Morgunblaðið - 07.11.1971, Síða 12

Morgunblaðið - 07.11.1971, Síða 12
MGRGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1971 44 Valdaránið / i Póllandi FVamJiald af bls. 31 þess vegna væri það óviður- (kvæmilegt með öllu að hiutast til i*m framkvæmd slíkra ráð- stafana, og einkum sæti það illa á stjórn aranars ríkis. Kreml tók hér að sér að framkvæma hið póli- tiska boðorð Hitlers um „stór- lygina", sem alveg snýr sann- fleikanum við. Og ekki nóg með það. Nú vefengir Ráðstjómin einnig rétt samaðila sinna að Yalta-samþykktinni til þess að láta sig varða augljós brot á henni, með þeirri auvirðilegu undanfærslu, að þetta sé „inn- anlandsmálefni Póllands". Kosningaúrslitin voru til- kynnt á þá leið, að stjórnar- flokkamir hefðu fengið 394 þingsæti af 444. Bændaflokk- urinn fékk 28 þingsæti og aðr- ir minni fiokkar þau, sem eftir voru. Þegar hér var komið sögu, var Bændaflokkur Póliands í raun og veru dauður, en þó var rödd hans á þingi enn ekki með öllu þögnuð. Þegar þingið kom saman 4. febrúar, flutti Mikol- ajczky svohijóðandi yfiriýs- ingu: „Þessi samkoma, sem kaliar sig þjóðþing, var sett á lagg- irnar með kosningasvikum og ©fbeldi, en er ekki kjörin að viija þjóðarinnar". Hinn virðulegi leiðtogi póiska jafnaðarmannaflokks- ins Zygmunt Zulawski, sem stofnað hafði óháða jafnaðar- mannaflokkinn, sem ekki vildi lúta Moskvu, stóð upp og kvaddi sér hijóðs. í grípandi og átakanlegri ræðu rakti hann síðan, hvemig Lublin- nefndin — verkfæri Moskvu — hefði áfanga eftir áfanga eyðilagt og að engu gert hvem snefil lýðræðis og almennra mannréttinda í landinu. Á næstu sex mánuðum full- komnuðu kommúnistar þetta verk sitt í Póhandi. Sá hluti Socialistaflokksins, sem hiýtti forustu Osobka-Morawski, sem þó var hlynntur Moskvu, barðist um stund gegn þvi að vera steypt saman við komm- únistaflokkinn. Joseph Cyran- kiewicz, aðairitari fiokksins og forsætisráðheira eftir að Osobka-Morawski hafði orðið að þoka úr þeim sessi í janúar 1947, barðist og um skeið gegn nauðungarsamsteypu við komm únistaflokkinn og dró máiið á langinn í nálega heilt ár. Hann var boðaður í heimsókn til Moskvu í janúar 1948 og reyndist auðsveipari eftir heim komu sína. 1 marz sama ár til- kynnti hann, að hann hefði fali izt á samsteypuna, sem raun- verulega þýddi endalok flokks hans og stefnu. Nýi flokkur- inn, sem kommúnistar voru ger samlega einráðir I, hlaut nafn- ið: Hinn sameinaði verka- mannaflokkur Póllands. Sumarið 1948 hafði Kommún- istaflokkurinn krafizt við- tækra hreinsana á meðal jafn- aðarmanna, en þá dundi á hann sú ógæfa, að sjáifur varð hann að gripa til fyrstu „stór hreinsunafinnar" innan eig- in vébanda, samkvæmt fyrir- skipun frá Moskvu — sem vit- anlega tjóaði ekki undan að færast. Wladislaw Gomulka, einum af svæsnustu og harðvit ugustu starfsmönnum Polit- buro, var skyndilega vikið úr stöðu sinni sem vara-utanrikis- ráðherra, rekinn úr flokknum og litlu síðar tekinn höndum og ákærður fyrir Titoisma. Hann er að vísu nú kominn aftur til ríiðdUa valda í Póllandi og bað ar sig í náðarsóKnni frá Moskvu. En þrátt fyrir þá sól- dýrð hvilir skugginn af fyrir- litningu pölsku þjóðarinnar á manninum og öllum ferli hans. Hann verður pólsku þjöðinni alltaf Gomulka úr Politburo — og það er medra en nóg. Eftir samsteypu floíkka jafn- aðarmanna og kommúnista voru enn gerðar gagngerðar breytingar á stjóminni. Hver einasta staða, sem nokkru máli skipti, var nú skipuð kommún- ista. Þó íékk forsætisráðherr- ann Cyrankiewicz að halda stöðu sinni. Þótti hentugt og hagkvæmt út á við að geta bent á hann sem tákn þess, hve lýðræði væri í hávegum haft í Póllandi. Vera má og að hann hafi notið þess, hve ómetanlega þjónustu hann hafði látið Moskvu í té. Gersamleg undirokun Pól- lands var fullkomnuð árið 1949, þegar Sovétmarskálkur- inn Konstanty Rakossovsky var fluttur til Póllands og gerð ur að landvamaráðherra oig yfirmanni pólska hersins. 13. nóv. 1956 kom sú fregn, að hann hefði sagt af sér. Senni- lega verið lítt vart síðan Posn- an-uppreisnin var bæld niður fyrr á árinu, og frá íornu fari hatursmaður Gomulka, sem nú er forsætisráðherra. Stanislaw Mikolajczyk og nokkrum öðrum lýðræðissinn- uðum stjómmálaleiðtogum tókst að flýja land 1947, og losnuðu þannig úr þvi þjóðar- fangelsi, sem lýðveldið pólska var þá orðið. En langflestir andstæðingar kommúnista áttu ekki því láni að fagna að sleppa úr landi. Þeir voru „likvirteraðir" af pólitisku lög- reglunni, eins og það heitir á hinu fina máli kommúnista. Það þýðir, að þeir voru sjálfir ásamt þúsundum af fylgismönn um sinum hundeltir, teknir höndum, píndir, hengdir eða skotnir eða fengu að dragast upp i þrælabúðum, þar sem Sovét-Rússland, „föðurland verkamannsins", þrælkar til dauða fimmtán til tuttugu millj ónir saklausra manna. Það hæfir vel að enda þessa sögu ofbeldis, blekkinga og svika með því að tilfæra hér símskeyti, sem Stalín sendi Roosevelt Bandaríkjaforseta í júní 1944: „Yður er kunnugt um skoð- anir Sovét-stjórnarinnar og við Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur áríðandi félagsfund að Hótel Sögu, Súlnasal, mánudaginn 8. nóv. 1971 kl. 20.30. DAGSKRÁ: Kjaramálin. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Viljum ráða byggingaverkamenn nú þegar. Mötuneyti á staðnum. Upplýsingar á vinnustað í símum 82340 og 82380. BREIÐHOLT h.f. leitui hennar t43 þess að gera PóMand eterkt, sjálfstætt og lýðræðislegt I stjómarhátt- um, ennfremur hvers eðlis af- staða þessara þjóða er hvorr- ar til annarrar, vingjam- leg skipti þeírra og varanlega vináttu, sem er sá grundvöll- ur, sem Sovét-stjómin byggir á“. Þetta var símað á með- an Stalin og Sovét-Rússland þurfti á hjálp að halda — og var veitt hjálp alls hins frjálsa heims. Siðan komu aðrir ttmar, og Sovét-Rússland þóttist ekki hafa þörf fyrir „vingjarnleg samskipti og varanlega vin- áttu“, heldur kúgun og ofbeldi. Hér hefur verið sögð saiga hdns kommúniska vaidaráns í tveimur rikjum, PóUandi og Ungverjalandi, eins og hún blasir við á yfirborðinu. Osögð er aftur á móti hin innri saga aJira þeirra hörmunga, volæðis, undirokunar, grimmdar og of- beldis, sem dylst að baki henni. En þess hörmungasaga á sér hliðstæðu í öllum ná- igrannalöndum austan Sovét- Rússiands. Vinnubrögð komm- únista eru hvarvetna hin sömu, enda byltingartæknilegar að- íerðir þeirra þrautsamræmdar, og markmiðin hvarvetna hin sömu. Það er Sovét-imperial- isminn, tillitslausari, harð- skeyttari og illvigari en nokk- ur önnur heimsvaldastefna, sem kunnugt er um, að upp hafi komið. Þjóðir Póllands og Ung- verjalands hafa á mjög eftir- minnilegan hátt sýnt heiminum það á þessu ári, hvernig þær una hlut slnum undir Sovét- okinu. En jafnframt þvi, sem Sovét-Rússland ber niður írels isbaráttu þessara þjóða og er á góðri leið með að drekkja ungversku þjóðinni í sinu eig- in blóði, er af fullu kappi ver- ið að reyna að leiða sams kon- ar örlög yfir aðrar þjóðir, sem enn standa utan járntjalds. Það er þess vegna sem þörf er á, að smáþjóð, eins og Is- lendingar, viti nokkur deiii á þessari sögu. Glöggir menn munu ekki þurfa langan tima til þess að átta sig á þvi, að í vinnubrögðum kommúnista hér á landi og raunar í við- brögðum annarra íslenzkra stjórnmálaflokka hérlendis, má finna hliðstæður þeirra at- burða, sem leiddu bölið yfir ungversku þjóðina. Hér er hugsandi mönnum því þörf á að stinga fótum við. Árvekni, stöðug gát, og vilji til þess að fóma ein- hverju, eru gjöldin, sem þjóð þarf að greiða fyrir frelsi sitt, ef hún vill varðveita það. Það kostar sjálfsfórn og aga að temja sér þegnskap hins frjálsa manns, og einarða höfnun á samstarfi og trúnaði við þá, sem sjálfir eru reiðubúnlr til að bera ok þrælsins og líta ekki glaðan dag íyrr en þeir eru búnir að koma því á herðar annarra. STOBDTSALA á þúsundum para af kven- og karlmannaskófafnaði hefst í fyrramálið og stendur aÖeins þessa viku seljum kvenskó í miklu úrvali trá kr. 295.- parið Karlmannaskór margar gerðir kr. 495.- 595.- 695.- 795.- parið Skóbúð Austurbœjar Laugavegi 103

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.