Morgunblaðið - 14.11.1971, Side 5

Morgunblaðið - 14.11.1971, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1971 37 nemum staðar fyrir utan kon- ungshúsið «n það bil 20 minút- um fyrir kl. 16.00. Þá segir Einar Arnórsson: „Má ekki bjóða ykkur kaffi?“ „Nei, ómögulega," segir Dr. Björn og gengur hratt af stað frá toonungshúsinu. Ég vissi eiginlega ekki hvað ég átti að segja. Það voru 20 mínútur til fundarins í Þing- vallabænum. Hins vegar vildi ég ekki moðga mann eins og Einar Arnórsson. 1 þeirri von að tak- ast myndi að drekka einn kaffi- bolla eða svo og vera samt kom- inn á réttum tíma í Þingvalla- bæinn, þáði ég boðið. Göngum við nú þau, sem eftir voru, inn í húsið. Kona Einars setur upp kaffivatnið o>g ber einhver feilkn af góðgæti á borð. Það tók hins vegar mun lengri tíma að koma upp suðu á vatn- inu en ég hafði gert ráð fyrir. Það var ekki fyrr en klukkan fjögur, að frúin býður okkur að setjast til borðs. En það var ein- mitt sá tími, sem forseti hafði gert ráð fyrir, að fundurinn myndi hefjast. Tók nú heldur betur að fara um mig. Var ég eins og lús milli tveggja nagla, lEinars Arnórssonar og Sveins Björnssonar. Á veggnum hékk fornfálegur sími með handsveif til þess að ná sambandi við mið- stöð. Rétt þegar við exum að byrja að drekka kaffið, þá hringir þetta gamla tól á veggn- um. Einar Arnórsson stend- ur upp, tekur heymartólið, legg ur það að eyra sér. Ailra augu fylgdu hverri hreyfingu hans. Við heyrum öll hvað virðuleg rödd ségir í símann við Einar: „Forseti bíður.“ Þetta var rödd forsætisráðherra. Mér brá svo mikið, að ég drakk sjóðheitt kaffið í botn og spratt upp með ri'kisráðsbókina og gerði mig iíklegan til að hlaupa eins hratt og fæturnir bæru mig að Þingvallabænum. „Við erum nú þvi sem næst að leggja af stað,“ svarar Einar Arnórsson ákaflega hægt og ró- lega. Hann leggur tólið á símann. Snýr sér ekki að mér, sem stað- inn var þó upp, heldur að Arre- boe Clausen, og segir við hann: „Clausen, má ekki renna 5 annan bolla fyrir yður?“ „Svo sannarlega, hr. dóms- málaráðherra,“ sagði Clausen og augu hans hlógu. Afltur var rennt í bolla hjá Clausen, og hann segir: „Ég drekk seinni bollann alltaf með mola, hr. dómsmálaráðherra.“ „Nú, það er nú ekki eins og nokkur maður sé að reka á eft- ir yður Clausen," sagði Einar Amórsson. Aftur hringir siminn á veggn- um. Mér bregður ofsalega. Sekt- arkenndin kvelur mig og ég svitna. Enn heyrum við hina alvar- legu rödd forsætisráðherra segja: „Porseti er búinn að bíða leng ur en tilhlýðilegt er.“ „Já, dr. Björn, nú skal ég at- huga hvort hann Olausen er ekki búinn að drekka kaffið sitt. Við komum strax og hann er tilbúinn.“ Þegar við heyrðum þetta svar, þá hló Clausen þeim hlátri, sem ekki getur talizt hlutlaus. Klukkan 4.30 eða hálftima of seint leggur Clausen af stað með dómsmálaráðherra, mig og rikis- ráðsbókina. Það var rétt eins og Einar Arnórsson gæti lesið hug minn, því að hann segir: „Pétur minn, hafið þér nokk- Um tíma gert yður grein fyrir því, að þegar einn maður reið- ist öðrum, þá er það sá reiði, sem öllu tapar. Það er blóðþrýst ingur hans sem hækkar og fær hann til að segja sitt hvað, sem hann myndi ekki segja nema i reiði. Þá er um að gera fyrir þann sem fyrir reiðinni verður, að standa af sér skúrinn. Hugs- uim okkur að þetta væri rigning arskúr, þá leitar maður sér hæl- is í einhverju skýli og spyr sjálf an sig: Hvenær skyldi hann stytta upp? Það er hollt fyrir yður að hafa þetta í huga.“ Ég var mállaus af hræðslu og gat ekkert um þetta sagt. Nú nemur Clausen staðar fyr- ir utan Þingvallabæinn og við Einar gengum inn. 1 stofunni voru fyrir einn hneykslaður maður og þrír reið- ir. Um leið og við gengum inn i stofuna, segir Forseti Islands við mig: „Pétur, skiluðuð þér því ekki til ráðherranna eins og ég haíði lagt fyrir yður, að hér skyldi drukkið kaffi kl. 16.00?“ Ég ætlaði að fara að svara mínum yfirmanni og afsaka við hann af heilum hug, hversu ákaf lega leiðinlegt mér þætti að eiga sök á þessari töf, sem hér hefði orðið. En þá greip Einar Am- órsson fram í fyrir mér og sagði: „Mikil ósköp, herra forseti, eíkki stóð á skilaboðunum frá honum Pétri minum, þar var allt með röð og reglu eins og endra- nær. Hitt er annað mál að mér finnst það alltaf tilheyra, þegar maður er bominn upp í sveit að drekka að minnsta kosti tvisvar kaffi." „Nú, hafið þið þá lyst á kaffi eftir allt?" spyr forseti. „Mikil ósköp, herra forseti, það vantar ekki lystina hjá hon um Pétri mínum og mér,“ sagði Einar. Var nú borið fyrir okkur kaffi og jólakaka. Einar drakk og át af hjartans lyst. En ég hatfði því sem næst enga lyst. Síðan hófst ríkisráðsfund- urinn. Eftir að fundinum var lokið, lögðum við af stað til Reykja- víkur, Clausen, forsætisráð- herra, dómsmáilaráðherra og ég með ríkisráðsbókina undir hend inni. Varla vorum við lagðir af stað fyiT en Einar Amórsson byrjar að stríða dr. Bimi Þórðarsyni, forsætisráðherra. Við dr. Bjöm áttum það sameiginlegt, að við vorum báðir mjög slegnir yfir þvi, hvernig allt hafði tfarið fram þennan dag, öðruvisi en ætlað var. Hins vegar léku þeir Einar Arnórsson og Clausen á als oddi. Man ég það svo glöggt, eins og það hefði skeð í gær, að Einar Arnórsson byrjaði að leggja lögfræðilegar spurning- ar fyrir forsætisráðherra skömmu eftir að við lögðum af stað. Fyrsit segir Einar: „Ekki varst þú eins aiþýðleg- ur, dr. Bj'örn, eins og hann Pét- ur minn, að þiggja hjá konu minni kafíi.“ Síðan byrjuðu spurningarnar. Man ég að sú fyrsta var svona: „Segjum nú svo, dr. Bjöm, að maður standi á landi sínu, sjái fugl á flugi, gripi byssu sina og skjóti fuglinn, hæfi hann, en tfuglinn falli niður á landi ná- granna. Hver er þá eigandi fugls ins?“ Svona rak ein spuming aðra. Við t>r. Björn sátum fámálugir. En Olausen hló í tíma og ótíma, og hrökk ég oflt í bút, þegar Clausen hló sinum hlutdræga hlátri. Málflutningsskrifstofa mín er flutt frá Suðurlandsbraut 12 að Laugaveg 3, 3. hœð JÓN ODDSSON, HDL., Sími 13020. med DC-6 Kaupmannahafnar 5 sinnum í viku/ alla sunnudasa/ mánudaga/ |oriðjudaga/ rimmtudaga og föstudaga. L0FTLEIDIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.