Morgunblaðið - 12.11.1971, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.11.1971, Blaðsíða 14
14 -£*«•**** «-•-* v ■ MORGUNBLAÐEÐ, FÖSTUDAGUR 12. NÓVBMBER 1971 '>Ql*«4aí$8>Zr ■'U&föiSgJfW'-'V.i Ný bók: Engum er Helgi líkur Bóndinn á Hrafnkelsstöðum segir sína meiningu GÍÓKAÚTGÁFAN örn og Ör- lygttr hefur sent frá sér bók, sem nefnist Engum er Helgi lík- nr og er undirtitill bókarinnar Bóndinn á Hrafnkelsstöðum seg- Ir sína meiningu. Indriði G. Þor- steinsson rithöfundur fylgir bókinni úr hlaði og segir m.a.: „Þegar Helgi Haraldsson tí- undar Hrieppamenn, sem frægir hatfa orðið í sögunni nefnir hann gjaman þá Kára Sölmundarson, Giasur Þorvaldsson og Fjalla- Eyvind. Sjálfan sig nefnir hann ekki, en í samtímanum hefur hann varpað nokkrum ljóma á Hreppamenn, bæði sem bóndi og leerdómsmaður á fornar sögur íslenzkar. Hefur eflaust enginn, utan hinir sérmenntuðu, eins tilfcæk orð og athöfn úr íslend- ingasögum og höfundur þeirrar bókar, sem hér kemur fyrir sjón- iir manna, en var þó birt aðeins fátt eitt af því sem höfundurinn veit og kainn og veltir fyrir sér af hvað mestri íþrótt og orð- gnótt meðal vina og kunn- ingja * « , . , JSTú á tíma efaröksemda og út- úrsnúninga þykir fátt eitt geta staðizt af því, sem allt fram til loka nítjándu aldar voru ámóta staðreyndir og festing landsins. Svo. er um sannleiksgildi íslend- ingasagna. Helgi Haraldsson er fraimarlega i þeirri fylkingu manna, sem snúast hiklaust gegn hverjum þeim, sem vill beita vís- indalegum afsönnunum við hina kseru erfð. f hans augum ber stíkt aðeins vitni þeim sálar- Þing mennta- skólanema ÞING Landssamband-s ísilenzkra menntaskölanema hefst kl. 2.30 í dag í Mennteskólawm við Tjömína. Þingið sitendur um helg toa. Þinigfulltrúar eru 46 talsims. kulda, sem nú leggst yfir gamalt sviðið í mynd ranmsókna og raun sæis........... Helgi Haraldsson er fyrst og fremst bóndi og lítur með niokkru stéttarstolti á sig sem slíkan. Því er það, að hann bregzt hart við hvenær sem hann telur á bænd- ur hallað. í þvi efni lætur hann ekki púðrið blotna í viðureign við brunnmíga og smámenni, heldur beinir spjótum sfnum að þeim sem hæst ber í samtíðinni í skáldskapailist og rökræðu, Halldóri Laxmess. Fer saman að Halldór hefur skrifað sitt testa- ment um garpskap foman, og einnig haft á stundum ýmialegt að segja um landbúnað. HLnu sjálfmenntaða prúðmenni á Hrafnkelsstöðum hefur fundizt að þar væri að ósekju hallað á lífsháttu forna og nýja. Og hann gengur ekki vanbúinn til glím- unnar, því hann hefuf á hraðbergi tilvitnanir i orðræður manna, hvar sem borið er niður í sögunum, máli sínu til sönn- unar. Persónur íslendingasagna eru í hans augum menn sem lifðu, og þeir sem þar hrærðust eru í minningunni hvorki feitir böðlar né heilagir pótintátax heldur löngu látnir heiðursmenn, sem sumir hverjir voru úr Hreppunum. Rúmlega áttræður hefur Heigi upp raust sina í þessari bók, okk ur til skemmtunar, en sannieik- anum fomum og nýjum til vitn- is. Um höfundinn hæfa bezt þau orðin, sem Flosi á Svínafelli lét falla um annan Hreppamann, Kára Sölmundarson: Engum manni er Helgi líkur.“ Bókin er sett í Prentstofu G. Benediktssonar, prentuð í Prent- smiðjunni Viðey og bundin hjá Bókbindaranum h.f. Káputeikn- ingu gerði Hilmar Helgason hjá Auglýsingastofu Gísla B. Bjöms- sonar. Litróf gerði prentmótin. Veikakvennafélagið Framsókn heidur félagsfund iaugardaginn 13. þ.m. kt. 13,30 í Alþýðu- húsinu við Hverfisgötu. Fundarefni: 1, Rætt um kjaramálín og heimild til vinnustöðvunar. 2« önnur mál. Fjölmennið og mætíð stundvíslega. STJÓRNIM. HÖfum kaupendur að 100—180 lesta stálfiskiskipi og 15—30 lesta planka- byggðum fiskibátum. FASTEIGNASALAN, Týsgötu 1 Sími 25466 og kvöldsími 32842. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Erlings Bertelssonar, hdl., Gjaldheimtunnar í Reykja- vík og innheimtumanns ríkissjóðs i Kópavogi verða bifreið- amar Y-1889, Y-2845 og R-20778 seldar á opinberu uppboði sem haldið verður við félagsheimili Kópavogs í dag föstu- daginn 12. nóvember kl. 15.00 e. h. Bæjarfógetinn í Kópavogi. s $8% $■' ÍBÚAR við Kleppsveg og í ná- grenni héldu I gær að stór- bruni væri í nágrenninu. Það voru raunar orð að sönnu, en sá bruni var undir stjórn slökkviliðs frá því hann hófst og þar til slökkvistarf hafði vel tekizt og húsið brunnið til kaldra kola. Þama var sem sagt uin að ræða æfingu og kennslustund fyrir slökkviliðsmenn utan af af landi, sem hér eru á 10 daga námskeiði. En það er þriðja námskeiðið af þessu tagi, sem efrut er til og verð- ur það fjórða og Síðasta í vor. Svo vel vildi til að í svo- nefndum Vatnagörðum var gamalt hús, sem þurfti að fjarlægja. Var það fengið til æfinga og kveikt í því. í fyrra dag voru slökkviliðsmenn þarna í reykköfunaræfingum og í gær voru þeir að æfa sig í að slökkva með mismunandi Barizt við eldinn með margvíslegum slökkvitækjum Slökkviliðsstjórar og varaslökkviliðsstjórar af Suður- og Austurlandi á námskeiði í Reykja- vík. Fremst eru þjálfararnlr Guðmundur Guðmundsson, Gunnar Pétursson og Gunnar Sig- urðsson. Kveikt 1 húsi og slökkt í því tækjum. Stjórnendur nám- skeiðsins eru Guðmundur Guðmundsson, slökkviliðs- stjóri á Reykjavíkurflug- velli, Gunnar Pétursson, starfsmaður Brunamálaatofn- unarinnar og Gunnar Sigurðs son, varaslökkviliðsstjóri í Reykjavík. En námsbeiðið sóttu slökkviliðsstjórar og varaslökkviliðsstjónair af Suð urlandi og Austurlandi. Þjóðaratkvædagreiðsla Noregs um EBE: Getur ráðið úrslitum | um Noreg* og Danmörku — segir markaðsmálaráðherra Dana Kaupmannahöfn, 11. nóvember — NTB DANSKI markaðsmálaráðherr- ann Ivar Nörgaard sagði á fundi í félagi danskra stórkaupmanna sl. þriðjudag, að ef I þjóðarat- kvæðagreiðslunni í Noregi yrði aðeins samþykkt með naumum meirihluta að landið skyldi ger- ast aðili að Efnahagsbandalagi Evrópu, kynni svo að fara, að það yrði ekki samþykkt í norska þinginu. Ráðherrann, sem er nýkominn frá Brússel, benti á, að það væru ekki bara heildarúrslitin í þjóðaratkvæðagreiðsJunni, sem skiptu máli, heldur einnig úrslit- in í einstökum kjördæmum, þah sem þlngmenn myndu eflaust| fylgjast náið með úrslitum I stn,< ! um kjördæmum og haga sér í samræmi við það. Ráðherrann sagði ennfremur, að ákvörðun Noregs, hver sem hún yrði, skæri úr um það, Framhald á bls. 19 Coctailsósa &sinnepssósa Cocktailsósa: /2 dl af tómatsósu í dós af sjrÖum rjóma. Sinnepssósa: 2 msk af sinnepi í dós af sjrðum rjóma. Gott með fiskiy pylsumy hamborgurum, steiktu kjöti, kjúklingum, kryddsíld, humar, rcekju o.fl. MJÓLKURSAMSALAN I REYKJAVÍK CRÉME FRAICHE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.