Morgunblaðið - 26.10.1971, Síða 26

Morgunblaðið - 26.10.1971, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1971 í — Sjötugur Framliald af bls. 11 annir í starfinu á Borðeyri. Þar lenti ég svo í hreppsmefndinni, ©g hafði sanmast sagna eWd mikla ánægju af þeim störfum; þóttu kailamir nokkuð þungir á bárunni,, en ailt voru þetta beztu menn. — Og svo voruð þið hernumin á Borðeyri eina og aðrir? — Jú, við fórum ekki varhluta ef þvi. Eðli málsins vegna, voru Bretamir fljótir að koma norður og koma sér fyrir í húsum, sem þá stóðu mannlaus og yfirgefin, því þá voru ekki margir eftir á Borðeyri. Þeir voru I gamla sýslumannsbústaðnum. Þetta hús brann ásamt verzlunarhúsi og írystihúsinu í stórbruna, sem varð hjá Bretunum. Það kom i minn hlut að vera nokkurs konar pabbi fyrir ungu eimastúlkurnar okkar. Hermenn- irnir vildu gjaman gera hosur sínar grænar fyrir stúlkunum og voru með enskt súkkulaði og skemmtilegheit. Ég var svo hinn gamli stöðvarstjóri, sem reyndi eftir beztu föngum að sýna ungu simastúlkunum föðurlega um- hyggju. Og þótt ég segi sjálfur frá held ég að sambúðin hafi ver ið árekstralaus og enginn eftirleik ur orðið út af saklausum ævin- týrum. Það voru lika dálítið öðruvtsi tímar þá en nú. En svo komu Bandaríkjamenn og voru nokkrir tugir í skálum, sem þeir reistu. Aðalstöðvar hersins í Hrútafirði voru við Reykjaskól- ann, og var talið að alis hafi ver- ið undir vopnum í Hrútafirði milli 5000—6000 manns. — Svo fjölmennur verður Hrútafjörður- inn víst seint aftur, sagði Magn- ús. — Mér var einhverju sinni sagt frá því, að þú hefðir verið flug- umferðarstjóri fyrir Holta- vörðuheiðima og Laxárdalsheiði? — Þetta er nú ekki rétt. En ég aðstoðaði stundum þá Agnar Koefod-Hansen og Örn Johnson er þeir voru í íarþegaflugi fyrir Flugfélag Akureyrar og lögðu leið sína norður yfir Holtavörðu- heiði. Þá hringdu þeir til min norður á Borðeyri, spurðu um hvort hægt væri að fljúga sjón- flug morður yfir heiðamar. Þá hljóp ég niður á Tanga eins og það var kallað og skyggndist suður til Holtavörðuheiðar og gaf þeim síðan veðrið, eða hringdi t.d. yfir að Þóroddsstöð- um og spurðist fyrir um út- litáð á Laxárdalsheiði. Ég hafði ánægju af að geta orðið þessum ungu dugmiklu flug- mönnum að liði. Þetta var sjó- flugvél, sem þeir voru með, og það kom fyrir að hún lenti hjá okkur, ef skyndilega hafði gert ófært yfir aðra hvora heiðina. Eftir að Borðeyrarstöðin var lögð niður árið 1951 og stöðin nýja í Hrútafirði tók til starfa, fór ég þangað og vann þar um nokkurt skedð. En árið 1953 tók ég við starfi í aðalskrifstofu Landssímans og hef m.a. með höndum rekstxarviðskipti yfir talstöðvar í skipum og bilum, sem viðskipti hafa á bylgjum Landssímans. 1 þessu sambandi sagði Magnús frá því að talstöðv- ar I bílum — ekki leigubílum — væru orðnar fleiri en í öll- um skiptaflota landsmanna. Og það er tæknilega ekkert því til fyrirstöðu að hver maður geti fengið sér síma í bilinn sinn. Það kostar bara peninga og það mjög mikla peninga. Við leiddum talið að mikilli Aðalfundur GRENSASSÓKNAR verður haldinn i nýja Safnaðarheimilinu að Háaleitisbraut 66 fimmtudaginn 28. október kl. 20,30. VENJULEG AÐALFUNDARSTÖRF. STJÓRNIN. Bílaeigendur — Bílamálarar athugið Að í dag og næstu daga seljum við Glasso sellolóse bilalakk á hálfvirði, fyrir Taunus, Cortinu, Opel, VWL o. fl. MJÖG MIKIÐ LITAÚRVAL BAKKI HF., Vonarstræti 12, sími 13849. ffaúð óskast Vantar góða 3—4 herbergja íbúð strax, gjarnan með hús- gögnum. Leigutimi ■} — 1 ár. Fyrirframgreiðsla. Há leíga. Upplýsingar i sima 8 29 18 milli kl. 7 og 8 i kvöld og næstu kvöld. Saumasfúlkur óskast allan daginn. (Hálfsdagsstúlkur koma ekki til greina). Upplýsingar frá kl. 1—5, ekki í sima. H. GUÐJÓNSSON. skyrtugerð Ingólfsstræti I A III. hæð (Gegnt Gambla Bíói). I Iðnoðorhúsnæði óskost Húsnæði óskast fyrir hreinlegan iðnað 150 — 300 ferm. í Reykjavík eða Kópavogi. Helzt á götuhæð. Upplýsingar í síma 42624. tækniþróun á sviði ritsímaþjón- ustunnar, sem orðið hefur eíð- an Magnús byrjaði. — Já, heldur þú að það sé munur. — Þegar ég kom á rit- símastöðina hér í Reykjavík vor- ið 1920, þá var afkastamesti sim- ritarinn Gunnar Sehram, fyrrum símstöðvarstjóri á Akureyri. Hann gat höggvið með þar til gerðum stokkum, fimm stafa orðið Paris 34 sinnum á mínútu í símgtrimilinn. f dag senda fjar- ritaramir hér úti á Landssíma 70—80 orð á mínútu eða meira. Áður en við slitum spjalli okk ar, sagði Magnús mér frá því, að hann hefði ætíð haft mikla ánægju af laxveiðum. Bar hann sýnilega mikla virðingu fyrir gömlum skozkum laxveiðimanni, sem hér hefur haft ár á leigu, general Stewart. Hann íór með laxveiðiámar eins og þær væru reifabarn. — Umgekkst þær með slíkri mildi, að upp úr þeim var aldrei tekinn meiri fiskur, en innan við 130, skulum við segja. í þessum ám er mönnum nú leyft að rífa upp fleiri hundruð. Það hefði Stewart kallað villi- mennsku, sagði Magnús. — Og svo hef ég starfað í Oddfellow- reglunni og tel það mannbæt- andi að vera í þeim félagsakap. — Sv. Þ. Þetta er sennilega hið eina nothæfa laf lieylnu sem í hlöð- imni var. — Bruninn Franihald af bls. 3 innan skipulags Fákssvæðis- ins, og önnuðust þeir sjálfir heyöflun og hirðingu hesta sinna. Alls væru þetta sjö hópar hestamanna, sem þaroa hefðu aðstöðu — hver hópur hefði hesthús út af fyrir sig. Hins vegar væri hlaðan steypt — Ferða- kostnaður Framhald af bls. 2 kostnað, sem greiddur hefur ver- ið eftir reikningi— og yfirfærsla verið greidd í samræmi við það. Hefur þá stundum verið greitt til viðbótar samkvæmt reikningum, ef áætlunin hefur ekki staðizt, en auk þess var nefnt dærni um það, að ráðherra hafi skilað aftur gjaldeyri vegna óþarflega rúmrar áætlunar. En eins og fyrr segir, eru upplýsingar af skornum skammti og reglur ekki fastmót- aðar.“ í Halldór E. Sigurðsson. UPPLÝSINGAR SKORTIR f tilefni af þessari greinargerð fjármálaráðherra, er rétt að benda á, að ráðherrann hefur þar ekki veitt þær upplýsingar, sem óskað var eftir í forystugrein Morgunblaðsins »1. sunnudag, þ.e. i hverju reglur þær, sem hann kvaðst hafa sett, væru fólgnar. Jafnframt hefur Morgunblaðið snúið sér til Magnúsar Jónsson- ar, fyrrverandi fjármálaráðherra, og innt hann eftir því, hvaða fyrirkomulag hefði gilt varðandi utanferðir ráðherra á undanföm um árum. Magnús Jónsson sagði, að síðustu árin, hefði þetta átt að framkvæmast á þann veg, að ráðherrar fengju greidda sömu dagpeninga og embættismenn í hæsta dagpeningaflokki og þar að auki, herbergjaleigu á hótel- um, þar sem ráðherrar þyrftu að búa á dýrum hótelum. í ýmsum tilvikum hefði ekki verið óeðlilegt að einhver aukakostnaður bætt- ist við vegna risnu erlendis og hefði þá verið ætlazt til að gerð- ur væri sérstakur reikningur fyr ir slíkum kostnaði. ÞAKKARÁVARP Innilega þakka ég bömum mínum, tengdabömum, barna- börnum, vinum og vanda- mönnum, sem heimsóttu mig með gjöfum og hlýjum ósk- um á áttræðisafmæli mínu 18. okt. Bið Guð að blessa ykk ur öll. María Eyjólfsdóttir, Laugavegi 133. Hjartanlegar þakkir fyrir rausnarlegar gjafir, góðar kveðjur og ekki sízt þakkir til þeirra mörgu, sem heim- sóttu mig á sjötiu ára af- mælinu 29. sept. sl. Jóhannes G. Jóhannesson, Borgarnesl. Maður óskost ú lyftoro Traust fyrirtæki óskar að ráða nú þegar mann á vörulyftara. Tilboðum sé skilað á afgr. Mbl. fyrir fimmtudagskvöldið 28/10. merktum: „Lyftaramaður — 4379". Keflavík — beitingomaður Vantar vanan beitingamann. Fæði og húsnæði á staðnum. Upplýsingar í síma 6044. St. Jósepsspítali LANDAKOTI óskar eftir félagsráðgjafa. Upplýsingar gefur forstöðukona spítalans. upp í einu lagi, en með sfeyptum skilrúmum „sem því miður náðu ©kki alla leið upp i mæninn," saigði Harald- ur. Hann áætflaði, að um 1200 til 1400 hestburðir af heyi hefðu verið í hlöðunni, og langmestur hluti þess mun hafa eyðilagzt. Kvað Harald- ur þá félaga nú vera að ræða um öflun heys á nýjan lei;k, og kæmi það sér vel að bændur væru nú vel birgir af heyi. Hefðu bændur þegar haft samfoand við einstaka menn og boðið hey. Haraldur taldi þvi, að helzta vandamáOið yrði að fá vlnnuflökka til að end- urbyggja þak hlöðunnar, og hann kvað annað ólíkiegt en eldvamaskilrúmin yrðu nú steypt alla leið upp í mæni. Blaðamenn Morgunblaðsins lögðu leið sína að hesthúsun- um á Faxabóili, en þar var þá fyrir hópur slökkviliðs- manna á verði, og nokkrir Fáksfélagar að kanna skemmdir og róta í heyinu. Einn þeirra var Sturla Þórð- arson, sem var með 6 hesta í einu hesthúsanna ásamt nökkrum félögum smum, og átti um 6—8 tonn af heyi í hlöðunni. „Það var allt óvá- tryggt hjá okkur,“ sagði Sturia. „Ég heyjaði þetta að miklu leyti sjálfur, en ég geri ráð fyrir að þur'a að kaupa a m. k. sama magn ef ekíki meir, ]yví að ég er mjög efins um að hægt verði að bjarga nokkru." Við spurðum hann hvað hann áætflaði kostnaðinn við kaup á 6—8 tonnum af heyi. „Lágmark 25 þúsund krónur án flutnings," svaraði hann. Sturla sikýrði okkur ennfremur frá því að eldurinn væri hvergi nærri að fuliu siöfcktur. Eldur hefði gosið á móti honum, þegar hann kom þar að um morguninn. Ennfremur hittum við að máli Sveinbjörn Dagfinnsson, sem hýsti 20 hesta i einu hest húsanna ásamt fjórum félög- um sinum og átti um 300 hestfourði í hlöðunni. Hann kvað þá félaga hafa keypt allt þetta hey, og það væri vá- tryggt. Sveinfojöm taldi, að þessir 20—22 aðiflar, sem þama hafa aðstöðu fyrir hesta sína, þyrftu að kaupa um 1200—1500 hesta samtals, og áætlaði hann kostnaðinn við það milili 500 og 600 þús- und kr. Hann kvað bændur hafa sett sig í samband við þá félaga, og boðið hey, þannig að ekki virtust mikil vand- kvæði á heyöflun að nýju. — Kvað Sveinfojörn von á krana- bíl til að hreinsa heyið úr hlöðunni. Bldsupptök eru enn ókunn, en báðir voru þeir Sturia og Sveinfojöru vantrúaðir á hey- iikveikju. 1 fyrsta lagi hefði heyið verið óvenju þurrt og vefl verkað eftir eindæma gott sumar, og eins gerði hiti I heyi venjulega boð á undan sér, en hans hefði ekki orðið vart nú. Eins töldu þeir ólik- legt að kviknað hefði i út frá rafmagni, þar eð þannig á að vera frá öllu gengið, að sú hætta sé ekiki fyrir hendi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.