Morgunblaðið - 20.10.1971, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1971
21
Kólnandi veðrátta og ís á Græn-
landsmiðum orsök aflabrestsins
— segja norskir útvegsmenn
Á LANDSFUNDI Lamdssam-
bands norskra útvegsmanna,
sem haldinn var í byrjun þessa
mánaðar voru m.a. lagðar fram
niðurstöður nefndar, sem kann-
aði orsök minnkandi þorskaíla
við Grænland. Segir nefndin á-
stæðuna fyrir þessu vera kóln-
andi veðráttu. Hitastigið í sjón-
um og mikil'l is hafi gert það að
verkum, að hrygningarskilyrði
hafi verið mjög léleg.
Þá segir ennfremur að Græn-
landsstofninn hafi ætíð verið i
Launahækkanir
EBE 10tfo í ár
Verðbólgan vaxandi
Briissel, 16. október NTB
LAUNAHÆKKANIR í Efnahags
bandalagslöndnnum sex verða á
þessu ári um 10%. Sú hækkun,
sem Framkvæmdaráð Efnahags
bandalagsins hefur talið hámarks
hækknn í því skyni að stemma
stigu við verðbólgunni, er 5%.
Hækkunin hefur þannig verið
tvisvar sinnuin meiri. Kemur
þetta fram í skýrslu frá Fram-
kvæmdaráðinu í dag.
Á öðrum ársfjórðunginum
voru launahækkanir minni en
áður, en Framkvæmdaráðið telur
samt, að þær hafi verið of mikl-
ar. Verðhækkanir hafa einnig
verið miklar og stefnir þróunin í
átt tii enn meiri verðhækkana. —
Framfærslukostnaður hefur
hækkað uin 7,6% í Hollandi, 4,9%
í Frakklandi, 5,4% í V-Þýzka-
landi, 4,9% á Ítalíu og 4,2% í
Belgiu og Luxembourg.
Þenslan á vinnumarkaðinum
hefur verið nokkru minni að und
anförnu. í sumum aðildarríkjanna
sjást merki um meiriháttar at-
vinnuleysi og fjöldi lausra
starfa hefur minnkað. Eftir sem
áður er veruleg eftirspurn eftir
fólki í störf, sem laus eru og gæt
ir þessa mest á vinnumarkaðin
um i Vestur-Þýzkalandi.
Lagafrumvarp
um stofnun
kaupáby rgðar s j óðs
1 EFRI deild Alþingis var á
fimmtudag lagt fram frumvarp
Gjöf til
lamaðra og
fatlaðra
FÖSTUDAGINN 1. oktióber 1971
kom fulltrúi fyrir 21 rafvirkja,
sem vinna hjá ísal í Straums-
vík og færði Styrktarfélagi lam-
adra og fatlaðra 6300 krónur að
gjöf, eða 300 krónur frá hverj-
um manni. Þessi upphæð var
verðlaun frá ísal fyrir slysalaust
ár og þótti rafvirkjunum vel tii
fundið að gefa þetta fé tii æf-
ingastöðvar Siyrktarfélagsins að
Háaleitisbraut 13. Á þann hátt
kæmi féð bezt að notum, þeim,
ér yrðu fyrir einhverju slysi.
Um leið og stjórn félagsins
þakkar þessa gjöf vill hún sér-
staklega vekja athygli á þeirri
hugsun, sem hér liggur að baki,
sem er sannarlega til fyrirmynd
ar og eftirbreytni.
Reykjavík, 7.10. 1971
Stjórn Styrktarfélags lamaöra
og tiitlaðra “
til laga um kaupábyrgðarsjóð.
1 frumvarpinu segir í 1. gr.:
Stofna skal kaupábyrgðarsjóð.
Tilgangur sjóðsins er að tryggja
greiðslu launa, ef atvinnurek-
andi verður gjaldþrota, kemst í
greiðsluþrot eða greiðir ekki
laun af öðrum ástæðum.
Um tekjuöflun sjóðsins segir
í 4. gr. frumvarpsins:
Tekjur sjóðsins eru 20% við-
auki við iðgjald atvinnurekenda
til atvinnulteysistryggingasjóðs.
Gjaldið skal leggja á, innheimta
og varðveita á sama hátt og lög
kveða á um iðgjald til atvinnu-
leysistrygginga, eftir því sem
þau geta átt við.
I upphafi greinargerðar með
frumvarpinu segir:
1 þeim stór.u sveiflum, sem átt
hafa sér stað á vinnumarkaði
: þjóðarinnar undanfarin ár, hef-
ur þess oft gætt, að atvinnufyr-
irtæki þau, sem nánast eru tengd
þessum sveiflum, geta ekki, þeg
ar erfiðast er í ári, greitt út lög-
ákveðin eða samningsbundin
laun til verkafólks síns.
Flutningsmenn frumvarps
þessa eru Eggert G. Þorsteins-
son og Jón Ármann Héðinsson.
Perú:
40 fórust í
jarðskjálfta
sterkum tengslum við íslenzka
þorskstofninn og hafi sá græn-
lenzki á undanförnum árum í æ
ríkara mæli hrygnt á íslandsmið
um. Þetta sé merki um að hrygn
ingarsvæði Grænlandsþorsksins
hafi minnkað af völdum kóln-
andi veðráttu. Segir nefndin að
ógerningur sé að spá um hversu
lengi þetta ástanda haldist , vitað
sé um fyrri dæmi um slíik tima-
bil. Þá segir nefndin að sökum
erfiðleika af völdum ísreks sé
ekki um ofveiði að ræða á þess-
um slóðum, heldur þvert á móti
of litla veiði.
Það var norska blaðið Fiskar
en, sem skýrði frá þessu í frétt
af fundinum. 1 sama tölublaði er
í leiðara fjallað um landsfundimn
og þau mál, sem fyrir honum
lágu. Þar er m.a. fjallað um fyr
irhugaða útfærslu íslenzku land
helginnar. „Nú er landhelgismál
okkar ekki einungis • mál, sem
snertir samband okkar við EBE.
Eftir að íslendingar hafa gert
kröfu til 50 mílna landhelgi höf
um við Norðmenn neyðzt til að
íhuga hvað við eigum að gera.
Eigum við að fylgja fordæmi ís
lands, eða eigum við að gera
kröfu til alls landgrunnsins? Um
þetta verða auðvitað ekki allir
á sama máli, en við vitum að
slik landhelgi myndi hafa mikla
þýðingu fyrir verndun fiskstofn
ann.a, með tilheyrandi reglugerð
um og við vitum öll að það er
hvorki auðvelt né fljótlegt að ná
alþjóðlegri samstöðu um slík
mál.“
Lima, Perú, 18. okt. — AP
YFIR 40 manns létu lífið í jarð
skjálfta í Perú nii um helgina að
sögn yfirvalda í höfuðborg lands
ins, Lima. Jarðskjálftinn varð í
suðvesturhluta landsins í af-
skekktu héraði og fréttist ekkert
af honum í tvo daga, vegna þess
að símalínur slitnuðu.
Það voru bændur af jarð-
skjálftasvæðinu, sem tilkynntu
um hann, en þeir höfðu þá geng
ið 40 km vegalengd. Að sögn
þeirra varð mikið tjón á mann-
virkjum og samgönguleiðum. —
Talið er að 4 daga taki að gera
við vegina, þannig að hægt verði
að koma björgunar- og hjálpar-
gögnum á staðinn. —■ Fregnir
herma að allt Rimaraeshéraðið
við ræður Andesfjalla hat'i lagzt
í rúst af völdum jarðskjálftans.
Flugvél frá flugher Perú fór í
gærkvöldi með lækna og hjúkrun
arlið á staðinn, en um 10 klst.
gangur er frá flugvellinum til
svæðisins.
Byrjenda-
námsefni
í dönsku
RÍKISÚTGÁFA námsbóka, hef-
ur gefið út byrjendanámsefni í
dönsku, er nefnist — Jeg taler
dansk, eftir Gurli Doltrup. Náms
efnið er á 80 myndskreyttum
vinnublöðum í stóru broti, og er
einkum ætlað 11 og 12 ára nem
endum. Gert er ráð fyrir, að efni
á einu blaði nægi til kennslu í
eina klukkustund.
Vinnublöðin eru á dönsku, og
fer öU kennslan fram á því máli.
Börnin byrja strax að tala málið,
og er áherzla lögð á að kenna al
gengustu dönsku orðin sem fyrst.
Vinnublöðin eru sérstaklega mið
uð við íslenzkt mál.
Kennurum er frjálst að semja
aukaverkefni og fella inn í náms
efnið eftir þörfum. en óheimilt
er að taka blöð úr Jeg taler
dansk, til að fella að öðru náms-
efni í dönsku.
Mjög ítarlegar kennsluleiðbein
ingar hafa verið gefnar út með
þessu námsefni. Þar er gerð greln
fyrir hvernig kenna má hvert ein
stakt blað. Einnig verða gefin út
segulbönd með öllum þeim orð-
um, sem eru á blöðunum, i þeirri
röð, sem þau koma fyrir i fyrsta
skipti, sömuleiðis verða á þeim
11 sungnar vísur af blöðunum.
Að áliti höfundar er ekki ráð-
legt fyrir þá kennara, sem ekki
hafa sótt námskeið í kennslu á
þessu nýja námsefni, að kenna
það, nema þeir hafi gott vald á
dönsku.
Á niyndinni sést teikning af Pólver.jannm ofan í inktiinnn og
lögreglumanni með sporlmnd að leit í vagninum.
Ótrúlegur flótti
H.G. Stokkhólmi, 11. okt.
ÞAÐ var aðeins ein hugsun
sem stjórnaði Pólverja nokkr
um, þegar hann læddist í
skjóli myrkurs upp i vöru-
flutningalest, sem hafði við-
dvöl í heimabæ hans Kato-
wice, fyrir sjö dögum síðan:
Frelsi.
1 þetta skipti skyldi það tak
ast. Fyrir nokkrum ' árum
hafði hann reynt að flýja, en
verið handtekinn og dæmdur
í tveggja ára fangelsi. Næð-
ist hann núna þýddi það lífs-
tiðarfangelsi.
Flóttaáætluriin var á þá
leið, að Pólverjanum tókst að
komast upp í vöruflutninga-
lest sem hann hélt á lieið til
Vestur-Þýzkalands. Vagninr,
var hlaðinn með 50 stórum
tunnum af biki og tjöru, en
þær voru tómar af hendingu.
Pólverjinn sagaði aðra í sund
ur í miðjunni og skreið inn
i hana. I sjö daga þorði hann
ekki að hreyfa sig, liggjandi
í bikinu, matarlaus og kald-
ur. Lögregla og sporhundar
komu hvað eftir annað inn i
lestina, en vegna hinnar
sterku tjörulyktar fundu þeir
hann ekki.
Thure Sjövall brautarstjóri
í Trelleborg var sá fyrsti, sem
uppgötvaði manninn frá því
er flðttinn hófst. Hann segir:
í ellefu ár hef ég unnið hér
á stöðinni og séð hundruð
flóttamanna birtast á ólíkleg-
ustu stöðum, en þetta er stór-
kostlegasti flótti sem ég man
eftir. Ég kom að manninum
þar sem hann var að reyna
að skriða út úr tunnunni, en
hann gat naumast skriðið á
fjórum fótum. Maðurinn var
fluttur á sjúkrahús, en fyrsta
ósk hans var, að hafa sam-
band við sendiráð Vestur-
Þýzkalands í Svíþjóð og biðja
um hæli sem pólitískur flótta-
maður.
Það er ekkert nýtt að fólk
frá einræðisrikjum kommún
ista flýi til Svíþjóðar og
nemur fjöldi þeirra árlega
mörgum tugum.
Margir sterkir
skákmenn
- taka þátt í stórmóti hér í febrúar
FORKEPPNI Hau.stsmót.s Tafl-
fólags Reykjavíikur lauik föstu-
daginn 15. olct. sri. TeEit var i
þremur riðl'um í meistairaflokki
og komast tveir efstu men,n úr
hverjum riðli í úrslitakeppnina.
1 1. riðli urðu úrsilit þessi:
Bjöm Sigurjónsson 6 v (af 6
möguleguim), 2. Torfi Stefánsson
og Jóhann Örn Siigurjómsson 35/2
v. Torfi fer í úrslitaikeppn ina
samkvæmt stigaútreifeningi. —
2. riðlll: 1. Bragi Kristjánisson
714 vinninig (af 8 möguilegum),
2. Jón Þorsteimsson 7 vinninga,
3. Harvey Georgsson 6 v. 3. riðW'l:
1. Gunmar Gunnarsison 7 v. (af
8 mögulegum), 2.—4. Kristján
Guðmundsson, Ólafur H. Ólafs-
Dagar við vatnið
eftir Drífu Viðar
— komin út hjá Heimskringlu
FYRIR sikömmu kom út hjá
Heimskringlu Dagar við vatnið
eftir Drífu Viðar, en hún lézt
sem kunnugt er fyrr á þessu ári.
Bókin er álls 146 bls. og hefur
hún að geyma ljóðrænar stemn-
ingar, þanka og smásagnaþætti;
alls 22 þætti.
son og Jón Páisson 6 v. Kristján
var i öðru sæti sa.mkvæmt stiga
útreikningi.
Auk þessara manna munni
tefla í úrslituinum þeir Björn
Þorsteinssom, Freysteinn Þor
bergsson, Magnús Sólmundarson
og Ingi R. Jóhannsson.
í fyrsta flokki varð eflsituit
Þóriir Sigursteinsson, en Hanald-
ur Haraldsson varð annar sam-
kvasmt stigum. Flytjast þeir í
meistaraflokk.
í unigiimgaflokki urðu efstir
þeir Vígl'umdur Jónsson og Grét-
ar Eyþórsson með 5 vinninga.
1 öðrum flokki er keppni enn
ölokið.
Keppnin í meistairafloikki vai
jafnframt úrtökukeppni fyrir ál-
þjóðlegt skákmót, sem háð verð-
ur í Reykjavíik í febrúar á næsta
ári. Þar mumu verða meðal
keppenda tveir stórmeistarar frá
Sovétiríkjum'um, Hort frá Tékkó-
slóvakí'u, Anderson frá Sviþjóð
og Gheorgia frá Rúmeníu. Auk
þeirra hefur stórmeistaranium
Gligorie frá Júgóslaviu verið
boðið, en svar frá honum hefur
ekki borizt ennþá. íslenzku titi'l
hafairnir Friðrik Óiafsson og
Guðmundur Sigurjónsson verða
einniig meðal þátttakemda.