Morgunblaðið - 07.11.1971, Page 8

Morgunblaðið - 07.11.1971, Page 8
MORGUNRLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBKR 1971 * 40 NÝTT NÝTT Molly hárrúllur Auðveldar í notkun. Sveigjanlegar, svo sofa má með þær í hárinu. Ar Engar spennur eða aðrar festingar. Fyrirferðalitlar, 20 stk. í plastpoka ásamt rúllusnúð. Tilvaldar í ferðalög. Fást í snyrtivörudeildum lyfjaverzlana og snyrtivöruverzlunum. Heildsölubirgðir: G. Hannesson & Co. sími 35389. Plastgler Glærar og litaðar akrylplastplötur í sérflokkí. Þykktir 10 mm, 6 mm, 4 mm, 3 mm. Niðursagabar og unnar eftir vild tíl notkunar. T. d. í glugga — hurðir — bílrúður — milliveggi — báta — undir skrifborðsstóla og margt fleira. Allt að 17 sinnum sterkara en venjulegt gter „Lexan" óbrjótanlegt plastglar. P. V. G. plastþynnur í þykktunum 0,5 mm, 1 mm og 2 mm. Báruplast í plötum og rúllum. GEISLAPLAST v/Miklatorg, sími 21090. FERÐABÍLL — TORFÆRUBÍLL LÚXUSBÍLL — HRAÐAKSTURSBÍLL LANU „ ROVER RAN3E HOVER Bíll með fjölhœfni, sem furðu sœfir Me3 því a3 sameina orku og þægindi Rover fólksbílsins og eiginleika hins sferka torfærubils, LAND-ROVER, hefur fengist ökutæki, sem í rauninni er fjórir bílar I einu. Þegar ó allt er litiS, eru möguleikar RANGE-ROVER stór- kostlegir og nofagildið víðfækt. Hann ó allstaðar jafn vel við: A hraðbrautum, ó bændabýlum, ó „rúntinum" t stór- borginni og inn í öræfum. RANGE ROVER HEKLA hf. Björn Þorsteinsson var iðinn við að sigra á taflmótum T.R. síðaasta starfsárið, en hann varð „bikarmeistari", sigraði í jólahraðskákmótinu og hraðskákmóti Reykjavíkur, og ávann sér tit- ilinn „skákmeistari Reykjavíkur 1971". Á myndinni er Björn annar frá vinstri, milli Svavars G. Svavarssonar, sem sigraði í öðru helgarmóti T.R., og Friðriks Ólafssonar, sem sigraði í haust- móti T.R. 1970 og varð þar með skákmeistari félagsins það ár. Hægra megin við Friðrik eru: Jón Torfason, sem sigraði i boðsmóti T.R. 1971, og Ómar Jónsson, unglingameistari Reykja- víkur 1971. Af öðrum sigurvegurum móta T.R. síðasta starfsár má nefna Jónas Halldórsson, sem sigraði í fyrsta helgarmóti félagsins, og Braga Kristjánsson, sem sigraði í firmakeppninni, en hann tefldi þar fyrlr timaritið SKÁK. Vetrarstarf T.R; Haustmót og boðsmót hafin Larsen hafnaði boði á alþjóðlega mótið VETRARSTARFSEMI Taflfélags Reykjavíkur er nú komin í full- an gang og er hún um flest með svipuðu sniði og undanfarna vetur. Tíu menn tefla nú í úr- slitakeppni í meistaraflokki haustmótsins, en þar er keppt um titiiinn „Skákmeistari T. R. 1971“, þátttökurétt í landsliðs- keppni 1972 og um rétt til að tefla í alþjóðlegu skákmóti, sem haldið verður í Reykjavik í febr- úar n.k. Þá tefla tíu menn nú í boðsmóti T.R., sem hófst 22. októ ber. Af mótum sem fram undan eru í vetur má nefna: Hraðskákmót T.R. 1971, sem hefst 21. nóvem- ber, bikarmót T.R. sem hefst 26. nóvember, firmakeppni T. R. sem hefst 24. nóvember, jólahrað- skákmót T.R. 1971, sem haldið verður 27. og 28. desember, skák þing Reykjavíkur, sem hefst 29. desember, en þar verður teflt um réttindi til þátttöku í alþjóð- légá skákmótinu í febrúar n.k. og hraðskákmót Reykjavíkur 30. janúar 1972, sem gefur sigurveg- aranum titilinn „hraðskákmeist- ari Reykjavíkur 1972“. 6. til 27. febrúar verður svo 16 manna alþjóðlegt skákmót — V. Reykjavíkurskákmótið, þar sem a.m.k. sex erlendir skák- meistarar mæta til keppni. Sov- ézka skáksambandið hefur lofáð að senda tvo skákmeistara til mótsins og Hort frá Tékkóslóvak- íu, Svíinn Andersson og Gheorg- iu frá Rúmeníu hafa þegið boð á mótið. Sjötti maðurin.n, jem ákveðinn er, er Czemiak frá ísrael og að auki var Bent Lar- sen boðið til mótsins, en hann sá sér ekki fært að þiggja það boð. í stað Larsens hefur stórmeistár anum Gligoric verið boðið, en svar frá honum hefur ekki borizt ennþá. Okkar sterkustu mena munu svo mæta til leiks, þ. á m. Friðrik Ólafsson, Guðmundur Sigurjónsson, Björn Þorsteins- son, Jón Kristi-nsson og Frey- steinn Þorbergsson. Auk framangreindra móta miun T.R. svo gangast fyrir skák- keppni gagnfræðaskólanna í sam. vi'nnu við Æskulýðsráð Reykja- víkur og gagnfræðaskóla borgar innar, einnig skákkeppni fram- haldsskólanna og skákþingi verkalýðsfélaganna í samvinnu við Fulltrúaráð verkalýðsfélag- anna í Reykjavík og loks skák- keppni stofnana, sem undan.farin ár. Auk þessa verður væntan- lega haldið helgarmót og dag- blaðsskákkeppni í samvinnu við Skákfélag Akureyrar og dagblöð in. Fastir þættir vetrarstarfs T.R. verða sem hér segir: Á sunnu- dögum verða almennar skákæf- ingar og hraðmót, á þriðjudögum verða skákfundir fyrir félags- menn á aldrinum 14—25 ára og á fimmtudögum fyrir félagsmann 25 ára og eldri. Á laugardögum verður skákkennsla, fjöltefli og æfingar fyrir unglinga innan 16 ára aldura. Samkvæmt ársreikningum T.R. fyrir tímabilið 1/1 1970—30/4 1971 námu hreinar tekjur félags- ins þá 404 þúsundum kr. Af- skriftir af fasteignum og áhöld um voru 103 þús. kr. Verðmæti. eignarhluta T.R. í fasteignunum nr. 44 og 46 við Grensásveg eru nú um 4,3 millj. kr., en áhvlLandi veðskuldir nema um 1,3 millj. kr. Á aðalfundi T.R., sem haldinn var 13. september sl., voru eftir- taldir menn kjörnir i stjóm: Hólmsteinn Steingrímsson, Bragi Kristjánsson, Bjöm Theodórs- son, Egill Egilsson, Egill Valgeira son, Geir Ólafsson, Gunnar Gunnarsson, Hermann Ragnars- son, Jóhann ö. Sigurjónsson og Torfi Stefánsson. Varamenn voru kjörnir Einar M. Sigurðs- son og Torfi Stefánsson og Ingi R. Jóhannsson og Grétar Á. Sig- urðsson voru endurkjömir endurskoðendur félagsins. Basar Foreldra- og styrktarfélag heyrnardaufra heldur basar og kaffisölu að Hallveigar- stöðum sunnudaginn 7. nóv. kl. 2 e. h: Komið og styrkið gott málefni. BASARNEFNDIN. Sjaldgæf frímerki Skildinga • frímerkí. Chr. IX — sett Tveir kóngar sett. Friðrik VHi sett. Chr. X sett 1920 og 1931. Heimssýning 1939 og 1940. Chr. X blokk 1937. Alþingishúsið 1952 í fjórblokk og ótal margt fleira af sjaldgæfum frímerkjum. FRlMERKJAMIÐSTÖÐIN, Skólavörðustíg 21 A, sími 21170.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.