flutti
í tilefni hennar birt annars stað-
ar hér á síðunni, en hér fer á
eftir úrdráttur úr svari utan-
ríkisráðherra Einars Ágústsson-
ar, svo og frásögn af umræðum
þeim er á eftir fóru.
Utanríkisráðherra sagði m.a.:
Fyrir þinginu (þ.e. þingi SÞ),
liggja nú þrjár tillögur um að-
ild Kína, þ.e. þessar:
a. Tillaga Bandaríkjanna og
fleiri rikja um aðild tveggja
Kína að Sameinuðu þjóðunum.
b. Tillaga sömu um að brott-
vikning Taiwan skuli skoðast
sem mikilvægt mál, sbr. 18 gr.
Sáttmála Sameinuðu þjóðanna.
c. Tillaga Albaníu og fleiri
ríkja um að Alþýðulýðveldið
verði eini fulltrúi Kína hjá Sam-
einuðu þjóðunum.
Ríkisstjórn Islands hefur nú
fyrir skömmu gefið sendinefnd
Islands hjá Sameinuðu þjóðun-
um þau fyrirmæli að greiða at-
kvæði gegn hinum fyrri tveim
tillögum en með þeirri síðast-
nefndu.
Rökin fyrir þessari afstöðu er
sú skoðun ríkisstjórnarinnar, að
aðalatriði málins sé að Alþýðu-
lýðveldið taki sem fyrst sæti
Kina í samtökum Sameinuðu
þjóðanna og að það muni ekki
gerast samkvæmt tveggja Kína
leiðinni, þar sem fyrir liggi al-
veg ótvíræð yfirlýsing Peking-
stjórnarinnar í þvi efni.
Siðar sagði ráðherrann:
Nýjar upplýsingar frá New
York greina frá því, að a. m. k.
10 ríki, sem í fyrra greiddu at-
kvæði með eða sátu hjá um til-
lögutna um „MiiMlvægt mál, sbr.
18. gr. Sáttmálans", hafi lýst
yfir að þau mutni ekki gera það
á ný, en þessi ríki eru: Arg-
entína, Ausburrifci, Bretland,
— Jómfrúar-
ræða Ellerts
Framh. af bls. 12
fullkomlega ljóst, hvers eðlis mál
þetta er.
SJÁLFSTÆÐ UTANRÍKIS
MÁLASTEFNA
.Við íslendingar höfum mjög
haldið á loft rétti amáþjóða og
þeir stjómmálaflokkar, sem nú
standa að rikisstjórninni, hafa
boðað þá kenningu, að íslending
ar þyrftu að reka sjálfstæða utan
ríkismálastefnu. Ég vísa reyndar
á bug þeim áróðri, að fyrrverandi
ríkisstjóm hafi ekki verið sjálf-
stæð í sinni utanríkisstefnu, og
afstaða íslands varðandi aðild
Kína að SÞ, ber þess raunar ó-
rækan vott. í því máli hefur ís-
land farið eigin leiðir og sú af
staða hefur verið andstæð stefnu
m.a. Norðurlandaþjóðanna, og þá
ekki síður Bandarikj anna.
f því felst að vísu enginn dóm
ur á sjálfstætt mat okkar, hvort
aðrar þjóðir eru sama sinnis eða
ekki, en ég tek þetta fram vegna
útbreidds misskilnings, um að ís
land hafi verið taglhnýtingur
Bandaríkjanna i þessu máli. Mun
sú rökleysa ekki rædd frekaí-
nema ástæða gefist til.
En þvi minnist ég á sjálfstæða
utanríkispólitík, að því verður
ekki trúað að óreyndu, að yfir-
lýsingar ríkisstjórnarinnar hafi
verið hræsnin ein. Ég vil ekki
efast um það fyrirfram, að rík-
isstjómarflokkarnir hafi meint
það í raun og veru, að „sjálf-
stæðispólitík" þeirra í utanrikis-
málum, hefði það að leiðarljósi,
að standa vörð um rétí smáríkja
og berjast gegn þeirri ofríkis-
tilhneigingu sem kemur fram í
því, að reka heilar þjóðir úr al-
þjóðasamtökum, af tillitssemi
við aðrar og stærri og voldugri
þjóðir.
Það er ekki stórmannlegt,
hvað þá heldur skynsamlegt af
okkur fslendingum, sem nú berj-
umst fyrir skilningi þjóða heims
I mikilvægasta sjálfstæðismáli
okkar og höfðum í því sambandi
til alþjóðasamrvinnu og gagn-
kvæms skilnings; það er ekki
stórmannlegt, né heldur skyn-
samlegt, að styðja tillögur, sem
byggjast á óbilgirni og lítilsvirð-
ingu á rétti litilla rikja.
Eða hvar er þá stolt okkar og
sjálfstæði? Hvar er nú um-
hyggja okkar fyrir rébti hins
smáa?
EKKI f ANDA SÁTTMÁLA SÞ
Ég mun ekki rifja upp rök-
semdir kalda stríðsins, né he!d-
ur draga inn i þessar umræð-
ur, hvernig til er orðin sú staða,
sem veldur því, að tvær stjórn-
ir gera tilkall til löglegra yfir-
ráða Kínaveldis. Það þykir ekki
tiltakanlega viðeigandi á Islandi
lengur, að minnast á boðskap
kommúnismans og sennilega
öðlast ég fordæmingu endurhæf-
ingarmanna, ef ég held þvi fram,
að sú stefna vinni markvisst að
heimsyfirráðum, sem aldeilis er
þó ekki i anda sáttmála SÞ. Það
þykir ef til vill óviðeigandi sömu
leiðis, ef minnt er á, að Peking-
stjórnin hefur stöðugt lýst þvi
yfir, að hún gæti ekki undirrit-
að sáttmála SÞ, vegna þess að
hann sé í andstöðu við stefnu
komimúnisirnans. Ég tel þó ómaks-
ims vert, að þetta komd fram, ekki
sízt þar sem við búum við það
nýstárlega ástand, að allir þeir
stjórnmálaflokkar sem nú eiga
fulltrúa hér á Alþingi, hafa for-
dæmt framkvæmd byltingar- og
einræðisstefnu kommúnismans
og sú fordæming hefur verið
háværust frá þeim flokknum,
sem þó stendur næst þessari hug-
myndafræði.
T AGLHNÝTIN GAR
EINRÆÐISRÍKJA
Ég vil spyrja að lokum:
Stendur það næst svo lýðræð-
issinnuðum flokkum, svo frið-
elskandi mönnum, að styðja svo
ákveðið aukin ítök eimræðis-
stjórnar, að tii þess sé fórnandi
rétti og áhrifum ríkja, sem
minna mega sín? Er það í sam-
ræmi við sjálfstæða utanríkis-
stefnu ríkisstjórnarinnar, að ger
ast nú taglhnýtingur einræðis-
ríkja, apa upp óbilgjama stefnu
annarra þjóða? Felst skilgrein-
ingin á sjálfstæðri utanríkispóli-
tík í því, að vera á móti öllu,
því, sem að einhverju leyti er í
samræmi við skoðanir Banda-
ríkjanna?
Ef utanríkisráðherra getur
svarað þessum spurningum og
upplýst háttvirt Alþingi og þjóð-
ina alla um skoðanir ríkisstjórn-
arinnar í þessum grundvallar-
atriðum, þá verður betur unnt að
átta sig á, í ljósi hvaða stað-
reynda sé tekin sú ákvðrðun, að
styðja nú tillögu Albaníu ogþær
afleiðingar sem hún hefur í för
með sér.
Kainada, Ecuador, Iran, tsrael,
Italía, Mexikó, Holland og Sierra
Leone.
Taiisverðar hoirfur virðast því
nú vera á því, að aðiid Peking-
sitjórnariinnar að Sameinuðu
þjóðunum geti orðið að veru-
ieika, sem þýðir í reynd að 700—
800 milljónir manna bætast í
þann hóp sem myndar Samein-
uðu þjóðimar og þarf ekki að
ræða í löngu máli, hver breytimg
það yrði á somtökunum í þá átt
siem upphaflegt martomið þeirra
er, það að verða samtök alls
mannkynis.
Ég hef fulla samúð með þeim,
sem hafa áhuga fyrir áframhald-
andi aðild Taiwan-stjómarinnar
að samtökunum og vilja komast
hjá að reka nokkra þjóð þaðan
burtu.
1 lok svarræðu sinnar rakti
ráðherra nokkrum orðum hvem-
ig ísland hefði greitt atkvæði á
undamförnum þingum og sagði
síðan:
Stjómir hinna Norðurliandanna
hafa lengi fylgt aðiid Peking-
stjómarinnar að Sameinuðu þjóð
unum — án til'lits til, hvaða
flotokar hafa farið þar með völd
og Island hefur nú bætzt í þeirra
hóp, vegna þess að við teljum
afstöðu þeirra raumhæfustu leið-
ina að þvi marki, sem allir telja
si “ stefna að — aðild Alþýðu-
lýðveldisins Kína að Sameinuðu
þjóðunum.
Að loknu svari utanríkisráð-
herra hófust hinar fjörugustu
umræður og heitar deilur.
Kvaddi sér næstur hljóðs Ellert
Schram. Hann benti á, að nú
væri komið ótvírætt fram, að
ríkisstjórnin væri búin að gefa
sendinefnd Islands hjá Samein-
uðu þjóðunum fyrirmæli um að
greiða tillögu Albaníu atkvæði.
Með því greiddu Islendingar at-
kvæði með tillögu, sem hefði
pósitíft ákvæði um að Formósu
yrði vikið úr Sameinuðu þjóð-
unum. Þetta væri fyrsta skref
þessarair ríkis&tjómar á alþjóða-
vettvangi, og væri það henni til
lítils sóma, að stuðla þannig að
því í raun, að réttur smáríkis
væri fyrir borð borinn.
Ragnar Arnalds sagði það
vera kjarna þessa máls, hvort
Peking-stjórnin eða Formósu-
stjómin ætti að fara með um-
boð Kína hjá Sameinuðu þjóð-
unum. Kvað hann afstöðu fyrr-
verandi rikisstjórnar hafa ein-
kennzt of af undirlægjuhætti —
nú væri verið að breyta því.
Benedikt Gröndal sagði, að
þess misskilnings virtist gæta
hjá sumum, að hér væri verið
að deila um, hvort Peking-stjórn
in ætti að fá sæti hjá S.Þ. Það
væri alls ekki deilumálið. Menn
greindi á um, hvort Formósu-
stjórnin ætti að víkja úr S.Þ.
Hann kvað það hœttulegt for-
dæmi fyrir Islendinga, að standa
að því, að smáríki þurfi að víkja
úr alþjóðasamtökum, eins og
Sameinuðu þjóðunum. Mikið
misræmi væri milli afstöðu is-
lenzku ríkisstjórnarinnar
-til þýzku ríkjanna eða
að þau skuli bæði eiga aðild ann
ars vegar og málflutnings henn
ar í þessu máli hins vegar.
Magnús Kjartansson taldi það
endileysu að verið væri að reka
Formósu úr S.Þ. Formósa hefðí
aldrei átt þar aðild. Málið væri
einfalt: Kína væri aðili og hver
á að fara með aðildina?
Jóhann Hafstein fagnaði fyrir-
spum hins unga þingmanns. Nú
væru bæði gerviformaður og
raunverulegur formaður komm-
únista búnir að tala. Líklega
kæmi nú sá þriðji og bætti um
betur. Jóhann kvaðst vilja benda
á, að ríkisstjórnin teldi þetta aug
Ijóslega ekki vera mikilvægt mál,
þar sem ekki hefði verið haft
samráð við utanríkismálanefnd
þingsins, en í málefnasamningi
ríkisstjórnarinnar sé því lýst yf
ir, að hún muni leggja öll mikil
væg utanríkismál fyrir utanrík
ismálanefnd- Alþingia, áður en af
staða sé tekin. Þetta mál hafi
ekki enn komið fyrir nefndina,
enda þótt búið sé að ákveða,
hvernig 'fsland eigi að greiða at
kvæði í málinu. E.t.v. sé þetta
ekki rétt túlkun, heldur sé þarna
aðeins um það að ræða, að stjórn
in hafi brotið málefnasamning-
inn.
Benedikt Gröndal ítrekaði fyrri
orð sín og benti á, að enginn vildi
að Formósa ætti sæti Kína; það
væri útrætt mál. Þá taldi hann,
að einu skoðanirnar, sem fram
hefðu komið í þessum umræðum
og væru steinrunnar, væru skoð
anir Magnúsar Kjartanssonar. —
Hann talaði nákvæmlega eins og
hann hefði gert öll undanfarin
ár í þessu máli.
Magnús Kjartansson, iðnaðar-
ráðherra kvað það vera rétt hjá
Benedikt, að skoðun sin væri sú
sama og verið hefði undanfarin
ár. Á undanförnum árum hefði
hann verið að gagnrýna stefnu
ríkisstjórnarinnar, en nú væri
skoðun sín s'tefnan. Þetta væri
breyting. Hlutverk okkar hér á
Alþingi er að rækja þær reglur,
sem Sameinuðu þjóðimar setja
sér, sagði Magnús þ.á m. jpá
reglu, að hver þjóð skuli aðeins
hafa eitt atkvæði á vettvan-gi
S.Þ. Það væri því þýðingarlaust
hér að vera að ræða, hvort skipta
ætti Kína í tvö riki.
Einar Ágústsson, utanríkisráð-
sagði, að allir þeir, sem talað
hefðu væru samimála um að Al-
þýðulýðveldið fengi aðild —
menn greindi aðeins á um, hvem-
ig þvl marki yrði náð.
Ellert Schram talaði síðastur og
kvaðst hann verða, af gefnu til-
efni, að feoma í ræðustól í þriðja
skiptið við þessar umræður, þar
sem orð sín hefðu verið svo
hrapalllega mistúlkuð, sem raiun
bæri vitni. Itrekaði hann, að hanin
hefði aldrei talað gegn aðild
Peking-st j ómarinnar. Formósa
væri í raun sjálfstætt ríki, og
hefði tillaga Álbaníu, sem Ia-
lenzika ríkisstjómin ætlaði að
styðja það í för með sér, að þe*á
15 milljóna þjóð yrði að víkja úr
S.Þ.