Morgunblaðið - 26.11.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.11.1971, Blaðsíða 16
16 MOHGUNBL AÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1971 Útgsfandi hf. Árvakur, Raykjavík. FramkvaBmdaatjóri Hsraldur Svainason. Rilatjórar Matthias Johannaaaen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Aðatoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjörn Guðmundeson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiösla Aðalstrasti 6, sími 10-100 Augiýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 196,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 12,00 kr. sintakið. HVER ER STEFNA STJÓRN- ARINNAR í VARNARMÁLUM? ¥Tmræðurnar á Alþingi um utanríkismál stóðu í u. þ.b. tíu klukkustundir og snerust fyrst og fremst um stefnu ríkisstjórnarinnar í varnarmálum. En þrátt fyrir þessar miklu umræður er eft- irtektarvert, að menn eru engu nær um það, hvað raun- verulega vakir fyrir vinstri stjórninni í öryggismálum þjóðarinnar. Hið eina, sem verulega skýrðist í þessum umræðum, er sá ágreiningur, sem kominn er upp milli ráð- herra Framsóknarflokksins og kommúnista um túlkun á ákvæð«m málefnasamnings stjórnarflokkanna um varn- armálin. í umræðunum á Alþingi endurtók Einar Ágústsson efnislega þau ummæli, sem hann lét falla á Varðbergs- fundinum í byrjun nóvember- mánaðar. En kjarni þeirra var sá, að fyrst mundi fara fram rækileg könnun á varn- armálunum, en síðan yrði tekin ákvörðun um það, hvort varnarliðið skyldi hverfa af landi brott eða ekki. Og ennfremur, að ekk- ert yrði gert í þessum mál- um, án þess að Alþingi fjall- aði þar um. Þessa túlkun á ákvæðum málefnasamnings- ins um varnarmálin nefndi Lúðvík Jósepsson, sjávarút- vegsráðherra, „rangtúlkun“ á landsfundi Alþýðubanda- lagsins fyrir skömmu. Eftir að þessi ásökun Lúðvíks Jósepssonar hafði birzt opin- berlega, endurtók utanríkis- ráðherra efnislega ummæli sín frá Varðbergsfundinum, og eftir að utanríkisráðherra hafði gert það, endurtók Lúðvík Jósepsson efnislega Ummæli sín á landsfundinum í umræðunum á Alþingi sl. þriðjudag. öllum er því ljóst, að inn- Vandi Détur Sigurðsson, alþingis- "■ maður, vakti máls á mjög alvarlegum þætti öryggis- mála okkar og Norðurlanda- þjóðanna allra, í umræðum þeim, sem urðu um utanríkis- mál á Alþingi sl. þriðjudag. í umræðum þessum vörpuðu bæði utanríkisráðherra og sjávarútvegsráðherra því fram, að eftirlitsstöð sú, sem starfrækt er á Keflavíkur- flugvelli, gæti allt eins verið í Noregi eða Danmörku. Pétur Sigurðsson innti þessa tvo ráðherra eftir því, hvort þeir gerðu sér grein fyrir afleiðingum þess, ef an ríkisstjórnarinnar ríkir nú alvarlegur ágreiningur um meðferð varnarmálanna og stefnuna í þeim. Utanríkis- ráðherra telur, að alls ekki sé búið að taka ákvörðun um brottför varnarliðsins, að rækileg könnun verði að fara fram fyrst á varnarmálunum og á grundvelli hennar beri að taka ákvörðun um veru eða brottför varnarliðsins. Og skal þá látið liggja á milli hluta, þótt utanríkisráðherra hafi túlkað ákvæði málefna- samningsins á allt annan veg fyrst í stað. Sjávarútvegsráð- herra er hins vegar þeirrar skoðunar, að með málefna- samningnum hafi verið ákveð ið að taka varnarsamninginn til endurskoðunar með það markmið fyrir augum, að varnarliðið hverfi á brott á kjörtímabilinu. Hvor þessara tveggja ráð- herra túlkar stefnu ríkis- stjórnarinnar? Þrátt fyrir ítrekuð tilmæli fékkst ekkert svar við þessari einföldu spurningu í 10 klukkustunda umræðum á Alþingi. Forsæt- isráðherra hvarf á brott og gat því ekki orðið við þeirri ósk, sem Jóhann Hafstein beindi til hans undir lok um- ræðnanna, að hann skæri úr þessu ágreiningsmáli Einars Ágústssonar og Lúðvíks Jósepssonar. En almenningur í landinu á heimtingu á svör- um. Er það Einar Ágústsson, sem talar fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar í varnarmálun- um, eða er það Lúðvík Jóseps son? Ólafur Jóhannesson get- ur ekki komizt upp með að taka já-já-nei-nei afstöðu til þessarar einföldu spurn- ingar. Hann verður að svara, og ríkisstjórnin verður -að gera hreint fyrir sínum dyr- um. Hver er stefna hennar í varnarmálum? Finna að þessu ráði yrði horfið. Hann benti á, að Norðmenn, Danir og Svíar óttuðust, að ef erlendar varnarstöðvar yrðu settar upp í Noregi eða Dan- mörku, mundu Sovétríkin svara með því að senda sovézkan her inn í Finnland. Þessi ótti Norðurlanda- þjóðanna er ekki ástæðulaus. Það er vitað, að meginástæða þess, að Norðmenn hafa ekki viljað hafa erlendar varnar- stöðvar í landi sínu er sú, að þá mundu Sovétríkin telja sig hafa rétt til að senda her- lið inn í Finnland. Raunar er þetta ekki eina dæmið um Um bókina „Og svo fór ég að skjóta Eftir Mark Lane „Nýr McCarthyismi, í þetta sinn frá vinstri44 Ritdómur eftir Neil Sheehan um bókina Conversations with Americans (Og svo fór ég að skjóta. . .) eftir Mark Lane Birtist í The New York Times Book Review Neil Sheehan er einn af þekkt ustu blaðamönnum í Bandarikj unum í dag, þó að hann sé ekki nema um 35 ára að aldri. Hann kom fyrst til Vietnam árið 1963 og hefur verið þar af og til sið- an, alls þrjú ár. Hann varð kunnur fyrir fréttir sínar frá Vietnam. Sheehan varð einn fyrsti mað ur til að snúast gegn stríðinu i Vietnam, á opinberum vettvan.gi og hefur komið mjög við sögu í baráttunni gegn stríðinu. Hann varð hei.msfrægur fyrir nokkr- um mánuðum, þegar Robert Ells berg afhenti honum svokaliaða „Pentagon papers", um stríðið í Vietnam. Sheehan bjó skjölin til prentunar, en þau vöktu gífur- leiga athygli, þegar þau voru birt í blóðum í Bandaríkjunum. (Athugasemd þýðanda rit- dómsins: Nokkurrar ónákvæmni gætir í þýðingum á nöfnum á herfylkjum og stöðuheitum í hernum, þar sem ekki eru til yf- ir þetta íslenzk nöfn). X X Þessi bók er svo óábyrg, að svo kann að fara, að hún verði til þess að ýta undir ábyrga at- hugun á spurningunni um stríðs glæpi og hryðjuverk í Vietnam. Þessi bók sýndr okkur hvað gerist, þegar þjóðfélagið van- rækir að kanna áríðandi mál- efni, sem snerta tilfinningar þjóðarinnar náið. Þá koma svör in frá mönnum eins og Mark Lane. Mark Lane er lögfræðingur í New York, sem fyrir sex áriun seldi aðgang að fyrirlestruin, sem hann hélt í leikhúsi í borg- inni, og fjölluðu um samsæri um að myrða Kennedy forseta. (Ekki tókst þó Lane að sanna þetta samsæri í bók sem hann skrifaði, sem árás á skýrslu Warren nefndarinnar). Nú þyk ist hann hafa tekið saman safn af viðtölum við bandaríska her- menn, sem urðu vitni að eða tóku þátt í hryðjuiverk'um í Viet nam. Otgefendur bókarinnar í Bandaríkj'unum auglýsa hana sem eina „mest upplýsandi og hrollvekjandi bók í sögu stríðs- fréttaritunar". Fyrirsögn og inn- gangu.r auglýsingarinnar er á þessa leið: „Heil kynslóð er al- in upp við grimmd. Þrjátíu og tveir hermenn, sem börðust í Vi- etnam, skýra frá því, hvernig fer fyrir ungmennum okkar, sem eru þjálfuð í grimmd, sad- isma, pyntingum, hryðjuverkum og morðum.“ 1 inngangi sínum að bókinni segir Mark Lane að „La Gangr- ene“, fræg frásögn af því, það, að utanríkisstefna Norð- urlandaþjóðanna er miðuð við það að gefa Sovétríkjun- um ekkert tilefni til þess að senda sovézkt herlið yfir landamærin til Finnlands. En vissulega erum við íslending- ar færir um að leggja eitt- hvað af mörkum til þess að tryggja sæmilegt sjálfstæði þessarar vinaþjóðar okkar. hvernig franska lögreglar. pynt aði Alsírbúa í striðinu í Alsir, sé ekki annað en „óstaðfestar, en mjög sannfærandi ásakanir . . . frá fórnarlömbunum sjálf- um“. „Hér eru það ekki fómar- lömbin, sem ásaka,“ segir hann um bók sína. „Hér eru það þeir, sem framkvæmdu ódæðin, og þeirra vinir, sem ganga fram og segja frá verknuðum sínum. Við verðum að meta þessar gerðir í tengslum við þjóðféla.gið...... 1 landi okkar, getum við ekki imyndað okkur að lögreglan stöðvi prentun, eða geri bók sem þessa upptæka, svo að við höf- um enn tiima itil rannsóknar, mats og aðgerða." Mark Lane notfærir sér þer.ita frelsi til að halda því fram, að viðtöl þessi sýni, að her Bandaríkjanná starfi á sama stigi siðferðis og S.S. sveitir Hitlers. Lesandi góður. Reyndu að kasta ekki upp og búðu þig und ir trúverðugan framburð um hryðjuverk, frá mönnunum, sem hleyptu rafstraum í kynfæri fórnardýra sinna, karla og kvenna, og slátruðu konum og bömum eins og kjúklingum. Fyrsta viðtalið er við Chuch Onan, sem hljópst burt úr land- gönguliðasveiitunum árið 1968 og flúði til Svíþjóðar. Hann segist hafa verið valinn í könnunar- sveit og hafa verið sérstaklega þjálfaður 1 fallhlífars tökk’, froskköfun og lifi i frumskóg- um, auk þess sem hann segist hafa fengið sérstaka kennslu í pyntingum. „Hvernig var ykkur kennt að pynta kvenfanga?" spyr Lane. „Að klæða þær úr, glenna út á þeim fæturna og reka oddmjó- ar stengur eða byssusftngi inn í kynfæri þeirra. Okkur var líka sagt, að við mæt'tum nauðga eins mörgum stúlkum og við vild- um“, svaraði Onan. Onan segir, að hann hafi gerzt liðhlaupi, eftir að honum var sagt að fara til Vietnam, til að nota þekkingu sína í verki. „Ég var áhugasamur, þangað til kom að Lokaþætti þjálfunarinn- ar. Þá fór mér að finnast þetta alit sjúklegt. Þeir gengu of lanigt." Hér eru upplýsingar, sem Lane ekki tekur með í bók sinni. Skýrslur landgönguliða- sveitanna sýna, að Onan fékk enga aðra bardagaþjálfun en byrjendaþjálfun, sem allir byrj- endur ganga í gegniun. Því næst gekk hann í byrjenda- skóla fyrir fiugvirkja í Memph- is og vann sáðan sem lagermað- ur á herfl'ugveM í Beaufort, South Carolina, þar sem hann afgreiddi varahluti i flugvélar. Þaðan fór hann 5. febrúar 1968, með fyrirmæli um að fara ttt Camp Pendelton í Californíu og þaðan til Vietnam, eftir 30 daga frí. Hann gerðist iiðhlaupi. Ekk- ert bendir til að hann hafi nokk urn tíma verið í könnunarsVeit, hafi fengið kennslu í fallhlífar- stökki eða froskköfun, og land göngusveitirnar halda því fram, að þær kenni ekki pyntingar. Síðar í bók Lanes kynnumst við Michael Schneider, Hann segist hafa verið eitt og hálft ár sveitarforingi í Vietnam meö 101. herdeiidinni og síðar með 196. herdeildinni. Hann segir frá því er hann skaut þrjá óvopnaða borgara, pyntaði fanga með þvi að tengja hand- snúinn síma við eistu hans, sam- kvæmt skipuniuim liðsforingja, og segist hafa horflt á aðra pynta fanga á svipaðan hátt. Hann segir að yfirmaður sinn hafi skipað þeim að drepa fanga. Hann segist einnig hafa hlotið heiðursmerkin Bronze Star, Purplie Heart og Silver Star, sem er þriðja hæsta heið ursmerki hersins, fyrir störf sín í Vietnam. Hann gerðist síðar Lið hiaupi i Evrópu. Schneider segist hafa fæðzt I Þýzkalandi og heiltið þá Dieter von Kronenberger, en að faðir hans hafi breytt nafni fjölskyld unnar í Schneide.r, þegar þau flutt'ust vestur um haf árið 1948. „Hverniig hefur fjölskylda þín tekid því að þú gerðist lið- h'laupi?“ spyr Lane. „Faðir minn segir að ég sé svikari. Manni beri skylda til að vera trúr hvaða her sem mað ur er í. Hann er núna ofursti í Vietnam. Hann tók nýlega við af George Patton ofursta, sem yfirmaður eilefitiu brynvörðu herdeildarinnar.“ Schneider skýrir einnig frá þvi, að faðir hans hafi einu sinni verið und ir stjórn hins alræmda, þýzka hershöfðinigja yfir skriðdreka- deildum, Heinz Guderian. Það er nokkuð Ijóst hvað verið er að gefa í skyn, Bandaríski her- inn hefur falið nasistum yfir- stjórn mikilvægra sveita. En það er enginn Schneider of ursti til eða von Kronenberger eftir skýrslum hersins. Sá mað- ur hefur aldrei stjórnað 11. brynvörðu herdeildinni. Hvergi er að finna í skýrslum, nein merki um mann, sem svipar til lýsingar Michael Schneiders á föður sínum. Hér eru meiri upplýsingar, úr skýrslum hersins, sem Mark Lane nefnir ekki i bók sinni. Michael Raymond Schrieider flaug ti'l New York í janúar 1970 og gaf sig fram við fulli- trúa hersins á Kennedyflug- velli. Hann fór fljótlega bu,rt í leyfisleysi og var handtekinn í Denver, saikaður um morð í Oikla homa. Síðast þegar til hans var vitað, var hann í gjörgæziú- deiid geðsjúkrahússins í Vinita í Oklahoma, í október 1970. Mark Lane hafði ekki fyrir því að at'huga hvort sögurnar, sem homurn voru sagðar, stæð- ust samanburð við skjðl hersins. Ég spurði hann hvers vegna, í simtali: „Af því, að ég álit hernaðar- yfirvöld óábyggilegasta upp- lýsingaaðila, þegar staðfesta á hryðjuverk," svaraði hann. Ég spurði hvað hann vildi segja um einfaldar staðreyndir, eins og með Onan og Sohneid- er, sem gætu varpað nokkru ljósi á það, hversu trúanleg má itaka vitni hans. „Þær koma ekki málinu við,“ svaraði hann. Þessi tegund af röksemda- færslu er nýr McCartliyisml, í þetta sinn frá vinstri. Hvaö sem gefiið er í skyn, hver sem ásök- Framhald á bls. 2S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.