Morgunblaðið - 26.10.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.10.1971, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1971 sæærai Umræður á Alþingi: Nýjung í atvinnurekstri sveitarfélaga — til gagns eða ógagns? ÞINGFRÉTTIR - í STUTTU MÁLI A FUNDI í noAri deild Alþingis í gær kom til fyrstu iimræðn frumvarp til laga uni heimild sveitarfélaíía til stofminar og starfrækslu atvinmi- og Ji.jón ustufyrirtækja með takmark- aðri ábyrffð. Allmiklar umræð- ur nrðn um frnmvarp þetta, og deildu menn m.a. um hvort frumvarpið stuðloði að aiiknum iimsvifnm sveitarfélaga í at- vinnurekst.ri á kostnað einka- framtaksins. Töldu flutnings- menn frumvarpslns að fyrirtæki þessi yrðu frekar nnda.ntekning en regla — J>au myndu fyrst og fremst verða Stofnuð á þeim sviðum, þar sem sveitarfélög reka nú fyrirtæki með ótakmark aðri ábyrgð. T*ess vegna væri hér ekki verið að vega að ein- staklingsframtakinu. Fyrsti flutningsmaður frum- varpsins, Stefán Gunnlaiigsson mælti fyrir því og sagði tilgang- inn vera þann að auðvelda sveit- arfélögum að rækja það hlut- verk sitt að koma í veg fyrir at- vinnuleysi, en skv. sveitarstjórn arlögum væri það eitt af hlut- verkum þeirra. Sveitarstjórnir hefðu rækt þetta hlutverk sitt með ýmsum hætti á undanförn- um árum m.a. með rekstri fyr- irtækja með ótakmarkaðri ábyrgð. Oft hefði verið lagt út I áhættusaman atvinnurekstur og sveitarsjóðir orðið fyrii skakkaföllum, sem bitnað hefðu á annarri þjónustu þeirra. Með hlutafjárlögum væri einstakling um gert kleift að reka áhættu- söm fyrirtæki með ótakmark- aðri ábyrgð. Hér væri lagt til, að sveitarfélögum væri fengin hllðstæð heimild. Þó taldi Stefán aðstæður hér ólíkar að mörgu leyti, og rétt væri að setja sér- staka löggjöf um þessi fyrirtæki frekar en að gera breytingar á hlutafjárlögunum. í lok ræðu sinnar minntist hann á ályktun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar frá 12. okt. sl. þar sem hún ályktaði einróma að skora á Alþingi að setja löggjöf i þá átt, sem hér væri gert ráð fyrir. Annar af flutningsmönnum frumvarpsins, Björn Svein- björnsson, taldi, að heimild til stofnunar fyrirtækja, eins og frumvarpið gerði ráð fyrir, mætti ekki vera of rúm. Hún ætti að vera bundin við áhættu- söm fyrirtæki í atvinnuaukning- arskyni. Taidi hann það vera meginefni frumvarpsins, að sveitarfélögum væri opnuð leið til stofnunar fyrirtækja með ó- takmarkaðri ábyrgð og lýsti sig reiðubúinn, að fallast á allar þær breytingartillögur, sem til bóta væru. Bjarni Guðnason kvaðst ekki vera fyllilega sannfærður um ágæti þessa frumvarps. Varpaði hann fram tveimur fyrirspurn- um til flutningsmanna; í fyrsta 1-agi, hvort ekki væri hætta á stofriunum óábyrgra fyrirtækja, yrði frumvarpið að lögum og í öðru lagi, hvort rekstrarform það, er hér væri gerð tillaga um tíðkaðist annars staðar á Norðurlöndum. Taldi ræðumað- ur rekstrarform fyrirtækja á fs- landi vera í upplausn og glund- roða. Hér ætti að bæta enn einu slíku fyrirbæri við. Réttast væri að láta þetta mál bíða endur- skoðunar á hlutafélagalögunum. Ellert B. Schram tók í sama streng, að rétt væri að bíða end- urskoðunar á hlutafélagalögun- um. Hér væri um lagasetningu að ræða, sem byggði að veru- legu leyti á þeim hlutafélagalög- um sem væru hálfrar aldar gömul og úrelt orðin. Ellert kvaðst ekki vilja stuðla að aukn- um atvinnurekstri hins opinbera, en það væri gert með þessu frumvarpi. Löggjöfin ætti fyrst og fremst að stuðla að því, að einstaklingarnir legðu út i at- vinnurekstur og ekki mætti láta sveitarfélög og ríki njóta meiri réttar en einstaklingarnir njóta. í frumvarpinu væri gert ráð fyr ir þvi, að fyrirtæki þessi yrðu undanþegin greiðslu opinberra gjalda og mætti búast við, að sveitarfélögin færðu út kvíarnar og tækju til atvinnurekstrar á fleiri sviðum en nú er. Ræðumað ur benti á, að nú væri til athug- unar verkaskipting milli ríkis og sveitarfélaga, sem leiddi væntan lega til þess, að sveitarfélög fengju aukna starfsemi á sínar hendur. Væri rétt að taka tii at- hugunar i sambandi við það, að hve miklu leyti sveitarfélög ættu að standa í atvinnurekstri og þjónustu. Guðlaugiir Gíslason áleit betra, að sveitarfélögin tækju höndum saman við einstaklinga um þann atvinnurekstur, sem þau vildu standa að. Á nýsköpunarárun- um hefðu allmörg sveitarfélög ráðizt í rekstur útgerðarfyrir- tækja með ótakmarkaðri ábyrgð. Þau fyrirtæki hefðu á sínum tíma flest orðið fyrir miklum skakkaföllum. Hver hefði þá átt að greiða hallann ef þetta hefðu þá verið lög og þessi fyrirtæki rekin með takmarkaðri ábyrgð? Guðlaugur sagðist þess fullviss að engin sveitarstjórn á land inu mundi láta aðra aðila borga halla á þeim fyrirtækjum, sem hún réðist í. Stefán Giinnlaugsson ítrekaði það, sem hann hafði áður sagt, að hér væri verið að auðvelda sveitarstjórnum að rækja það hlutverk sitt að sporna gegn at- vinnuleysi. Með frumvarpinu væri einungis verið að veita sveitarfélögum sama rétt og ein staklingarnir hefðu samkvæmt hlutafélagalögunum. Sér væri ekki kunnugt um að þetta rekstr arform væri til annars staðar á Norðurlöndum. Islendingum væri sómi að því að verða fyrst- ir Norðurlandaþjóðanna til að innleiða það. Matthías Á. Mathiesen, en hann er einn af flutningsmönn- um þessa frumvarps, kvað eðli- Iegt, að það tæki menn tlma að átta sig á hver mergur máls- ins væri. Hér væri ekki verið að stuðla að opinberum rekstri. Ætlazt væri til, að rekstur i hinu nýja formi yrði á þeim sviðum, þar sem sveitarfélög nú rækju fyrirtæki með ótakmarkaðri ábyrgð. Hann benti á, að lána- stofnanir lánuðu fyrirtækjum sveitarfélaga oft meira fé en gert mundi, ef rekstrargrund- völlur þeirra væri kannaður. Frumvarp þetta, ef að lögum Lúxusferðir WASHINGTON: Bandaríski flugherinn eyddi í fyrra 500.000 dollurum til þess að flytja kaupsýslumenn, stjórn- málamenn og aðra kunna borgara í hanastélsboð, á sýn ingar og í hádegisverðarboð að sögn þingmannsins Henry Reuss frá Wisconsin. yrði, stuðlaði að því, að bankar og aðrar lánastofnanir könnuðu betur rekstrargrundvöll fyrir- tækja sveitarfélaga. Matthías sagðist vera persónulega andvíg utr því, að fyrirtæki í eigu sveit- arfélaga nytu skattfrelsis. 1 frumvarpi því, sem hér lægi fyr- ir, væri aðeins gert ráð fyrir, að hin nýju fyrirtæki nytu slíkra hlunninda, meðan önnur fyrirtæki sveitarfélaga nytu þeirra. Kvaðst ræðumaður mundu styðja niðurfellingu slíkra hlunninda með öllu, ef til- laga kæmi fram um slíkt. Ellert B. Schram taldi hafa komið fram við umræðurnar, að skilningur flutningsmanna frum varpsins væri mjög skiptur á eðli þess. Stefán teldi frumvarp- ið miða að útbreiðslu „hinnar ágætu“ jafnaðarstefnu, en skiln ingur síðasta ræðumanns væri greinilega annar. Ellert taldi frumvarpið sjálft ekki fela í sér takmarkanir á, að sveitarfélög- in gætu fært sig út á nánast öll svið atvúnnureksturs, og ættu þau að njóta þar hlunninda, sem einkafyrirtæki nytu ekki. Björn Sveinbjörnsson talaði síðastur og sagði, að þessi fyr- irtæki yrðu frekaí undantekn- ingar en regla. Þau yrðu stofn- uð, þar sem þess væri þörf, en ekki til að keppa við aðra. Björn sagði löggjöf um hlutafélög í Danmörku vera þannig úr garði gerða, að fyrirtækjaform þetta væri óþarft. Hér væri um brýnt hagsmunamál sveitarfélaga að ræða, sem ekki mætti bíða end- urskoðunar hlutafjárlaganna. Fleiri höfðu ekki kvatt sér hljóðs,' og var frumvarpinu vís- að til 2. umræðu og heilbrigðis- og félagsmálanefndar. gatnaniótiiin Kringluniýrarbraut ar og Sléttuvcgair olli þvi uð yfirvöld bönnuöu vinstri beygj- ur á gatnaniótiinum. Komust ökiimenn þá ekki inn á gamla Hafna.rf jarðarveginn, þyrftu J>eir að fara í miðba* Beykja- víkitr eða vestur í borgina. Vinstra beygjuljós á gatnamót- nm Kringliimýrarbmutar og Miklulirantar hleypti mjög tak- Á FUNDI neðri deildar í gær gerði Hannibal Valdimarsson félagsmálaráðherra grein fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um erfðafjárskatt, en það felur í sér verulegar hækkanir á skatt- inum frá því sem verið hefur. Lögunum er ætlað að taka gildi l. janúar 1972. í ræðu sinni gat ráðherra þess m. a., að hlutverk erfðafjársjóðs sé það að endurhæfa það fólk, sem af einhverjum ástæðum get- ur ekki séð sér farborða með eig- in vinnu eða skapa aðstöðu fyrir það til þess að það geti starfað að nytsamlegum verkefnum. Með lögum frá 27. apríl 1970 voru sett ákvæði um endurhæf- mgu. Ef lög þessi eiga að ná mark miði sínu, sagði ráðherra, verður að afla aukins fjár til endurhæf- ingarmála, m. ö. o. að auka tekj- ur erfðafjársjóðs. Frumvarpinu var vísað til 2. umræðu og heilbrigðis- og félags málanefndar. Næsta mál á dagskrá var frum varp um ríkisreikninginn 1969, sem kom til 1. umræðu. Mælti Halldór E. Sigurðsson, fjármála- ráðherra fyrir frumvarpinu og gat þess, að ekki hefði verið unnt að leggja frumvarpið fram á síð- asta þingi, þar sem greinargerð um skipan nefnda og greiðslur til nefndamanna á árinu 1969 hefði ekki verið tilbúin í tæka tíð. Einnig kvaddi Pétur Sigurðs son sér hljóðs og fór nokkrum orðum um störf yfirskoðunar- manna o.fl. Að svo búnu var frumvarpinu vísað til 2. umræðu og fjárhagsnefndar. Á fundi efri deildar kom til fyrstu umræðu lagafrumvarp um breytingu á lögum .30/1966 um meðferð, skoðun og mat á sláturafurðum. Halldór E. Sig- urðsson, landbúnaðarráðherra mælti fyrir frumvarpinu, sem flutt er til staðfestingar á bráða- birgðalögum frá 19. maí í vor. Var því vísað til 2. umræðu og landbúnaðarnefndar. markaðri umft*rð í gegn, og þvi óku menn um Hamralilíð tij liees að verða elgi fyrir töfum. Við Hamrahlíð er stór barna- skóli. Fundur foreldra og kenn- ara í skólanum krafðist vinstra beygjubanns á gatnamótuxn Kringlumýrarbrautar og Hamra hlíðar. Það bann var sett eigi alds fyrir löngu og myndaðist þá umferðaröngþveiti vdð ljósin á Miklubraut. í Ijós kom, að sliikt Þá gerði Magnús Torfi Ólafs- son, menntarnálaráðherra grain fyrir frumvarpi til laga um Stýrimannaskólann í Reykjavík, sem var til fyrstu umræðu. Frumvarp þetta var flutt af ríkis stjórninni á síðasta þingi, en varð ekki útrætt þá og er nú endur- flutt. Var frumvarpinu vísað til 2. umræðu og menntamálanefnd- ar. Lagt var fram á Alþingi í gær frumvarp um stofnun og slit hjú skapar, Það er samhljóða sams konar frumvarpi, sem lagt var fram á Alþingi sl. ár, en ekki vannst tími til að afgreiða það þá. í því var m.a. la.gt til, að fest- ar verði úr lögum numdar. Enn- fremur að þjóðkirkjupresti, sem látið hefur af embætti, verði óheimjlt að framkvæma hjóna- vígslu eftir 1. jan. 1972 að telja. Þá var einnig lagt fram frum- va.rp um gjaldþrotaskipti, en það var einnig lagt fram á síðasta þingi, en varð ekki útrætt. Fram voru lagðar fyilrspurnir frá Steingrími Hermannssyni um jöfnun á flutningskostnaði og um áætlun um að ljúka rafvæð- ingu dreifbýlisins á þrem árum. Frá Helga S. Seljan var lögð fram fyrirspurn um það, hvort ríkisstjórnin hefði uppi áform um að beita sér fyrir breytingum á vegalögum, á þann veg að rikið tæki að sér uppbyggingu þjóð- vega, sem liggja um kaupstaði eða kauptún. Loks var lögð fram þingsálykt- unartillaga frá Helga F. Seljan um bætta rekstraraðstöðu félags heimila. Á fundi í Sameinuðu þingi í gær var Haralds Guðmundsson- ar fyrrum alþingismanns og ráð- herra minnzt í ræðu, sem Ey- steinn Jónsson forse-ti Sam,einaðs þings flutti. Að ræðu hans lok- inni risu þingmenn úr sætum og vottuðu hinum látna virðingu sína. Minningarræðan birtist síð- ar hér í blaðinu. getur ekki gengið til lengdar, auk þess sem krafizt er afnáms beygjubannsins við Hamrahlíð vegna verzlana þar. Nú hafa yfirvöld fundið nýja lausn á þessu vandamáli. 1 gær voru gerðar mælingar vegna breytinga á Kringiuimýrarbraut á móts við Fossvogsveg. 1 ráði er að beina umferðinni af eýstri akrein Kringluniýrarbrautar ská yfir umferðareyna, yfir vestarl akreinina og spilduna, sem aí- Framliald á bls. 27 Bcyg.jiibivimið við Hiunrahlíð olll töfum vlð Ijósin inn á Miklubraut. — (Ljósm. Mbl. Kr. Ben.). Akrein af Kringlumýrarbraut á Hafnarfjarðarveg ÁREKSTRA- og slysatíðni á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.