Morgunblaðið - 20.10.1971, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1971
Georg Þorsteinsson
— Minningarorð
Fæddur 12. desember 1907.
Dáinn 13. október 1971.
Sjá, nú er liðin ein sú fegursta
sumartíð, sem við höfum upplif-
að hér í Reykjavík, hennar dýr-
legi sólarljómi hefur yljað okk-
ur og endurnært. En áður en
okkur varir vöknum við einn
morguninn og sjáum hvar vetur
konungur boðar komu sína, okk-
ar gamla og fallega Esja er hjúp
uð hvítum möttli vetrarskrúð-
ans og frost á jörðu.
Svo snögg eru umskipti í ríki
náttúrunnar, „blómin fölna á
einni hélunótt", þetta minnir
okkur á fallvaltleikaLnn í ltö okk
ar mannanna, fótmálið eina, sem
okkur öllum er fyrirbúið að
stiga fyrr eða siðar. Og með þess
um fyrsta vetrarboða barst okk-
ur harmafregn „heill í gær, en
nár i dag“, og okkur setur hljóð,
þyí við erum jafnan óviðbúin að
taka á móti þessari fregn svo
hversdagsleg sem hún þó er og
jafn vis og árstíðaskiptin.
Svo fór fyrir mér, og ég veit
að svo var um fleiri er okkur
barst andlátsfregn Georgs Þor-
steinssonar fulltrúa, er í dag
verðtir kvaddur hinztu kveðju í
hans kæru Dómkirkju, þar sem
hann um margra árabil stóð á
söngpalli og söng hinztu kveðj-
ur yfir svo mörgum samferðar-
mönnum sínum.
Það er þó trú mín, að vinur
minn Georg, hafi ekki verið óvið
búinn þótt brátt að bæri, að til
hans var kallað, að stiga hið sið
asta fótmál. Svo örugga fcrú og
einlægt Guðstraust bar hann i
hjarta sínu, að ég er sannfærður
um, að öruggur og óttalaus hef-
ur hann gengið yfir síðasta þrep
ið, þvi hann trúði og vissi að för
hans stefndi „til Guðs himnesku
landa."
Georg Þorsteinsson var fædd-
ur að Eyvindartungu í Laugar-
dal, 12. des. 1907, yngsti sonur
þeirra gagnmerku hjóna Arn-
heiðar Magnúsdóttur, frá Laug-
arvatni, alsystur Böðvars, hins
landskunna bændahöfðingja á
Laugarvatni og Þorsteihs
Jónssonar frá Úthlíð í Biskups-
tungum, ættir þeirra hjóna eru
vel þekktar um allt Suðurland
og víðar og verða þvi ekki rakt
ar hér. Georg var því grein af
góðum stofni kominn, hann var
yngstur níu alsystkina er upp
komust tveggja systra og sjö
bræðra, jafnan voru þau systkin
kennd við fæðingarstað sinn
Eyvindartungu, ÖH voru þau
mesta manndóms- og myndarfólk,
sem reynzt hefur nýtir og farsæl-
ir þjóðfélagsþegnar.
t
Maðurinn minn og faðir okkar,
GUÐJÓN JÓNSSON,
Austurgötu 17, Hafnarfirði,
andaðist í Landsspítalanum mánudaginn 18. þ. m..
Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði laugardag-
inn 23. þ. m. kl. 11 f. h.
Þeim, sem vildu minnast hins látna, er vinsamlega bent á
Minningasjóð Jóns Guðjónssonar hjá Hjálparsveit skáta í Hafn-
arfirði, eða líknarstofnanir.
Ingibjörg Snorradóttir, Kristinn Guðjónsson,
Hreiðar Guðjónsson, Elín Guðjónsdóttir.
t
Útför mannsins míns,
PÉTURS SIGURÐSSONAR,
fyrrverandi háskóiaritara,
fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 21. þ. m. kl. 13.30.
Þeir, sem vildu minnast hins látna, vinsamlegast láti líknar-
stofnanir njóta þess.
Þóra Sigurðardóttir.
t
Eiginmaður minn,
BENEDIKT GUÐBJARTSSON,
fyrrverandi yfirverkstjóri í Stálsmiðjunni,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 22. október
klukkan 10.30 fyrir hádegi.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeir, sem vildu minnast
hins látna, er vinsamlegast bent á líknarstofnanir.
Magnúsína Jakobsdóttir,
Eskihlíð 12 B.
t
Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við fráfatl
og útför eiginkonu minnar og móður okkar, tengdamóður og
ömmu,
ÓLAFÍU HELGADÓTTUR,
Hringbraut 38, Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir eru færðar læknum, hjúkrunarkonum og öðru
starfsfólki Vífilsstaðarhælis, og öllum sem önnuðust hana í
veikindum hennar.
Gunnar Sigurðsson, Sverrir Gunnarsson,
Hreiðar Georgsson, Eygló Guðmundsdóttir,
Sigurður Gunnarsson, Halldóra Ivarsdóttir,
Helgi Gunnarsson, Vigdís Grétarsdóttir
og bamaböm.
Georg mun hafa verið á tí-
uuda árinu þegar faðir hans fél
frá, og var hann með móð-
ur sinni eftir það unz hann flutt
ist hingað til Reykjavikur 19
ára gamall og hér í borg hefur
hann átt heima allt til þessa.
Hann var mjög glæsilegur og
fagurlimaður ungur maður, með
brennandi áhuga fyrir íþróttum
og líkamsrækt, og sótti þá þeg-
ar íþróttanám hjá hinum þekkta
íþróttaþjálfara Jóni Þorsteins-
syni og hjá honum lauk hann
fimleikaþjálfaraprófi. Brátt vald
ist hann í úrvalsfimleikaflokk
undir stjórn Jóns Haldórssonar
og fór með honum í sýningar-
ferð til Þýzkalands árið 1929.
Aðra sýningarferð fór hann til
Sviþjóðar 1932 með glímu- og
fimleikaflokki undir stjórn Jóns
Þorsteinssonar, og sýndu þeir
meðal annars á íslenzku vikunni
er þá var haldin í Stokkhólmi,
við mjög góðar undirtektir.
Georg var mikill glímumaður,
fjaðurmagnaður og sterkur vel,
hann glímdi ávallt vegna aðdá-
unar sinnar á þessari þjóðlegu
iþrótt, en ekki til metnaðar,
hann hlaut ár eftir ár fyrstu
verðlaun fyrir fegurðarglímu.
Georg var gæddur mikiffi
sönggáfu og var í nærfellt 40 ár
í Karlakór K.F.U.M. og Fóst-
bræðrum, og fór margar söng-
ferðir með þeim vítt um lönd.
Auk þess, sem hann söng um
langt árabil við ýmis tækifæri,
og munu margir minnast hans,
sem söngmannsins ljúfa og góða
er ávallt var reiðubúinn að láta
söngsins unaðarmál lyfta hug og
sál, hvort heldur var á gleðinn
ar góðvinafundum eða í sorgar-
ranni.
Hann var fastur starfsmaður
Reykjavíkurborgar i full fjöru-
tiu og fjögur ár. 1. júnl 1927
gerðist hann innheimtumaður hjá
Gasstöðinni og síðar bókari, það
an fór hann á borgarskrifstof-
ima, sem fulltrúi við útsvarsinn-
heimtuna og þegar Gjaldheimt-
an var stofnsett til innheimtu
opinberra gjalda fluttist hann
þangað og gegndi þar fulltrúa
starfi allt fram á kvöld síns sið-
asta ævidags.
Hvarvetna gat Georg sér gott
orð, trúr og samvizkusamur
starfsmaður, einstaklega lipur og
prúður í allri framkomu. Að vísu
hafði heilsu hans og vinnuþreki
hrakað mjög hin siðari ár, en
vinnugleði hans og áhugi var ó-
bugaður.
1 áratug sat Georg í stjórn
Starfsmannafélags Reykjavíkur-
borgar, og alla tíð, sem gjald-
keri og þar sem annars staðar
er hann hafði þjónustust.örfum
að gegna var hann heill í starfi,
trúr og traustur, sá maður er í
einu og öliu mátti að fuliu
treysta. Fleiri trúnaðarstörfum
gegndi hann fyrir félagið, m.a.
var hann fulltrúi þess á þingurn
B.S.R.B. og sat eitt sinn þing
norrænna borganstarfsmanna í
Stokkhóltni.
Georg átti því Iáni að fagna
að eignast traustan lífsförunaut,
Esther Jóhönnu Bergþórsdóttur,
en þau gengu I hjónaband 23.
febrúar 1934. Hjónaband þeirra
var einstaklega hamingjusamt,
KRISTlN Valdimarsdóttir var
fædd á Akureyri 12. janúar 1925.
Foreldrar hennar voru Sigurveig
Þórarinsdóttir og Valdimar Jó-
hannsson. Þegar hún var 5 ára
fór hún í fóstur til sæmdarhjóna,
þeirra Guðbjargar Kristjánsdótt-
ur og Gunnars Sigurðssonar,
sem voru henni sem ástkærustu
foreldrar.
Það var sumar og sól, ilmur
úr grasi. Ungir og aldnir fögn-
uðu yndisleik sumarsins. Ég var
nýkomin heim í sveitina mína til
heyskaparvinnu. Við áttum von
á gestum af næsta bæ. Það var
fólk, sem var nýflutt þangað úr
öðru byggðarlagi. Þegar gestirn-
ir komu er mér minnisstæðust
ung stúlka, hún var svo fögur
og heillandi, Kristín Valdimars-
dóttir hét hún.
fansælt og gott, sameigmlega
höfðu þau byggt upp sitt fallega
heimili, þar sem gott var að
dvelja I glaðværð og góðvild
samrýmdra hjóna. Það var sem
hver dagur samvistar þeirra
væru samfelldir hveitibrauðsdag
ar, sem enga skugga bar á.
Börn þeirra hjóna eru fjögur,
Gerður Árný, búsett hér i borg,
gift Sigurði Ásmundssyni, raf-
virkja. Guðrún búsett í Hvera-
gerði, gift Skúla Marteinssyni,
bifreiðastjóra. Gyða búsett í
Kaliforniu, gift Robert Lee Mc.
Farland verkfræðingi og er hún
nú komin um langan veg til að
heiðra minningu síns elskulega
föður; og Ari Garðar, 16 ára
skólanemi í föðurgarði. Sjö eru
barnabörn þeirra.
Margs er að minnast á skiln-
aðarstund, eftir full þrjátíu ára
kynni, sem vinnufélaga og sam-
ítarfsmanns í félagsmálum, ferða
félaga og I fyrstu kunningsskap
ar sem þróaðist í hreina vináttu
er aldrei féll skuggi á. Trygg-
lyndi Georgs var viðbrugðið.
Það þekktum við bezt er áttum
því láni að fagna að eiga vin-
áttu hans. Hann var sá er aldrei
brást, sá er ávaHt treysta mátti.
Man ég glaðar stundir ferðalaga
okkar, já og margar aðrar, sem
hér er ekki rúm til að rekja.
Minningarnar hreinar og bjart-
ar geymast í hug og hjarta með-
an mín lífsferð endist. Og þeg-
Margt var sér til gamans gert
þetta sumar, komið á hestbak,
farið á næstu bæi, svo komu
haustréttimar. Þá man ég að
heima var slegið upp dansleik
unga fólkinu til gamans. Sumar-
ið leið eins og önnur sumur. Ár-
in liða, margt drífur á dagana á
æviskeiðinu, sumir standa af sér
öll hret, aðrir geta orðið úti.
Rúmum 20 árum seinna lágu
leiðir okkar Kristínar saman
aftur heima í Hveragerði. Síðast
átti hún heima á hæðinni fyrir
ofan mig. Hún var sama hug-
ljúfa persónan, nú með ára-
reynslu að baki. Það kom fyrir
að hún kom með mér, þegar ég
t
Innilegar þakkir fyrir auð-
sýnda samúð við andlát og
jarðarför
Kristínar
systur okkar.
ÓIi P. Kristjánsson,
•Tóhann G. Kristjánsson.
t
Við þökkum innilega auð-
sýnda samúð við andlát og
jarðarför mannsins mins, föð-
ur og sonar,
Garðars
Sveinbjamarsonar,
Gautlandi 17.
Þórunn Sigurjónsdóttir,
Birna Garðarsdóttir,
Sveinbjöm Friðfinnsson
ogaðrir aðstandendur.
Kristín Valdima rs-
dóttir — Minning
t
Þökkum hjartanlega öllum, nær og fjær, sem auðsýndu okk-
ur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför móður minnar,
JÓHÖNNU JÓNSDÓTTUR,
Ránargötu 25, Akureyri.
Sérstaklega þökkum við læknum og hjúkrunarkonum og öðru
starfsfólki Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri fyrir góða hjúkr-
un og umönnun. Biðjum Guð að blessa ykkur öll.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna,
Ragnheiður Arnadóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför
föður okkar, tengdaföður og afa,
EÐVALDS EINARS STEFANSSONAR,
skipasmiðs,
Sævarlandi 18, Reykjavík.
Stefán G. Eðvaldsson, Guðrún Ragnarsdóttir,
Rósa Eðvaldsdóttir, Gísíi Benjamínsson,
Katrín Eðvaldsdóttir, Árni Sófusson
og barnabörn.
fór til Þorlákshafnar eða til Sel-
foss á bílnum minum, einhverra
erinda. Alltaf var hún jafn hæg-
lát og dul.
Daginn áður en hún kvaddi
þennan heim, gekk hún fyrir
gluggann hjá mér. Ég kallaði
tll hennar og spurði: „Máttu
ekki vera að því að líta inn?“
„Jú,“ sagði hún, „ég kem
seinna."
Þær minningar, sem ég hef um
Kristínu Valdimarsdóttur eru
mér hugljúfar og þakka ég henni
samveruna með kvæði skáldsins
okkar:
óá,éag ,gghgÖu5d efdlð-Ló.i q
Hinn skýra svip, hið mikla mál
ég man hjá ungum svanna,
þar vakti djúp og viðkvæm sál
sem vildi skilja og kanna.
Hún átti ei til neitt tál né fals
hún trúði á dyggðir manna
á frelsi og rétt í framsókn alis
hið fagra, góða og sanna.
Blessuð sé minning hennar.
Guðrún Mjöll.