Morgunblaðið - 07.11.1971, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 07.11.1971, Qupperneq 2
34 MORGUNBLAÐŒ), SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1971 var ökW a3 skapi. En í þess- itiri hópi, sem tók á móti þeim á fluigveliijn'um var ekki fjand- skap að finna, heldur aðeins glaðvært og vinsamlegt fólik. Johnson rifjar því næst upp ferðina frá flugvellinum inn í borgina og segir frá þvl hvern ig fólksfjöldinn varð meiri og meiri eftir því sem nær dró miðborginni. Kennedy lét stöðva bifreið sína hvað eftir annað til að heilsa fólkinu og í hvert sinn þyrptist fólkið að bifreiðinni til að snerta forseta sinn og sjá frú Kennedy. Fyrr um daginn hafði Kennedy flutt ræðu á bifreiðastæði í Hous- ton og fengið frábærar viðtök ur. Einn úr hópnum hrópaði: „Hvar er Jackie?" og forset- inn svaraði: „Frú Kennedy er að taka sig til, það tekur hana dálitla stund, en auðvitað lít- ur hún betur út en við þegar hún er búin.“ Fólkið elskaði þetta svar og laust upp miklu fagnaðarópi. Skömmu fyrir hálfeitt beygði bílalestin tii hægri inn á Houston Street og síðan til vinstri inn á Elm Street undir brúna og upp á Stemmons hraðbrautina að Trade Mart. „Við ókum á 15— 20 km hraða á þeim tima og þá skyndilega brá mér, er ég heyrði sprengingu. Þær frá- sagnir, sem ég hef lesið frá þessum hryllingsdegi gefa til kynna að viðbrögðin við fyrsta skotinu voru margvís- leg. Sumir héldu að púðurkerl- ing hefði sprungið, aðrir sprengja, nokkrir sprenging úr útblástursröri vörubifreiðar og margir voru vissir um að það hefði verið skot. Ég vissi ekki hvað það var. Áður en bergmálið hafði dáið út og áð- ur en ég hafði gert mér grein fyrir hávaðanum, þreif Rufus Youngblood, leyniþjónustumað ur minn í öxlina á mér og kast aði mér á gólf bifreiðarinnar og lagðist ofan á mig um leið og hann kippti Lady Bird og Yarborough öldungardeild- arþingmanni, sem var með okk ur í bifreiðinni, niður. Á þessu augnabiiki varð ég per- sónulega vitni að frábæru hug rekki Youngblood, sem án þess að hika í eina sekúndu setti sjálfan sig á milli mín og hugsanlegrar morðingjakúlu. Þessu hugrekki mun ég aldrei gleyma. „VIÐ SKÍ'LUM KOMA OKKUR I BURTU HÉf)AN“ Og Johnson heldur áfram frásögn sinni og segir að hann hafi enn ekki vitað hvað hafði gerzt, en heyrt í labb-rabb- tæki Youngbloods að einhver sagði: „Við skulum koma okk- ur i burtu héðan". Við það tók bifreiðin viðbragð og æddi af stað með ofsahraða, siðar komst Johnson að því að ekið var með 100—115 km hraða á klukkustund. Hann heyrði því næst að bílalestin var á leið til sjúkrahúss í nágrenn- imi. Johnson segir að Young- blood hafi frá upphafi tekið málin í sínar hendur. Hann hafi sagt þeim, að er bifreiðin kæmi á áfangastað ættu allir að fara samstundis út úr bif- reiðinni og fylgja ieyniþjón- ustumönnum inn í sjúkrahúsið. Johnson segir að hann hafi orðalaust hlýtt þeim fyrirmæl- um. Johnson segist Síðar hafa frétt að koma sín til sjúkra- hússins hafi komið á stað orð- rómi meðal fréttamanna um að hann hefði fengið hjartaáfall. Fyrstu fréttir sem Johnson fékk af atburðinum voru frá leyniþjónustumanni, sem kom og sagði þeim, að Kennedy for seti hefði orðið fyrir skoti og væri í lifshættu. Einnig að Connally ríkisstjóri hefði orðið fyrir skoti og væri hann kominn á skurðarborðið. Hér skrifar Johnson: „Ég lamaðist, forseti minn og leið- togi og vinur minn höfðu báð- ir verið skotnir, læknar börð- ust fyrir lífi þeirra í næstu herftergjum. Dagurinn, sem Johnson vinnur embættiseiðinn. hafði byrjað svo vel var orð- inn að hryHilegri martröð. Leyniþjónustan hefði nú ákveð ið að ég skyldi yfirgefa sjúkra húsið þegar í stað og fara til Washington. I>eir sögðu að hér gæti verið á ferðinni umfangs- mikið samsæri um að myrða alla helztu leiðtoga lands- ins. Þeir sögðu að Hvíta hús- ið væri öruggasti staðurinn fyrir mig. Ég svaraði því til að það væri af og frá fyrir mig að yfirgefa sjúkrahús- ið, þar sem líf forsetans héngi á bláþræði. BEÐIÐ A SJÚKRAHÚSINU í>að var því áikveðið að Johnson skyldi bíða og sjá hverju fram yndi. Fréttirn ar af líðan forsetans urðu stöð ugt neikvæðari. Johnson spurði um líðan Connallys og fékk þau svör að verið væri að skera hann upp, en búizt væri við að hann lifði af. Johnson bað um að fá að hitta frú Kennedy og frú ConnaHy, en leyniþjónustu- mennimir bönnuðu það, en leyfðu Lady Bird að fara. „HANN ER FARINN“ Klukkan 13,20 kom Kenneth O’Donnell, ráðgjafi Kennedys til Johnsons og sagði: „Hann er farinn". Hér skrifar John- son: „Ég trúði því varla að þessi martröð væri raunveru- leg. Allur atburðurinn var svo hroðalegur, svo óraunveruleg- ur svo ægilegur svo ótrúieg- ur. Nokkrum klukkustund- um áður hafði ég snætt morg- unverð með forsetanum, full- um af lífsorku, styrk og gleði. Ég trúði því ekki að hann væri dáinn, ég var ruglaður og frávita af sorg. Sorg mín var blandin kwíða og samúð með frú Kennedy og börnun- um. Hér var það sem leyniþjón ustan greip inn í hugsanir mín- ar, þvi að það eina, sem hún hugsaði um var að koma mér á öruggan stað. Ákveðið var að ég skyldi þegar i stað fara til Washington. Ég spurði hvar frú Kennedy væri og mér var sagt að hún biði eftir líki manns sins og að verið væri að sækja Mkkistu. Ég þvertók fyrir að yfirgefa sjúkrahúsið án frú Kennedy og sagði O’Donnell að ég færi ekki til Washington fyrr en flrú Kenn- edy væri tilbúin og að við myndum fara með Itk forset- ans með okkur, ef það væri það sem frú Kennedy vildi. Ég féllst þó á að fara þegar um borð í forsetaiþotuna og biða þar eftir kistu forsetans og frú Kennedy." „HERRA FORSETI‘s Þetta var ákveðið og eftir stutta stund var Johnson leiddur út úr sjúkrahúsinu í fylgd með leyniþjónustumönn- um og farið rakleiðis út í bif- reið, sem þar beið. Lady Bird var sett í aðra bifreið í örygg- STANDARD. U ppseld! SEGULB4NDS- STEREOTÆKIN FYRIR KASETTUR ERU UPPSELD. NÆSTA SENDING í LOK MÁNAÐARINS. VERÐ KR. 13.984,00. TEKIÐ Á MÓTI PÖNTUNUM. ggj STANDARD AUSTURSTRÆTI | tókuð þér eftir bls.13? | INTERNATIONAL SCHOLARSHIPS Á ÍSLANDI UMSÓKNIR UM STYRKI ÞÁ ER SAMTÖKIN VEITA UNGLINGUM Á ALDRINUM 16—18 ÁRA, TIL ÁRS DVALAR OG SKÓLAVISTAR í BANDARÍKJUNUM ERU HAFNAR. UPPLÝSINGAR VEITIR SKRIFSTOFA SAMTAK- ANNA, KIRKJTJTORGI 4. OPIÐ MÁNUD. TIL FÖSTUD. KL. 16—19, TIL 25. NÓVEMBER. SÍMI 10335.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.