Morgunblaðið - 07.11.1971, Side 10
42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1971
Sr. Sigurður Einarsson:
Á saxna tíma sem Stalin var
önnum kafinn við að fullvissa
allan heiminn um það að
Sovét-Rússland óskaði einskis
annars fremur, að styrjöldinni
lokinni, en að sjá Pólland
frjálst, óháð og sterkt, héldu
yfirvöld Sovét-Rússlands rúm-
lega hálfri annarri milljón Pól-
verja innilokuðum í famgabúð-
um og þrælabúðum í fjarlæg-
ustu hl-utum Síberíu. Auk þess
var um þær mundir tugum þús-
unda af pólskum. herföng-
um haldið við skort og
óheyrilegan þrældóm í ýmsum
herbúðum Rússa, Þetta voru
fómardýr fjórðu skiptingar
Póllands, sem Þýzkaland Hitl-
ers og Sovét-Rússland gerðu
með sér í öllu bróðemi á
grundvelli vináttusamnings
þeirra stallbræðra Stalins og
Hitlers 1939.
Stalin lét svo um mælt við
blaðamann frá London Times 4.
maí 1943, að Sovét-Rússland
hefði þær fyrirætlanir ein-
ar hvað Pólland snerti, að efla
það að striðinu loknu til þess
að verka sterkt og sjálfstætt á
vináttugrundvelli við Sovétrík
in, en það hefði aldrei komið
sér í hug, að leggja minnstu
hömlur á þjóðlegt sjálf-
stæði landsins. Þessu fylgdi
hið föðurlega bros, sem allur
heimurinn kannast við, og und
ir bjó hin stalinska einlægni.
En tæpum átta mánuðum eft-
ir að Stalin hafði mælt svo fag-
urlega, var félagsskapur
pólskra kommúnista stofnaður
i Moskvu, og átti sér það eitt
markmið að koma sovétskipu-
laginu á í Póllandi og svín-
beygja þjóðina undir alger yf-
irráð Moskvu.
Næst verður það, að um það
bil tveim árum eftir að nasist-
ar réðust á Sovét-Rúss-
land, var stofnað „Samband
pólskra föðurlandsvina“ í
Saratov á Rússlandi undir leið
sögn og handarjaðri hinna
æðstu sovétleiðtoga. Meðal
stofnenda voru Boleslaw Bierut
og rithöfundurinn Wanda Was-
ilewska, sem lengi hafði dval-
ist í Moskvu og var borgari í
Sovét-Rússlandi. Þar var
og framarlega í flokki Stanis-
law Radkiewicz, sem kunnugt
var um að numið hafði bylt-
ingartækni hjá hinum æðstu
meisturum og starfað í leyni-
lögreglu Sovét-Rússlands.
Einu ári síðar var þessi hóp-
ur að viðbættum nokkrum
vinstri jafnaðarmönnum orð-
inn í skjóli Rauða hersins að
„þjóðfrelsisstjórninni“ i Lublin
og nokkru síðar „bráðabirgða-
stjórn hinnar pólsku þjóðar-
einingar". Auðvitað var hér
ekki um annað að ræða en
klíku, sem Kreml-herramir
höfðu klakið út. En nú gerði
hún brotalaust kröfu til þess
að vera talin stjóm Póllands
og hafa stjórnarvöld yfir öll-
um Pólverjum.
En margt var það þrátt fyr-
ir allt, sem enn stóð fyrir því,
að Sovét-Rússland gæti um-
svifalaust undirokað Póiland.
í fyrsta lagi sú sterka þjóð-
ernistilfinning, sem öldum sam-
an hafði staðizt kúgun og yfir-
gang voldugra nágranna. Sam
ofin þessari kennd var djúp-
rætt tortryggni í garð beggja,
Þýzkalands og Sovét-Rúss-
lands, sem bæði höfðu átt sök
á aidalöngum hörmungum
pólsku þjóðarinnar, því Sovét-
Rússland var i þeim efnum
beinn arftaki keisaradæmisins
í augum Pólverja,
Þessi þjóðernistilfinning var
mjög sterk meðal bænda, engu
síður en meðal miðstéttarinnar
og æðri stétta. En einkum gætti
hennar þó ákaflega í hernum.
Og fyrir þessa tilfinningu og
þau pólitísku sjónarmið, sem af
henni leiddi, var pólska útlaga
stjórnin i London hinn gUdi,
þjóðlegi fulltrúi.
Pólska útlagastjómin var
frjálslynd borgaraleg stjóm,
að mestu leyti skipuð mönnum
úr pólska bændaflokknum, sem
var sterkasti flokkur landsins,
og að auki mönnum úr flokk-
um jafnaðarmanna, kaþólskra
og lýðræðissinna, Foringi
Bændaflokksins var Stanislaw
Mikolajczyk, víðkunnur land-
búnaðarfrömyður. 14. júlí 1943
varð hann forsætisráðherra
pólsku útlagastjómarinnar, eft
ir dauða Sikorskis hershöfð-
ingja, sem farizt hafði í flug-
slysi.
1 fyrstu ræðu, sem Mikolajc-
zyk héit sem forsætisráðherra,
mælti hann: „Vandamálið um
sambúð Póllands og Sovét-
Rússlands, er í svipirm höfuð-
vandamál utanríkisstefnu vorr
ar. Pólska stjórnin hyggst að
taka á þessu vandamáli af
fyllsta góðvilja og samvinnu-
hug við Sovétríkin, byggðum á
gagnkvæmri virðingu og tiUiti
til hagsmuna hvors aðila um
sig. Góð sambúð PóUands og
Rússlands er söguleg nauðsyn
beggja ríkja".
En á þeim tíma, sem þessi
ræða var haldin, hafði þó mjög
alvarlegt mál komið upp á milli
Kreml og pólsku ú.tlagastjóm-
arinnar.
13. apríl, þrem mánuðum áð-
ur, hafði þýzka útvarpið skýrt
frá því, að fundizt hefðu í
Katyn nálægt Smolensk grafir
allt að tíu þúsund pólskra Iiðs-
foringja, sem Þjóðverjar
héldu fram, að Rússar Iiefðu
myrt snemma árs 1940, þegar
Rauði herinn hafði landssvæði
þetta á valdi sínu.
Þó að Pólverjar í London og
stjóm þeirra bæru ekki mikið
Radkiewicz — flutti réttarað-
ferðir kommúnista tii Póllands.
traust til þýzkra fregna, hallað-
ist stjórnin þó að því að frásaga
Þjóðverja væri sönn, þar sem
henni hafði reynzt ógerlegt að
komast að raun um það sam-
kvæmt upplýsingum Sovéther-
stjórnarinnar og annarra rúss-
neskra yfirvalda, hvað væri
orðið af þúsundum pólskra liðs
foringja, sem saknað var, Eft-
ir þrjú ár var ennþá allt á
huldu um örlög þeirra og þótti
að vonum grunsamlegt.
Útvarpið í Moskvu birti
harðorð mótmæli gegn hinni
þýzku fregn um morðin í
Katyn og kenndi Þjóðverjum
um þau, en sakaði jafnframt
Pólverja í London um að vera
í samvinnu við Hitler. 26. apríl
sleit Sovét-stjómin stjórnmála-
sambandi við útlagastjómina í
London. Skjöl, sem síðan hafa
komið í ljós, sanna ótvírætt
sök Rússa í þessum hryllilega
glæp og bendir allt til þess, að
Stalín hafi sjálfur gefið fyrir-
skipunina um morðin. Voru
4000 lík grafin upp i Katyn og
sannaðist, að hér voru pólskir
liðsforingjar, en um þúsundir
annarra, sem hurfu á vegum
Sovét-yfirvalda, er ennþá
ókunnugt með öllu.
Raunverulega var Sovét-
stjórnin harðánægð með þessi
málalok, þvi að hún hafði
náð þeim tilgangi 7 sínum
að varpa skugga á stjómina í
London og þóttist hafa gilda
ástæðu til fjandskapar við
hana.
Næsta höfuðviðfangsefni
Moskvumanna var að eyði-
leggja þann þjóðræknisanda og
ættjarðarást, sem ennþá lifði í
þeim leifum pólska hersins, sem
af hafði tórt ófarir Póllands.
Þetta varð ekki gert með öðru
en því að handtaka eða láta
drepa svo marga sem auðið
væri af hinum gömlu, reyndu
liðsforingjum, sem enn vom eft
ir, og veikja eftir megni heima-
varnarliðið, sem var öflug
hreyfing, sem hlýddi útlaga-
stjórninni í London. Leiðtogi
pólsku neðanjarðarhréyfingar-
innar var Tadeusz Bor-Komor-
owski, hershöfðingi, er siðar
varð víðkunnur maður sem Bor
hershöfðingi. Hann hafði undir
stjóm sinni harðsnúnar og
mæta vel skipulagðar neðan-
jai'ðarsveitir úti um aUar byggð
ir hins hernumda Póllands, og
ollu þær nasistum mörgum
þungum búsjifjum. í Warsjá
stýrði hann einnig ágætlega
æfðri léttvopnaðri leynisveit.
22. j'úlí 1944 tók „þjóðfrelsis-
nefndin" í Lublin, sem skipuð
hafði verið og studd á laggim-
ar að undirlagi Rússa,
alla borgaralega stjóm lands-
ins í sínar hendur. Þetta var
auðvitað helber lögleysa,
En viku síðar átti Rauði her-
inn ekki ófarna til Warsjár
nema 10—15 km.
29. júlí útvarpaði aðalstöð
Rússa í Moskvu áskorun til
pólsku þjóðarinnar um upp-
reisn gegn Þjóðverjum í War-
sjá, Áskorunin var birt í nafni
Osobka-Morawski, kunns
Moskvudindils og meðlims
í Lublin-nefndinni. Næsta dag
var samhljóða áskorun birt í
Moskvuútvarpinu, og heitið
fast á Pólverja að varpa af sér
oki nasista. Þessar áskoranir
taldi Bor hershöfðingi að tá'kn
uðu það, að Sovétherinn myndi
samstundis koma til hjálpar, ef
neðanjarðarhreyfingin pólska
hæfist handa og gripi til
vopna.
1. ágúst hófst hin sögulega
og yfrið sorglega uppreisn. Og
aldrei hefur bleyði, níðings-
lund og lævísi kommúnista af-
hjúpað sig augljósar en við
það tækifæri.
Mikolajczyk forsætisráð-
herra var um þessar mundir í
Moskvu og átti við ær-
inn vanda að etja, meðal ann-
ars þann, hvemig hinum um-
setnu borgurum Warsjár yrði
komið til hjálpar. En 4. ágúst,
þegar ástæður Warsjárbúa
tóku að gerast æði ískyggi-
legar og Rauði herinn
sýndi engan lit á því að koma
borginni tU hjálpar, tilkynnti
Stalín honum það, að ef hann
Rússadimdiilimn Boleslaw Bierut
ims. -
Og ekki nóg með það. Flugvél-
ar Rauða hersins hættu alveg
að ráðast á flugvélar nasista yf
ir Warsjá, eins og þær höfðu
þó gert, áður en uppreisnin
hófst. Þeir vildu ekki, Stal'ín
og félagar ^ms, með neinu móti
hindra nasista i þvi að brytja
pólsku þjóðina niður. Síðar
Stalin — og lianm leit yfir allt,
semn hamm hafði gert, og sjá,
það var....
VALDARÁNIE
ekki kæmist að samkomulagi
við hina svonefndu þjóðfrels-
isstjóm kommúnista, myndí
Sovét-Rússland auglýsa hama
og viðurkenna sem hina einu
löglegu stjórn Póllands. Þetta
voru úrslitakostir, en annars
vegar haldið á lofti vonirmi
um aðstoð við Warsjá.
Augliti tU auglitis við þessa
afarkosti féllst Mikolajczyk
forsætisráðherra á það, að út-
lagastjórnin í London skyldi
deila völdum við Lublin-nefnd
kommúnista, og að ný stjórn,
sem skipuð væri ráðherr-
um beggja aðila skyldi sætta
sig við hina svonefndu Curson-
línu sem austurlandamæri Pól-
lands. 9. ágúst, eftir að Mikol-
ajczyk hafði náð samkomulagi
við þrjá meðlimi Lublin-nefnd-
arinnar, fullvissaði Stalin
hann persónulega um, að
Rauði herinn myndi veita Bor
hershöfðingja alla þá aðstoð,
sem hann gæti í té látið.
En í stað þess að standa við
það loforð, var Moskvuútvarp
ið látið birta þá fregn með mikl
um gauragangi 14. ágúst,
að „pólskar klíkur" í London
bæru ábyrgð á uppreisninni í
Warsjá, sem á engan hátt hefði
verið samræmd áætlunum
Rauða hersins. Roosevelt
og Churchill skárust i málið
báðir og báðu Pólverjum að-
stoðar, en það var svo fjarri
þvl, að Sovétherrarnir tækju
það tU greina, og þaðan í frá
komu Sovétleiðtogamir alveg I
veg fyrir það, að Pólverjum
bærist nokkur hjálp utan frá.
HÉK birtist grein i
í Póliandi. Grein þessi, i
ránið mikla í Ungverjalan
er úr Félagsbréfi AB frá 19
JÞær eru nú endurprentaðai
eru liðin frá byltingunni í 1
istar börðu niður.
sakaði svo forustan í Moskvu
Bor og forsætisráðherrann fyr-
ir það, að hafa fyrirskipað „fá-
vislega og hvatvíslega upp-
reisn“, þó að öllum væri ljóst,
að Moskva hafði ginnt PÓl-
verja til að hef jast handa,
Andrei Vishinsky varautanrík-
isráðherra Sovétstjórnarinn
ar kallaði hina hetjulegu bar-
áttu Pólverjanna „hreina æv-
intýramennsku", sem Sovét-
stjórnin gæti ekki lagt hönd að
styðja.
Þriðja október var endi
bundinn á uppreisnina og hina
hetjulegu vöm Pólverja.
Warsjá var öll í rústum
og 250.000 af íbúum hennar
dauðir, þar á meðal meirihlut-
inn af hinni harðfengnu mót-
spyrnuhreyfingu, Bor hershöfð
ingi var fangi nasista.
Með einhverjum átakanleg-
ustu svikum, sem sagan getur
um, hafði Moskvu tekizt að ná
sínu upphaflega markmiði.
Henni hafði tekizt að gjöreyði-
leggja duglegasta hlutann af
heimavarnarliði Póllands og